Morgunblaðið - 02.06.2017, Síða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 2017
✝ Ísleifur Jóns-son vélaverk-
fræðingur fæddist
að Einlandi í
Grindavík 22. maí
1927. Hann lést að
Hrafnistu í Boða-
þingi 23. maí 2017.
Foreldrar hans
voru Jón Þórarins-
son, f. 5.3. 1864, d.
12.7. 1939, útvegs-
bóndi á Einlandi í
Grindavík, og Katrín Ísleifs-
dóttir, f. 17.2. 1894, d. 9.3. 1972,
húsmóðir. Ísleifur ólst upp í Þor-
kötlustaðahverfinu í Grindavík
ásamt systrum sínum Guðnýju
Erlu, f. 1929 og Valgerði, f. 1935,
d. 2010. Auk systkinanna átti
faðir þeirra sex börn með fyrri
eiginkonu sinni, Guðbjörgu
Jónsdóttur, d. 1920: Margrét, f.
1891, d. 1967, Sigríður, f. 1895,
d. 1957, Guðjón, f. 1896, d. 1980,
Guðmundur, f. 1902, d. 1979,
Jón, f. 1906, d. 1958, Guðbjörg, f.
1911, d. 1996.
Ísleifur kvæntist 22.8. 1953
Ingigerði Högnadóttur, f. 6.6.
1922, d. 15.12. 1969, leir- og
myndlistarkonu. Hún var dóttir
Högna Guðnasonar, bónda í Lax-
árdal í Gnúpverjahreppi, og
Ólafar Jónsdóttur húsfreyju.
Börn Ísleifs og Ingigerðar eru:
Katrín, f. 1956, tölvunarfr. og
ráðgjafi, maki Steve Everett,
jarðfr.; Jón Högni, f. 1958, vél-
virki og verslunarmaður, maki
Sonja Vilhjálmsdóttir; Einar
Bragi, f. 1961, vélfr.; Bergsteinn
Reynir, f. 1964, öryggisráðgjafi,
maki Arnhildur Guðmundsdóttir
lögfr.
Árið 1973 kvæntist Ísleifur
seinni eiginkonu sinni, Birnu
Kristjönu Bjarnadóttur, f. 27.7.
1935, d. 2004, húsmóður. Dóttir
Birnu af fyrra hjónabandi og
fósturdóttir Ísleifs er Hanna
Margrét Otterstedt, f. 1955,
tækniteiknari, maki Kristján
Sveinsson trésmiður.
Ísleifur lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri
1949, fyrrihlutaprófi í verkfræði
við Háskóla Íslands 1952 og
M.Sc.-prófi í vélaverkfræði í
Kaupmannahöfn 1955. Ísleifur
var verkfræðingur hjá Vatns- og
hitaveitu Reykja-
víkur 1955, hjá
Landssmiðjunni í
Reykjavík 1955-56,
stofnaði ásamt öðr-
um, verkfræðistof-
una Traust hf. 1956
og var
verkfræðingur hjá
Vermi sf. í Reykja-
vík 1962-63. Ísleifur
helgaði mestan
hluta starfsævi
sinnar jarðborunum víða um
heim. Hann var verkfræðingur
hjá jarðhitadeild Orkustofnunar
1956-61, deildarverkfræðingur
hjá Jarðborunum ríkisins 1961-
69 og forstöðumaður Jarðbor-
ana ríkisins 1964-88. Ísleifur
vann mikið frumkvöðlastarf við
borun eftir jarðgufu og heitu
vatni víða um land til hitaveitu-
væðingar landsins. Bortækni
þess tíma var þróuð til olíu-
borana og vann Ísleifur við að
laga bortæknina að borun á há-
hitasvæðum. Hann tók virkan
þátt í að flytja íslenska þekkingu
í gufuborunum til útlanda þegar
hann tók að sér verkefni í El
Salvador á vegum Sameinuðu
þjóðanna 1968. Þar þróaði hann
nýja tækni t.a. vekja óvirkar há-
hitaborholur og fá þær t.a.
gjósa, en sú tækni er notuð um
allan heim fram til þessa dags.
