Morgunblaðið - 02.06.2017, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 2017
VIÐTAL
Urður Egilsdóttir
urdur@mbl.is
Valgerður Á. Rúnarsdóttir hefur
tekið við af Þórarni Tyrfingssyni
sem forstjóri Sjúkrahússins Vogs.
Hún er sérmenntuð á sviði lyf-
lækninga og fíknilækninga og hefur
starfað sem sérfræðilæknir og yf-
irlæknir á Sjúkrahúsinu Vogi síð-
astliðin 18 ár.
„Ég hafði kynnst þessum starfs-
vettvangi áður en ég fór utan í mitt
sérnám og er þetta mikilvægt mál
fyrir mig persónulega eins og fyrir
marga Íslendinga,“ segir Valgerður
þegar hún er spurð hvers vegna
hún ákvað að hefja störf á Vogi.
„Ég gæti ekki hugsað mér
skemmtilegra starf“ segir Val-
gerður og bætir við að starfið sé
krefjandi en á sama tíma gríðarlega
gefandi.
„Það er margt hræðilega sorglegt
í kringum þennan sjúkdóm, þetta er
ungt fólk og margir eru mjög veik-
ir,“ segir hún en mörg ótímabær
dauðsföll fylgja áfengisvanda.
„Það er til mikils að vinna að
auka aðstoðina á þessu tímabili þeg-
ar sjúkdómurinn herjar sem mest á
ungt fólk þegar það byrjar í
neyslu.“
Valgerður segir að það sem skipti
mestu máli sé að það sé mikið og
gott aðgengi að aðstoð og að ekki
séu margir þröskuldar þegar menn
leiti sér hjálpar. Hún telur það
einnig gríðarlega mikilvægt að það
sé hægt að sinna mörgum í einu og
að hafa sérhæfða þjónustu.
Skortir skilning
stjórnmálamanna
SÁÁ gerir samning við Sjúkra-
tryggingar um þá heilbrigðisþjón-
ustu sem veitt er á Vogi og að sögn
Valgerðar hljóðar samningurinn
upp á langtum lægri upphæð en
sem nemur kostnaði við þá þjónustu
sem Vogur veitir og því hafa SÁÁ
greitt allt að 200 milljónir króna á
hverju ári til þess að halda stofn-
uninni gangandi. Að sögn Valgerðar
er þetta allt of há upphæð, sem
samtökin ráða illa við, en SÁÁ
treystir á frjáls framlög.
„Það eru allir sammála því að
heilbrigðisyfirvöld eiga að greiða
fyrir heilbrigðisþjónustu. Þessi heil-
brigðisþjónusta sem Vogur er að
veita, sjúkrahúsdvölin og meðferðir
í kjölfarið, er eitthvað sem okkur
finnst að stjórnvöld eigi að setja
meira í,“ segir Valgerður, en stjórn-
völd hafa skorið niður fjármuni til
þessarar þjónustu talsvert eftir
hrunið og ekki bætt upp eftir það.
„Það má bæta þennan skilning
stjórnmálamanna, ég skil ekkert í
þeim að taka ekki þetta mál að sér
og greiða meira af þeim kostnaði
sem þjónustan ber með sér.“
Valgerður segir þó að starfsemi
Vogs gangi vel enda sé mikil þörf á
þessari þjónustu. „Nú tek ég við
þessu góða búi sem Vogur er. Þessi
starfsemi er uppfull af fólki sem er
áhugasamt um þetta starf og þetta
gengur vegna allra þessara starfs-
manna sem eru í því. Ég tek glöð
við, en það vantar þó fjármagn frá
Sjúkratryggingum Íslands og
samninga við þær. Ég er bjartsýn á
framtíðina og hlakka til að takast á
við þau verkefni sem eru hér.“
Tekur við á Vogi
Fjármunir ekki bættir upp eftir hrun SÁÁ greiðir hátt
í 200 milljónir króna á ári til þess að halda Vogi gangandi
Morgunblaðið/Eggert
Vogur Valgerður Á. Rúnarsdóttir, nýr forstjóri Vogs, segist vera bjartsýn á
framtíð stofnunarinnar. Hún segir starfið krefjandi en á sama tíma gefandi.
Atvinna
Jakkafötin
fyrir útskriftina
fást hjá okkur
Laugavegi 77 | 101 Reykjavík | Sími: 551 3033 Flottir
í fötum
B E C K
U O M O
Reykjavíkurvegi 64, Hfj, s. 555 1515, enjo.is • Opið kl. 11-18 virka daga
Með einföldum aðgerðum
er hægt að breyta stærð
og lögun sköfunnar
• Tímasparnaður
• Engin kemísk efni
• Ódýrara
• Umhverfisvænt
• Vinnuvistvænt
Skínandi hreinir gluggar
Komið í
verslun okkar eða fáið
upplýsingar í síma
555 1515.
