Morgunblaðið - 02.06.2017, Side 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 2017
✝ Sævar MárGarðarsson
fæddist í Keflavík
28. mars 1964.
Hann lést 24. maí
2017 á Landspít-
alanum við Hring-
braut.
Foreldrar hans
voru hjónin Garðar
Már Vilhjálmsson, f.
26. ágúst 1935, d.
15. ágúst 1976, og
Elsa Lilja Eyjólfsdóttir, f. 7. sept-
ember 1939. Sævar var yngstur
systkina sinna, þau eru; Magnús
Marel, f. 18. janúar 1958, d. 21.
ena, f. 27. febrúar 1991, eigin-
maður hennar er Ágúst Svavar
Hrólfsson, f. 11. desember 1985.
Börn þeirra eru Hrafnar Snær, f.
27. mars 2012, og Hrólfur Jó-
hann, f. 27. júní 2015. Ágúst á
fyrir soninn Einar Margeir, f. 11.
júlí 2005.
Sævar Már ólst upp í Keflavík.
Þau Guðríður bjuggu í Reykja-
vík frá árinu 1987 til ársins 1995
en þá fluttu þau aftur til Kefla-
víkur og hefur Sævar Már búið
þar síðan. Sævar Már var húsa-
smiður að mennt og starfaði
lengi af sinni starfsævi við þá
iðn. Hann starfaði í rúman ára-
tug í Húsasmiðjunni í Reykja-
nesbæ. Þegar hann lést hafði
hann hafið störf hjá Isavia á
Keflavíkurflugvelli.
Útför Sævars Más fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag, 2. júní
2017, klukkan 13.
desember 2016, Júl-
íana Ragna, f. 23.
febrúar 1960 og
Guðbjörn, f. 16. apr-
íl 1962.
20. desember
giftist Sævar Már
Guðríði Walder-
haug, f. 8. mars
1964. Þau slitu sam-
vistir snemma árs
2016. Börn þeirra
eru 1) Jóhann, f. 18.
maí 1987, sambýliskona hans er
Sigríður Tinna Árnadóttir, f. 24.
maí 1987. Sonur þeirra er Sævar
Freyr, f. 8. janúar 2015. 2) Hel-
Ég var svo heppin að eiga
pabba eins og þeir gerðust bestir.
Það eru forréttindi að pabbi minn
hafi einnig verið besti vinur minn.
Ég gat alltaf treyst á hann til að
hlusta á mig og hjálpa mér. Ég
gat alltaf treyst á faðmlög og
kossa þegar ég þurfti á þeim að
halda. Jafnframt stóð ég líka allt-
af við bakið á honum og hann
treysti alltaf á að ég væri til stað-
ar þegar hann þurfti að létta ein-
hverju af sér eða láta hjálpa sér
með eitthvað sem hann var óör-
uggur með. Ég er svo þakklát
fyrir að hann hafi leitað til mín
því hann stóð alltaf með mér eins
og klettur. Ég fann alltaf fyrir því
hversu heitt hann elskaði mig og
hann var alltaf ófeiminn við að
segja mér hversu stoltur hann
væri af mér. Þau orð munu ávallt
sitja föst í minningunni. Pabbi
átti ótrúlega gott samband við
eldri son minn Hrafnar þar sem
ég var dugleg að koma reglulega
til Keflavíkur þegar hann fæddist
og þeir tveir smullu saman.
Hjarta mitt er stútfullt af minn-
ingum um þá. Ein ljúfasta minn-
ing mín af þeim tveimur er þar
sem ég horfi á þá hlæja og leika
sér í heita pottinum á Faxabraut-
inni. Þegar þeir voru báðir komn-
ir með rúsínuputta og tásur og
það var alltaf svo fyndið og gam-
an. Pabbi gat endalaust leikið við
Hrafnar og ég sá hversu dýr-
mætur hann var fyrir honum.
Hrafnar horfði svo upp til afa
síns, afi vissi allt og gat allt.
Hrafnar fékk að taka þátt í öllu
sem pabbi dundaði sér við, til
dæmis að slá blettinn, setja álegg
á pizzu, baka skonsur, þrífa mót-
orhjólið, sitja hjá honum í tölvu-
leik eða að smíða eitthvað sniðugt
í bílskúrnum. Það er ólýsanlega
erfitt að reyna að útskýra fyrir
syni mínum að afi sé nú orðinn að
engli sem fylgist með honum frá
himninum en ég mun gera allt
sem ég get til að halda minning-
unni um afa lifandi með því að
tala um hann og sýna honum allar
myndirnar sem eru til af þeim
saman að brasa eitthvað sniðugt.