Ísleifur stjórnaði þá borun á
tveimur fyrstu gufuholum í M-
Ameríku. Hann skipulagði jarð-
hitarannsóknir á vegum SÞ í
Tyrklandi 1970, framkvæmda-
stj. á vegum SÞ við jarðhitarann-
sóknir í Kenía 1974-76 þ.s. hann
stjórnaði borunum og mælingum
á gufuholum fyrir fyrstu jarð-
gufuvirkjun Afríku, vann fyrir
SÞ í Hondúras 1979 og stjórnaði
borunum í Sómalíu 1982-83. Þá
var hann verkefnisstj. fyrir þró-
unaráætlun SÞ (UNDP) og Al-
þjóðabankann í jarðhitarann-
sóknum og borunum í Djíbútí í
NA-Afríku 1984-89 og hafði um-
sjón með borunum á Asoreyjum
1993. Ísleifur tók virkan þátt í
stofnun Jarðhitaskóla Háskóla
Sameinuðu þjóðanna 1978.
Útför Ísleifs fer fram í Frí-
kirkjunni Reykjavík í dag, 2. júní
2017, klukkan 13.
Ísleifur Jónsson
gengur er eins og tíminn skreppi
saman þó að mörg ár hafi liðið án
þess að við hittumst mikið. Hann
pabbi hafði yndi af tímanum sem
hann gat dvalið á Spáni og sér-
staklega ef systur hans voru
nærri. Ferðalög og búseta erlend-
is eru stór hluti af lífshlaupi hans
og árin okkar í Kenía fyrir löngu
eru ógleymanleg. Hann skilur eft-
ir sig mikið myndasafn sem við
eigum áreiðanlega eftir að grúska
í á komandi árum og verður gam-
an að vita hvað leynist þar.
En það sem stendur upp úr í
samvistum okkar í þessari jarðvist
er sú staðreynd að ef maður vill
verða heill þarf að læra að þekkja
og sættast við foreldra sína, að
elska foreldra sína er líklega sú
stærsta gjöf sem hægt er að gefa
sjálfum sér.
Því segi ég kæri vinur, við
kveðjumst í bili en svo sjáumst við
aftur.
Þinn sonur,
Bergsteinn.
Hvernig kveður maður vin?
Það er lítið um svör til að byrja
með. Ég hef þekkt hann alla ævi
og lengi vel var hann bara pabbi.
Pabbi sem var alltaf að stússast
eitthvað, mjög skemmtilegt í
kringum hann og alltaf að segja
sögur, og þar helst af sjálfum sér.
Ég var ekki alltaf sáttur við
ákvarðanir hans í lífinu og margar
hverjar höfðu mikil áhrif á mig og
mótuðu allt fram til unglingsára.
En þannig er það með vini, þeir
hafa áhrif á mann og lifa sínu lífi.
Það sem er ljóslifandi í minning-
unni er kærleikurinn sem hefur
alltaf verið á milli okkar sama
hvað á gekk.
Ég hef stundum grínast með
það að ég viti að Guð sé til því ég
bað þess fyrir löngu að ég fengi að
umgangast hann í einhver ár áður
en hann félli frá. Svo æxluðust
tímar á þann hátt að undanfarin
13 ár höfum við átt ótrúlega marg-
ar ánægjulegar stundir saman.
Þannig er vinátta, sama hvað á
✝ Margrét Eyj-ólfsdóttir
fæddist í Reykjavík
21. mars 1924. Hún
lést 17. maí 2017.
Hún var dóttir
hjónanna Kristínar
Árnadóttur, frá
Miðdalskoti í Laug-
ardal, f. 3. nóv-
ember 1899, d. 16.
júní 1974, og Eyj-
ólfs Brynjólfssonar,
frá Miðhúsum í Biskupstungum,
f. 25. júlí 1891, d. 5. september
1973. Þau bjuggu á Smyrilsvegi
28, Reykjavík. Margrét var
fjórða í röð tíu systkina, þau
eru: 1) Brynjólfur, f. 1919, d.
2006. 2) María, f. 1920, d. 1991.
3) Ásdís, f. 1921, d. 2011. 5) Guð-
rún, f. 1925. 6) Ingvar, f. 1926, d.
1927. 7) Ingunn, f. 1928. 8)
Tryggvi, f. 1930, d. 2010. 9) Har-
aldur, f. 1931, d. 2016. 10) Matt-
hías, f. 1934.
