Morgunblaðið - 02.06.2017, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 02.06.2017, Qupperneq 25
Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 2017 Atvinnuauglýsingar Vantar meiraprófsbílstjóra í sumarafleysingar og fastar stöður. Íslenska er skilyrði og hreint sakavottorð. Sendið umsóknir ásamt ferilskrá á sendibilarrvk@simnet.is Bílstjórar óskast Raðauglýsingar Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Austurvegur 18, Þórshöfn, Langanesbyggð, fnr. 216-7714, þingl. eig. Stefán Þorgeir Halldórsson og Paulina Dudko, gerðarbeiðandi Íbúða- lánasjóður, fimmtudaginn 8. júní nk. kl. 11:40. Hvammur, Hrísey, Akureyri, fnr. 215-6376, þingl. eig. Kristján Ingimar Ragnarsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Akureyrarkaup- staður og Landsbankinn hf., þriðjudaginn 6. júní nk. kl. 12:00. Hafnarstræti 29, Akureyri, fnr. 214-6885, þingl. eig. Eyrún Huld Ásvaldsdóttir og Baldur Bergmann Jónasson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Akureyrarkaupstaður, miðvikudaginn 7. júní nk. kl. 10:00. Hafnartún 30, Fjallabyggð, fnr. 213-0316, þingl. eig. Karl Hersteinsson, gerðarbeiðandi Arion banki hf., þriðjudaginn 6. júní nk. kl. 14:20. Hrafnagil lóð, Eyjafjarðarsveit, fnr. 215-8891, þingl. eig. Jón Elvar Hjörleifsson, gerðarbeiðandi Arion banki hf., miðvikudaginn 7. júní nk. kl. 11:00. Aðalbraut 24, Norðurþing, fnr. 216-7217, þingl. eig. Maritza Esther P Ospino, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 8. júní nk. kl. 10:15. Austurvegur 16, Langanesbyggð, fnr. 216-7713, þingl. eig. Aðalheiður Daníelsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Vörður tryggingar hf., fimmtudaginn 8. júní nk. kl. 11:30. Gunnarsstaðir lóð 2, Svalbarðshreppur, fnr. 216-7422, þingl. eig. Árni Davíð Haraldsson, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf., fimmtudaginn 8. júní nk. kl. 12:50. KÓSÝ, EA, Eyjafjarðarsýsla og Akureyri, (FISKISKIP), fnr. 7337, þingl. eig. Drafnarvík ehf., gerðarbeiðendur Dalvíkurbyggð og Íslandsbanki hf., þriðjudaginn 6. júní nk. kl. 09:30. Sunnuhlíð 12, Akureyri, fnr. 215-1109, þingl. eig. Vörur ehf., gerðar- beiðendur Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Akureyrarkaupstaður, miðvikudaginn 7. júní nk. kl. 10:15. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra 1. júní 2017 Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Tangavegur 7, stálbræðsla, Hvalfjarðarsveit, fnr. 233-4037 , þingl. eig. GMR Endurvinnslan ehf., gerðarbeiðandi Hvalfjarðarsveit, miðviku- daginn 7. júní nk. kl. 11:30. Asparskógar 15, sumarbústaður, Hvalfjarðarsveit, fnr. 233-3766 , þingl. eig. Heiðar Sigurðsson, gerðarbeiðandi Hvalfjarðarsveit, miðvikudaginn 7. júní nk. kl. 12:00. Hátröð 7, sumarbústaður, Hvalfjarðarsveit, fnr. 224-2073 , þingl. eig. Eignamark ehf., gerðarbeiðandi Hvalfjarðarsveit, miðvikudaginn 7. júní nk. kl. 12:10. Indriðastaðir 52, Skorradalshreppur, fnr. 210-6916 , þingl. eig. Sam- lagið Fjárfestingafélag ehf, gerðarbeiðendur Félag sumarbústeig Indriðast og Landsbankinn hf., miðvikudaginn 7. júní nk. kl. 12:40. Sólbakki 27, Borgarbyggð, fnr. 230-0085 , þingl. eig. S.