Einnig mögulegt að
fá ráðgjafa heim.
Kr. 5.990
Str. s/m-l/xl
Litir: hvítt og svart
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Við erum á facebook
Þunnar
peysur
Sigurður Bogi Sævarsson
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
Tillögur Sigríðar Á. Andersen dóms-
málaráðherra um skipan dómara í
Landsrétt voru samþykktar á Alþingi í
gær með 31 atkvæði gegn 22 atkvæð-
um. 8 sátu hjá. Atkvæði voru greidd
með nafnakalli. Tillaga minnihlutans
um að vísa málinu aftur til ríkis-
stjórnar var felld.
Kynjajafnvægi jákvætt
Tillögur ráðherra voru aðrar en
dómnefndar um fjóra aðra en nefndin
taldi hæfasta. Að reynsla af dómara-
störfum hefði meira vægi voru helstu
rök ráðherrans. Þeir fjórir sem dóm-
nefnd lagði til en komust ekki á lista
ráðherra voru Ástráður Haraldsson,
Eiríkur Jónsson, Jóhannes Rúnar Jó-
hannsson og Jón Höskuldsson. Á lista
ráðherra voru hins vegar Arnfríður
Einarsdóttir, Ásmundur Helgason,
Jón Finnbjörnsson og Ragnheiður
Bragadóttir.
Málið var mjög umdeilt í afgreiðslu
þingsins og við atkvæðagreiðslu sögðu
þingmenn stjórnarandstöðunnar að
meirihlutinn væri að færa svip kynja-
jafnréttis á málið, þar sem á lista ráð-
herrans væru 8 karlar og 7 konur, en
10 karlar og fimm konur á lista dóm-
nefndar. Þarna kynni þó annar tilgang-
ur að vera undirliggjandi. Þingmenn
stjórnarflokkanna sögðu hins vegar að
kynjajafnvægið væri jákvætt og dóm-
arareynsla góð. Hiti var í umræðum
um málið á þingi í gær.
Með afgreiðslu á skipan dómara við
Landsrétt lauk vorþingi og Alþingi er
nú farið í sumarleyfi.
Óvenjulegar aðstæður
Alls urðu 34 frumvörp að lögum frá
Alþingi í fyrradag og fyrrinótt. Þar má
nefna lög um aukinn aðgang að fyrir-
tækjaskrá, útfærsluatriði á lögum um
stuðning til kaupa á fyrstu íbúð, tekju-
stofna sveitarfélaga, viðbótafjármögn-
un Vaðlaheiðarganga, tekjustofna
sveitarfélaga og veitingu ríkisborgara-
réttar svo eitthvað sé nefnt.
Í ávarpi við þingfrestun í gær sagði
Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Al-
þingis, að fjármálaáætlunin fyrir árin
2018-2022 hefði óumdeilt verið veiga-
mesta mál vorþings. Áætlunin kalli á
breytt vinnubrögð við fjárlagagerð
sem þurfi að slípa betur til. Einsýnt sé
nú að þingmenn þurfi að fá nauðsyn-
lega aðstoð til að geta lagt sjálfstætt
mat á ýmsa þætti áætlunarinnar. Til að
svo megi verða þurfi Alþingi meira fé
til starfsemi sinnar og breyta þurfi
ýmsu í starfsháttum þess.
Þingforseti vék í ávarpi sínu einnig
að þeim óvenjulegu aðstæðum sem
voru uppi síðastliðið haust þegar þing
kom saman án þess að fyrir lægi meiri-
hlutasamstarf og ný ríkisstjórn. Eigi
að síður hefði þinginu tekist að vinna
þverpólitískt að setningu fjárlaga árs-
ins 2017. Geti allir verið stoltir af þeim
vinnubrögðum sem þingið sýndi við
þessar aðstæður, en aldrei hafi verið
fleiri nýir fulltrúar á löggjafarsamkom-
unni en á þeim þingvetri sem nú var að
líða.
Þingi lauk með Landsrétti
Umdeildar tillögur um skipan dómara samþykktar á Alþingi 34 frumvörp
urðu að lögum á lokasprettinum Fjármálaáætlun veigamesta málið á vorþinginu
Morgunblaðið/Golli
Alþingi Líflegar umræður. Unnur Brá Konráðsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Benedikt Jóhannesson.