Morgunblaðið - 02.06.2017, Page 12

Morgunblaðið - 02.06.2017, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 2017 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Okkur finnst margt merki-legt við þessa mögnuðujurt sem njólinn er ogákváðum að gefa honum svolítið undir fótinn,“ segir Bjarki Þór Sólmundsson, kokkur og myndlistarmaður, sem ætlar nú í fimmta sinn að fagna njólanum með fardagahátíð þar sem matur og myndlist spila saman. „Þetta er flökkuhátíð og núna verðum við með hana í Bragganum í Birtingaholti í Hrunamanna- hreppi. En allt á þetta upphaf sitt í því að fyrir nokkrum árum var mér boðið að sjá um matinn í nem- endaferð hjá Listaháskólanum, en á þeim tíma vorum við félagarnir ég og Viktor Pétur Hannesson báð- ir við nám í skólanum. Við tókum þetta saman að okkur og fengum þá hugmynd að gera myndlistar- viðburð tengdan matargerðinni. Við fengum hugmyndina eftir að hafa heyrt fólk hringja inn í út- varpsþátt og tjá sig um rjúpna- veiði. Kona ein sagði að þessir villi- menn ættu strax að hætta að veiða rjúpur. Þegar þáttagerðarmaður- inn spurði hvort fólk þyrfti ekki að borða, þá svaraði hún að villimenn- irnir ættu að ná sér í mat í frysti- kistuna eins og við hin,“ segir Bjarki og hlær, en í framhaldi af þessu fóru þeir félagar að velta fyrir sér hvernig fólk hugsar um og horfir á mat. Éttu það sem úti frýs „Úr varð okkar fyrsta matar- verkefni í þessari nemendaferð, við gerðum rétt úr lambahjörtum þar sem við vorum með hjartsláttinn hamrandi undir matarborðinu. Við settum þetta seinna upp sem myndbandsverk á myndlistarsýn- ingu síðar.“ Bjarki segir njólann vera eitt af þeim mörgu góðgrösum sem þau hjá Góðgresi vinna með í sínum listrænu matarverkefnum. „Njólinn hefur fengið slæma útreið í gegnum tíðina, hann hefur verið hataður. Okkur finnst áhuga- vert hvernig talað er um mat í ís- lenkri tungu. Njólinn hefur fengið á sig óorð sem illgresi, þessi eðal- jurt sem hann er og stútfull af holl- ustu hefur verið kölluð helvítis njóli. Þegar fólk segir að einhver sé bölvaður njóli, þá er það í niðr- andi merkingu. Við veltum líka fyr- ir okkur orðtiltækinu Éttu það sem úti frýs, og að lepja dauðann úr skel, en skeljar geyma margar gómsætan mat og það sem vex úti er flest herramannsmatur. En þetta er sem betur fer mikið að breytast til batnaðar, en það þótti skömm að nýta margt af því sem náttúran gaf okkur. Okkur hjá Góðgresi langaði að leggja okkar af mörkum við að breyta þessu til betri vegar, líka af því njólinn er svo auðfenginn, hann vex allt í kringum okkur. Margar af þeim jurtum sem fólk er alltaf að reyna að losa sig við eru frábærar jurtir til matargerðar, auk þess sem þær eru fallegar. Þetta á ekki bara við um njólann, líka fífla, arfa, kerfil og fleiri plöntur. Við hjá Góðgresi búum til fíflavín og notum fífla í salöt og þeir eru æðislegir steiktir á pönnu.“ Búbót gegn skyrbjúg Ástæðan fyrir því að Bjarki velur fardaga til að fagna njólanum með matar- og myndlistarhátíð er að áður fyrr var njólinn kallaður fardagakál. „Fardagakálið var flutt inn til Að kenna njóla við illsku er öfugmæli Illgresi er ekki til, fullyrðir Bjarki Þór kokkur, en hann kallar þær jurtir góðgresi sem við kennum við illsku. Hann mun m.a. bjóða upp á njólasúpu á morgun á Fögnuði á fardögum, hátíð sem er óður til fardagakálsins, betur þekkt sem njóli. Hátíð Njóli hangir á snúru á einni af matarhátíðum Bjarka og Viktors. Nóg að gera Bjarki leyfir fólki að smakka á hinum ýmsu afurðum njólans. Leiksýningin Naktir í náttúrunni í uppsetningu Leikfélags Hveragerðis verður á fjölum Þjóðleikhússins fimmtudaginn 15. júní kl. 19.30. Þjóðleikhúsið valdi sýninguna sem athyglisverðustu áhugaleiksýningu ársins, en alls sóttu ellefu leikfélög um að koma til greina við valið. Umsögn dómnefndar, sem skipuð var fjórum leikurum úr leikhópi Þjóðleikhússins ásamt þjóðleikhús- stjóra, er á þessa leið: „Naktir í náttúrunni í uppsetn- ingu Leikfélags Hveragerðis er leik- gerð leikstjórans, Jóns Gunnars Þórðarsonar, sem byggð er á The Full Monty, verki um atvinnulausa menn sem taka sig saman og fara að æfa strippdans til að hafa í sig og á. Þessi leið, að vinna með þekkt verk og aðlaga það leikhópnum og aðstæðum í heimabyggð, heppnast hér ákaflega vel og sýningin öðlast aukinn áhrifamátt við það að at- vinnumissir persónanna er settur í kunnuglegt samhengi. Verkið krefst ákveðinnar djörfungar af leik- hópnum, og hópurinn leggur sig all- an fram í metnaðarfullri, kraftmikilli og skemmtilegri sýningu.“ Leikhópurinn er að vonum himin- lifandi með umsögnina. „Okkur leik- urunum sem og Leikfélagi Hvera- gerðis er mikill sómi sýndur. Viðurkenningin er án efa hápunktur margra okkar á listaferlinum og að sama skapi mikill heiður fyrir bæjar- félagið okkar, sem hefur stutt okkur ötullega gegnum árin. Leiklistin hef- ur blómstrað hér í 70 ár, enda Hveragerði löngum verið mikill menningar- og blómabær. Það má segja að með þessu séum við fulltrúar allra áhugaleikfélaga landsins sem vinna afskaplega gróskumikið starf um allt land, launalaust,“ segir Hjörtur Bene- diktsson, formaður Leikfélags Hveragerðis. „Hún er okkar ánægjan og fullnægjan að gleðja bæði okkur og áhorfendur, og það heldur þessu skapandi og gefandi starfi gang- andi,“ bætir hann við. Athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins til höfuðborgar Berrassaðir Leikurunum finnst ekkert tiltökumál að striplast í sýningunni. Naktir í náttúrunni á fjalir Þjóðleikhússins nú í júní Miðasala er hafin á tix.is og hjá Þjóðleikhúsinu. Strangur Hjörtur í hlutverki sínu. Þessi litla stúlkan hljóp spennt fyrir framan búrið þar sem hinn átta ára fíll, sem ber nafnið Saen Dao, kafaði galvaskur í dýragarði í Bangkok í Taílandi á dögunum. Atriðið undir yfirborði vatnsins var hluti af sýningu sem fram fór í Khao Kheow-dýragarðinum sem margir heimsækja með börnum sínum. Margt skemmtilegt um að vera í dýragörðum heimsins AFP Börnin dást að fimum fíl í vatni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.