Morgunblaðið - 24.06.2017, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.06.2017, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2017 ✝ Grímur Karls-son fæddist í Hvanneyrarhlíð á Siglufirði 30. sept- ember 1935. Hann lést 7. júní 2017. Grímur var næst- yngsta barn hjón- anna Sigríðar Ög- mundsdóttur frá Beruvík á Snæfells- nesi og Karls Dúa- sonar, viðskiptafræðings og endur- skoðanda, frá Fljótum í Skaga- firði. Systkini Gríms samfeðra voru Æsa, Ásdís, Áslaug og Dúi. Fyrir átti Sigríður þær Huldu Karen og Esther og drengina Kristján og Magnús, sem voru ættleiddir. Systkini Gríms eru öll látin. Grímur átti ekki börn sjálf- ur en gekk dætrum Áslaugar, þeim Sigríði Dúu og Huldu Kar- en, í föðurstað. Grímur stundaði nám við Barna- og gagnfræðaskóla Siglufjarðar. Árið 1952 lauk Grímur 30 tonna skipstjórn- arnámi og 1957 tók hann hið KE 75 1972-1979, Pólstjörnunni KE 5, Ásgeiri Magnússyni GK 60, Freyju GK 364 og Sigurjóni Arnlaugssyni HF 210 í afleys- ingum til 1984. Bjargaði árið 1959 ásamt skipshöfn sinni á Heimi KE 77 öðrum af tveimur mönnum sem lentu í sjónum þeg- ar nótabát af Fram AK hvolfdi í vestanstormi út af Bjarnarey; Bjargaði veturinn 1963 ásamt skipshöfn sinni á Sigurkarfa GK 480 sex mönnum úr gúmbát af Súlunni sem fórst úti af Garð- skaga í norðanstormi. Bjargaði einnig ásamt skipshöfn sinni á Bergvík KE 55 barni sem dottið hafði í Keflavíkurhöfn. Vegna hjartveiki varð Grímur að hætta á sjó um fimmtugt. Þá hófst hann handa við smíði skips- líkana og söfnun gagna um út- gerðarsögu Íslands. Skipslíkön Gríms eru í söfnum bæði á Ís- landi og í Noregi. Fyrir þetta þrekvirki hlaut hann fálkaorð- una 2009, einnig hefur hann fengið Sjómannadagsorðuna 2002, Menningarverðlaun Reykjanesbæjar 2009 og þakk- arskjöld frá sjómanna- og stýri- mannafélaginu Verðanda. Útförin fór fram í kyrrþey 21. júní 2017. meira fiskimanna- próf eftir að hafa lokið námi við Stýrimannaskólann í Reykjavík.Grímur var háseti á Vögg GK 204 1950-1952. Skipstjórnarferil- inn hóf hann með undanþágu vegna aldurs sumarið 1952 á Mars GK 374, þá aðeins 16 ára gamall. Grímur var skip- stjóri á Mars 1953-1954 og síðan háseti á Vögg GK 204 1955. Þá var hann skipstjóri á Auði GK 201 sumarið 1956; stýrimaður á Vögg GK 204 sumarið 1957, stýrimaður á Guðmundi Þórð- arsyni GK 75 og Fróða GK 480 1958. Skipstjóri á Heimi KE 77 1959-1960, á Skagfirðingi SK 1 og Faxavík KE 65 1961, skip- stjóri á Sigurkarfa GK 480 1962- 1963 og Bergvík KE 55 1963- 1966. Þorleifi Rögnvaldssyni ÓF 36, Freyju GK 364 og Sæþóri ÓF 5 1967. Var skipstjóri á Bergvík KE 55 1968-1971, á Hamravík Vitinn minn er slokknaður. Minn elskulegi Gimmi er dáinn. Grímur Karlsson, skipstjóri og líkanasmiður, var farsæll skip- stjóri. Þegar ég var mjög lítil var hann á Sigurkarfa , á því skipi bjargaði hann og áhöfn hans sex mönnum þegar Súlan fórst, en mest man ég eftir Grími á Bergvík og Hamravík. Ég bjó í sama húsi og Grímur í yfir 40 ár og hann var mér og systur minni í alla staði eins góður og besti faðir, enda á ég varla minningu án þess að hann sé í henni. Grímur að koma af sjónum slengjandi fiski í bað- karið hjá ömmu. Grímur kaup- andi pylsur og kók handa okkur, eða spyrjandi um einkunnabók- ina mína og setjandi að beiðni minni stafina sína þar sem for- eldrar áttu að kvitta. Kenndi mér að reikna þegar ég skildi ekki kennarann. Haldandi á syni mínum og nafna sínum undir skírn. Öll jól, páskar og mat- arboð þar sem Grímur eldaði handa fjölskyldunni, því þessi þúsundþjalasmiður og öðlingur