Morgunblaðið - 02.06.2017, Síða 27
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 2017
Baðaðu þig í gæðunum
Vandaðar vörur, gott verð og fjölbreytt úrval
Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is • tengi@tengi.is
Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15
var formaður Byggingasamvinnu-
félags Kópavogs 1958-59, sat í
stjórn Félags lífeyrisþega 2000-
2009 og í stjórn Ættfræðifélagsins
um nokkurra ára skeið.
Eftir að Ragnar hætti störfum í
skattamálunum hefur hann sinnt
ættfræðigrúski. Hann hefur gert
nokkrar ættartölur bæði fyrir ein-
staklinga og Fréttablað Ættfræði-
félagsins. Síðari árin hefur hann
unnið að því að skrásetja fornættir
Íslendinga og á talsvert safn forn-
ætta í sinni vörslu. Þess má geta að
hinn mikli gagnagrunnur ORG
rekur upphaf sitt til ættarskráa
Ragnars í föðurætt Odds Helgason-
ar, en í móðurætt til ættarskráa
Jóns Símonar á Akureyri.
Ragnar hefur skrifað nokkuð í
blöð og tímarit og hefur m.a. ritað
æviminningar sínar sem hann á í
handriti. Hann mun eiga eitt af
stærri bókasöfnum sem nú eru í
einkaeign, en m.a. á hann nokkuð
stórt safn ættfræðibóka og hand-
rita.
Í föðurætt er Ragnar kominn af
Lunda- og Ásbjarnarstaðaætt í
Borgafirði en í móðurætt af Blön-
dals- og Bólstaðarhlíðarætt í Húna-
vatnssýslu og Skeggjaætt í Dala-
sýslu og Skildinganessætt í
Reykjavík.
Fjölskylda
Ragnar kvæntist 31.12. 1959,
Theódóru Guðmundsdóttur, f. að
Skaftafelli 9.4. 1929. Hún starfaði
við verslunarstörf, m.a. í Hand-
prjónasambandi Íslands og var einn
af stofnendum þess.
Börn Ragnars og Theódóru eru:
1) Gísli, f. 1948, fyrrv. skólameistari
Fjölbrautaskólans í Ármúla, kvænt-
ur Kolbrúnu Karlsdóttur og eign-
uðust þau tvo syni, Theódór, tölvu-
fræðing og framkvæmdastjóra, og
Guðmund, sem var við nám í HÍ er
hann lést af slysförum árið 2004.
Gísli átti son frá fyrra hjónabandi,
Björgvin, sem rekur fyrirtæki í
Bandaríkjunum, en Kolbrún átti
tvær dætur frá fyrra hjónabandi,
Friðbjörgu, bæjarstjóra í Vestur-
byggð, og Maríu tölvufræðing sem
er búsett í Ósló. Þær eru báðar gift-
ar og eiga börn. 2) Sigríður, f. 1960,
verkefnastjóri hjá Íslandsstofu, gift
Nökkva Bragasyni, skrifstofustjóra
í fjármálaráðuneytinu, en þau eiga
einn son, Jökul framhaldsskóla-
nema. 3) Sveinn, f. 1962, bygginga-
tæknifræðingur og húsasmíðameist-
ari, og á hann fimm dætur.
Bræður Ragnars eru: 1) Eggert,
f. 4.1.1926, bjó lengi í Kvíum, en er
nú búsettur í Borgarnesi, kvæntur
Auði Þorsteinsdóttur og eiga þau
þrjú börn, 2) Þorgeir, f. 18.7. 1928,
var lengi bóndi í Kvíum en er nú
búsettur í Borgarnesi, var kvæntur
Helgu Ólafsdóttur sem lést 2012 en
þau eignuðust fjögur börn.
Foreldrar Ragnars voru Ólafur
Eggertsson, f. 28.11. 1888, d.1981,
bóndi og smíður að Kvíum í Þver-
árhlíð, og Sigríður Jónsdóttir, f.
20.5. 1892, d. 24.12. 1988, frá Litlu-
Brekku í Reykjavík.
Úr frændgarði Ragnars Ólafssonar
Ragnar
Ólafsson
Guðrún Jónsdóttir
húsfr. á Ferjubakka, af Skildinganesætt elstu
Hall-
grímur
Jónsson
b. á Ferju-
bakka og
snikkari á
Smiðju-
hóli
Jón Jónsson
sjóm. í Litlu-Brekku áGrímsstaðaholti í Rvík
Jónína Sigríður Jónsdóttir
húsfr. í Kvíum í Þverárhlíð
Sigríður
Sveins-
dóttir
húsfr. í
Skutulsey
Jón Brandsson
b. í Skutulsey og víðar í Borgarfirði
Eggert Elís Ólafsson
b. og trésmiður í Kví-
um og í Borgarnesi
Þorgeir Ólafsson
b. í Kvíum
Stefán
Frið-
björns-
son b. í
Nesjum á
Miðnesi
Kristjana
Marta Stef-
ánsdóttir hús-
fr. á Akranesi
Sigurlína Sig-
urðardóttir
húsfr. í Ási í
Melasveit
Guðjón
Pétur
Stefáns-
son kaup-
félagsstj.
