Morgunblaðið - 02.06.2017, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 2017
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Löngu er orðiðljóst að alltof mikið
vantar upp á að
bygging á íbúðar-
húsnæði í Reykjavík
uppfylli þörfina.
Þetta fram-
kvæmdaleysi hefur
áhrif á öllu höfuðborgarsvæðinu
og víðar. Fólk á í vandræðum
með að finna húsnæði hvort held-
ur það vill kaupa eða leigja. Sér-
staklega er erfitt fyrir þá, sem
vilja eignast sína fyrstu íbúð, að
stíga inn á hringekju fasteigna-
markaðarins. Þá er leiguhúsnæði
vandfundið og leigan há.
Sá vandi endurspeglaðist í
frétt í Morgunblaðinu í gær þar
sem sagt var frá því að búast
mætti við að leiguverð íbúðar-
húsnæðis hækkaði enn frekar á
næstunni og fylgdi fasteigna-
verði.
Í fréttinni var rætt við mann
sem hafði verið sagt upp leigu-
húsnæði og flutt í sendibíl af
neyð. Hann lýsir ástandinu svo:
„Ég veit um fólk sem er tilbúið
að borga 200 þúsund á mánuði en
hefur ekki fengið íbúðir. Það er
lítið um íbúðir til leigu á því
verði. Það er hins vegar verið að
bjóða íbúðir á 250 þúsund. Þá er
ekkert eftir til að lifa, enda lítið
eftir af mánaðarlaunum hjá
lægra settu fólki.“
Manninum stóð til boða að
leigja sex fermetra herbergi í
Breiðholti í Reykjavík á 40 þús-
und krónur á mánuði: „Það var
að vísu sturta en
hún var í ólæstu
herbergi og ætluð
fimm manns. Elda-
mennska og matseld
var bönnuð í hús-
næðinu. Þar var
engin þvottaað-
staða,“ sagði hann.
Lýsing mannsins hljómar eins
og hún sé frá annarri öld. Það er
fráleitt að á okkar dögum skuli
fólk hrekjast í vistarverur sem
flestir myndu telja óíbúðar-
hæfar, og ber því vitni hvað
meirihlutanum í borgarstjórn
hafa verið mislagðar hendur.
Þróun byggðar í borginni hefur
engan veginn haldið í við þörfina.
Ef til vill var ekki hægt að sjá
fyrir þá sprengingu sem orðið
hefur í leigu íbúðarhúsnæðis til
ferðamanna. En það var full-
komlega fyrirsjáanlegt að eft-
irspurn eftir húsnæði myndi
aukast eftir því sem íbúum fjölg-
aði og hefði verið brugðist við því
væri vandinn nú mun viðráðan-
legri.
Afleiðing þessa óskiljanlega
fyrirhyggjuleysis er sú að ungt
fólk sér sér ekki fært að flytja úr
húsum foreldranna og hinir
tekjuminni vita ekki sitt rjúkandi
ráð. Á meðan undirstrikar meiri-
hlutinn í borginni sambandsleysi
sitt við veruleikann með áform-
um um að ausa 150 milljörðum
króna í borgarlínu, sem hæglega
gæti orðið óður til úrelts sam-
göngumáta verði hún að veru-
leika.
Meirihlutinn í borg-
inni hefur sýnt
óskiljanlegt fyrir-
hyggjuleysi í hús-
næðismálum}
Aðþrengdir borgarbúar
Landsréttur varstofnaður með
lokahnykk á Alþingi
í gær. Allgóð sátt
hefur ríkt um málið
frá upphafi til enda,
sem getur verið
gott, en er engin
trygging fyrir því
að slík lagasetning
sé betri og reynist farsælli en
hin sem tekist er hart á um.
Nokkuð upphleypt tal nokkurra
þingmanna í gær breytir engu.
Það tal náði varla máli en árétt-
aði að hluti þingsins er fjarri því
að valda sínu verkefni. Mætti
hafa áhyggjur af hvernig færi ef
stjórnarmeirihluti ylti á atbeina
þeirra.
Sigríður Andersen dóms-
málaráðherra hélt á málinu af
festu en sýndi um leið ríkan vilja
til þess að tryggja að málefnaleg
sjónarmið kæmust að. Þingmenn
meirihlutans bentu sumir rétti-
lega á að dómsmálaráðherrann
einn bæri ábyrgð í málinu. Þetta
liggur ljóst fyrir, en var þó nauð-
synlegt að árétta því óþægilega
stór hópur þingmanna var ófær
um að skilja um hvað málið sner-
ist. Sömu höfðu þó stór orð um
það hversu mikið hneyksli væri
hér á ferð.
