Morgunblaðið - 02.06.2017, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 2017
Framtak-Blossi er umboðsaðili
fyrirVOLVO PENTA á Íslandi
Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is
Framtak-Blossi
kappkostar að bjóða
góða þjónustu og
sanngjarnt verð á
varahlutum.
Hafið samband við
Hafþór í síma 895-3144
eða hafthor@blossi.is
VIÐTAL
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Berit Reiss-Andersen, formaður
nefndarinnar sem veitir friðar-
verðlaun Nóbels, segir verðlaunin á
vissan hátt hvatningarverðlaun. Með
þeim vilji nefndarmenn styðja verð-
launahafann til góðra verka.
Friðarverðlaunin voru fyrst veitt
árið 1901 og vekja jafnan umtal. Þau
eru veitt í Ósló en ekki í Stokkhólmi
eins og hin nóbelsverðlaunin.
Reiss-Andersen var meðal ræðu-
manna á ráðstefnu í Reykjavík þar
sem m.a. var fjallað um leiðir til að
sætta ágreining innan fjölskyldna.
Hún ræddi við Morgunblaðið um
störf nefndarinnar og valferlið.
Norska stórþingið skipaði Reiss-
Andersen í verðlaunanefndina í árs-
byrjun 2012 og 2. maí síðastliðinn var
hún skipaður formaður. Fimm ein-
staklingar sitja í nefndinni.
Hún segist aðspurð ekki hafa háð
„kosningabaráttu“ til að komast í
nefndina. „Mig dreymdi ekki einu
sinni um þetta. Ég held ekki að nokk-
ur maður hafi farið í kosningabaráttu
til að komast í nefndina. Reyndar
kemur mér einn í huga en hann var
ekki kosinn,“ segir Reiss-Andersen
og hlær innilega.
Hefði ekki tengsl við stjórnmál
„Þegar fulltrúar Verkamanna-
flokksins skipuðu mig sögðu þeir til
skýringar að þeir vildu manneskju
sem hefði beitt sér í málum en væri
ekki með sterk tengsl við stjórn-
málin. Þegar maður starfar sem lög-
maður vinnur maður að málum á
hverjum degi og reynir að vera rödd
þeirra sem þurfa rödd í eigin sam-
félagi. Ég starfaði í félögum lög-
manna í mörg ár og hef meðal annars
unnið með mannréttindalög,“ segir
Reiss-Andersen og bendir á að þau
séu mikilvæg í friðarferlum.
Spurð hvernig hún hafi undirbúið
sig fyrir nefndarstörfin segir Reiss-
Andersen að fylgjast þurfi vel með
alþjóðamálum og hafa tilfinningu
fyrir straumum samtímans. Hún
vinnur nefndarstörfin samhliða lög-
mannsstörfum. Formennskan er því
ekki fullt starf. „Ég hef aldrei átt svo
annríkt,“ segir hún um annir sínar.
Skilyrt hverjir mega tilnefna
Reiss-Andersen segir friðarnefnd-
inni hafa borist 230 til 300 tilnefn-
ingar á ári á síðustu árum. Frestur til
að skila þeim inn renni út 1. febrúar
ár hvert. Hún segir nefndina hittast í
kjölfarið og svo hér um bil einu sinni
í mánuði áður en hún velur verð-
launahafa í október. Nefndin tekur
sér frí í júlí og er þá ekki fundað.
Reiss-Andersen segir að sam-
kvæmt erfðaskrá Alfreðs Nóbels,
sem nóbelsverðlaunin eru kennd við,
geti þingmenn um heim allan, fyrr-
verandi nefndarmenn og verðlauna-
hafar og prófessorar á þeim sviðum
sem verðlaunað er fyrir, auk prófess-
ora í lögum, félagsvísindum og við
rannsóknarstofnanir, lagt fram til-
nefningar til friðarverðlauna.
Þagnarskyldan mikilvæg
Nefndin greinir ekki frá því hverj-
ir eru tilnefndir og segir Reiss-
Andersen að með því sé fylgt fyrir-
mælum í erfðaskrá Nóbels. „Hann
mælti fyrir um leyndina, sem er að
mínu mati mjög góð því hún verndar
okkur gegn afskiptum og tryggir
sjálfstæði okkar. Vegna hennar er
ekki hægt að sjá hverjir komu helst
til álita og hverjir ekki. Við kynnum
verðlaunin sem sameiginleg verðlaun
nefndarinnar allrar.“
Reiss-Andersen segist aðspurð
hafa fundið fyrir utanaðkomandi
þrýstingi við nefndarstörfin. „Ég hef
fengið hin undarlegustu boð og
tölvupósta. Maður þarf að gæta sín,“
segir hún og tekur fram að nefndar-
menn megi ekki þiggja gjafir.
„Á fyrsta fundi nefndarinnar [eftir
að fresti til að skila inn tilnefningum
lýkur] ræðum við almennt um hvaða
átök eru í gangi og hvernig heims-
málin horfa við okkur. Við erum síð-
an ekki lengi að skera niður listann.
Við greinum meginstrauma og fjöll-
um um átök og beitum aðferðafræði
útilokunar. Listinn styttist eftir því
sem nær dregur lokum þessarar
vinnu. Ákvörðunin er hins vegar ekki
tekin fyrr en í blálokin. Heimurinn
breytist enda á hverjum degi. Sá sem
sýnist mjög sterkur kandídat í maí er
ef til vill ekki svo sterkur kandítat í
ágúst,“ segir Reiss-Andersen.
Stjórnast ekki af tilfinningum
Friðarverðlaunin hafa verið veitt
einstaklingum og samtökum sem
þykja hafa lagt þyngst lóð á vogar-
skálar friðar árið fyrir valið. Til
dæmis hefur Alþjóða Rauði krossinn
hlotið verðlaunin oftar en einu sinni.
