Skátablaðið Faxi - 01.12.1988, Page 12

Skátablaðið Faxi - 01.12.1988, Page 12
X>-r| CD —0>|—03>H>7;C« Flokksformgjanámskeiö í Vestmannaeyjum i Vmis málet'ni rökrædd Dagana 14.-16. október var haldið flokksforingjanámskeið á vegum Faxa hér í Vestmanna- eyjum. Flestallir flokksforingjar Faxa fóru á námskeiðið og voru það u.þ.b. 30 krakkar á aldr- inum 13-17 ára. Skátafélagið Faxi er þannig uppbyggt, að í því eru fjórar sveitir og innan hverrar sveitar eru 4-6 flokkar og eru oftast tveir foringjar með hvern flokk. Markmið nám- skeiðsins var meðal annars að láta foringjana innan hverrar sveitar kynnast, og mynduðu sveitirnar því flokka á nám- skeiðinu. Klukkan átta að kvöldi föstu- dagsins 14. október, mættu flokksforingjarnir í skáta- heimilið og var þá byrjað á því að setja námskeiðið. Að því loknu drógu flokkarnir sér umslög og á þeim stóð heiti staðarins sem þeir áttu að fara á en ekki mátti opna umslagið fyrr en á staðinn var komið. Á umslaginu, sem ég var í fékk, stóð „Skansinn” og þurfti flokkurinn því að fara út á Skans. Auk mín, voru í flokknum þau Högni, Elli, Páley, Kristbjörg, Hjalti, Ægir og Pétur. Þegar við komum út á Skans opnuðuni við umslagið og var í því blað. Á blaðinu stóð hvar við áttum að sofa föstu- dagsnóttina. Það komu aðeins tveir svefnstaðir til greina og lentum við í gamla golfskálanum ásamt foringjum úr Litlu gulu hænunni, en það er ein sveitin. Hinir tveir flokkarnir fengu að gista á Steinsstöðum. Þegar við komum í Gamla golf- skálann, var Litla gula hænan þegar komin þangað og búin að koma sér fyrir. Þegar við vorum búin að vera þarna í u.þ.b. hálftínia komu flokkarnir, sem áttu að gista á Steinsstöðum. Það átti að halda kvöldvöku í Gamla golfskálanum. Á kvöldvökunni komu allir flokkarnir með skemmtiatriði og fengum við kakó í lokin. Kvöldvakan var í u.þ.b. 2 tíma og þegar hún var búin fóru þau, sem áttu að vera á Steins- stöðum, þangað. Eftir að þau voru farin, ætluðum við að fara að sofa. Gekk það frekar illa og sofnuðum við ekki fyrr en rúmt þrjú. Daginn eftir vöknuðum við klukkan níu og tókum þá til í Gamla golfskálanum, því að við áttum ekki að sofa þarna laugardagsnóttina. Kl. tíu mættum við í morgunmat í skátaheimilið og fengum við þar brauð og súrmjólk. Eftir morgunmatinn hófust fyrir- lestrar og þá fluttu sveitar- foringjarnir og Páll Zóphónías- son félagsforingi Faxa. Á meðan að fyrirlestrarnir voru fluttir, voru flest allir að sofna, vegna þess hve seint við fórum að sofa og náðist því miður ekki að fara yfir allt efnið, sem átti að taka fyrir á námskeiðinu. Fyrir- lestrarnir voru alveg til klukkan að verða fimm, en þó með ýmsum hléum og hádegismat á milli. En kl. 5 var dregið um svefnstað og vildu flestir gista á Steinsstöðum. Lentum við nú í kofa uppi á Hrauni sem er í eigu Hitaveitu Vestmannaeyja og Slappað af eftir erfiðan dag 12

x

Skátablaðið Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.