Morgunblaðið - 02.06.2017, Side 29

Morgunblaðið - 02.06.2017, Side 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 2017 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Nú er rétti tíminn til að hitta fé- lagana og ræða sameiginleg áhugamál. Láttu ekki hvarfla að þér að þú sért að mis- nota eitthvað. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú hagnast á hvers kyns rannsóknum í dag, ekki síst ef viðfangsefnið er af fjár- hagslegum toga. Einnig væri rétt að end- urnýja í sjúkrakassanum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þegar í öngstræti er komið er gott að hugsa málin alveg upp á nýtt. Ráðgát- urnar sem blasa við þér í dag eru þeirrar gerðar að þú leysir þær með hraði. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Allt í einu viltu losa þig við allt aukadót í lífi þínu. Spjallaðu við fyndnustu manneskju sem þú þekkir. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú gætir hitt einhvern á óvæntum vettvangi sem verður vinur þinn eða jafnvel nánari. Gerið gott úr því sem fyrir er og ræktið það upp. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú nýtur þín í samskiptum við aðra í dag og ljómar af innri gleði, sem skilar sér til annarra. Nú er ekki rétti tíminn til þess að liggja í leti heldur skaltu rífa þig upp á rassinum og fara að gera eitthvað. Til að mynda er kominn tími til að vinna í garð- inum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Nú stefnir í að þú hittir fyrir þá sem eru sama sinnis og þú og reiðubúnir að vinna málstað ykkar brautargengi. Enginn hefur sama álit á hlutunum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þér gengur vel í vinnunni og þú munt ná miklum árangri á komandi ári. Um- burðarlyndi þitt hefur aukist og þú finnur til velvildar í garð annarra. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Nú er tímabært að huga að því hvers konar vináttu þú býður öðrum. Vertu hvergi smeykur því þú hefur alla burði til að vinna verkið sem fyrir höndum er. 22. des. - 19. janúar Steingeit Virtu og treystu þeim sem þú ert með. Umferðarreglurnar eru til að virða þær. Reyndu að hitta á þau sem eru líkleg- ust til að færa þér einhver skemmtilegheit. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú þarft að ganga frá smáat- riðum sem tengjast skatta- og trygging- armálunum. Breyting á þér breytir öllu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú verður að finna sköpunarþrá þinni farveg og sinna henni sem mest þú mátt. Gerðu það því upp við þig hvort það er þess virði. Mér þykir rétt að byrja á „Tím-ans tönn“ – limru Helga R. Einarssonar: Ég veit ei hvað þessu veldur, Valdimar sýnist mér geldur. Hann sem að gældi við gellur og tældi nú ofur- er örlögum -seldur. Ég veit ei hver árinn því olli að Ásdís er að þessu drolli. Hún, sem var fús, já, hamslaus sem lús, er hoppaði koll af kolli. Og síðan er „Líney“: Líney er skondin og skrítin, skelegg budda og nýtin. Meinlega hlær er öll meðlögin fær. Heimska’ er að varast öll vítin. Ólafur Stefánsson kvartar yfir lé- legri póstþjónustu sem von er – fær ekki Morgunblaðið og þar með ekki Vísnahorn nema þrisvar í viku aðra vikuna og tvisvar hina – og þá fimm blöð í bunka! Í sveitinni’er sífelldur gjóstur, en samvinna’og lítið um róstur, En það litar vorn hag með leiðindabrag, hve sjaldan sést hérna póstur. Sigurlín Hermannsdóttir frétti af því að Lasarus hefði fundið sálu- félaga á Austurvelli: Hann Lasarus var þar að lóna og landanum deildi með Grjóna. Í kulda og trekk með körlum á bekk sem kalla hann Lassa róna. Og enn kveður hún – „þung byrði“: Hann Klængur var ekkert að kvarta þótt kremdi hún Gudda hans hjarta. En er firnaþung settist í fang hans og glettist var það vont fyrir viðkvæma parta. Páll Imsland segir smásögu úr sveitinni: Herbjörn á Hjólbarnavöllum hrikalegastur af öllum var dreki einn stór. Hann drakk ekki bjór en skartaði þrem litlum sköllum. Og enn yrkir Páll: Þorvaldur víðförlı́ á Vatnsenda vappaði kátur á hreppsenda og rúmlega þó, því rétt áður dó rambaði’hann allt út á heimsenda. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Orð kviknar af orði og limra af limru Í klípu JÓSEP HÆTTI EKKI Á SAMFÉLAGS- MIÐLUM FYRR EN HANN HAFÐI PÓSTAÐ NOKKRUM SJÁLFSMYNDUM ÚR KRUFNINGU. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HALTU HANDLEGGJUNUM NIÐRI!“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... það sem setur glit í lífið. LÍSA SEGIR AÐ ÞÚ HAFIR ALDREI MISBOÐIÐ HENNI ÞÚ SKALT FÁ ÞÉR ÞENNAN DRYKK EFTIR MATINN! ER ÞETTA AMARETTO? ÉG GEYMI ALLT SLÍKT FYRIR ÞIG, JÓN HVAÐ ER MÁLIÐ MEÐ ÞAÐ? ÞÚ ERT EINSTAKUR ÞETTA ER MÓTEITUR! Hægt væri að skrifa kennslubóköðrum til varnaðar um umferð- arskipulagsleysið í Reykjavík, um- ferðarómenninguna, hættuna, mengunina, tjónið og svo framvegis í boði meirihluta borgarstjórnar. Sér- kafli yrði um þátt lögreglunnar. x x x Vegna skipulagsleysis er erfið-leikum bundið að komast á milli staða í borginni. Þræða þarf íbúða- hverfi með tilheyrandi ónæði fyrir íbúana til þess að komast leiðar sinn- ar. x x x Lögreglan notfærir sér þettaófremdarástand og situr fyrir bílstjórum sem voga sér að fara hraðar en 80 km á einu beinu braut- inni í borginni. Það er furðulegt að lögreglan virðist ekki hafa neitt þarfara við tímann að gera en sekta ökumenn sem fara aðeins of hratt upp eða niður Ártúnsbrekku. x x x Víkverji er töluvert á ferðinni ogþað bregst ekki að hann fer oft á dag fram úr ökumönnum sem eru uppteknir við að tala í síma, senda skilaboð, vinna á tölvu, taka myndir, snyrta sig og þar fram eftir götun- um. Eru með hugann við allt annað en að hugsa um aksturinn. x x x Þessi háttsemi fer fram hjá lög-reglunni þó að hún falli undir vítavert gáleysi. Ekki er langt síðan ökutæki í eigu fjölskyldu Víkverja var dæmt ónýtt eftir að ekið var aft- an á það með tilheyrandi óþæg- indum, að ekki sé minnst á kostn- aðinn. Þessi aftanákeyrsla var auðvitað alveg út í hött en ökumað- urinn var upptekinn við annað en aksturinn. Greiðsla tryggingafélags- ins fyrir bílinn var brot upp í annan bíl, þótt gamall og notaður væri. x x x Víkverji á það til að fara yfir 80 kmhraða niður og upp Ártúns- brekku, síðast í gær. Hugsanlega náði löggan mynd af hraðanum og þá kemur sektin í heimabankann en vonandi var hraðinn of mikill fyrir hana að þessu sinni. Víkverji hefur borgað nóg. vikverji@mbl.is Víkverji Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð og trúið á mig (Jóh. 14:1) GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík • haaleiti@bjorg.is • Sími 553 1380 Er allt á HREINU fyrir... Fatahreinsun Dúkaþvottur Dúkaleiga Heimilisþvottur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.