var bestur í því eins og öðru og hafði gaman af að bjóða. Hlaup- andi upp á þak á stóra fjöl- skylduhúsinu við Klapparstíg í óveðri til að laga loftnetið sem hafði færst til. Kennandi mér á tvíhjól, og seinna lánaði hann mér bílinn sinn. Stappandi í mig stálinu þegar ég grét og hlæj- andi með mér þegar ég var glöð. Mér þótti mjög vænt um að Grímur valdi að bjóða mér með sér á Bessastaði þegar hann tók við fálkaorðunni fyrir fallegu skipslíkönin sín og varðveislu sjávarútvegssögu Íslands. Grím- ur var listasmiður, handlaginn mjög eins og hann átti rætur að rekja til, kominn af Grími græð- ara. Á eldri árum hafði hann gaman af garðrækt og ber garð- urinn við Klapparstíg 13 þess merki. Grímur var árrisull og ævinlega búinn með heilt dags- verk þegar aðrir risu úr rekkju. Grímur var einstaklega bóngóð- ur, ávallt fyrstur að rétta hjálp- arhönd og taldi það aldrei eftir sér. Þegar aðrir voru komnir í þrot gat hann alltaf hugsað út fyrir kassann og fundið leið til að leysa verkefni, sama af hvaða toga þau voru. Hann var snill- ingur með hjarta úr gulli. Sagði sína skoðun hreint og beint, hafði gaman af rökræðum og gat þolað öðrum að vera á ann- arri skoðun. Ég og Ásdís Eva, dóttir mín, munum sakna okkar árlegu ferða á Siglufjörð þar sem Grímur ólst upp. Að fara með honum norður var ævintýri því hann kunni sögur um nánast allt á leiðinni og inn á milli skaut hann frásögnum af ætt okkar og því fólki sem á undan er farið. Grímur var stólpinn í lífi mínu, hann var sá sem ég leitaði til og kom aldrei tómhent frá. Hann sagði oft „Hífa slaka gera eitt- hvað,“ því þá leysast hlutirnir. Í huga dugnaðarforks var ekkert eins slæmt og kyrrstaða. Koma hreyfingu á hlutina, það væri málið og það er líka lífið. Það er engin kyrrstaða, allt heldur áfram. Hjarta mitt er fullt af sorg því ég hefði svo gjarnan viljað hafa þennan góða og gáf- aða mann áfram í lífi mínu, en hér erum við núna og ráðum engu þar um. Við munum halda áfram, Grímur sá til þess að stofninn er sterkur. Með eilífu þakklæti kveð ég nú síðasta systkinið frá Hvanneyrarhlíð. Það voru forréttindi að fá að alast upp hjá þessu góða fólki. Sigríður Dúa Goldsworthy. Mikill höfðingi er fallinn frá og er margs að minnast frá hans viðburðaríku ævi sem sýn- ir hans góðu hæfileika; þekk- ingu, listhneigð, fróðleik um ætt okkar, umhyggju og vináttu hans við sína nánustu og góða vini. Sjómennska er verulega tengd ætt okkar Gríms og af móðurbræðrum hans stunduðu fimm sjómennsku tímabundið eða allt lífið. Faðir minn, Einar, hóf fiskveiðar fyrir fermingu til stuðnings fjölskyldu sinni og var ótrúlegur sem slíkur. Þrír móð- urbræðra Gríms misstu fjóra syni sína við sjósókn. Guðmund- ur Þórarinn missti einkasyni sína, þá Einar Ingimund og Sævar Guðmund, og Karvel yngsta son sinn Eggert í hörmulegu sjóslysi úti fyrir Hólmsbergi ekki langt frá Keflavík þann 3. maí 1962. Son- ur Daníels, Magnús Þórarinn, drukknaði er togari sem hann stýrði fórst milli Íslands og Noregs árið 2012. Grímur hóf ungur sína sjó- mennsku með Daníel frænda sínum og lauk svo námi við Stýrimannaskóla Íslands. Ég minnist þess er ég sem táningur var um borð í Auði GK 201 ásamt frændum og vinum og Grími sem skipstjóra. Hann vissi ótal margt um hafið, sigl- ingar og sjávarlífið almennt. Hann fræddi unglinginn um ým- islegt því tengt sem hugsanlega varð til þess að hann menntaðist sem sjávarlíffræðingur og vann mörg ár á Hafrannsóknastofnun og leitaði Grímur stundum til mín varðandi ýmis verkefni tengd sjávarlífi og nýtingu þess. Við