Morgunblaðið - 02.06.2017, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 2017
Tjaldstæði landsins eru óðum að taka
við sér og segir Ólafur Örn Haralds-
son, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum,
að fyrstu tjaldgestirnir séu farnir að
sjást og á von á auknum fjölda nú um
hvítasunnuhelgina. Hann segir gesti
þjóðgarðsins þó að langmestu leyti
erlenda ferðamenn og hátíðisdagar
skipti þá litlu máli. Hann vonast þó til
að fleiri Íslendingar heimsæki garð-
inn um helgina.
Eflaust hyggja einhverjir á ferða-
lög um hvítasunnuhelgina, sem oft
hefur verið litið á sem fyrstu ferða-
helgi ársins. Veður kann þó að hamla
ferðalögum, en búist er við vætusöm-
um dögum um allt land og hitastigi á
bilinu 5-15 gráður. Helstu verslanir
eru flestar lokaðar á hvítasunnudegi
sjálfum, þar með talin Kringlan og
Smáralind, Bónus og Krónan, að
ógleymdu Costco. Sundlaugar borg-
arinnar verða þó opnar.
Mongólsk skinntjöld
Í Traustholtshólma verður nýstár-
leg útihátíð með áherslu á heilbrigt
líferni. Traustholtshólmi er eyja í
Þjórsá en þar hefur Hákon Hjördís-
arson staðarhaldari komið fyrir
óvenjulegri gistiaðstöðu fyrir ferða-
menn, nefnilega mongólskum skinn-
tjöldum. Hátíðin nefnist Yoga Island
Retreat upp á ensku og er nokkurs
konar jógahelgi þar sem fólki gefst
kostur á að komast í samband við
náttúruna, stunda jóga og borða holl-
an mat. Sölvi Avó heilsukokkur hjá
Gló sér um matseldina og á matseðl-
inum eru meðal annars hráfæðigraut-
ar og ferskur grillaður lax. Sölvi
Tryggvason athafnamaður og Eva
Dögg jógakennari eru einnig meðal
skipuleggjenda hátíðarinnar. Hákon
á von um 20 gestum á hátíðina. „Þetta
verður bara lítið og persónulegt,“
segir hann en bætir við að ef vel tekst
til verði þetta að árlegum viðburði.
Fyrstu tjaldbúar á ferðinni
Mest erlendir ferðamenn Vætusöm hvítasunnuhelgi
Rúmlega helmingur Íslendinga er
mjög ósammála þeim fullyrðing-
um að sum trúarbrögð, sumir
kynþættir eða menningarheimar
séu æðri öðrum. Þetta kemur
fram í alþjóðlegri Gallup-könnun
á viðhorfi þjóða heimsins til þess
hvort ein trúarbrögð, einn kyn-
þáttur eða einn menningarheimur
sé öðrum æðri eða ekki. Íslend-
ingar eru í þriðja sæti þegar kem-
ur að hlutfalli þeirra sem segjast
mjög ósammála fullyrðingunum
þremur, á eftir Svíþjóð og Frakk-
landi.
Könnunin náði til 66 þjóða og
lítur meirihluti þeirra svo á að
enginn kynþáttur, menningar-
heimur eða trúarbrögð sé öðrum
æðri. Í einhverjum löndum eru þó
skiptar skoðanir um það og í tíu
löndum er meirihluti á öndverðri
skoðun. Kancho Stoychec, forseti
Alþjóðlegu Gallupsamtakanna,
leiðir líkur að því að tengsl séu á
milli viðhorfa og þess hve mikill
stöðugleiki einkenni þjóðirnar og
hversu mikla ógn þær búi við.
Þær þjóðir sem eru oftast mjög
sammála fullyrðingunum sem
spurt var um eru Bangladessar,
Indverjar, Afganar, íbúar palest-
ínskra svæða, Líbanar og Víet-
namar.
Meirihlutinn telur enga trú æðri annarri
Sinfóníuhljómsveit Íslands og
Skólahljómsveit Kópavogs, SK,
halda sameiginlega tónleika í
Kórnum í Kópavogi í dag, föstu-
daginn 2. júní. Alls munu um 150
nemendur SK taka þátt, auk 60
hljóðfæraleikara SÍ. Nemendum
og starfsfólki Vatnsendaskóla og
Hörðuvallaskóla í Kópavogi, alls
um 1.700 manns, verður boðið á
tónleikana.
Samstarf þessara tveggja
hljómsveita, sem hefur staðið í
allan vetur, hlaut í fyrradag Kóp-
inn, viðurkenningu menntaráðs
Kópavogs, fyrir framúrskarandi
verkefni í skólastarfi. Skóla-
hljómsveitin lék með SÍ á jóla-
tónleikum hennar í Eldborgarsal
Hörpu á aðventunni og nú á vor-
dögum kom stjórnandi SÍ í heim-
sókn á æfingar allra sveita SK.