Margrét giftist 3. nóvember
f. 2012. c) Hrafnhildur Vala, f.
1977. Fyrri maki Ámundi
Ámundason, f. 1975, barn Grím-
ur Arnar, f. 2003. Maki Halldór
Gunnlaugsson, f. 1976, börn
þeirra, Andri Hrafn, f. 2015 og
Kristín Eva, f. 2016 . 2) Hjördís,
f. 1951, d. 2012, maki Kristján
Ágústsson, f. 1951, börn þeirra:
a) Stefán Örn, f.1978, maki Jóna
Karen Sverrisdóttir, f. 1978.
Börn þeirra: Sölvi, f. 2007,
Styrmir, f. 2010 og Hjördís, f.
2014. b) Ragnhildur, f. 1981,
maki Páll Ragnar Pálsson , f.
1980. Börn þeirra: Baldur, f.
2013 og Hulda, f. 2016. 3) Gyða,
f. 1956, maki Guðmundur Inga-
son, f. 1954, börn þeirra: a) Ingi
Hrafn, f. 1982, maki Matthildur
Ívarsdóttir, f. 1985, börn þeirra
Guðmundur Árni, f. 2009 og Jón
Ívar, f. 2010. b) Rannveig Hild-
ur, f. 1990, c) Halldór Arnar, f.
1992.
Ásamt húsmóðurstörfum
vann Margét í mörg ár í versl-
uninni Hamborg. Hún var virk í
félagsstarfi eldri borgara og
söng um tíma með Gerðubergs-
kórnum.
Útför Margrétar fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 2. júní
2017, klukkan 11.
1945 Jóni Halldórs-
syni, f. 7. október
1916, d. 10. júlí
1999. Foreldrar
hans voru Halldór
Jónsson, f. 4. mars
1885, d. 1. janúar
1950 og Guðrún
Jónasdóttir, f. 9.
júlí 1890, d. 7. febr-
úar 1965. Dætur
Margrétar og Jóns
eru: 1) Kristín, f.
17. febrúar 1948, maki Grímur
Valdimarsson, f. 20. mars 1949.
Börn þeirra eru: a) Margrét, f.
1971, börn hennar og Harðar G.
Kristinssonar, f. 1972 (skilin):
Unnur María, f. 1993, barn
hennar og Ingvars Ásbjörns-
sonar, f. 1991, Almar Ari , f.
2015, Hilmar Þór, f. 1998 og
Steinar Þór, f. 2002. b) Jón Þór,
f. 1975, maki Sigríður Helga
Stefánsdóttir, f. 1977, börn
þeirra: Soffía Kristín, f. 2004,
Birgir Þór, f. 2007, Eva Hrönn,
Sagt er að hjónasvipur endur-
spegli traust og vináttu á milli
þeirra sem átt hafa langa og far-
sæla samleið. Þannig var um hana
Margréti tengdamóður mína og
Jón eiginmann hennar sem lést
fyrir 18 árum. Þau gengu æviveg-
inn saman í takt þannig að eftir
var tekið. Og nú þegar hún er
einnig fallin frá kemur upp mynd-
in af þeim saman, hjónasvipurinn,
hlýjan og traustið sem ríkti jafnan
á milli þeirra og þessir þræðir sem
eru spunnir úr umburðarlyndi,
fórnfýsi og velvilja. Fátækleg orð
á blaði ná ekki að skilgreina þetta
samband þeirra Margrétar og
Jóns fremur en tilraunir manna í
gegnum tíðina til að skilgreina
ástina sem kemur engum að óvör-
um þegar hún vitjar. Það var ekki
lítið veganesti fyrir ungan mann á
höttunum eftir einni af dætrum
þeirra að fá að fylgjast með lífs-
dansi þeirra Jóns og Margrétar
úr nálægð.
Allt sem þau hjón tóku sér fyrir
hendur var gert af heilum hug
enda heimili þeirra einstakt að
myndarbrag og smekkvísi jafnt
utan sem innan. Þau voru einnig
langt á undan tímanum hvað varð-
ar verkaskiptingu á heimilinu því
þau gengu saman til allra verka
þó að oft væri hún verkstjórinn.