Vegna þessa tímaramma hafa
handhafar friðarverðlaunanna, eða
málaflokkar sem þeir tengjast, oftar
en ekki verið í kastljósi heimspress-
unnar áður en þeir voru valdir. Má
þar nefna að baráttukona og samtök
sem beittu sér fyrir banni gegn notk-
un jarðsprengna hlutu verðlaunin
skömmu eftir að Díana prinsessa
lést, en slíkt bann var prinsessunni
baráttumál. Þá hlaut Al Gore verð-
launin ári eftir að heimildarmynd
hans, Óþægilegur sannleikur, var
frumsýnd og haustið 2009 fékk Bar-
ack Obama verðlaunin, tæpu ári eftir
embættistökuna.
Spurð hvort því geti ekki fylgt
áhætta að fylgja tíðarandanum í stað
þess að hafa meiri fjarlægð á menn
og atburði segir Reiss-Andersen að
samkvæmt skilyrðum í erfðaskrá
Nóbels sé sá valinn sem mest hafi
lagt af mörkum til friðar á árinu.
Hún segir valið hverju sinni ekki
stjórnast af tilfinningasemi og and-
mælir því að dauði Díönu hafi haft
áhrif á hverjir voru valdir 1997. Það
sé raunar mælt fyrir um það í erfða-
skrá Nóbels að horfa skuli til þeirra
sem hafi stuðlað að fækkun vopna.
Mandela var ekki orðinn forseti
Þá segir hún að stundum sé bar-
áttu verðlaunahafa ekki lokið.
„Það er augljóst að þegar veita á
verðlaunin fyrir liðið ár getur verið
langur aðdragandi að því sem verð-
launað er fyrir. Friðarnefndin hefur
stundum veitt verðlaunin áður en
hún veit útkomuna [í friðarferli]. Þá
sem hvatningarverðlaun. Þá er tekin
áhætta en það er útreiknuð áhætta.
Nú hafa margir á orði að verðlaun-
in til Nelson Mandela [1993] séu
bestu verðlaunin frá upphafi. Hann
hafði hins vegar ekki verið kjörinn
forseti og umbreytingunni frá
aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku
var ólokið, þegar Mandela og de
Klerk fengu verðlaunin,“ segir
Reiss-Andersen og nefnir John
Hume og David Trimble einnig sem
dæmi. Þeir hafi fengið verðlaunin
1998 fyrir hlut sinn í að koma á friði á
Norður-Írlandi, áður en því ferli var
lokið.
Friðarverðlaunin stuðli að friði
Formaður nefndarinnar sem veitir friðarverðlaun Nóbels segir hundruð tilnefninga berast árlega
Fylgt sé föstu verklagi til að velja verðlaunahafa hverju sinni Með valinu geti verið tekin áhætta
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Lögfræðingur Berit Reiss-Andersen er formaður nefndarinnar sem veitir friðarverðlaun Nóbels.
Reiss-Andersen segir „friðar-
verðlaunin pólitísk í eðli sínu“. Þá
ekki pólitísk í þeim skilningi að
tengjast stjórnmálaöflum heldur
að þau þjóni póli-
tískum tilgangi.
Hún segir nefnd-
armenn ekki
þurfa að komast
að einróma nið-
urstöðu. T.d. hafi
nefndarmaður
mótmælt því á
sínum tíma þeg-
ar Yesser Arafat
fékk verðlaunin,
ásamt fleirum, 1994.
Undanfarin ár hafa tveir verð-
launahafar verið sérstaklega um-
deildir; Barack Obama, fv. Banda-
ríkjaforseti (2009), og ESB (2012).
„Ég var ekki í nefndinni þegar
Obama fékk verðlaunin. Það sem
fólk gleymir þegar Obama er ann-
ars vegar er að eitt af hans fyrstu
verkum var að gera umfangsmik-
inn afvopnunarsamning við Rússa.
Með því uppfyllti hann skilyrði
verðlaunanna. Nefndin kom hins
vegar með frekari rökstuðning,
sem hefur líka valdið mér heila-
brotum. Það var að Obama skyldi
hafa innleitt nýja gerð af diplóm-
asíu. Ef ég man rétt hafði Obama
þá flutt ræðu við Háskólann í Kaíró
þar sem hann rétti múslimum
sáttarhönd [í kjölfar atburðanna]
11. september 2001. Ég þekki ekki
hvort nefndarmenn höfðu þetta í
huga. Ég tel að Obama hafi ekki
fengið þá viðurkenningu sem hann
verðskuldar fyrir þátt sinn í af-
vopnunarmálum. Nýr forseti
[Donald Trump] hefur gefið til
kynna að hann íhugi að efla kjarn-
orkuvarnir Bandaríkjanna.“
Reiss-Andersen segir aðspurð
að nefndin kynni sér bakgrunn
þeirra sem tilnefndir eru og njóti
við það liðsinnis sérfræðinga. Þess
má geta að Obama flutti ræðuna í
júní 2009, eða nokkru fyrir valið.
Verðlaunin pólitísk í eðli sínu
TELUR FRAMLAG OBAMA VERA VANMETIÐ
Barack
Obama
Bilun í rafbúnaði við heitan pott er
talin orsök eldvoða í sumarhúsi í
landi Dagverðarness í Skorradal í
gærkvöldi. Eldurinn kom upp um kl.
19 og slökkvilið var mætt á vettvang
hálftíma síðar. Það gat þó engu
bjargað, en þó slökkt eld sem borist
hafði í þurran skógargróður. Bú-
staðurinn er gjörónýtur.
Sumarbústaður ónýtur eftir eldsvoða
Morgunblaðið/Pétur Davíðsson