Skátablaðið Faxi - 01.04.2000, Page 5

Skátablaðið Faxi - 01.04.2000, Page 5
bræðrum. Við störfum mikið með strákunum í skátaflokknum Refum. Það hefur gengið mjög vel og okkur stelpunum hefur fundist frábært að starfa með þeim. Þessir tveir flokkar hafa myndað ákveðinn hóp sem kallast Ólgandi hormónar (af hverju ætli það sé?). Við erum búnar að fara með þeim í nokkrar útilegur í vetur, svo höfum við líka eitthvað farið sjálfar. Okkur finnst alveg æðislegt í skátunum og erum að fara í okkar fyrsta skátaskíðaferðalag helgina 24.-26.mars og við hlökkum geðveikt til. Bæbæ og takk fyrir okkur. Fyrir hönd Eskimóa: Anna Jóna flokksforingi. Skátaflokkurinn Refír Hæ hæ, við erum fjórir frábærir strákar í flokk sem heitir Refir. Starfið okkar hefur verið frekar dautt í vetur en þó erum við á vikulegum fundum ásamt Eskimóum. Svo höfum við farið með þeim og sveitinni í nokkrar útilegur. Við höfum áætlað að taka þátt í útilífi 2000 sem er flokkakeppni með það að mark- miði að auka útilíf skátaflokka. Við, flottustu og BESTU strákarnir í Refum heitum: Flobbi, Pallur, Ási og Geiri. Skátaflokkurinn Ernir I skátaflokknum Ömum eru 5skátar + flokksforingi við fórum í eina útilegu eftir áramót. Rétt fyrir jól var skipt um skátaforingja og því vantaði greinina um okkur í jólablaðið.Við eru á vikulegum fundum og höfum m.a. farið í göngu. Þeir sem eru í flokknum heita Arnór, Ásgeir, Bjarni, Guðjón, og Þorsteinn (Doddi) Flokksforingi. Það kemur meira um okkur í næsta blaði. Kveðja Ernir ^nnáll TD.s. Weztmannu Við í D.s.Weztmönnum erum búin að gera alveg hrúgu og helling í vetur! Við hófum nýja árið á því að fara í nýársútilegu 2-5. janúar. Við byrjuðum ferðina á því að gista eina nótt í skála sem heitir Þristur og er við Esjuna, viðkoma okkar var nú ekki löng þar, því við vorum á farandsfæti (eins og alltaf) og skruppum til Hveragerði þar sem við skruppum á flugeldasölu þeirra hvergerðinga og þar næzt lá leið okkar til Selfoss. Þar var svo haldin vægast sagt giæsi- leg flugeldasýning fyrir Selfyssingana.Við gistum skátaheimili Fossbúa tvær nætur. Og þar sem að við erum öll mjög miklar smekkmanneskjur hjálpuð- um við nokkrum Sel- fyssingum við jólaskreiting arnar,og var okkur mikil skemmtun af. Eftir heimko- muna var samt engin hvíld því það þurfti að vígja nýja meðlimi inn í D.s.Weztmenn og var sú víxla gerð við leynilega athöfn neðanjarðar, og var gert sitthvað til að hrella nýju „meðlimina“. Loksins þegar að það kom snjór drifum við okkur niðrí Dal með rennifæri og fórum að renna, þó að sumir hafi kannski ekki treyst sér í rennið var það alveg æðislega gaman! Við héldum líka sundfund þar sem við gerðum verkefni úr dróttskátabókini en það var að synda. Eftn sundið fórum við útí potta og lágum þar reztina af tímanum og spjölluðum um einhvað merkilegt og héldum rúsínukeppni, sem að Stína rúsína vann með miklum yfirburðum! Einnig héldum við bökunarsamkeppni Best að fara að smíða Astfangnir smíðameistarar þar sem keppt var um hver bakaði beztu kökurnar, en greinilegt var að skátar eru einfaldlega virkilega tímabundið fólk því að helmingurinn mætti með duft í staðin fyrir deig! En þó að það hafi skeð gátum við ekki staðizt þessa frábæru veizlu. Ég veit ekki hvernig það gerizt en alltaf kemur að því að við förum í friðargöngu inn í Dal á 22. febrúar sama hvernig viðrar, til að halda uppá afmælisdag Baden Powell og til að vígja nýja krakka inní sveitirnar, eins og vera ber tókum við í D.s.Weztmönnum virkan þátt í þeirri athöfn þó að fleztir hefðu viljað hafa þessa athöfn innandyra í þetta skipt- ið. Við í D.s. Weztmönnum erum líka búin að sitja nokkur námskeið í vetur þá aðallega uppá landi. En við í D.s.Weztmönnum erum einnig búin að halda fundi vikulega og erum búin að gera alveg helling á þeiin fundunum t.d. smíða uppí D.s. herberginu okkar, halda pítzzufund , halda bollufund og undirbúa þá skáta sem eiga að fara í forsetamerkið 8. apríl og margt annað skemmtilegt (Sem ekki verður nefnt hér í þessari grein). Díza skvísa GjCeðíCegt svimar BÆIARVEITUR VESTMAN N AEY) A IITAVEITA • RAFVEITA • VATNSVEITA • SORPBRENNSLA SKÁTABLAÐIÐ FAXI 0

x

Skátablaðið Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.