Morgunblaðið - 02.06.2017, Side 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 2017
FRÁ LOS ANGELES
Gunnar Valgeirsson
gval@mbl.is
ReykjavíkurhátíðFílharmóníuhljómsveitarLos Angeles lauk á þriðju-
dagskvöld í Disney Hall-hljóm-
leikahöllinni með tónleikum
Bjarkar Guðmundsdóttur. Megin-
hluti hátíðarinnar fór fram um
miðjan aprílmánuð og gerðum við
þeim tónleikum skil á þessum síð-
um þá.
Tónleikum Bjarkar var bætt
við eftir að hátíðin var skipulögð
og fór af þeim sökum fram þess-
um vikum seinna, enda tónleika-
höllin bókuð langt fram í tímann.
Tónleikar þessir fóru saman
með Björk Digital-sýningunni sem
var opnuð hér í Magic Box-lista-
safninu. Við á Morgunblaðinu vor-
um viðstaddir sérstaka opnunar-
hátíð fyrir fjölmiðlafólk áður en
sýningin hófst og þar talaði Björk
bæði um sýninguna sjálfa og tón-
leikana í viðtali frá New York.
Á stafrænu sýningunni er
mikil áhersla lögð á þrívíddar-
myndbönd af lögum af nýjustu
plötu Bjarkar, Vulnicura, og var
maður því orðinn nokkuð kunn-
ugur sumum af þessum lögum
fyrir tónleikana.
Uppselt á 20 mínútum
Mikil eftirvænting var fyrir
tónleikana af hálfu aðdáenda
Bjarkar hér í bæ og seldust þessir
tónleikar upp á tuttugu mínútum
þegar miðar fóru í sölu. Ódýrustu
miðana sem boðnir voru á endur-
sölumarkaðnum dagana fyrir tón-
leika var hægt að kaupa fyrir 300
dali.
Þetta voru fyrstu tónleikar
hennar hér í bæ síðan 2013 þegar
hún lék í Hollywood Bowl vegna
útgáfu plötunnar Biophilia.
Að sögn Bjarkar vildi hún
gera þessa tónleika sérstaka með
því að hafa aðeins strengjasveit í
bakgrunni í stað raftónlistartækni
sem hún er þekkt fyrir. Um þrjá-
tíu manna sveit kom fyrst á sviðið
með Bjarna Frímanni Bjarnasyni
tónleikastjóra. Þetta voru mest
hljóðfæraleikarar frá Los Angeles
– eða 93% „lókal“, eins og Björk
hafði á orði þegar hún kynnti
sveitina. Loks mætti söngkonan
sjálf, klædd einni af sínum frægu
tískuflíkum. Henni var ákaft fagn-
að þegar hún gekk á sviðið og var
stemmingin hreinlega mögnuð og
eftirvæntingin mikil.
„Black Lake“ í
frábærri útfærslu
Björk er listakona sem fer
sínar eigin leiðir og ef þú ert
aðdáandi á tónleikum hennar
verður þú einfaldlega að vera op-
inn fyrir gjörningnum. Í þessu til-
viki hefðu fáir getað kvartað þótt
hún hefði lagað flest af sínum
frægustu lögum að möguleika
strengjasveitarinnar. Þetta voru
hins vegar síðustu tónleikar
Bjarkar til stuðnings Vulnicura-
útgáfunni og fyrsti hluti tón-
leikanna var tileinkaður lögum af
þeirri plötu.
Björk sýndi vissulega hug-
rekki í því að syngja þessi tilfinn-
ingaþrungnu lög án rafrænna
aukahljóða – jafn persónulegir og
textarnir eru. Henni tókst samt
sem áður að hrífa tónleikagesti
með söng sínum og var „Black
Lake“ þar frábærlega vel útfært.
Þetta lag var tíu mínútna verk í
upptöku, en lengra á sviðinu á
þriðjudag þar sem kaflar verksins
virkuðu oft sem endir þess, þar til
næsti kafli fór af stað. Þetta skap-
aði einstakt andrúmsloft þar sem
áköfustu gestirnir gátu vart setið
á sér að fagna fyrstir í salnum.
Björk var sýnilega ánægð með út-
komuna og hyllti Katia Popov
fiðluleikara sem átti síðustu tóna
verksins.