Tilgangurinn með verkefninu er
tvíþættur. Annars vegar að
kynna ungum hljóðfæraleikurum
sinfóníuhljómsveit, hljóðfæraleik-
ara hennar og starf og hins veg-
ar að bjóða nemendum grunn-
skólanna á sinfóníutónleika með
þátttöku jafnaldra sinna.
9 til 19 ára snillingar spila með Sinfó í dag
Útsýnispallur verður tekinn í notkun í dag við Brimketil á Reykjanesskaga.
Brimketill er sérkennileg laug í sjávarborðinu vestast í Staðarbergi, milli
Grindavíkur og Reykjanesvita. Brimketill og katlarnir í nágrenni hans
urðu til vegna stöðugs núnings brims við hraunklettana, ytra álag hefur
smátt og smátt mótað bolla og katla í basalthraunið, segir í fréttatilkynn-
ingu. Vígsla pallsins er hluti af dagskrá Geopark-viku á Reykjanesi sem
stendur til 3. júní.
Útsýnispallur kominn við Brimketil
STUTT
Sorpílát verða fjarlægð úr görðunum vegna
undirmönnunar en ekki er mannskapur til að
flokka rusl og ekki fjármagn til að farga því.
Aðstandendur leiða eru beðnir að sjá um
förgunina.
Umhirða í görðunum verður skert. Þar verður
reynt að sinna lögbundinni þjónustu, þ.e.
frágangi nýrra leiða, laga sigin leiði og slá gras á
grafarsvæðum. Mikilvægt er að aðstandendur
gangi þannig frá leiðum að auðvelt sé að slá í
kringum þau.
Snyrtingu leiða verður ekki sinnt að öðru leyti
en því sem snýr að afgreiðslu blómapantana.
Þeir sem eiga ástvini sína í ofangreindum
kirkjugörðum eru beðnir um að sýna
starfsmönnum og ástandi garðanna skilning vegna
þessara óhjákvæmilegu ráðstafana.
Stjórn og forstjóri KGRP
MIKILVÆGSKILABOÐTIL ÍBÚA
HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS
Á þjónustusvæði Kirkjugarða
Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP) eru sveitarfélögin
Reykjavík, Kópavogur og Seltjarnarnesbær og þar
búa 48% þjóðarinnar. Í umsjón KGRP eru
Hólavallagarður, Fossvogskirkjugarður, Sólland,
Viðeyjarkirkjugarður, Kópavogskirkjugarður og
Gufuneskirkjugarður.
Sumarstarfsfólki fækkað um helming
Á undanförnum áratugum hafa vel á annað hundrað
ungmenni hjálpað til við garðyrkjustörf
yfir sumartímann og hefur grassláttur og
umhirða gengið vel og íbúar verið sáttir.
Vegna stórfelldrar rýrnunar á framlagi ríkisins til
garðanna er nú óhjákvæmilegt að fækka
sumarstarfsmönnum um helming og fresta
endurnýjun véla og viðhaldi húsnæðis.
Framlög rýrnað um 40% frá 2008
Undanfarin 8 ár hefur framlag ríkisins ekki hækkað í
takt við stækkun garðanna. Frá árinu 2008 hefur
framlagið raunar rýrnað um 40% ef miðað er við
verðlagsþróun en kirkjugarðarnir og verkefni tengd
þeim hafa jafnframt aukist verulega. KGRP hafa því
verið reknir með tapi mörg síðustu ár. Stjórnvöldum
landsins er fullkunnugt um þessa stöðu KGRP og
margra annarra kirkjugarða á landinu en samt er
ekki vilji til að auka fé til þessarar starfsemi.
Viðbrögð dómsmálaráðuneytis benda enn sem
komið er ekki til þess að gera megi ráð fyrir að
framlagið verði leiðrétt.
Afleiðingar skerts framlags
Stykkishólmur – Nýr bátur bætt-
ist í flota Hólmara í gærmorgun.
Þá sigldi inn í höfnina Arnþór GK
20 sem Agustson ehf. hefur keypt
frá Sandgerði. Báturinn er smíð-
aður á Ísafirði 1998 og lengdur 3
árum síðar. Arnþór er um 100 bt
og 22 m á lengd. Seljandi er Nes-
fiskur ehf. í Garði.
Bátnum er ætlað það verkefni
að stunda skelveiðar sem nú fara
fram í tilraunaskyni og svo drag-
nótaveiðar annan tíma ársins.
Veiðar hefjast í lok fiskveiðiárs,
en fram að þeim tíma mun Skipa-
vík hf. í Stykkishólmi taka bátinn
í slipp og annast viðhald á hon-
um.
Skipstjóri á bátnum verður
Sigurður Þórarinsson sem hefur
verið skipstjóri á Gullhólma SH
sem er í eigu sömu útgerðar.
Nýr bátur til Stykkishólms
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Í Hólminum Sigurður Þórarinsson fer á skel og dragnót á nýja bátnum.