Skátablaðið Faxi - 01.12.1998, Síða 2

Skátablaðið Faxi - 01.12.1998, Síða 2
Vitjar þín Guð um jólin í minningunni klofa ég fönn og ber klifjar um torfærur. Þetta er gönguleið, sem varla er veg- arslóði. Skátaflokkurinn heldur hópinn, en í kring eru snjóbreiður og smávaxin dýr merkurinnar. Nálægð rjúpu þekkjum við á hljóðinu og skynjum samfélagið við villt dýr af ókennilegum spor- um í snjó. Við erum sannarlega ekki einir, en erum eitt með þessu umhverfi náttúrunnar. Við kom- um að á, sem við höfum mikið rætt um í undirbúningi ferðar- innar og ekki síður á göngunni í átt að skála okkar, másandi undir klifjum búnaðar og matar til úti- legunnar. Helst ræddum við um brúartré, sem eldri skátar höfðu fest uppá stórgrýti og lagt yfir torfæruna. Það sló þögn á mannskapinn þegar við stóðum loksins á gilbarminum og horfð- um niður á vaðið. Áin hafði rutt sig nokkrum sinnum í umhleyp- ingum og í einhverju kastinu blakaði hún við mannvirkinu og sópaði því langt frá réttum stað. Afl árinnar sótti hún ofan úr Móskarðshnjúkum og bakhlíðum Skálafells og munaði því ekkert um svona sprek, raft, sem var marga manna tak. Til þæginda fyrir næstu sveit vaskra drengja og stúlkna hafði hana lagt að nýju og yfir það kyngdi nýrri mjöll. Þar sem skátar deyja ekki ráðalausir, lögðum við frá okkur bakpokana um stund og gerðum mælingar á klakabrúnni, sem í boði var. Eftir nokkrar tilraunir fundum við út að snjóspöngin hlyti að halda einum í senn og þannig ferjuðum við okkur og bakpokana yfirvegaðir yfir ánna. Að lokum varð hún eins og góð vinkona á vegi skátanna. Kvölds og morgna vitjuðum við hennar með mjólkurbrúsa úr skálanum, tveir vatnsberar í hvert sinn, lýmist að ná í nýtt vatn til morgunverðar og þvotta eða til að efna í kakóið á kvöldvökunni. Svona getur jólahátíðin vitjað mín þegar ég er minntur á árin mín í skátafélagi. Það er mynd af friði og kyrrð í huganum þótt atgangur, köll og alls konar hljóð hafi á sínum tíma einkennt sam- verumar. Það er magnað að arka út í kalda vetrarnóttina, brjóta vök eftir nýju vatni og velta fyrir sér trú á álfa og tröll. Þá eykst virðingin, sem krakkar geta borið fyrir undri og tilbrigðum nátt- úrunnar, en trúin og traustið á góðan Guð verður eins og klakaspöng yfir duttlungafulla á og framburð hennar. Heldur þessi trú? í þá daga var trúin hrein eins og nýfallin mjöllin í Haukafjöll- um. Síðar verður hún fullreynd og þá sjáum við æ betur hvað bandið er sterkt í kærleika- strengjum Jesú Krists. Við lifum sannarlega í krafti og trausti til hans. Megi Guð vitja þín með gleðileg jól og farsæla komandi tíð. Sr. Kristján Björnsson Útgefið í desember 1998 Útgefandi: Skátafélagið Faxi Ábyrgðarmaður: Marinó Sigursteinsson Ritstjóri: Júlía Ólafsdóttir Auglýsingar: Sigríður Prófarkalestur: Einar Örn, Freydís og Erla Prentvinna: Prentsm. Eyrún hf. Ritnefnd: Anna Jóna Kristjánsdóttir Sigríður Briet Smáradóttir Júlía Ólafsdóttir Steinunn Lilja Smáradóttir Freydís Vigfúsdóttir Páll Zóphóníasson Smári Páll McCarthy o SKÁTABLA0I0 FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.