Morgunblaðið - 02.06.2017, Page 21

Morgunblaðið - 02.06.2017, Page 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 2017 hennar í Burlingtonstræti væru enn á sínum stað. Þegar ég stakk upp á því að við færum og könn- uðum málið – hafði hún heyrt margt vitlausara. Og þótt hún hafi oft látið hversdaginn sér í léttu rúmi liggja verður hann engu að síður svipminni, nú þeg- ar hún er horfin af sviðinu. Ögmundur Skarphéðinsson. Amma Dóra hefur kvatt þenn- an heim. Hún kunni reyndar aldrei við það að vera kölluð amma Dóra og bað hún okkur snemma um að kalla sig bara ömmu. Því hlýddi ég og mun ég halda því áfram. Fyrstu minningarnar mínar með ömmu eru af leikskólaaldri. Á Laugarásveginum sungum við saman: „Vertu guð faðir, faðir minn“, en það var jafnframt fyrsti kveðskapurinn sem ég lærði. Á Laugarásveginum söng enginn um Siggu litlu sem var að mjólka ána sín. Saman sungum við sálma Hallgríms Pétursson- ar. Amma hélt fast utan um mig, fullfast þótti mér, og vildi ekki sleppa. Ég var bara fjögurra ára drengur og amma elskaði mig heitt. Þessi ást, sem ég skildi ekki þá, var ævarandi. Í hvert skipti sem ég hitti ömmu mína tók hún fast í mig, fullfast. Hrósaði mér eins og hún hrósaði systkinum mínum og frændsystkinum. Amma fékk aldrei leið á að hrósa barnabörnunum sínum, sem hún elskaði svo heitt. Sama hversu illt henni var í fótunum brosti hún alltaf hlýlega þegar við komum í heimsókn. Það var alltaf eins. Ég gekk til hennar þar sem hún sat, alltaf í sama stólnum, og kyssti hana á kinn- ina. Hún greip fast í höndina á mér. „Ertu kominn, elsku Jó- hannes minn.“ Þegar ég hugsa um ömmu hugsa ég um ástina sem hún sýndi mér og syst- kinunum í hvert skipti sem við hittum hana. En þegar ég hugsa um ömmu man ég líka sögu. Þegar ég heimsótti ömmu sagði hún mér söguna af bílslys- inu sem við lentum í í Bandaríkj- unum. Við vorum tvö í aftursæt- inu þegar bíll ók aftan á okkur í New York. Mamma þorði ekki að líta aftur fyrir sig þar sem amma sat með mig í fanginu. Ég hágrét og hafði pissað svo mikið í bleiuna að hún var orðin blaut í gegn. Ömmu láðist sjaldan að taka það fram, mér til mikils ama. Við sátum föst í aftursætinu heillengi. Ég var bara smábarn og man ekki eftir þessu augna- bliki, en þetta var augnablik sem við áttum saman, bara við. Amma vissi það þegar hún sagði mér þessa sögu. Hún sagði mér söguna nógu oft til þess að ég myndi aldrei gleyma augnablik- inu sem ég man aldrei eftir. Augnablikinu okkar ömmu. Hvíldu í friði, amma mín. Jóhannes Tómasson. Ég kynntist Dóru í gegnum ömmu mína og móður en þær voru góðar vinkonur. Mikill sam- gangur og vinátta hefur verið á milli fjölskyldna okkar um ára- tugaskeið. Þegar ég var á unglingsaldri, enn þá í grunnskóla, var Dóra þó í huga mér – eins og gengur – bara ein af þessum konum sem mamma og amma þekktu. Það breyttist þó skyndilega þegar hún var eitt sinni í heim- sókn hjá okkur. Þá er ég farinn að stunda píanónám og er að æfa mig þegar hún gefur sig á tal við mig og fer að ræða við mig um það sem ég var að spila. Ekki man ég lengur hvað það var en ég fann fljótt að hún hafði ein- hvern skilning á tónlistinni sem risti talsvert dýpra en þær yfir- borðslegu ungæðishugmyndir sem ég hafði þá um tónlist. Við ræddum um tónlistina fram eftir kvöldi og það samtal varð upp- hafið á ævilangri vináttu okkar Dóru. Þekking Dóru á tónlist var heldur ekki nein tilviljun. Hún hafði verið í tónlistarnámi í Lond- on á sínum yngri árum hjá Kat- hleen Long, heimsþekktum pí- anóleikara sem lék