Erfitt var að átta
sig á málatilbúnaði
gagnrýnenda í þing-
sal en hann virtist
helst snúast um að
ef umsagnarnefnd
utan þings og ráðu-
neytis hefði alls-
herjarvald í málinu,
þótt hún bæri enga
ábyrgð og hefði mjög óljósa lýð-
ræðislega tengingu, þá hefði
óróleikadeildin blessað allt
hljóðalaust! Tíma ráðherra var
þröngur stakkur skorinn, því í
lögum um Landsrétt er ákvarðað
að dómarar hans skuli skipaðir
1. júní 2017 og dómararnir kjósa
sér forseta 19 dögum síðar. Hjal
í þingsal um að fresta málinu var
því dapurlegt og kom á óvart að
jafnvel ábyrgir flokkar skyldu
fara niður á slíkt plan.
Nokkrir þingmenn, þar á með-
al Pawel Bartoszek og Þorsteinn
Víglundsson, töldu réttilega
óeðlilegt að þingmönnum skyldi
blandað inn í málið með þessum
hætti. Framganga einstakra
þingmanna, einkum úr röðum
Pírata, undirstrikaði það mál, en
þó einkum það sjónarmið þing-
mannanna að ábyrgð ráðherrans
og þrígreining valdsins gerði
málsmeðferðina óeðlilega.
Krafist var rök-
stuðnings um hvers
vegna reynsla af
dómstörfum skyldi
vega þyngst við val
á dómurum! }
Góður áfangi, gölluð lög
V
erðbólga hér á landi hefur verið
undir 2,5% verðbólgumarkmiði
Seðlabankans í 40 mánuði. Langt
undir því ef vísitala neyzluverðs
væri reiknuð með sama hætti og
víðast hvar í Evrópu. Til að mynda bæði á evru-
svæðinu og í Bretlandi (sem skekkir allan
samanburð). Það er án húsnæðiskostnaðar
vegna eigin húsnæðis enda þar fyrst og fremst
um fjárfestingu að ræða. Ef ekki væri fyrir
þetta fyrirkomulag hefði til að mynda verið
verðhjöðnun hér á landi síðustu tólf mánuði,
sem aftur hefði væntanlega þýtt að stýrivextir
Seðlabankans hefðu verið miklu lægri.
Vandamálið þegar kemur að peningamálum
Íslands er ekki krónan eins og sumir vilja
meina, þar á meðal fjármálaráðherra landsins
Benedikt Jóhannesson, heldur sú stofnanalega
umgjörð sem henni hefur verið búin í gegnum áratugina
og þær pólitísku ákvarðanir sem teknar hafa verið til þess
að skapa þá umgjörð og hafa leitt af henni, eins og dr.
Ólafur Margeirsson hagfræðingur hefur meðal annars
bent á. Verðtryggingin er hluti af þessari umgjörð og
dæmi um pólitíska ákvörðun sem tekin var vegna tíma-
bundins vandamáls sem stjórnmálamenn höfðu skapað.
Það er löngu tímabært að taka stofnanaumgjörð ís-
lenzkra peningamála til algerrar endurskoðunar. Vonandi
mun starfandi verkefnisstjórn um endurmat peninga-
stefnu landsins koma með róttækar tillögur um það hvern-
ig megi endurhanna umgjörðina í kringum krónuna þann-
ig að umgjörðin stuðli ekki að umhverfi hárra
vaxta og óstöðugleika. Sýnt hefur verið fram á
það undanfarin ár að hægt er að stuðla að
ágætu efnahagsástandi með krónuna að vopni
en vegna umgjarðarinnar hefur árangurinn í
þeim efnum verið talsvert minni en hann hefði
getað verið.
Hvort stjórnvöld eiga síðan eftir að taka á
því vandamáli sem peningamálaumgjörðin
hefur skapað er annað mál. Fjármálaráðherr-
ann vill ekki aðeins krónuna feiga heldur hefur
hann beinlínis lýst því yfir að hann sjái sér
pólitískan hag í sterku gengi krónunnar.
Þannig talaði hann fyrir því eins og svo oft áð-
ur að ganga í Evrópusambandið og taka upp
evruna í Víglínunni á Stöð 2 í marz og bætti
síðan við: „En þegar gengið er orðið svona
rosalega sterkt fáum við fleiri í lið með okkur.“
Vísaði hann þar ekki sízt til útgerðarmanna, sem lengi
hafa lagzt gegn því að Ísland fari undir yfirstjórn Evrópu-
sambandsins.
Meginstefna Viðreisnar, flokks fjármálaráðherra, er
innganga í Evrópusambandið og upptaka evru. Öll stefna
flokksins tekur mið af þessu markmiði. Sú spurning hlýtur
eðlilega að vakna hvort hægt sé að treysta ráðherra, sem
sér sér pólitískan hag í óbreyttu ástandi, til þess að taka
þátt í því að koma á nauðsynlegum og löngu tímabærum
umbótum á umgjörð peningastefnu landsins? Sem myndi
enn frekar varpa ljósi á þá staðreynd að krónan er ekki
vandamálið. hjortur@mbl.is
Hjörtur J.