Pabbi var oftast hress og kát-
ur. Tók hlutunum ekki of alvar-
lega og gat snúið nánast öllu upp í
grín. Þegar ég hugsa um pabba
heyri ég innilega hláturinn hans,
brandarana sem hann reitti af sér
og innilegu faðmlögin sem ég
fékk reglulega. Pabbi minn var
ótrúlega duglegur að vinna og
átti erfitt með að sitja og gera
ekki neitt. Ef hann var ekki í
vinnunni, að viðhalda einhverju í
húsinu, þrífandi bílinn eða mót-
orhjólið var hann úti í bílskúr að
búa til fallega hluti. Hann bjó til
svo fallega skrautmuni sem hon-
um fannst svo gaman að gefa
fólki. Pabbi var týpan sem þurfti
alltaf að vera með einhver verk-
efni til að dunda sér við og var
alltaf tilbúinn til að hjálpa öllum
sem þurftu á honum að halda.
Mér finnst svo ótrúlega erfitt og
ósanngjarnt að þurfa að kveðja
pabba svona snemma á lífsleið-
inni. Það sem hefði verið gott að
hafa hann lengur hjá okkur eins
og allir bjuggust við að mundi
gerast. Þakklæti og kærleikur er
það sem situr eftir í huga mínum
og hjarta og ég er viss um að
pabbi verndi mig og fylgi mér
hvert sem ég fer.
Helena.
Ég get ekki lýst því með orð-
um hversu erfitt er að sætta sig
við að pabbi sé farinn frá okkur.
Ekki hvarflaði að mér að síðasta
spjallið okkar ætti eftir að vera
fyrir utan Landspítalann. Ég er
þakklátur fyrir það að hafa fengið
að kveðja hann með kossi og
faðmlagi.
Pabbi minn var góður maður
og var vel liðinn. Allir töluðu um
hversu hress og skemmtilegur
hann væri. Hann var alltaf hann
sjálfur og var aldrei að reyna
vera einhver annar en hann var.
Hann var mjög montinn af börn-
unum sínum og talaði oft um
hversu stoltur hann væri af okk-
ur systkinunum. Pabbi var þakk-
látur fyrir lífið.
Það var ómetanlegt að hafa
hann til staðar þegar við Tinna
keyptum nýja húsið okkar. Það
fyrsta sem kom í hugann þegar
eitthvað þurfti að gera eða lag-
færa var „pabbi reddar þessu“.
Hann hafði svo gaman af því að
geta hjálpað til og hafði hann
einnig endalausar hugmyndir um
hvað væri hægt að gera og græja.
Hann var mikill dundari og
þótti fátt skemmtilegra en að
vera úti í bílskúr að gera alls kon-
ar hluti. Það eru munir eftir hann
á næstum öllum heimilum fjöl-
skyldu okkar og vina. Lestin sem
hann smíðaði fyrir barnabörnin
sín er algjört listaverk. Hann
lagði alltaf svo mikinn metnað í
það sem hann tók að sér og var
hann ávallt mjög stoltur af því
sem hann gerði.
Áfallið við fréttirnar var gífur-
legt enda var þetta svo óvænt.
Þetta átti ekki að fara svona.
Pabba verður sárt saknað en fal-
legar og góðar minningar munu
koma í stað sársaukans. Nú hvílir
hann í friði í góðum höndum hjá
bróður sínum og föður.
Ég elska þig, pabbi minn, þinn
Jóhann.
24. maí.
Dagur sem átti að vera svo
góður endaði á að vera sá allra
versti.
Sævar fór í aðgerð sem endaði
ekki á þann veg sem við gerðum
ráð fyrir.
Hann kom til okkar Jóa kvöld-
inu áður með afmælisgjöf handa
okkur og fallegan blómvönd með
rauðum rósum. Ekki óraði mig
fyrir því að þetta yrði síðasta sinn
sem ég sæi hann á lífi. Ég hefði
knúsað hann aðeins fastar og sagt
honum hvað mér þætti vænt um
hann.
Hvernig getur lífið verið svona
ósanngjarnt?
Við getum þó huggað okkur við
það að hann hafi ekki vitað hversu
veikur hann var í raun og veru.
Ég kynntist Sævari fyrir 10 ár-
um þegar við Jói fórum að vera
saman. Hann var hress, skemmti-
legur og með mjög smitandi hlát-
ur.