Ó. húsbygg- ingar sf., gerðarbeiðendur Arion banki hf. og Sjóvá-Almennar trygg- ingar hf. og Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf., miðvikudaginn 7. júní nk. kl. 13:20. Sýslumaðurinn á Vesturlandi 1. júní 2017 Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir: Svalbarð 9, Svfél. Hornafjörður, fnr. 218-1357, þingl. eig. Guðmundur Ágúst Böðvarsson, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., fimmtudaginn 8. júní nk. kl. 13:00. Sýslumaðurinn á Suðurlandi 1. júní 2017 Félagsstarf eldri borgara Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódelsmíði með leiðbeinanda kl. 9-16. Botsía með Guðmundi kl. 9.30-10.30. Innipútt og útipútt kl. 9- 16. Bíómynd varpað uppá tjald kl. 13. Bókabílinn, kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.15-17. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10- 10.30. Gönguhópur kl. 13.30, tekinn léttur hringur um hverfið. Opið kaffihús kl. 14.30-15.30. Verið velkomin. Garðabær Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 9.30-16. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara í síma 617- 1503. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 14-15.45. Félagsvist FEBG í Jónshúsi kl. 13, bíll fer frá Litlakoti kl. 12.20 ef óskað er, frá Hleinum kl. 12.30, frá Garðatorgi 7 kl. 12.40 og til baka að lokinni félagsvist. Gerðuberg Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Glervinnustofa með leiðbeinanda kl. 9-12. Prjónakakaffi kl. 10-10.20. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30. Bókband með leiðbeinanda kl. 13-16. Kóræfing kl. 13-15. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.10 botsía. Gullsmári Tyffanýgler kl. 9, ganga kl. 10. Hárgreiðslustofa og fóta- aðgerðastofa á staðnum, allir velkomnir! Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðn er opin kl. 8-16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi kl. 9.45, matur kl. 11.30, eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Fótaaðgerðir, hár- snyrting. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl.9-12, listasmiðja með leiðbeinanda kl. 9-12, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11, Uppl. í s. 4112760. Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Jóga / hláturjóga saln- um kl. 11. Spilað í króknum kl. 13.30. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Dansað laugardagskvöld 3. júní kl. 20-23, Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi. Allir velkomnir. Ferð á Reykjanes við Ísafjarðardjúp 26.-28. júní. Gisting á Hótel Reykjanesi. Náttúruperlur Vestfjarða skoðaðar m.a. Unaðsdalur, Skjaldfönn, Laug- arland o.fl., leiðsögn Magnús S. Sædal. Uppl. og skráning s. 588-2111. Smáauglýsingar Atvinnuhúsnæði Gott skrifstofuhúsnæði til leigu Til leigu er 197 fm skrifstofuhúsnæði við Bíldshöfða. Skiptist í móttöku, fimm stór skrifstofuherbergi, eldhús og geymslu. Ágæt vinnuaðstaða fyrir allt að 12 starfsmenn. Sameiginlegar snyrtingar eru á hæðinni. Vsk. inn- heimtist ekki af leigunni og hentar húsnæðið því vel aðilum sem eru í vsk. lausri starfsemi. Beiðni um frekari upplýsingar sendist í tölvupósti til dogdleiga@gmail.com. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu sumarhúsahverfi í landi Vaðness í Grímsnes- og Grafnings- hreppi. Vaxtalaus lán í allt að eitt ár. Allar nánari upplýsingar gefur Jón í síma 896-1864 og á facebook-síðu okkar: vaðnes-lóðir til sölu. Til sölu Verslun Armbandsúr í útskriftargjöf Frí áletrun, PL dömu-, herra- og hjúkkuúrin eru samsett í Frakklandi enda haldast gæði og listræn hönnun í hendur. Verðið er frábært. ERNA, Skipholti 3, s. 5520775 www.erna.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. LOKAÐ 6. til 20. júní Ýmislegt Húsviðhald VIÐHALD FASTEIGNA Lítil sem stór verk Tímavinna eða tilboð ℡ 544 4444 777 3600 jaidnadarmenn.is johann@2b.is  JÁ Allir iðnaðarmenn á einum stað píparar, múrarar, smiðir, málarar, rafvirkjar þakmenn og flísarar. ✝ Ari Sigþór Eð-valdsson fædd- ist á Siglufirði 3. febrúar 1943. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 25. maí 2017. Foreldrar hans voru hjónin Lára Gunnarsdóttir, f. 14.9. 1909, d. 2.1. 1996, og Eðvald Eiríksson, f. 7.2. 1908, d. 26.4. 1977. Systkini Ara eru: Helga, f. 5.2. 1931, Rósa, f. 26.5. 1934, Gunnar, f. 16.8. 1937, d. 1.8. 2010, Kári, f. 19.9. 1939, Kristbjörg, f. 4.3. 1948, og Sverrir, f. 8.5. 1952. Þann 19.4.1965, eftir fjög- urra ára sambúð, kvæntist Ari eftirlifandi eiginkonu sinni, Minný Kristbjörgu Eggerts- dóttur, f. á Ólafsfirði 29.11. 1944. Foreldrar hennar voru Eggert Reynarð Pálsson verk- stjóri f. 1919, d. 2007, og Björg Maggý Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 1920, d. 1993. Ari og Minný eignuðust tvö börn. Þau eru: 1) Björn Reyn- arð, f. 31.1. 1962, forstjóri, sambýliskona Berglind Gylfa- dóttir, f. 11.6. 1964, hans börn úr fyrri sambúð eru: Guðrún Ólöf, f. 22.11. 1989, á hún þrjú börn, sambýlismaður Birgir Björn Hjartarson, f. 25.9. 1989. Ari Sigþór, f. 10.12. 1991, á hann tvö börn, maki Ara Dan Pálmadóttir, f. 10.8. 1991. Jón Fannar, f. 17.1. 1996, sambýliskona Kolbrún Helga Gunnlaugsdóttir, f. 31.10. 1997, og Fanney Björg, f. 17.1. 1996, á hún eitt barn, sambýlismaður Daði Guðvarð- arson, f. 4.8. 1986. 2) Bylgja Rúna, f. 27.12. 1964, þjón- ustustjóri, gift Hinriki Karli Hinrikssyni, f. 30.5. 1963, vél- virkjameistara, þeirra börn eru: Kristinn Ari, f. 27.3. 1986, Hinrik Karl, f. 23.3. 1994, og Kristbjörg Lára, f: 28.11. 1995, sambýlis- maður Lárus Reynir Hall- dórsson, vélstjóri, f. 16.10. 1992. Ari hóf ungur nám í Iðnskóla Siglufjarðar en flutti árið 1959 til Ólafsfjarðar og hóf nám í rafvirkj- un hjá Raftækja- vinnustofu Ólafs- fjarðar samhliða námi við Iðnskóla Ólafsfjarðar og Iðn- skóla Akureyrar. Hann tók sveinspróf í rafvirkjun 1964 og varð löggiltur rafvirkja- meistari 1968. Ari var hluthafi í Raftækjavinnustofunni í Ólafsfirði og starfaði þar til ársins 1985 er hann gerðist húsvörður í Gagnfræðaskóla Ólafsfjarðar. Ari var hús- vörður í Gagganum alveg þar til öll hans barnabörn höfðu lokið þar námi. Ari starfaði mörg ár í Björgunarsveitinni Tindi og var formaður hennar i tólf ár. Hann sat einnig í stjórn Slysa- varnadeildar karla í Ólafsfirði og átt sæti í ýmsum nefndum um ævina, m.a. í Almanna- varnanefnd Ólafsfjarðar. Ari var félagi í Rótarýklúbbi Ólafsfjarðar frá árinu 1973. Hann starfaði í mörg ár við snjóaeftirlit fyrir Veðurstofu Íslands og átti því ófáar fjall- gönguferðir í því starfi. Seinni árin fóru Ari og Minný að ferðast um á hús- bílnum sínum, Tíbrá. Ari var í stjórn hjá Flökkurunum í nokkur ár. Ari var nýlega búinn að klára byggingu á húsi þeirra Minnýjar á Leifsstaðabrúnum 9, sem var vígt á 50 ára brúð- kaupsafmæli þeirra hjóna, 19.4. 