Skátablaðið Faxi - 01.04.2000, Qupperneq 6

Skátablaðið Faxi - 01.04.2000, Qupperneq 6
*Aðal{uHt)ut Aðalfundur FAXA var haldinn sunnu- daginn 27. febrúar klukkan fjögur. Öllum skátum sem voru 14 og eldri var boðið og mættu frekar margir. Svo voru náttúrulega flestir fínir og sætir í búning og svoleiðis. A fundinum var farið yfir það helsta sem gerðist í félaginu á árinu 1999, svo sem ferðum , námskeiðum, mótum og fleiru. Svo fór smá tími í að fara yfir reikninga og svoleiðis. Þá var líka kosið félagsforingja og stjórn en það breyttist lítið. Svo var komið fram með starfs- og fjárhagsáætlun sem var svo samþykkt.Að lokum var svo kosið um skálaverði, en þá gekk á ýmsu því nokkrir duglegir skátar voru mjög ákafir í að fá að vera skálaverðir. Eftir mjög svo fróðlegan fund fengu allir sér svo kakó og kex. Anna Jóna 1Zokk, riymny, heit kukó og kvötdssöntfur ú 22. {eórúur Það var heldur betur klikkað veður þetta eftirminnilega kvöld. Maður var fegn- astur að komast niður í dal í lognið en þar var sungið og vígt þá sem átti að vígja, en eftir góða stund niðri í dal, beið okkar klikkað veður þegar haldið var í Skátaheimilið þar sem yndislegt fólk sem beið með það sem maður dreymdi: það var heitt kakó (mmmm) Vill ég að lokum óska þeim nýju góðs í skátastarfinu. Rósa heiti ég tfotsetumerkið 2000 Að ná forsetamerkinu er stefna Dróttskátans, en það er skáti á aldrinum 15-18 ára. Skátar safna „vörðum“ á búninginn sinn, en það eru lítil kringlótt merki sem sett eru fyrir ofan brjóst- vasann á skyrtunni og sýnir hæfni ská- tans og hverju hann hefur lokið. Við fáum verkefnabækur til að fara eftir, og eftir að hafa lokið við þær fáum við 3 vörður í þeim lit sem á við. Fyrst er það gulur fyrir ylfinga (7-10), svo hvítu vörðurnar, bláu vörðurnar og svo vörðurnar fyrir dróttskáta en þær eru 2, dróttskátavarðan og gullna varðan. Skátin lýkur síðan öllum þessum vörðu- verkefnum á Bessastöðum og fær for- setamerkið, sem er málmerki, afhent af forsetanum. A Bessastöðum hittist árlega stór hópur dróttskáta til að fá þetta merki, núna fer frekar stór hópur frá Faxa miðan við hvað hefur verið áður. Við erum 6 talsins; Rósa, Sigga, Herdís, Steinunn, Palli og Matti. Merkið verður afhent laugadaginn 8 apríl. Dróttskátasveitin ætlar að reyna fara sem flest og gera eina góða ferð úr þessu öllu saman. Þessi atburður fer fram á virðulegan hátt. Fyrst er messa og foreldrum og for- ráðamönnum er velkomið að koma með skátunum sínum. Eftir athöfnina eru Bessastaðir skoðaðir og skátarnir hittast, spila og syngja saman . Eldri skátamir sem höfðu fengið Dróttskátamerkið og þeir sem höfðu lokið Gillwell og fengið brúnu klútana voru þeir sem maður leit upp til þegar maður var yngri skáti og gerir það enn. Forsetamerkið er endi á ákveðnum áfanga en aðeins upphaf af nýju mark- miði. Sigga og Steinunn 0 SKÁTABLAÐIÐ FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.