Morgunblaðið - 24.06.2017, Blaðsíða 13
Með fjölskyldu sinni á Ísafirði F.v aftari röð: Elmar, Serigne, Sigurður Geir bróðir Elmars, Garðar faðirinn.
F.v fremri röð: Birta systir Elmars, Anna Lind móðirin og tengdadóttirin Kristín, kærasta Sigurðar Geirs.
búið á Íslandi í tuttugu ár og er gift-
ur íslenskri konu, Kristjönu Mar-
gréti Þórisdóttur, leyfði honum að
búa á heimili þeirra fyrstu þrjá mán-
uðina í Reykjavík.
„Kristjana er yndisleg og hefur
hjálpað mér mjög mikið. Ég lít á þau
sem mína nánustu fjölskylda á Ís-
landi og ég heimsæki þau oft. Ég
mun fagna með þeim á morgun með
matarveislu, því síðasti dagurinn í
föstumánuði Ramadan er í dag.
Bræður Daouda munu einnig koma
til veislunnar og mér á eftir að líða
eins og ég sé heima hjá mér, þá fæ
ég ekki heimþrá. Þetta er stór hátíð
hjá okkur múslimum, þegar Ramad-
an lýkur, hún heitir Eid al-Fitr.“
Fólk einblínir ekki á trú mína
Serigne er afar ánægður á Ís-
landi og segist hvarvetna mæta vin-
semd.
„Vissulega var erfitt fyrir mig
að flytja til Ísafjarðar í nóvember,
þegar myrkrið er svartast og kuld-
inn mestur, en mér leið vel af því
mér var vel tekið. Ég eignaðist góð-
an vin í Elmari Garðarssyni, einum
þeirra sem æfðu fótbolta með mér.
Ég lít á hann sem bróður minn og
hann kynnti mig fyrir fjölskyldu
sinni. Þau eru yndislegt fólk.“
Þegar Serigne er spurður að því
hvort hann hafi mætt fordómum hér
á landi eða orðið fyrir aðkasti vegna
þess að hann er múslimi, segir hann
svo ekki vera.
„Aldrei. Hvorki á Ísafirði né í
Reykjavík. Fólk tekur mér eins og
ég er, það sér mig og minn persónu-
leika en er ekki að einblína á trú
mína. Ég er mjög þakklátur fyrir
það,“ segir Serigne sem er mikill
tungumálamaður, hann talar ensku,
ítölsku, spænsku og frönsku og nú er
hann að læra íslensku.
Þegar hann er spurður að því
hvert hann stefni í framtíðinni segir
hann sitt helsta markmið að verða
betri fótboltamaður og skapa sér
orðstír á þeim vettvangi.
„Núna er ég að spila í fyrstu
deildinni en ég vil gjarnan komast í
úrvalsdeild. Framtíð mín er opin.
Vissulega sakna ég fólksins míns,
foreldra minna og systkina, en ég
stefni á að fara í heimsókn til þeirra
til Ítalíu og Spánar. Þau undrast
mjög þetta land sem ég bý í hér í
norðri, þar sem sólin gengur ekki til
viðar,“ segir hann og hlær.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2017
Anna Rósa grasalæknir ætlar að
bjóða þeim sem vilja að koma með
sér út í Viðey á morgun sunnudag 25.
júní kl. 13:15, þar sem hún mun leiða
göngu um eyjuna. Í tilkynningu kem-
ur fram að algengar lækningajurtir
verði skoðaðar, fjallað verði um
áhrifamátt þeirra og leiðbeint um
tínslu og þurrkun. Í Viðey vaxa kröft-
ugar jurtir sem gestum er frjálst að
tína í samráði við grasalækninn.
Gangan tekur um eina og hálfa
klukkustund og gott er að fólk komi
með taupoka, skæri eða lítinn hníf ef
gestir vilja nota tækifærið og tína
jurtir. Siglt er samkvæmt áætlun frá
Skarfabakka kl. 13:15 en þeir sem
vilja fá sér hádegisverð í Viðeyj-
arstofu fyrir gönguna geta siglt kl.
12:15. Þátttaka í göngunni er gestum
að kostnaðarlausu en gestir greiða
ferjutollinn.
Endilega …
Morgunblaðið/Ómar
…skoðið og tínið lækningajurtir
með Önnu Rósu grasalækni
Í íslamstrú eru fimm stoðir:
Shahada: Aðeins einn Guð er
til, Allah, og Múhameð er
sendiboði hans.
Salat: Biðja skal fimm sinn-
um dag hvern.
Zakat: Skylt er að gefa fá-
tækum til að hjálpa þeim að
fagna lokum Ramadan.
Sawm: Fasta skal í einn mán-
uð, Ramadan.
Hajid: Fara skal til Mekka
einu sinni á ævinni, að lág-
marki.
5 stoðir
íslamstrúar
TIL MEKKA EINU SINNI
Bæn Að biðja fimm sinnum á dag
er ein af stoðum íslamstrúar.
TE & KAFFI NOTAR EINGÖNGU ÚRVALS KAFFIBAUNIR
FRÁ BESTU RÆKTUNARSVÆÐUNUM, SÉRVALDAR OG
BRENNDAR AF BRENNSLUMEISTARA.
ILMANDI
HLUTI AF DEGINUM
Íslenskt fjölskyldufyrirtæki
og framleiðsla síðan 1984
PI
PA
R\
TB
W
A
-S
ÍA
Stærð: 372m2
Byggt: 1960
Tegund: Atvinnuhúsnæði
Húsinu fylgir 3.000m2 lóð
Fasteignamat: 9.010.000 kr.
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar | Sími 425 2100 | www.kadeco.is
Fasteignir til sölu á Ásbrú
Á innan við áratug hefur byggst upp á Ásbrú, fyrrum varnarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll, þróttmikið og litríkt samfélag
með öfluga menntastofnun, fjölda spennandi fyrirtækja, gróskumikla nýsköpun og blómstrandi mannlíf. Hröð uppbygging
í gagnaveraiðnaði og örþörungarækt, ásamt nálægð við Keflavíkurflugvöll gera Ásbrú að góðu vaxtarsvæði til framtíðar.
Þú getur skoðað allar eignir sem félagið hefur til sölu á kadeco.is
AÐALTRÖÐ 2
Bestu vinir Serigne og Elmar sprella hér saman á góðri stundu.