Morgunblaðið - 02.06.2017, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.06.2017, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 2017 Gunnar Rögnvaldsson viðrarog rökstyður óvenjuleg sjón- armið varðandi meintan vanda NATO:    Ein leiðin til aðstyrkja NATO væri sú að Þýska- land myndi fara úr varnarbandalag- inu. Þýskaland hef- ur ávallt litið svo á að varnabandalag- ið þurfi ekki á sér að halda, því það neitar ávallt að taka þátt í öllu sem bandamenn þess lenda í og álíta að þurfi að glíma við. Það tekur að vísu stundum papp- írslegan 83-fyrirvara þátt, en svo ekki meir. Landið er með sér- skoðun á öllu sem viðkemur NATO. Best færi því á að það segði sig úr NATO.    Þannig gæti Þýskaland lagtbandalaginu til vígvöll sem að mati þess sjálfs er bandalag- inu sæmandi. Bandalagið hefur eðli sínu samkvæmt engu hlut- verki að gegna innan varnar- svæðis þess. Og flestir hljóta að skilja það. Öll viðfangsefni bandalagsins eru utan þess. Og þannig á það að vera. Það á að verjast þeim hættum sem steðja að varnasvæði þess.    Það er ekki hægt að setjabandalagið inn vegna sífellt ömurlegri þróunar árása á al- menna borgara innan varnasvæð- is NATO. Og Þýskaland neitar að taka þátt í og fjármagna alla getu bandalagsins utan varnar- svæðisins, sem myndi ráða nið- urlögum vandamálanna sem svo verða innan þess.    Með því að Þýskaland segðisig úr NATO þá væri loks- ins hægt að beita bandalaginu á stærsta vandamálið sem Evrópa glímir við: sjálft Þýskaland.“ Gunnar Rögnvaldsson. Sanngjörn tillaga? STAKSTEINAR Veður víða um heim 1.6., kl. 18.00 Reykjavík 13 rigning Akureyri 8 alskýjað Nuuk 3 heiðskírt Þórshöfn 10 þoka Ósló 16 heiðskírt Kaupmannahöfn 17 heiðskírt Stokkhólmur 12 skúrir Helsinki 7 skúrir Lúxemborg 26 heiðskírt Brussel 25 heiðskírt Dublin 13 rigning Glasgow 15 rigning London 22 heiðskírt París 25 heiðskírt Amsterdam 21 heiðskírt Hamborg 19 heiðskírt Berlín 21 heiðskírt Vín 25 heiðskírt Moskva 12 skúrir Algarve 26 heiðskírt Madríd 30 léttskýjað Barcelona 25 léttskýjað Mallorca 24 léttskýjað Róm 26 heiðskírt Aþena 28 heiðskírt Winnipeg 22 skýjað Montreal 16 léttskýjað New York 22 léttskýjað Chicago 21 heiðskírt Orlando 28 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 2. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:19 23:34 ÍSAFJÖRÐUR 2:35 24:28 SIGLUFJÖRÐUR 2:15 24:13 DJÚPIVOGUR 2:38 23:13 Félag atvinnu- rekenda hefur fengið staðfest hjá umhverfis- og auðlindaráðu- neytinu að ný reglugerð um ein- nota drykkjar- vöruumbúðir muni ekki taka gildi í dag, 1. júní, eins og áformað var, heldur muni gildistakan frestast til 1. september. Þá verði fallið frá þeirri kröfu sem gerð var í reglu- gerðinni að strikamerki á drykkjar- vöruumbúðum skyldi eingöngu vera lóðrétt, en ekki lárétt. Ólafur Stephensen, framkvæmda- stjóri Félags atvinnurekenda, segir það fagnaðarefni að tekist hafi að sannfæra umhverfisráðherra um að hverfa frá kröfunni um lóðrétt strikamerki. Í bréfi sem ráðuneytinu var sent 31. mars var rökstutt að lík- lega yrði afleiðingin hækkun verðs til neytenda. Erlend samtök áfengis- framleiðenda, á borð við Spirits Europe og Scottish Whisky Associ- ation, höfðu einnig mótmælt regl- unum við íslensk stjórnvöld. Strika- merki í allar áttir  Fallið frá kröfu um lóðrétt strikamerki Strikamerki Mega vera lóð- og lárétt. Umræða hefur skapast á netinu um skordýr sem hafa ratað hingað til lands með matvörum úr Costco. Dæmi eru um maríubjöllur sem leynast í salati og dauður geitungur fannst í hindberjaöskju. Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, hefur engar sérstakar áhyggjur af skor- dýrum frá Costco. „Það þýðir ekkert að lifa svoleið- is lífi,“ segir Erling. Hann segir svona uppákomur óhjákvæmilegar í matvælabransanum en hefur ekki orðið var við að meira sé um óæskileg skordýr hjá Costco en gengur og gerist almennt. Árlega leitar fjöldi fólks til Er- lings með skordýr sem verða á vegi þess. Sumir koma með pöddur á skrifstofu hans en aðrir láta sím- tal eða tölvupóst duga. Í fyrra af- greiddi Erling 1.055 slík mál en enn sem komið er hefur enginn leitað til hans með pöddu úr Costco. Aðspurður segist Erling eiga von á að skordýrategundum hér á landi muni fjölga á næstu árum samfara hlýnandi loftslagi og auknum inn- flutningi. Hann segist þó hafa litlar áhyggjur af innflutningi á græn- meti og ávöxtum en þeim mun meiri af gróðurvörum sem fluttar eru inn frá nágrannalöndum okkar. agunnar@mbl.is Ástæðulaust að óttast Costco-pöddur  Búist er við því að skordýrategundum hérlendis muni fjölga á næstu árum Vespa Skordýrin leynast víða. Bankastræti 12, 101 Reykjavík, sími 551 4007, www.skartgripirogur.is Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 11-17 Gott úrval - gott verð Skiptu um ól Skiptu um lit Skiptu um útlitVerð 27.900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.