Skátablaðið Faxi - 01.12.1998, Side 16
Selfossferð flokksforingja
Við fórum í brjáluðu veðri á föstu-
deginum með Herjólfi en þrátt fyrir það
urðum við ekkert sjóveikar. I
Þorlákshöfn tóku tveir Fossbúar á móti
okkur. Þeir voru Armann Gemsi og
Magnús Gullfiskur. Þegar við komum á
Selfoss komum við okkur fyrir í skáta-
heimilinu á Selfossi og fórum svo í KA
að kaupa nesti. Þegar við komum aftur
byrjaði tveggja tíma fyrirlestur og þegar
hann var búinn fengu tveir og tveir fyrir-
lestrarefni fyrir morgun-daginn, þ.e.a.s.
laugardaginn. Svo vorum við rekin í
rúmið (dýnurnar) og þá sagði Freydís
okkur söguna um Garðabrúðu.
Svo vöknuðum við um kl. 9:30 og
höfðum fyrirlestrana sem voru til
kl.5:00 um daginn. Eftir langan og
erfiðan dag og miklar harðsperrur í rass-
inum (úl af hinum hörðu selfysku
stólum) fórum við loks í sund. Þar
vorum við til kl.6:00 þá kom rúta og
sótti okkur því það var svo mikil rign-
ing. Svo var okkur skipað að taka með
okkur hlý föt, svefnpoka og nesti vegna
þess að við áttum að fara í óvissuferð.
kl. 19:45 fórum við upp í rútu og
brunuðum af stað. Það var svo mikið
myrkur að við sáum ekkert úti. Svo
beygðum við út af veginum og komum
að húsi. Svo dimmt var að við sáum
bara kertin í gluggunum. Við vorum
komin í Dalakot.
Við byrjuðum á því að velja okkur
koju, en pössuðum okkur samt að velja
okkur ekki bekkinn því þar átti að hvíla
Dagana 25-28 júní skruppu nokkrir
skátar héðan á Landnemamót í Viðey.
Við komumst á leiðarenda á fimmtu-
dagskvöldinu og þá var skipt í dagskrá-
og vinnubúðir en dagskráin var unnin af
skátum úr félaginu Landnemum sem er
f Rvk. og var hún bara nokkuð góð.
Fyrsta daginn var farið frekar snemma
að sofa (um miðnætti) og var ræs kl: 10
næsta dag. Vorum við öll sem voru
komin frá Eyjum sett í vinnubúðir og
sátu því allan daginn og sóluðum okkur
á póstum. Eftir kvöldmatinn var kvöld-
söngur, þar voru sungin nokkur lög og
kynningarleikur fór fram. Á laugar-
daginn var ræs líka kl: 10 og sumir fóru
í dagskrá en aðrir í vinnubúðir.
afturganga hins brotlenta þýska flug-
manns (trúlegt). Þegar við vorum búin
að þessu og þar með töldu að fá okkur
snarl var okkur sagt hin skelfilegasta
draugasaga og hún leiddi það af sér að
við áttum að fara út að leita að hengda
bróðurnum sem sagan fallaði um. Eftir
mikinn rammleik um dimmt hraunið og
Dagskránni var skipt í 3 lönd og hafði
hvert sinn þema sem unnið var að fram
á kvöldmat. Um kvöldið var kvöldvaka
haldin með skemmtiatriðum og öllu
tilheyrandi og Bryggjugleðin svo á eftir
en þá var dansað og sungið langt fram á
nótt. Á sunnudaginn var ræs kl. 10:30
fyrir þá sem tóku þátt í flokkakeppni svo
við fórum ekki á lappir fyrr en um
hádegið, mótslit voru um 14:30 og þá
fórum við í sund, „út að borða”, í bíó og
síðan keyrði hann Ármann Fossbúi
okkur niðrí Herjólf sem átti að fara kl:2
um nóttina svo við komumst ekki heim
fyrr en um hálf sex um morguninn.
Sigga og Steinunn Inkar
nokkrar skrámur fundum við loks hinn
hengda bróður sem hékk þá í sigbelti og
með snöru um hálsinn í trönum við
hliðina á skálanum. Svo skriðum við
ofan í svefnpoka og hlustuðum á
Sigurjón flippa út með rúgbrauð með
rjóma lagið og 1000 grænar flöskur til
rúmlega fjögur um nóttina. Þá loksins
sofnuðum við. ( Það má taka það fram
að í Dalakoti er ekki rafmagn, vatn né
hiti og þar að auki ógeðslegur útikamar
sem við viljum vinsamlegast kvarta
yfir).
Það sem við vöknuðum við um
morguninn var að Ármann var að flauta
á rútunni og glugginn hjá okkur var
galopinn. Þegar við vorum vöknuð
tókum við saman og keyrðum til
Selfossar og tókum þar restina af dótinu.
Svo keyrðum við í Eden í Hveragerði og
þar var splæst ís á línuna. Við fórum
svo í bíltúr eitthvað upp í sveit og þar
var verið að smala. Þegar við vorum
búin að virða fyrir okkur hina íslensku
smalamennsku um stund héldum við af
stað út á Bakka og flugum heim.
Þetta var mjög skemmtileg ferð og við
vonum að við gerum þetta einhvern tíma
aftur.
Elva Dögg og Leifa.
Skítugum naríum.
Faxa.
Viðeyjarmót
©
SKÁTABLAÐIÐ FAXI