Sævar var duglegur og fannst
fátt skemmtilegra en að dunda
sér inni í bílskúr við smíðar. Þau
voru ófá skiptin sem hann kom og
aðstoðaði okkur Jóa eftir að við
keyptum húsið okkar. „Listi fyrir
pabba“ hangir á ísskápnum en Jói
mun sjá um að klára að haka í
þann lista.
Við verðum dugleg að segja
nafna þínum sögur af þér og
halda minningu þinni á lofti.
Öll við færum, elsku vinur,
ástar þökk á kveðjustund.
Gleði veitir grátnu hjarta.
guðleg von um eftirfund.
Drottinn Jesú, sólin sanna,
sigrað hefur dauða og gröf.
Að hafa átt þig ætíð verður,
okkur dýrmæt lífsins gjöf.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Þín verður sárt saknað, elsku
Sævar. Takk fyrir allt. Þín
tengdadóttir,
Tinna.
Elsku Sævar minn. Ýmislegt
og misgott hef ég brallað á lífs-
leiðinni, en að setjast niður og
skrifa þessi orð til þín er það erf-
iðasta sem ég hef gert. Ég man
eins og það hafi gerst í gær þegar
ég hitti þig fyrst fyrir sjö árum
síðan. Þú tókst á móti mér ná-
kvæmlega eins og þú gerðir alla
tíð eftir það, með opnum örmum
og bauðst mig velkominn með
þinni einstöku hlýju og góð-
mennsku sem mér hefur fundist
einkenna þig allan þann tíma sem
ég hef þekkt þig. „Sæll vinur
minn“ og „þetta verður ekkert
mál“ eru orð sem ég heyrði þig í
ófá skiptin segja en það fyrsta
sem kemur upp í kollinn á mér er
smitandi hláturinn sem einkenndi
þig þegar þér virkilega fannst
eitthvað fyndið. Ósérhlífni og
dugnaður kemur einnig sterkt
upp í hugann þegar ég hugsa um
þig og alltaf var hægt að leita til
þín með einu símtali þegar upp
kom vandamál í heimilisviðhald-
inu og var það oftast afgreitt sím-
leiðis. En að smíða var eitthvað
sem ég þekkti alls ekki og hafði
hvorki áhuga á né trú á sjálfum
mér með áður en ég kynntist þér
en í dag er þetta hlutur sem ég
elska að gera og öll mín kunnátta
í smíðinni er þér að þakka og ég
mun búa að því um ókomna tíð.
Þú hefur reynst mér svo vel,
elsku tengdapabbi, og varst mér
svo dýrmætur. Ég er óendanlega
þakklátur fyrir að hafa kynnst
þér og fyrir tímann okkar saman,
þó að hann hafi verið allt of stutt-
ur. Ég vona svo innilega að þú
sért á góðum stað núna.
Vertu sæll elsku vinur minn.
Ágúst Svavar.
„Heyrðu Valsi, heldurðu að
treflinum hafi ekki verið stolið af
mér á leikvanginum! En þú getur
fengið minn, þó svo að sá sem ég
keypti handa þér hafi verið miklu
flottari.“ Sævar frændi hafði fyrir
skömmu farið á fótboltaleik í
Leeds á Englandi og lofað að
kaupa fyrir mig minjagrip, enda
vorum við báðir einlægir aðdá-
endur þessa fornfræga félags. Við
skeggræddum lífið og tilveruna á
ganginum í flugstöðinni, með við-
eigandi mjaðmaskáskotum að
hætti Hafnamanna.
Við vorum yngstir fimmtán
frændsystkina en ég eilítið eldri,
svo munaði tæpum fjórum mán-
uðum og árgangi að auki. Frænd-
skapurinn leiddi okkur saman á
unga aldri. Eitt sinn fórum við á
reiðhjólunum suður í Hafnir, til
ömmu og afa á Brautarhól. Þar
beið okkar faðmlag og flatkökur
að hætti húsfreyjunnar. Síðar
meir nýttum við hvert tækifæri til
þess að rifja upp taktana og svip-
brigðin hennar ömmu. Alla jafnan
var það þegar við hittumst ásamt
fjölskyldum okkar og frændfólki í
sveitasælunni hjá Busa og Önnu.
Að tjalda var skemmtiatriði út af
fyrir sig og ógleymanlegir frasar
sem urðu til.