vorum einnig sjö frændur saman á síld fyrir norðan með Daníel sem skipstjóra á Vögg GK og var það ógleymanleg sjó- ferð fyrir mig og að kynnast frændum sínum við slíkar að- stæður. Sem skipstjóri var Grímur vel liðinn og eru margar sögur til um hæfni hans sem slíks og bjargaði hann og áhöfn hans mörgum mannslífum við erfiðar aðstæður á hafi og einu barni í Keflavíkurhöfn. Það má því segja að hafið gaf og hafið tók. Grímur var mikill sögumaður og vissi ýmislegt um þá eldri og nær flesta ættingja okkar og því fróðlegt að heimsækja hann og fá sögurnar nánast á silfurfati. Þegar Grímur hætti sem skipstjóri hóf hann að smíða báta og skipslíkön af ýmsum gerðum og er talið að hann hafi smíðað nokkur hundruð slík sem eru sannkallaðar gersemar sem ber að varðveita og hafa til sýn- is á viðeigandi verðugan hátt. Grímur hlaut fálkaorðuna árið 2009 fyrir sitt ótrúlega starf við smíði báta og skipslíkana sem sýnir hversu mikilvægt verkefni hans var og vel metið. Sjórinn hefur alla tíð verið sú náma sem Íslendingar hafa sótt fæðu sína og arðsemi til og þannig getað lifað í þessu annars harðbýla landi með því að nýta þá báta og skip sem til voru hverju sinni. Trausti bróðir minn og Grímur voru jafngamlir og hittust reglu- lega hin seinni ár, ræddu saman um ýmis mál og studdu hvor annan í ellinni. Spámaðurinn Kahlil Gibran segir: Hafið sem kallar allt til sín, kallar mig og ég verð að stíga á skip. Kveðju- stundin brennir mig eins og logi um nótt, en að vera kyrr er að frjósa fastur, verða lík af ljósi og bundinn duftinu. Feginn vildi ég taka með mér allt sem hér er, en það get ég ekki. Orð getur ekki tekið með sér tunguna og varirnar, sem gáfu því vængi. Einn verð ég að leggja á djúpið. Kæra Sigga Dúa, þú stóðst þig frábærlega ásamt þínum nánustu að annast Grím í alvar- legum veikindum hans. Ættingj- um og vinum Gríms sendi ég mínar hjartnæmu samúðar- kveðjur vegna fráfalls þessa ein- staka manns. Blessuð sé minn- ing hans. Sólmundur Tr. Einarsson. Stuttu eftir síðustu aldamót kynntist ég höfðingjanum Grími Karlssyni, fyrrverandi skip- stjóra og líkanasmið. Þannig hagaði málum að ég gegndi stöðu menningarfulltrúa í Reykjanesbæ og fyrir lá það stóra verkefni að stofna Báta- safn Gríms Karlssonar, en Grímur hafði þá til margra ára verið einn ötulasti bátalíkana- smiður landsins. Eftir hann lágu nokkur hundruð líkön skipa og báta, sem öllum fylgdi saga. Grímur kunni þær auðvitað allar og sagði manna best frá þeim. Hann var nefnilega ekki bara handlaginn smiður heldur líka vel fróður sagnamaður. Með Grími fór fríður flokkur harð- duglegra baráttujaxla með Árna Johnsen í fararbroddi og það var ekki að spyrja að útkom- unni; á lokadaginn, 11. maí árið 2002, var Bátasafn Gríms Karls- sonar opnað í Duus Safnahúsum í Reykjanesbæ. Grímur var enginn venjuleg- ur maður, hann var frekar í ætt við berserki. Líkanasmíðin var hvorki atvinna hans né áhuga- mál, hún var fyrst og fremst ástríða hans og fátt og fáir gátu staðið í vegi fyrir honum þegar hann tók kúrsinn. Ekkert fannst honum jafnast á við bátana og þá sögu sem þeir stóðu fyrir og fannst honum t.d. illa varið því plássi sem ekki færi undir bátalíkön í Duus Safnahúsum. Hann hefði auðveldlega getað fyllt alla átta salina í sýning- arhúsunum með bátum og fannst engin þörf á fjölbreyti- legra sýningarhaldi og þá allra síst þessu listadóti sem „enginn hefði hvort eð er áhuga á“. Þarna skildi á milli okkar Gríms og við tókumst á, oftar en einu sinni og það stundum hressi- lega. En alltaf var samt