m.a. oft með sellóleikaranum Pablo Casals. Líklega var það í náminu hjá Kat- hleen Long sem áhugi hennar á rómantík 19. aldar var vakinn. Beethoven var það tónskáld sem átti huga Dóru allan. Hún gat varla talað um eða hlustað á tónlist hans ógrátandi af hrifn- ingu. Það var þá kannski helst Brahms sem var þess verðugur að vera nefndur í sömu andrá – og svo auðvitað Schubert sem samdi kvartetta sem voru á sama plani og kvartettar Beethovens. Henni fannst reyndar svo mikið til Beethovens koma að ég er sannfærður um að Beethoven sjálfum hefði liðið mun betur með sitt erfiða líf ef hann hefði bara vitað hversu mikilvæg tónlist hans átti eftir að verða fyrir Dóru og hversu góðan aðdáanda hann myndi eignast í henni. Á unglingsárum mínum sótti ég mikið til Dóru. Hvort tveggja hvað varðaði túlkun í tónlist og ekki síður í góð ráð hennar á svo mörgum sviðum sem snertu tón- listina. Dóra var mér þannig mikill andlegur bakhjarl og leiðbein- andi í mínu tónlistarnámi í um áratug. Þær voru ófáar stundirn- ar sem ég sat í eldhúsinu hjá þeim hjónum Dóru og Jóhannesi yfir Bragakaffinu, sem hún bauð alltaf upp á. Þar spjölluðum við fram eftir kvöldi um æðstu listina. Dóra hafði afar næman skilning á tónlist og skóf ekki ut- an af því ef henni fannst tónlist- arflutningur ekki nægjanlega innihaldsríkur. Þótt náin vinátta væri á milli okkar þá gat það ver- ið nokkurt þrekvirki að leika fyr- ir hana þannig að hún væri sátt við flutninginn. Eftir á að hyggja var þó vel þess virði að leggja það á sig. Í tónlistarnámi mínu erlendis og á ferli mínum hef ég marg- sinnis rætt við kollega mína hvernig það kom til að þeir ákváðu að fara út í tónlist. Nánast alltaf kemur í ljós að það var einhver persóna, ættingi eða fjölskylduvinur, sem kveikti neistann og veitti aðhald og hvatningu sem varð til þess að tónlistin var valin sem ævistarf. Í mínu tilfelli var það Dóra Nordal sem tók þetta hlutverk að sér og fyrir það er ég henni afar þakk- látur. Jóhannesi og fjölskyldu sendi ég innilegustu samúðarkveðjur. Ólafur Elíasson, píanóleikari. Dóra og mamma voru jafn- aldrar og bjuggu hlið við hlið á Laugarásveginum. Þær fóru fyr- ir stórum heimilum, ólu báðar upp heilt stóð af börnum, önnur sex og hin sjö. Eftir því sem börn- unum fjölgaði í hvoru húsi komst einhver taktur á barneignirnar svo yngstu tvö á hvoru heimili voru fædd á sama árinu. Þær urðu þó aldrei vinkonur, mamma og Dóra, en hugmyndir gengu á milli, kannski gegnum börnin. Báðar bökuðu þær brauð í svo miklu magni að bakaríið á horn- inu komst ekki í hálfkvisti. Og báðar prjónuðu þær lopapeysur í bílförmum. Þær notuð tímann vel og lögðu kraftana í líf barnanna. Oft var nú kátt á hjalla í þessum húsum þar sem við fengum held ég hæfilegt magn af frelsi og að- haldi. Mér finnst ég muna fyrst eftir Dóru þegar ég kom við hjá Ólöfu á leið í skólann. Hún kom til dyra í sínum síða bleika slopp og vildi ekki hleypa Ólöfu út fyrr en hún hefði komið stingandi lambhús- hettu á dóttur sína. Ólöf kvartaði sáran en Dóra lét ekki undan síga og áður en við var litið var hún komin með aðra húfu í hönd og reyndi að troða henni yfir minn úfna koll. Ráðagóð var frú Dóra og þrátt fyrir að ég hafi maldað í móinn og stundum náð að sleppa húfulaus úti í myrkrið þá held ég að oft höfum við nú gengið hlið við hlið með hvor sína lambhús- hettuna á höfðinu. Ég hitti Dóru síðast í erfi- drykkju Ólafar, minnar kæru vinkonu. Mér fannst hún hug- rökk og bera sig vel. Við rifjuðum upp heimsóknir Dóru og Jóhann- esar til New York þar