Guðmundsson
Pistill
Fjármálaráðherra og krónan
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Urður Egilsdóttir
urdur@mbl.is
Sex milljónir barna yngri enfimm ára deyja á hverjuári. Yfir 75 þúsund börnog ungmenni yngri en 20
ára eru myrt á ári hverju, árlega
eru 40 milljónir stúlkna á aldr-
inum 15-19 ára gefnar í hjóna-
band, þar af eru 15 milljónir yngri
en 15 ára og 16
milljónir stúlkna
yngri en 19 ára
fæða börn á
hverju ári, þar
af er ein milljón
yngri en 15 ára.
Þetta kemur
fram í nýrri
skýrslu Barna-
heilla – Save the
Children sem
nefnist Börn án
bernsku (e. End of Childhood Re-
port: Stolen Childhoods) sem kom
út í gær, á alþjóðlegum degi
barna.
700 milljón börn án bernsku
Í skýrslunni eru nefndar ýms-
ar ástæður fyrir því að börn fá
ekki að njóta æsku sinnar og eru
þær helstu vannæring, skortur á
heilsuvernd, stríðsátök, ofbeldi og
þrælkun. Þá eru giftingar á barns-
aldri einnig nefndar og þunganir
barnungra stúlkna. Lögð er
áhersla á mikilvægi þess að al-
þjóðasamfélagið bregðist við.
Ísland er í áttunda sæti
listans. Noregur, Slóvenía og
Finnland verma efstu sæti listans,
en þar eru mestar líkur á að börn
fái að njóta bernsku sinnar og
Níger er hins vegar í botnsæti
listans og þar á undan koma Ang-
óla og Malí. Samkvæmt skýrslunni
eru að minnsta kosti 700 milljónir
barna í heiminum sem fá ekki að
njóta bernskunnar af ýmsum
ástæðum.
Barnaþrælar
og barnabrúðir
„Allt of mörg börn í heim-
inum búa við ömurlegar aðstæður;
stríðsátök, eru barnaþrælar,
barnabrúðir, þjást og deyja vegna
sjúkdóma sem til er lækning við,
eru vannærð og án menntunar,“
segir Erna Reynisdóttir, fram-
kvæmdastjóri Barnaheilla. „Þau
eru svipt bernsku sinni og það er
óásættanlegt að þau búi ekki við
þau réttindi að fá að lifa við ör-
yggi og fá að þroskast og leika
sér. Þó svo að sumum sé hjálpað
út úr aðstæðunum síðar á lífsleið-
inni, fá þau aldrei bernsku sína
aftur.“
Meðal þess sem fram kemur í
skýrslunni er að 263 milljónir
barna ganga ekki í skóla, nærri 28
milljónir barna eru á flótta og
vannæring hamlar vexti 156 millj-
óna barna yngri en fimm ára.
185 milljónir barna eru í
vinnuþrælkun, þar af eru 85 millj-
ónir við hættuleg störf.
200 börn myrt daglega
Erna segir að tölurnar, sem
komi fram í skýrslunni séu slá-
andi. „Sem dæmi má nefna að á
hverjum degi eru meira en 200
börn myrt í heiminum. Flest í
Suður-Ameríkuríkjunum Hond-
úras, Venesúela og El Salvador
þar sem ofbeldi hefur færst mjög í
vöxt. Okkur fallast hendur við að
heyra þessar tölur.“
Erna nefnir einnig þann gríð-
arlega fjölda barna sem er á flótta
í dag en samkvæmt skýrslunni eru
þau um 28 milljónir.
Barnaheill – Save the Child-
ren standa nú fyrir undirskrifta-
söfnun á alþjóðavísu þar sem
þrýst er á ríkisstjórnir heimsins
að fjárfesta í börnum og tryggja
þeim réttindi sín. Undirskrifta-
söfnunina er að finna á vefsíðu
samtakanna.
„Ég hvet alla til þess að
skrifa undir þetta gríðarlega mik-
ilvæga málefni,“ segir Erna.
Þau munu aldrei fá
bernsku sína aftur
Ljósmynd/Finbarr O’Reill
Börn Í Níger er bernsku barna mest ógnað samkvæmt skýrslu Barnaheilla.
Tíu efstu sætin
1. Noregur
2. Slóvenía
3. Finnland
4. Holland
5. Svíþjóð
6. Portúgal
7. Írland
8. Ísland
9. Ítalía
10. Belgía, Kýpur, Þýskaland,
Suður-Kórea
Tíu neðstu sætin
163. Gínea
164. Síerra Leóne
165. Búrkína Fasó
166. Suður Súdan
167. Tjad
168. Sómalía
169. Mið-Afríkulýðveldið
170. Malí
171. Angóla
172. Níger
Erna
Reynisdóttir