Sævar var og liðtækur í veiði-
félaginu Hafnamönnum, sem við
frændurnir stofnuðum fyrir um
aldarfjórðungi. Ófáar eru sögurn-
ar af honum sem hægt er að
tengja við harmakvein veiðifélag-
anna, þegar bílskrjóðurinn sat
ýmist fastur í vegslóða eða gír-
stöngin var í lausu lofti í miðjum
Norðurárdalnum. Svo ekki sé tal-
að um að verða sjóveikur við ár-
bakkann. En blíðlega brosið og
fasið og þessi undurfögru stóru
augu og svipbrigðin sem fylgdu,
urðu oftar en ekki til þess að ar-
mæða líðandi stundar varð að að-
hlátursefni í veiðihúsinu síðar um
kvöldið. Þeir bræður kunnu svo
sannarlega að kitla hláturtauga-
rnar í okkur hinum, með óviðjafn-
anlegum og smitandi hláturrok-
um, svo í tók í belginn.
Efniviðurinn var ótæmandi.
Það voru fleiri áhugamál sem
áttu hug okkar Sævars í seinni
tíð. Mótorfákarnir áttu sinn sess í
tilverunni og fátt var yndislegra
en að geysast um þjóðvegina á
björtum sumardögum. Ég hélt
mig við nærumhverfið en hann
þeystist landshorna á milli. Það
kom mér samt skemmtilega á
óvart þegar hann sneri sér að
golfinu og þar hefði ég viljað get-
að gefið aðeins af mér á móti.
Forgjöfin hefði sigið.
Velvild og greiðvikni voru samt
aðalsmerki Sævars. Mér fannst
ljúft að leita til hans með verkefni
og fá úrlausn mála undireins.
Hann kunni sitt fag og aðstoðaði
mig og mína undantekningarlaust
af einlægni og lipurð. Börnin hans
bera það með sér að vel hefur ver-
ið að þeim hlúð og ljóst að eig-
inleikar hafa erfst. Einstaklega
vel gerðir einstaklingar sem nú
sjá á bak ljúfum föður og vafalítið
munu barnabörnin sjá afa sinn
sem leiftrandi ljós á himnasæng
almættisins.
Fjölskyldunni allri sendum við
hugheilar samúðarkveðjur.
Valur Ketilsson.
Það eru bara nokkrir dagar
síðan ég fékk þær mjög svo sorg-
legu fréttir að sjúkdómurinn sem
Sævar (Mári), mágur minn til 30
ára, var búinn að heyja hetjulega
baráttu við í nokkra áratugi, væri
að ágerast. Alltaf gerði ég mér
vonir um að Sævar hefði fengið
fullan bata, en sú varð ekki raun-
in. Sjúkdómurinn hafði sigur að
lokum. Aldrei heyrði ég Sævar
kvarta í veikindum sínum, þvert á
móti sýndi hann mikið æðruleysi
og hugrekki. Sævar var í alla
staði alveg einstakur maður,
ákaflega góður vinur, einstaklega
glaðlyndur, örlátur og hjálpsam-
ur. Hann taldi þau ekki eftir sér
ófá handtökin þegar hann hjálp-
aði mér við eitt og annað. Skipti
þá ekki máli hvort það var við að
mála íbúðina mína eða pússa upp
veröndina hjá mér uppi í sum-
arbústað. Ófá voru þau skiptin
sem hann passaði bílinn minn
heima hjá sér og Guðríði systur í
Keflavík meðan ég dvaldi erlend-
is, og alltaf sá hann um að koma
með bílinn upp í Leifsstöð þar
sem hann beið mín á bílastæðinu
við heimkomuna. Fyrir þessi við-
vik og ótal önnur er ég ákaflega
þakklátur. Ég minnist þess ekki
að hafa nokkurn tímann átt sam-
tal við Sævar án þess að hafa ekki
brosað a.m.k. einu sinni meðan á
samtalinu stóð, og oftar en ekki
hlegið líka. Það var mjög grunnt
á hlátrinum hjá Sævari og gat
maður ekki annað en hlegið með
honum. Þessi eiginleiki er því
miður fátíður. Alltaf leið mér vel í
návist Sævars, hvort sem var í
heimahúsi, í vinnu, útilegum eða í
veiðitúrum. Sævar var nýlega
byrjaður að leika golf og var ég
búinn að hlakka mikið til að spila
við hann hring. Það stóð til allt sl.
sumar en ekkert varð úr því.
Ekki hefði mig órað fyrir því þá
að við myndum ekki spila saman
þetta sumar í staðinn. Sævar var
mjög handlaginn og vandvirkur.