sem við Einar Falur bjuggum í nokkur ár og gátum hlegið að fyndnum sen- um þar sem þau Dóra og Einar Falur höfðu saman lagt Kína- hverfið að fótum sér. Mikill vinskapur hefur tvinn- ast í gegnum árin á milli systk- inanna í þessum húsum við Laug- arásveginn. Það er sérkennilegt og stundum sárt að finna hvernig tíminn líður en fólk sem er komið fast að tíræðu og hefur lifað merkilega ævi getur verið hvíld- inni fegið. Við hjónin vottum Jó- hannesi, börnum þeirra Dóru og barnabörnum okkar dýpstu sam- úð. Ingibjörg Jóhannsdóttir. Ég hef þekkt Dóru og Jóhann- es frá fyrstu tíð gegnum ævistarf föður míns, Karls G. Smith. Hann starfaði í Landsbankanum og síð- ar Seðlabanka Íslands sem bíl- stjóri og í raun allsherjar hjálp- arhella hinna ýmsu bankastjóra í gegnum tíðina. Ég umgekkst Dóru í æsku minni og á unglingsárum sem móður jafnaldra æskuvinkonu minnar, Ólafar, sem lést langt um aldur fram í febrúar nýliðnum eftir baráttu við illvígt krabba- mein. Dóra var einstaklega sterkur persónuleiki og hún var mér og okkur fjölskyldunni ávallt gjöful og góð. Við Soffía, yngri systir mín, fengum ófáa matrósakjólana og skotapilsin sem Dóra keypti handa okkur í hinum ýmsu fram- andi löndum. Þau klæði voru allt- af „spari“, enda vönduð og ísaum- uð fallegum merkjum, sem ekki fundust á heimasaumuðu fötun- um hennar mömmu. Ég upplifði Dóru alla tíð sem skapmikla og skoðanasterka „original“ hefðarfrú, en á sama tíma einlæga og sýndi hún jafnt „háum sem lágum“ virðingu og áhuga. Það kristallaðist í fram- komu hennar og Jóhannesar gagnvart mér og fjölskyldu minni. Samskiptin við þau Dóru og Jóhannes í gegnum tíðina grund- völluðust á einlægu trausti og vináttu þeirra og föður míns. Ég hef í raun aldrei gert mér fulla grein fyrir hversu djúp og ósérhlífin þessi tengsl pabba og Dóru voru, fyrr en nú í seinni tíð og sérstaklega í veikindum Ólaf- ar heitinnar. Það hefur varla sá dagur liðið að Dóra hringi ekki í pabba. Daglegum gönguferðum sín- um og pabba í 2-3 ár á hitaveitu- stokknum í Mosfellssveit á átt- unda áratug síðustu aldar sagði hún mér frá ekki fyrir alllöngu. Fyndu þau leka á stokknum var lagað Earl Gray-te úr sjóðheitu vatninu og það sötrað í frosti og jafnvel skafrenningi. Þetta af- reka ekki nema sannar hefðar- frúr. Nú þegar ég hef fengið að lifa og eldast, sem alls ekki er sjálf- gefið, púslast smám saman stóra myndin sem lífið er og var. Dóra Nordal var mannleg, unni listum, veiði, fjölskyldunni og vinum. Hún var vinur vina sinna. Hún var ekki allra. Elsku Jóhannes minn, missir þinn er mikill og ljósið í myrkrinu er að vita af Ólöfu taka á móti mömmu sinni, þótt röð lífsins leikþátta sé torskilin. Kæra fjölskyldan öll, Guð blessi Dóru okkar Nordal. Auður Smith. lega notalega og fallega aðstöðu, sem móðir okkar naut í híbýlum sínum þar. Við viljum minnast allra stundanna, sem við áttum með móður okkar á kaffihúsi Hrafnistu, þar sem við nutum veitinga og frábærrar þjónustu. Kristján, Guðrún, Sigurður, Kristjana, Hjördís, Unnur og makar. Með þakklæti og hlýju minn- umst við okkar kæru ömmu Ingu, sem í dag er kvödd. Amma Inga var okkur frábær fyrirmynd, réttsýn og glögg, með sérstak- lega jákvætt viðhorf til lífsins og samferðamanna sinna. Við bjuggum við þau forrétt- indi sem börn að búa í næsta ná- grenni við ömmu, þegar amma bjó á Nýbýlaveginum og síðan í Furugrund. Auðvelt var að kíkja í heimsókn og þiggja súkku- laðiköku en amma bjó til heims- ins bestu súkkulaðiköku og þrátt fyrir stöðugar heimsóknir af- leggjaranna til