Þar sem Disney Hall er
sinfóníuhöll eru farsímar bann-
aðir í aðalsal og fólk talar ekki né
hyllir fyrr en listafólk hefur lokið
sínu verki. Af þeim sökum komu
oft kærkomnir kaflar í ýmsum
lögum þegar strengjasveitin
þagnaði að mestu – mátti þá
heyra hljóðið í skóm söngkon-
unnar.
Svipmiklar hreyfingar
Eftir hlé voru flutt lög frá
ólíkum tímum á ferli hennar og
tónleikunum lauk svo með tveim-
ur lokalögum, „Anchor Song“ af
Debut og „Pluto“ af Homogenic.
Rödd Bjarkar var sterk að
venju og féll söngur hennar vel
inn í hljóm strengjasveitarinnar.
Líkamlega lagði hún áherslu á
marga texta með svipmiklum
hreyfingum, en ekki var hægt að
sjá andlit hennar þar sem hún var
með grímu.
Henni var geysivel fagnað í
lokin á velheppnuðum tónleikum.
Björk verður með aðra tón-
leika hér í Los Angeles á FYF-
tónleikahátíðinni seinnipart júlí.
Björk hrífur án tækninnar
Ljósmynd/Santiago Felipe
Hrífandi Björk hreif gesti á tónleikum sínum í Disney Hall-tónleikahöllinni síðastliðinn þriðjudag.
Ljósmynd/Santiago Felipe
Grímuklædd Björk bar eina af
sínum þekktu grímum í Disney Hall.
»Rödd Bjarkar varsterk að venju og féll
söngur hennar vel inn í
hljóm strengjasveitar-
innar.
Bíó Paradís mun 26. ágúst næst-
komandi sýna tónlistarmyndina
American Valhalla, en hún er
samvinnuverkefni tveggja heims-
kunnra tónlistarmanna, Josh
Homme úr hljómsveitinni Queens
of the Stone Age og pönkafans
Iggy Pop. Í myndinni er fylgst
með upptökum á síðustu plötu
Iggy Pop, Post Pop Depression,
sem fram fóru í eyðimörkinni í
Kaliforníu og hljómsveit sem sam-
anstendur af Dean Fertita, Matt
Helders, Iggy Pop og Josh
Homme og tónleikaferðalagi
þeirra sem endaði í Royal Albert
Hall í London.
Leikstjórar myndarinnar eru
Josh Homme og Andreas Neu-
mann. Verður hún aðeins sýnd
einu sinni í Bíó Paradís og er
miðasala á sýninguna hafin þó að
tæpir þrír mánuðir séu í hana.
American Valhalla sýnd í Bíó Paradís
Svellkaldir Josh Homme og Iggy Pop.
Kvikmyndaframleiðendurnir Júlíus
Kemp og Ingvar Þórðarson, hjá
fyrirtækinu Kisa, eru meðframleið-
endur finnskrar stórmyndar, Tun-
tematon sotilas, eða Óþekkti her-
maðurinn, sem einn þekktasti
leikstjóri Finna, Aku Louhimies,
leikstýrir, að því er fram kemur á
kvikmyndavefnum Klapptré.
Kvikmyndin verður frumsýnd í
Finnlandi í október og er byggð á
þekktri skáldsögu, samnefndri
kvikmyndinni. Myndin gerist á tím-
um seinni heimsstyrjaldarinnar og
sögusviðið er stríðið milli Finnlands
og Sovétríkjanna 1941-1944, að því
er segir á Klapptré, og fylgst með
ólíkum einstaklingum innan tiltek-
innar herdeildar. Kvikmyndin er
gerð í tilefni af 100 ára afmæli sjálf-
stæðis Finnlands og nemur fram-
leiðslukostnaður um 850 milljónum
króna.
Meðframleiðendur stórmyndar
Morgunblaðið/Kristinn
Framleiðendur Ingvar og Júlíus.
Stonemilker
Lionsong
History of Touches
Black Lake
Family
Notget
Hlé
Aurora
I’ve Seen It All
Jóga
Vertebrae by Vertebrae
Quicksand
Mouth Mantra
Aukalög
The Anchor Song
Pluto
Fjórtán lög
LAGALISTI TÓNLEIKANNA