í Keflavík
Þorgerður Jónsdóttir
húsfr. áHafþórsstöðum
Ólafur Þorbjarnarson
hreppstj. á Hafþórsstöðum
og Kaðalstöðum
Margrét Ólafsdóttir
húsfr. í Kvíum
Eggert Sigurðsson
b. í Kvíum
Ólafur Eggertsson
b. og smiður í Kvíum
í Þverárhlíð
Margrét Ólafsdóttir
húsfr. í Kvíumog víðar
Sigurður
Guðmundsson
b.ogsifursmiður íKvíum
ogvíðar íBorgarfirði
Sigríður M. Helga-
dóttir húsfr. í Rvík
Petrína Sveinbjörg Helga-
dóttir húsfr. í Hafnarfirði
Sjöfn Helgadótt-
ir húsfr. í Rvík
Helgi Friðrik
Helgason sjóm. og
bifreiðastj. á Akureyri
Gísli Theódórsson kaup-
félagsst. á Bíldudal
Friðrik Theodórsson
framkv.stj. í Rvík
Þorsteinn Garðarsson
framkv.stj. í Vogum
Sturla Sigtryggsson b. í
Keldunesi II í Kelduhverfi
Sigurður Már
Helgason bólstrari
og hönnuður í Rvík
Oddur Friðrik Helgason
sjóm. og æviskrárritari
hjá ORG, búsettur í Rvík
Helgi
Jónsson
í Tungu
við
Lauga-
veg í
Rvík
Odd-
björg
Jóns-
dóttir
húsfr. í
Rvík
Rósar Eggertsson tannlæknir í Rvík
Jóna Þórdís Eggerts-
dóttir húsfr. í Rvík
Þorgils Björgvinsson
tónlistarm. og tölvustj.
ORG ættfræðiþjónustu
Ragnar Helgason
stýrim. og lögreglum.
í Eyjum
Jónína Þórdís Helgadóttir
húsfr. í Hafnarfirði og í Rvík
Gísli S. Hafsteinsson
bifreiðastj. í Rvík
Þórdís Halldóra Hallgrímsdóttir
húsfr. í Litlu-Brekku
Sigurður Magnússon fæddist á
Reyðarfirði 2.6. 1928, sonur Magn-
úsar Guðmundssonar, verslunar-
manns á Reyðarfirði, og k.h., Rósu
J. Sigurðardóttur húsfreyju.
Föðurbróðir Sigurðar var Björn,
bóndi í Felli, faðir Emils, prests og
fyrrv. fréttastjóra, föður Björns,
kvikmyndastjóra og dagskrár-
gerðarmanns, og Guðmundar hljóm-
sveitarstjóra. Magnús var sonur
Guðmundar Árnasonar á Felli og
Guðnýjar Rögnvaldsdóttur, en Rósa
var dóttir Sigurðar Péturs Jónas-
sonar, trésmiðs á Seyðisfirði, og
Munnveigar Andrésdóttur.
Systkini Sigurðar: Aagot, f. 1919,
d. 1983, Emil Jóhann, f. 1921, d.
2001, Rannveig Torfhildur, f. 1922,
d. 2002, Aðalbjörg, f. 1923, Stefanía,
f. 1924, d. 2007, tvíburasystir hennar
lést í fæðingu, Guðmundur, f. 1926,
og Guðný Ragnheiður, f. 1927.
Eiginkona Sigurðar var Sigrún
sem lést 2014, dóttir Sigurðar
Pálmasonar kaupmanns og k.h.,
Steinvarar Benónýsdóttur. Synir
Sigurðar og Sigrúnar eru Sigurður
Rúnar, f. 1957, og Jóhann, f. 1962.
Sigurður lauk prófum frá Verzl-
unarskóla Íslands. Hann hóf sinn
starfsferil hjá Íþróttabandalagi
Reykjavíkur sem fyrsti fram-
kvæmdastjóri þess. Hann stundaði
síðan kaupmennsku, en hann byggði
og stofnaði Melabúðina og starf-
rækti hana um áratuga skeið. Hann
var auk þess framkvæmdastjóri og
einn af eigendum Austurvers hf.
Eftir að Sigurður hætti kaup-
mennsku varð hann framkvæmda-
stjóri og formaður Kaupmanna-
samtaka Íslands um nokkurra ára
skeið, síðan skrifstofu- og út-
breiðslustjóri ÍSÍ, framkvæmda-
stjóri Styrktarfélags lamaðra og
fatlaðra um skeið en réðst aftur til
ÍSÍ sem framkvæmdastjóri og
gegndi því starfi þar til hann lét af
störfum sökum aldurs. Hann var
fyrsti formaður Íþróttasambands
fatlaðra og beitti sér mjög í þeirra
starfi.