hennar var alltaf til kaka. Hormónar unglingsár- anna höfðu síðan engin áhrif – það var alltaf jafngott að koma til ömmu í spjall og þegar árin liðu urðu heimsóknirnar enn dýr- mætari, frá ömmu komu allir með jákvæðni og hlýju í hjarta. Amma var mikil hannyrða- kona og sá til þess að allir afkom- endur ættu hlýjar lopapeysur, húfur og svo ekki sé nú minnst á alla lopavettlingana sem hún prjónaði um tíðina. Í ófáum heim- sóknum vorum við leystar út með vettlingum, það var nefnilega eitt sem amma kunni ekki að meta og það voru kaldar hendur. Innlit til ömmu með kaldar hendur var því oftar en ekki ávísun á eina hand- prjónaða vettlinga. Amma Inga og afi Ólafur, sem lést fyrir tæpum 40 árum, áttu myndarlegan hóp sex barna og samheldnari systkini er vart hægt að finna. Systkinin halda vel hópinn og aðstoða hvert ann- að í verkefnum sínum, allt frá til veisluhöldum til verklegra fram- kvæmda. Amma var í sérstaklega góðu sambandi við börn sín og barnabörn og var hún dugleg að miðla fréttum milli síns fólks – amma Inga þurfti enga Fésbók. Hún var stolt af sínum öfluga hópi, óspör á hrós og hvatningu. Við þökkum elsku ömmu Ingu kærlega fyrir samfylgdina, alla umhyggjuna, hlýjuna, stuðning- inn og þau góðu gildi sem hún gaf okkur í veganesti. Hennar verður sárt saknað. Sigrún María og Unnur Helga. Elsku amma. Mjög snemma uppgötvuðum við að þú varst stórmerkileg manneskja. Þú hafði lifað tíma sem okkur fannst framandi og merkilegt að heyra um. Það var ekki auðvelt að fá þig í frásagn- arham en sagan þín kom í brotum og frásagnarbrotin geymum við vel. Amma ólst upp á sveitabæ rétt fyrir utan Stokkseyri og fékk ein- ungis að ganga í skóla þrjá vetur. Ungum þótti okkur merkilegt að heyra ömmu tala með trega um það hversu mikið hún hefði viljað læra meira. Amma hefði átt að byrja í skóla 10 ára en vegna þess hve langt var að fara byrjaði hún ekki fyrr en ári síðar. Þá gekk hún klukkutíma hvora leið en þegar leið að jólum og veðrið fór að versna flutti hún inn á heimili til eldri hjóna sem bjuggu á Stokkseyri. Þegar veður leyfði gekk hún heim um helgar. Seinni tvo veturna bjó amma á heima- vist með 12 krökkum og kennar- anum, Jarþrúði Einarsdóttur. Jarþrúður kenndi ömmu að prjóna en sú kennsla hefur gagnast okkur afkomendunum mikið. Amma rifjaði upp kvöld- vökur á heimavistinni en þá prjónuðu stelpurnar og strák- arnir spiluðu á spil. Svo sungu allir. Amma gat lýst námsbókum, sem gengu á milli systkina, af ná- kvæmni. Hún mundi sögur af landnámi og Hrafna-Flóka. Skólataskan hennar ömmu var gömul og ljót og hankarnir dottn- ir af. Það varð að bera töskuna undir hendinni svo bækurnar og pennastokkurinn steyptust ekki í götuna. Sveitakrökkunum var oft strítt en amma leyfði sér ekki að vera viðkvæm fyrir því. Eftir þessa þrjá vetur fóru bestu vin- konur ömmu í Húsmæðraskólann en ekki voru til peningar á heimili ömmu svo hún gæti fylgt þeim. Amma var í staðinn heima, hjálp- aði til við heimilisstörf og hey- skap sem henni leiddist óskap- lega. Hún sagðist þó aldrei hafa látið foreldra sína heyra sig kvarta. Mikið væri gott ef börnin okkar hefðu erft þann eiginleika ömmu sinnar. Amma var einstak- lega jákvæð alla tíð, brosti blítt og veitti fjölskyldu sinni mikla hlýju. Takk amma fyrir að hafa kennt okkur að vera þakklát fyrir það sem við höfum. Takk fyrir að vera okkur systkinunum einstak- ur stuðningur í gegnum skilnað mömmu og pabba. Takk fyrir all- an grjónagrautinn og súkku- laðiterturnar. Takk fyrir allar lykkjurnar sem þú prjónaðir og