Aldrei mátti kasta til höndunum,
hvort heldur var garður eða hús
enda héldu þau Teigagerði 5 af
miklum myndarskap. Það var oft
sagt um frú Margréti að hún gæti
boðið nöfnu sinni frá Amalíuborg í
heimsókn hvenær sem væri, slík-
ur gestur myndi finna sig vel í hí-
býlum þeirra hjóna. Eftir að hún
missti Jón sinn og hætti að vinna
utan heimilisins komu skipulags-
hæfileikar og útsjónarsemi Mar-
grétar vel í ljós. Hún hélt hús og
heimili áfram af miklum myndar-
brag þar til heilsan fór að gefa sig
og hún varð að leggjast inn á
hjúkrunarheimili. Verst þótti
henni, komin nálægt níræðu, þeg-
ar læknar bönnuðu henni, og nú
alfarið, að henda sér á hnén til að
reyta arfa úr gróðurbeðum.
Þau byggðu húsið sitt í hverf-
inu sem í gríni var kallað Casa-
blanka: Allir blankir og allt byggt
úr kassafjölum. „Hvernig eigum
við að geta byggt Margrét mín?“
átti Jón að hafa sagt við ástina
sína. „Láttu mig hafa kaupið þitt
og þá skal ég sjá um fjármálin.“
Eftir að vinnudegi lauk hjólaði
járnsmiðurinn svo vestur af
Grímsstaðaholti upp í smáíbúða-
hverfi og byggði hús. Tók auka-
vinnu þar að auki, fór í skiptivinnu
og eftir nokkur ár var hægt að
flytja inn. Það var merkilegt hve
vel efnum búin Jón og Margrét
voru. Alltaf rausnarleg, aldrei
sparað í mat, alltaf farið í löng
sumarleyfi. Fyrr á árum í bíllaus
sumarfí með dæturnar þrjár í sér-
saumuðu tjaldi þar sem eldað var
á olíuprímus. Og þegar Teiga-
gerðisdætur minntust þessara
þriggja vikna tjaldfría brostu þær
allan hringinn. Þetta var svo gam-
an.
Að leiðarlokum þakka ég Mar-
gréti og þeim heiðurshjónum ein-
staklega ánægjulega samfylgd,
tryggð og hjálpsemi í gegnum tíð-
ina. Það er rétt sem Jón minnti
okkur oft á að það er ekkert jafn-
mikilvægt í lífinu og að eiga gott
samferðafólk. Hvíldu í friði.
Grímur Þ. Valdimarsson.
Fyrst þegar ég kynntist
tengdamóður minni, Margréti
Eyjólfsdóttur, fyrir um 43 árum
þá fannst mér hún vera eins og
bjartur orkusteinn, sem geislaði
af orku, væntumþykju og um-
hyggju fyrir öllum í kringum
hana. Þessi orkubolti var gjarnan
í eldhúsinu í Teigagerði 5 og miðl-
aði þaðan meðlæti og mat til fjöl-
skyldumeðlima og annarra gesta.
Góður var kakóbollinn hennar,
gerður úr ekta súkkulaði. Ekki
voru kransakökurnar síðri.
Hún hafði farið í húsmæðra-
skóla og það sást á vinnubrögðum
hennar við matreiðslu og heimilis-
hald. Hún hafði mikið verkvit og
var góð í því sem hún gerði, að
halda heimilinu í góðu standi, hús-
inu og garðinum. Þegar orkan
minnkaði kom í ljós gimsteinninn
sem hún var gerð úr. Sómakær,
stefnuföst, vönduð, ljóðelsk, söng-
elsk og dugleg kona, sem stóð vel
á bak við manninn sinn, hann Jón,
og stelpurnar sínar þrjár; Krist-
ínu, Hjördísi og Gyðu, tengdasyn-
ina, börn þeirra og barnabörn.
Allir vildu fara til ömmu í Teiga-
gerði. Þannig var hún einstök
kona og ættmóðir. Hún hafði tíma
og þolinmæði og hafði vakandi
áhuga fyrir sínum nánustu.
Jón Halldórsson var mikill
sundmaður og hann náði að smita
Möggu af sundlaugarástríðunni.
Þau fóru gangandi nær daglega í
Sundlaugarnar í Laugardal á
ákveðnu tímabili. Eftir að Jón
hvarf af braut, hélt Magga því
áfram meðan heilsan leyfði. Þetta
hefur vafalaust gert henni gott.