Sigurður lést 27.3. 2011.
Merkir Íslendingar
Sigurður
Magnússon
85 ára
Gísli G. Magnússon
Hildur Jónsdóttir
Jóhanna Stefánsdóttir
Trausti S. Björnsson
80 ára
Guðlaug S. Haraldsdóttir
Hanna S. Ásgeirsdóttir
75 ára
Auður Magnúsdóttir
Hulda Valdís Þórarinsdóttir
Hörður Hansson
Jóhanna Hrólfsdóttir
Kristín Ferdinandsdóttir
70 ára
Eygló Einarsdóttir
Gísli Kristófer Jónsson
Gunnar S. Skarphéðinsson
Gunnhildur Aðalbergsdóttir
Ingibjörg Sigurðardóttir
Róbert Pálsson
Þorbjörg Ágústsdóttir
Þórir Jón Ásmundsson
60 ára
Birgir Þór Karlsson
Elena Simonzentiene
Erla Haraldsdóttir
Guðrún Valdimarsdóttir
Gunnar Eiríkur Hauksson
Gunnar T. Þorsteinsson
Halldóra Grétarsdóttir
Hildur Nikolína Guðnadóttir
Ingibjörg Þorbjörnsdóttir
Janina Roszko
Jón Árni Sveinsson
Kristbjörn Þorbjörnsson
Ómar Bragi Stefánsson
Rúnar Berg Jóhannsson
Signý Guðmundsdóttir
Sverrir Auðunn Meldal
Þórdís Sigurgeirsdóttir
50 ára
Áslaug Maack Pétursdóttir
Birgir Finnsson
Bjarki Ingi Karlsson
Elías J. Friðriksson
Elín Jóna Gunnarsdóttir
Elísabet A. Guðbjörnsdóttir
Erna Björnsdóttir
Gunnar Sigurbjörnsson
Gunnar S. Kristjánsson
Gunnar Þór Haraldsson
Halla Magnúsdóttir
María Guðbjörg Hensley
Noble Botchway
Ragnheiður M. Ævarsdóttir
Sigtryggur S. Þráinsson
Valdas Prascienius
Þóra R. Stefánsdóttir
40 ára
Anna María Ingvarsdóttir
Atli Þór Tryggvason
Auðbjörg Björnsdóttir
Ásgeir Örn Hlöðversson
Elín Guðbjörg Jónsdóttir
Fjóla Baldursdóttir
Guðný Björk Þorvaldsdóttir
Guðrún Lovísa Ólafsdóttir
Guðrún Ósk Njálsdóttir
Hrund Steingrímsdóttir
Kristín Sigmundsdóttir
Kristrún Björg Loftsdóttir
Lilja Baldursdóttir
Lilja Ósk Snorradóttir
Maríanna Másdóttir
Melanie Anne Moore
Rósa Sif Jónsdóttir
Vigdís Rán Einarsdóttir
30 ára
Baldur Már Richter
Birna Ketilsdóttir
Edda Vigdís Brynjólfsdóttir
Elísabet A. Sigurðardóttir
Íris Hervör Sveinsdóttir
Jóhanna M. Halldórsdóttir
Kristófer Róbert Helgason
Til hamingju með daginn
30 ára Smári ólst upp á
Akureyri, býr þar, lauk
sveinsprófi í húsasmíði,
einkaflugmannsprófi og
rekur skemmtistaði á
Akureyri.
Systkini: Ágústa Berg-
lind Hauksdóttir, f. 1978;
Þorsteinn Ólafur Sigurð-
arson, f. 1979, og Fanney
Sigurðardóttir, f. 1985.
Foreldrar: Sigurður Egill
Einarsson, f. 1955, og
Guðrún Elva Stefáns-
dóttir, f. 1960.
Smári
Sigurðarson
30 ára Sigurður ólst upp
í Kópavogi, býr þar, er
pípulagningameistari,
véla- og orkutæknifræð-
ingur og starfar hjá Olíu-
dreifingu.
Maki: Annika Vignisdóttir,
f. 1988, markaðsstjóri hjá
Artica.
Sonur: Leó Sigurðsson, f.
2015.
Foreldrar: Óskar Frið-
björnsson, f. 1962, og Sig-
urbára Sigurðardóttir, f.
1963.
Sigurður Georg
Óskarsson
30 ára Jónatan ólst upp í
Reykjavík, býr í Hafnar-
firði, lauk MIB-prófi í við-
skiptafræði og starfar hjá
FerroZink heildsölu og
þjónustu.
Maki: Sólveig Margrét
Kristjánsdóttir, f. 1989,
aðalbókari.
Dóttir: Embla Katrín, f.
2014.
Foreldrar: Sveinn Vík-
ingur Árnason, f. 1959, og
Lilja Sigrún Jónsdóttir, f.
1962. Þau búa í Reykjavík.
Jónatan Atli
Sveinsson