umvafðir okkur með. Það voru forréttindi að fá að alast upp með þig okkur við hlið. Sara Hlín Sigurðardóttir, Sólveig Hrönn Sigurðar- dóttir, Steinar Hugi Sigurðarson. Það var mikið lán vorið 1951 þegar við Pétur fengum leigt hjá Ingu og Ólafi á Nýbýlavegi í Kópavogi sem var þá eins og sveit. Engir strætisvagnar, engar búðir nálægt, fiskbíll kom tvisvar til þrisvar í viku og mjólk var keypt af bæ við Nýbýlaveginn. En þetta var mjög góður staður, börnin léku sér út um alla móa í friði fyrir bílaumferð. Vinátta var með fólkinu í þessum fáu húsum sem þá voru. Ég var ung og fá- kunnug um heimilishald, vildi helst aldrei hjálpa mömmu með heimilisverkin. Lá alltaf í bókum og ætlaði ekki að fara að eignast mann og börn. Ég ætlaði að ferðast um heiminn en hún Inga var alltaf til staðar og ófáar ferð- irnar hljóp ég niður stigann og bankaði hjá Ingu og spurði hvernig á ég að prjóna vettlinga, hvernig á ég að prjóna sokka og peysur? Alltaf tók hún mér jafn- vel og svo kom að kökubakstr- inum. Margar uppskriftir fékk ég hjá Ingu og ein brún lagterta var alltaf bökuð fyrir jólin hjá mér og seinna hjá dóttur minni og tengdadætrum. Húsmæðraskól- inn minn hjá henni Ingu eins og ég kallaði brást mér aldrei. Börn- unum var hún líka mjög góð. Einn sonur minn segist aldrei gleyma þegar hann fann kleinu- lykt koma frá Ingu, þá settist hann í stigann og beið, aldrei brást að Inga kæmi með kleinur á disk og mjólk í glasi. Þegar ég kom í Kópavoginn átti ég tvö börn og Inga þrjú, þegar ég flutti upp á Akranes átta árum seinna átti Inga fimm og ég fjögur. Þrjú voru fædd á sama ári og við grín- uðumst með að sjúkraflutninga- mennirnir væru farnir að rata til okkar. Eftir átta ár sumarið 1959 fluttum við Pétur upp á Akranes. En við Inga héldum alltaf góðu sambandi, jólakort sem sögðu frá því sem hafði borið við og eftir að við fengum síma var hringt ein- staka sinnum. Ég reyndi að koma við hjá henni er ég kom í bæinn og hún kom til mín á Akranes. Það var alltaf gott að hitta hana Ingu mína, hún var 11 árum eldri en ég en það fann ég aldrei. Við áttum afmæli í sama mánuði og fannst okkur það svo gaman. Einu sinni þegar hún var að kynna mig fyrir konu inni á Hrafnistu sagði hún „við bjugg- um saman í átta ár og varð okkur aldrei sundurorða og styggðar- orð féllu aldrei“. Þetta var svo satt, okkur kom svo vel saman. Hún var svo ern og hress en núna síðustu mánuði hrakaði henni en alltaf tók hún vel á móti mér. Nú hefur hún kvatt okkur, hún var sátt við að fara og sagði við mig einu sinni að hún vildi bara fara að kveðja. Nú kveð ég Ingu mína með þökk fyrir allar okkar sam- verustundir og vináttu í 66 ár. Með virðingu og þökk, Sigrún Clausen. HINSTA KVEÐJA Í dag minnumst við þín, elsku besta amma Inga. Yndislegrar, gjafmildrar konu með stórt hjarta. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að þekkja þig, eyða tíma með þér og læra af þér á þessu ferðalagi sem lífið er. Nú ert þú komin á áfangastað. Ég trúi því að þar líði þér vel. Við hin höldum áfram okkar ferða- lagi með þig í hjarta okkar. Ég elska þig og sakna þín. Þín, Silja. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BIRGIR KR. KRISTJÁNSSON, Réttarheiði, Hveragerði, lést á sjúkrahúsinu á Selfossi þriðjudaginn 30. maí. Elín Ellertsdóttir Helgi Birgisson Tune Birgisson Kristján Birgisson Valgerður Kristjánsdóttir Guðmunda Birgisdóttir Snæbjörn Sigurgeirsson Gréta Vigfúsdóttir Valgerður Jóhannesdóttir barnabörn og barnabarnabörn Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.