Sé til eitthvert framhaldslíf eft-
ir þetta líf, þá er ég viss um að hún
er komin til móts við Jón og Hjör-
dísi og eru þar fagnaðarfundir.
Sambandi Möggu og Jóns má best
lýsa með vísubroti úr kvæði Jón-
asar Hallgrímssonar, Ferðalok :
Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg,
en anda, sem unnast,
fær aldregi
eilífð að skilið.
Mér telst til að afkomendur
hennar séu í dag 27. Börn og
barnabörnin erfa skapfestu henn-
ar og gott skap og er það gott
veganesti fyrir lífið. 93 æviár er
ekki slæmt þegar á allt er litið.
Flest árin voru góð, þótt síðustu
tvö árin hafi verið erfið, og á
starfsfólk Grundar bestu þakkir
skildar fyrir góða umönnun síð-
ustu misseri.
Margrét var fædd árið 1924 í
Reykjavík á Grímsstaðaholtinu. Í
æsku leiddi hún kýrnar þrjár frá
Fálkagötunni, nú Smyrilsvegi 28,
á beitarhagana í mýrina, þar sem
nú er Norræna húsið, og engjar
voru þar sem nú er aðalbygging
Háskóla Íslands. Þannig hefur
Margrét upplifað miklar breyt-
ingar í Reykjavík á sinni ævi. Það
var talið mikið kraftaverk árið
1929, þegar faðir hennar, Eyjólf-
ur Júlíus Brynjólfsson, flutti hús-
ið sitt, einlyft timburhús með risi,
á handvagni, spýtu fyrir spýtu,
frá Túngötunni. Svipað krafta-
verk átti sér stað um 1955, þegar
Jón og Magga fóru að byggja í
smáíbúðahverfinu, í Teigargerði
5, og steyptu þar hús, sem þótti
langt upp í sveit. En kraftaverkið
tókst og varð þeirra brautar-
steinn og óðal.
Af tíu systkinum á Smyrilsvegi
eru nú aðeins þrjú eftir; Dúna,
Inga og Matti. Ég samhryggist
þeim við systurmissinn. Einnig
öllum hinum, sem nú sakna góðr-
ar konu, sem gerði alltaf allt sitt
besta til að aðrir gætu haft það
gott. Ég þakka henni jafnframt
hlýhug og góðvild í minn garð,
minna barna og barnabarna.
Nú er sólarlag í lífi Margrétar
Eyjólfsdóttur, og sól hennar sest.
Eftir lifir björt mynd af góðri
konu, í hugum okkar allra sem
kynntust henni.
Guðmundur Ingason.
Núna þegar við kveðjum ömmu
Möggu rifjast upp minningar sem
hafa framkallað hlýju, bros og
hlátur hjá okkur systkinunum.
Minningarnar eru flestar úr
Teigagerðinu þar sem eldhúsið
var hjarta heimilisins. Þar var
alltaf sælkeramatur á borðum, og
ávallt nóg af öllu enda fór enginn
svangur þaðan. Amma hafði ekki
mikla trú á unnum matvörum,
heldur fór í bakarí til að kaupa
sérbakað brauð og í Náttúru-
lækningabúðina til að kaupa
hveitikím út á súrmjólkina. Hún
kynnti okkur fyrir ýmsum sér-
kennilegum matvælum, og mun-
um við glöggt eftir því þegar hún
gaf okkur kiwi í fyrsta sinn. Þessi
súri ávöxtur var þá nýkominn til
landsins, og fleiri nýstárlegir
ávextir og grænmeti fylgdu, eins
og granatepli og avókadó. Heilsan
var alltaf í fyrirrúmi hjá ömmu og
afa, þau fóru í sund daglega á
meðan þau gátu og voru alltaf
tilbúin til að taka okkur barna-
börnin með. Laugardalslaugin
var stór hluti af lífi ömmu og afa,
þar sem þau kenndu okkur barna-
börnunum öllum að synda.