hlýtt á milli okkar enda blóðskyld, bæði komin af sjómönnum af Snæ- fellsnesinu og fannst báðum allt í lagi þótt hvessti stundum. Bátasafn Gríms Karlssonar er og verður hjartað í Duus Safnahúsum og við sem þar störfum eigum eftir að sakna Gríms og hans miklu ástríðu. Við þökkum honum samfylgdina og sendum fjölskyldu hans sam- úðarkveðjur. Valgerður Guðmunds- dóttir, menningar- fulltrúi Reykjanesbæjar. Grímur Karlsson skipstjóri varð bautasteinn í íslenskri sögu. Hann skráði söguna eins og hann upplifði hana. Það gerir hann að skráningarmanni sögu okkar á 20. öld. Frá því að þeir bræður, Grímur og Dúi, hófu sjóferð sína á litlu bátskrifli frá Siglufirði, frá því að Grímseyj- ar-Gísli hjálpaði við að koma skriflinu til brúks, til þess að eftir stendur bátasafn Gríms, sem er sjónhendingarskráning vaxtarsögu Íslands, frá fátækt til bjargálna, þar var Grímur, sjómaður og skipstjóri, sögu- maður sinnar tíðar. Bátarnir sem Grímur smíðaði urðu um 500, þar af margir í Noregi. Forfeður skráðu á bækur líf og hugsun sinnar tíðar og af þeim þekkjum við, íbúar Norður- landa, uppruna okkar. Sá tími kemur að verkframlag vaxtar Íslands, þess fólks sem gekk niður til sjávar hvern morgun, verður stolt saga frá fátækt til velferðar. Í þeirri sögu vegur framlag Gríms þungt, sagan skráð í líkön, með þeim sömu höndum og unnu verkin til vaxt- ar Íslands inn í nútímann. Forn- menn skráðu á skinn án síðari prenttækni, Grímur Karlsson skráði söguna með smíðum eigin handverks. Í því felst sannleikur kynslóðar hans. Grímur byrjaði á litlu skrifli, en það átti fyrir honum að liggja, að vera oft skipstjóri erfiðra skipa, fiskandi vel og að farsæld. Það lærðu menn hjá Grími að gefast aldrei upp. Þetta var Grímur, hann Grímur okkar, sem með vorum. Ég kveð Grím og þakka. Þorsteinn Hákonarson. Grímur Karlsson HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, ÞÓRIR ÞÓRÐARSON leigubílstjóri, Kópavogstúni 5, áður til heimilis í Safamýri 83, lést á Landspítalanum Fossvogi 11. júní. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 28. júní klukkan 15. Ingibjörg Einarsdóttir Þórður Þórisson Unnur Jónsdóttir Einar Þórisson Ólafía Sigurjónsdóttir og barnabörn Áskær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURJÓN JÓNSSON bóndi frá Torfastöðum, lést á hjúkrunarheimilinu Dyngju mánudaginn 19. júní. Jarðarförin fer fram frá Egilsstaðakirkju mánudaginn 26. júní klukkan 14. Blóm og kransar afþakkað en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á að láta hjúkrunarheimilið Dyngju njóta þess. Börn, tengdabörn, barnabörn, langafabörn og aðrir aðstandendur Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA INGÓLFSDÓTTIR, Njarðarvöllum 2, Reykjanesbæ, sem lést mánudaginn 12. júní, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 28. júní klukkan 13. Inga María Henningsdóttir Ólafur Sigurjónsson Bjarney Sigr. Snævarsdóttir Bjarni Friðrik Jóhannesson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar og minn besti vinur, ANNA ÍSFOLD KOLBEINSDÓTTIR, Smáragötu 3, Vestmannaeyjum, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Vestmannaeyjum, miðvikudaginn 21. júní. Kristín Harpa Halldórsdóttir Óskar Þór Hauksson Magnús Þór Magnússon Elskulegur faðir okkar, ÁSGEIR H. HÖSKULDSSON, lést 18. júní á Landspítalanum. Útför fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 29. júní klukkan 15. Heiðar Ásgeirsson Halldóra E. Ásgeirsdóttir Emil Ásgeirsson Kristín Ásgeirsdóttir Stefan Hagman

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.