Skátablaðið Faxi - 01.04.2000, Page 10
‘Ðs.námskeið
Nokkrir dróttskátar í Faxa, þ.e.a.s.
Anna Jóna, María Sif og Helga ákváðu
að fara á dróttskátanámskeið helgina
28.-30. jan. Það munaði minnstu að við
kæmumst ekki. Við áttum að fra með
flugi í hádeginu en svo var ekki flogið
fyrr en um áttaleytið. Mummi skutlaði
okkur svo frá flugvellinum og niður að
skátahúsinu í Reykjavík. Þar var rútan
enn og ekki farin (það var mæting
kl. 19:00). Hinir krakkarnir á nám-
skeiðinu voru að versla þannig að við
fengum engu að ráða um það sem átti að
vera í matinn. Svo fór rútan með okkur
á Lækjarbotna (sem er skáli í nágrenni
Reykjavíkur). Við þurftum að labba smá
spotta. Þegar við vorum komin að
skálanum var námskeiðið sett. Svo var
komið að því að skipa í flokka. Það var
þannig gert að Eddí (sem var stjómandi
námskeiðsins) var með húfu fulla af
reimum. Svo drógu allir og þeir sem
fengu eins reim voru saman. Svo áttu
pörin að velja sig saman tvö og tvö.
Svo fóru þeir sem nenntu í stutta göngu
til að skoða sig um í myrkrinu. Síðan
var farið inn og þá hófst kynningar-
leikurinn. Hver og einn átti að standa
upp og svo máttu hinir yfirheyra
hann um allt og ekkert. Svo
var kakó og svoleiðis og
allir áttu að fara að sofa.
Eddí fór að sofa og
enginn annar. Svo
fóru einhverjir niður
að gera eitthvað og
spila háa tónlist
meðan aðrir voru að
spjalla saman og þá
sérstaklega um
einkamál. Svo gerð-
ust þau undur og
stórmerki að ónefnd
manneskja, X, fór að
slá sér upp. í þetta skipt
ið hét sá heppni Asgeir og
er Hraunbúi. Það gerðist á
meðan Helga þóttist vera sofnuð
og svo urðu Anna Jóna og Jónína kópur
allt í einu svangar og þurftu að fara
niður að borða báðar í einu. Það voru
engir aðrir þarna uppi sem voru vak-
andi. Svo þegar Anna Jóna og Jónína
komu upp aftur voru X og Asgeir föst
saman. Svo tókst öllum að sofna á
endanum en ekki nóg því að klukkan 9
morguninn eftir vakti Eddí okkur með
því að syngja „O, what a beautiful
moming.....”. Það vöknuðu allir.
Svo var dagskráliður sem
Eddí kallar fmfm
(fótaferð, morgunleik-
fimi, fáni, morgun-
matur). Það gekk
slysalaust fyrir sig.
Svo var okkur hent
inn í ískaldan sal og
þar áttum við að
skrifa niður á stórt
blað allt sem okkur
datt í hug um skáta-
starf. Svo var talað
um það. Svo fórum
við að gera eitthvað
sem ég man ekki hvað
var. Svo var étið hádegis-
mat. Um daginn voru
nokkur verkefni. Við bjuggum til
£mdim bei Eif/aihdá tii h/> > dd '&jwt 1É cMta
Meqi ítmf(jlda lem rnckmm w bumÉha
llwll cs GlóðikgTiuem/o
Vestn ymvnmnabfw
SKATABLAÐIÐ FAXI