Amma var drottning í litlum
líkama, enda grínaðist hún með
það að hún væri nú bara jafnlöng
og eitt málband. Amma fór aldrei
út úr húsi ótilhöfð og kenndi okk-
ur stúlkunum í fjölskyldunni slíkt
hið sama. Amma og afi áttu fallegt
og hlýlegt heimili og þreyttist
amma seint á að breyta og bæta,
kaupa ný húsgögn og gera fínt,
enda fagurkeri fram í fingurgóma.
Þolinmæði ömmu gagnvart okkur
barnabörnunum var einstök, hún
var alltaf tilbúin til að hlusta á
okkur, tala við okkur, spila við
okkur og sinna okkur á allan þann
hátt sem við þurftum.
Amma og afi voru einstaklega
samstíga og ástfangin hjón. Það
er ekki fyrr en maður verður eldri
og fer að skilja ástina, að maður
áttar sig á hversu mikið þau elsk-
uðu hvort annað. Þau sinntu heim-
ilinu saman, garðinum sínum,
ferðuðust saman, og nutu nær-
veru hvort annars.
Elsku amma, nú ertu komin til
afa og Hjördísar, þeirra sem þú
saknaðir svo mikið. Við systkinin
viljum þakka þér fyrir að vera
svona stór hluti af lífinu okkar,
elska okkur takmarkalaust og
sinna okkur stöðugt af heilum
huga. Við söknum þín af öllu
hjarta,
Margrét, Jón Þór og
Hrafnhildur Vala.
Elsku besta amma okkar. Eins
sorgmædd og við erum yfir því að
þú sért nú farin frá okkur vitum
við að nú passa afi, Hjördís og
systkini þín vel upp á þig. Betri
ömmu og vin var ekki hægt að
hugsa sér. Það var alltaf jafnnota-
legt að kíkja á ykkur afa í Teiga-
gerðinu, þar sem okkur leið alltaf
eins og kóngafólki. Dekruð með
hlaðborði af veitingum, heima-
gerðu heitu súkkulaði og alltaf til
ein eða tvær kökur í frystinum.
Eftir matinn var okkur svo alltaf
boðið að taka smá blund í sófan-
um.
Fjölskylduboðin voru alltaf
haldin með pompi og prakt og þar
blómstraðir þú í hlutverkinu sem
gestgjafi og miðpunktur fjöl-
skyldunnar. Þú passaðir alltaf
upp á að aldrei liði of langt á milli
boða. Við erum þér ævinlega
þakklát fyrir það hversu ákveðin
þú varst í að ná fólkinu þínu sam-
an, því án þín værum við ekki
svona náin fjölskylda eins og við
erum í dag. Þú smitaðir okkur öll
af væntumþykju þinni og góð-
mennsku.
Þolinmæði þín og þrautseigja
skein í gegnum allt sem þú tókst
þér fyrir hendur. Hvort sem það
var að sitja tímunum saman að
kenna öllum barnabörnunum að
spila, mæta alltaf í laugarnar og
kóræfingar eða tína hvert einasta
illgresi sem dirfðist að spretta upp
í garðinum þínum. Enda var ekki
skrítið að garðurinn þinn fékk síð-
an titilinn fallegasti garður
Reykjavíkurborgar. Sem er líka
titillinn sem við myndum gefa þér,
elsku amma, fallegasta sál
Reykjavíkurborgar og þótt víðar
væri leitað.
Sama hversu hár aldurinn varð
varstu alltaf jafnung í anda. Stutt í
gleði, hlátur og sífellt að takast á
við ný verkefni. Við tökum þinn
mikla dugnað okkur til fyrir-
myndar inn í lífið.
Suma daga vildi maður að hægt
væri að fara aftur í tímann, í eitt
fjölskylduboðanna og fá hlýtt
faðmlag þegar maður steig inn um
dyrnar. En við eigum fullt af frá-
bærum minningum í hjarta okkar
um tímann sem þú varst með okk-
ur. Við elskum þig endalaust mik-
ið og erum þakklát fyrir það að þú
hjálpaðir til við að móta okkur að
þeim manneskjum sem við erum í
dag.
Rannveig Hildur og
Halldór Arnar.
Margrét
Eyjólfsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Margréti Eyjólfsdóttur
bíða birtingar og munu birt-
ast í blaðinu næstu daga.
Útfararþjónusta
Vönduð og persónuleg þjónusta
athofn@athofn.is - www.athofn.is
ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919
Inger Steinsson