2015. Útför hans fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag, 2. júní 2017, og hefst athöfnin kl. 13.30. Ari Eðvaldsson var ungur að árum þegar hann kom til Ólafs- fjarðar frá Siglufirði, lærði raf- virkjun hjá Magnúsi Stefáns- syni, mági sínum, sem kvæntur var Helgu Eðvalds, systur Ara, en þau systkinin áttu rætur að rekja til Reyðarfjarðar og minntist Ari oft samveru við ættmenni sín þar eystra bæði til sjós og lands. Ari festi fljótt rætur í Ólafs- firði, festi fljótlega ráð sitt þegar Minný Eggertsdóttir varð þar á vegi hans. Eftir að námi í raf- virkjun lauk starfaði Ari lengi með Magnúsi mági sínum á Raf- tækjavinnustofunni ehf. í Ólafsfirði. Þegar hann kaus að skipta um starfsvettvang á miðjum starfsaldri og gerast húsvörður með meiru við Gagn- fræðaskólann Ólafsfirði var það mikill fengur fyrir okkur sem þar vorum fyrir að fá fagmennt- aðan rafvirkja sem húsvörð, enda átti það eftir að koma sér vel. Þar fyrir utan var maðurinn hagur bæði á tré og járn, sann- kallaður þúsundþjalasmiður. Þessi fjölhæfni kom okkur sér- staklega vel þegar við settum upp fyrsta tölvunetkerfið fyrir nemendur 1984 en áður höfðum við nokkrar stakar tölvur sem ekki voru samtengdar. Var Ari mjög fundvís á leiðir fyrir lausa enda sem tengjast þurftu, oftast gegnum lagnakjallarann undir húsinu. Störf Ara fyrir utan húsvörslu voru mýmörg. Hann annaðist eftirlit með nemendum við ýmis tækifæri, rak bóksölu fram- haldsdeildar GÓ, annaðist far- arstjórn í nemendaferðum inn- anlands og utan. Var okkur sérlega minnisstæð Danmerkur- ferð sem við Ari fórum með hóp nemenda gegnum Hamborg sem ákveðið var að fara þrátt fyrir verkföll í samgöngum í Dan- mörku. Norrænir vinir úr FN Norden í Hillerød mynduðu síð- an öryggisnet ef eitthvað færi úrskeiðis. Það var gott að hafa Ara sér við hlið þá sem endra- nær og allt gekk vel. Á árunum 1986-87 buðum við upp á aukið nám í skipstjórn- arfræðum í framhaldsdeild, 80 t og 200 t, auk 30 t pungaprófs í efstu bekkjum grunnskóla og vélavarðarnám. Þá brá Ari sér í hlutverk kennarans og kenndi rafmagnsfræði og einnig þætti varðandi öryggismál sem hann þekkti út í æsar enda hafði hann snemma tekið þátt í starfi björg- unarsveita í Ólafsfirði og víðar og sótt fjölmörg námskeið og fyrirlestra er lúta að þessu. Ari var mikill félagsmálamað- ur, starfaði m.a. lengi í Rótarý- klúbbi Ólafsfjarðar, var forseti um eins árs skeið. Ari féll vel inn í starfslið Gagnfræðaskólans Ólafsfirði, varð fljótt mikill vinur okkar og ekki síður nemenda og hafði lag á að leggja þeim lífsreglurnar og var virtur vel. Við undirritaðir, fyrrum sam- starfsmenn Ara og fulltrúar annarra slíkra í GÓ, þökkum Ara samfylgdina um langt árabil og sendum Minný, Birni, Bylgju og fjölskyldu Ara allri innilegar samúðarkveðjur. Óskar Þór Sigurbjörnsson, fyrrverandi skólastjóri Gagnfræðaskólans Ólafs- firði, og Þórir Jónsson, fyrrverandi kennari við Gagnfræðaskólann Ólafsfirði. Ari Sigþór Eðvaldsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.