Hann átti rennibekk og smíðaði
m.a. ákaflega fallega penna úr
harðviði. Gaf hann mér einn slík-
an, mikinn kostagrip. Hann smíð-
aði einnig fleiri hluti úr tré í bíl-
skúrnum hjá sér. Allt ákaflega
fallega gripi. Elsku Elsa. Það eru
ótrúlegar raunir sem lagðar eru á
þínar herðar. Aðeins er u.þ.b.
hálft ár síðan þú misstir Magga
son þinn og núna er Sævar líka
fallinn frá. Báðir voru þeir á
besta aldri þegar dauðinn knúði
dyra og gerir það sorgina enn
sárari. Elsku frændi og frænka,
Jóhann og Helena, það er ákaf-
lega sorglegt að missa föður sinn
svona ungan. Ég veit að þið og
börnin ykkar eigið bara góðar
minningar um pabba ykkar og
afa. Ykkur öllum, ásamt Lúllu og
Bjössa, eftirlifandi systkinum
Sævars, Guðríði systur, sem var
gift Sævari í 30 ár, og öðrum ætt-
ingjum og vinum Sævars, votta
ég mína innilegustu samúð.
Hvíl í friði, Mári minn, og takk
fyrir allt.
Guðni Walderhaug.
Sævar Már Garðarsson, eða
Mári eins og við kölluðum hann
oftast, er fallinn frá langt fyrir
aldur fram. Hann var samferða-
maður minn, og okkar fjölskyld-
unnar, í rúma þrjá áratugi og mig
langar til að minnast hans í örfá-
um orðum og þakka honum sam-
fylgdina. Hann var nátengdur
fjölskyldunni og þá sérstaklega
foreldrum mínum, lærði smíðar
hjá pabba, tengdaföður sínum, en
hann var giftur Guðríði systur
minni þar til fyrir rúmu ári síðan
en þá skildi leiðir eins og stund-
um er óhjákvæmilegt.
Sævar varð ungur fyrir þeirri
erfiðu reynslu að greinast með
krabbamein og þurfa að heyja
nokkrar orrustur á þeim velli og
á endanum varð hann undir í bar-
áttunni sem hann háði af æðru-
leysi.
Hann var harðduglegur maður
og ósérhlífinn, vinsæll hjá vinnu-
veitendum sínum og gat sér gott
orð hvar sem hann starfaði.
Við áttum margar góðar
stundir saman fjölskyldurnar í
gegnum árin og skemmst er að
minnast ferðalags okkar til Víet-
nam um jól og áramót í hitteð-
fyrra en það var eftirminnileg
ferð og mun varðveitast í minn-
ingunni um ókomna tíð.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson)
Ég votta börnum hans, barna-
börnum, móður og ástvinum öll-
um nær og fjær innilega samúð
og bið þeim blessunar um ókomin
ár.
Elsku Sævar, takk fyrir allt.
Eygló.
Sævar Már
Garðarsson
Fleiri minningargreinar
um Sævar Má Garðarsson
bíða birtingar og munu birt-
ast í blaðinu næstu daga.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÞORSTEINN ÓSKARSSON
skipstjóri,
Heiðarhrauni 33B,
Grindavík,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans
Fossvogi fimmtudaginn 25. maí.
Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 3. júní
klukkan 13.
Hrönn Águstsdóttir
Ólafía Kristín Þorsteinsd. Jóhann B. Elíasson
Salbjörg Júlía Þorsteinsd. Magnús Már Jakobsson
Brynjar Davíð Þorsteinsson Natalie Anne Pearce
barnabörn og langafabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ERNA MARGRÉT JÓHANNESDÓTTIR,
Kirkjubæjarbraut 2,
Vestmannaeyjum,
verður jarðsungin frá Landakirkju í
Vestmannaeyjum laugardaginn 3. júní klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbavörn í
Vestmannaeyjum, s. 867-2218 /481-2573.
Guðrún Sveinbjörnsdóttir Gunnlaugur Claessen
Guðbjörg Sveinbjörnsdóttir Sigurður V. Vignisson
Egill Sveinbjörnsson Guðný Þórisdóttir
Ásdís I. Sveinbjörnsdóttir Kristján Þ. Jakobsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
INGIBJÖRG ARNGRÍMSDÓTTIR,
Holtateigi 5, Akureyri,
sem lést á dvalarheimilinu Hlíð miðviku-
daginn 24. maí verður jarðsungin frá
Höfðakapellu á Akureyri þriðjudaginn 6. júní klukkan 13.30.
Gunnar Kristinsson
Gígja Gunnarsdóttir Ólafur Halldórsson
Úlfar Gunnarsson Vilborg Jóhannsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn