Morgunblaðið - 24.06.2017, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.06.2017, Blaðsíða 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2017 Þorgerður Anna Gunnarsdóttir thorgerdur@mbl.is „Þetta byrjaði þannig að ég fór í Skam-partí fyrir fullorðna í Nor- ræna húsinu fyrir nokkrum mán- uðum. Það var svo ótrúlega gaman og mikil stemning að ég ákvað að stofna fullorðinsaðdáendaklúbb Skam á Íslandi,“ segir Ása Bald- ursdóttir sem í kvöld stendur fyrir lokapartíi fyrir fjórðu seríu þátt- anna í samstarfi við Bíó Paradís, RÚV og norska sendiráðið á Íslandi. Blaðamaður heyrði í Ásu ásamt Dagbjörtu Hákonardóttur sem er varaformaður aðdáendaklúbbsins, þar sem aldurstakmarkið er 25 ára. „Aldurstakmarkið er til þess að sannfæra fólk sem er eldra en það um að þetta er ekki „guilty pleas- ure“. Vandamálin sem eru til staðar í Skam eru svo gjörsamlega án landamæra hvað aldur varðar. Ung- lingarnir takast á við hluti eins og ofbeldi, einelti, ástarsorg og útskúf- un sem við erum líka að takast á við á vinnustöðum og í vinahópum okk- ar,“ segir Dagbjört og tekur sem dæmi þegar Eva var að kljást við að eiga kærasta en vera algjörlega vinalaus í fyrstu seríu. „Þetta er eitthvað sem konur á mínum aldri eru að lenda í þegar þær skilja við mennina sína.“ Skam-safarí í Ósló í verðlaun Ása og Dagbjört segjast hafa ákveðið að koma saman til þess að horfa á lokaþátt fjórðu seríu þátt- anna, sem er jafnframt lokaþáttur Skam í heild sinni. Í partíinu verður boðið upp á for- drykk áður en þátturinn verður sýndur og að honum loknum verða tilboð á barnum auk pub-quiz þar sem aðalvinningurinn er ekki af verri endanum. „Aðalvinningurinn er Skam-safarí í Ósló fyrir tvo þar sem farið verður á alla tökustaði þáttanna og endað á djamminu þar sem fylgst verður með norskum unglingum nánast eins og einhverri dýrategund í dýralífsþætti,“ segir Ása. En hvað finnst þeim um að þetta sé alger lokaþáttur Skam? „Ég er bara að reyna að hugsa sem minnst um það. Mér finnst eins og ég sé að missa góðan vin,“ segir Dagbjört en það sé auðvitað ástæða fyrir því. Julie Andem, höfundur þáttanna, er nú að fara á fullt með bandarísku útgáfu þáttanna og finnst Dagbjörtu spennandi hvernig hún ætli að gera það. „Ég hef enga trú á þessu. Það sem gerir Skam svona æðislegt er þessi skandinav- íski sósíalrealismi. Þó að þetta séu unglingar í ríkramannaskóla í rík- ustu höfuðborg heims er yfirbragðið ekki þannig. Ef þau fara með þetta til „Upper East Side“ í New York verður þetta aldrei eins.“ Afbygging staðalímynda Ása er sammála Dagbjörtu og finnst líka áhugavert hvernig And- em ætlar að takast á við tungumálið og slanguryrðin sem gera þættina svo sérstaka. „Bandarísk unglinga- menning hefur náttúrlega tröllriðið öllu á mjög söluvænlegan máta. Per- sónusköpunin verður oft mjög flöt því það er svo mikið um staðal- ímyndir en það sem Skam er að gera er að afbyggja þessar staðal- ímyndir,“ segir hún. „Mér finnst líka svo hræðilegt að kveðja persónurnar á þessum tíma- punkti vegna þess að við fáum ekki að fylgjast með „rússinu“ á næsta ári og við eigum eftir að kynnast mörgum persónum svo miklu bet- ur,“ segir Dagbjört og nefnir Chris, Even og William sem dæmi um per- sónur sem hún vill kynnast betur. „Mér finnst Chris eiga sérstak- lega mikið inni. Hún er þybbna og fyndna vinkonan og ekki sæta stelp- an ef við erum að tala um afbygg- ingu staðalímynda, sérstaklega nú á tímum líkamsvirðingar,“ segir Ása sem heldur þó enn í vonina um að fleiri seríur verði gerðar. Ása og Dagbjört hvetja ömmur til að mæta og biðja fólk að vera ekki feimið. „Nú er tíminn til að koma út úr Skam-skápnum,“ segir Dagbjört að lokum. Morgunblaðið/Eggert Tilbúnar Ása og Dagbjört hlakka mikið til partísins í Bíó Paradís í kvöld. Hvetja ömmur til að mæta  Fullorðinsaðdáendaklúbbur Skam heldur partí í tilefni lokaþáttarins Öðruvísi Aðalpersóna síðustu seríu Skam er múslimsk unglingsstúlka en markmið þáttanna er einmitt að afbyggja staðalímyndir. Hjartasteinn Örlagarík þroskasaga sem fjallar um sterka vináttu tveggja drengja. Morgunblaðið bbbbm IMDb 7,8/10 Bíó Paradís 22.15 Sing Street Ungur drengur sem elst upp í Dublin á níunda áratugnum fer að heiman og stofnar hljómsveit. Metacritic 79/100 IMDb 8,0/10 Bíó Paradís 18.00, 20.00 Knight of Cups Kvikmynd um mann sem er fangi frægðarinnar í Holly- wood. Morgunblaðið bbmnn Metacritic 53/100 IMDb 5,7/10 Bíó Paradís 22.00 Heima Bíó Paradís 18.00 Gremlins Bíó Paradís 20.00, 22.00 SKAM lokaþáttur seríu 4 Bíó Paradís 18.00, 20.00 Hunter’s Prayer 16 Launmorðingi er ráðinn til að bana ungri stúlku en fær sig hins vegar ekki til að taka í gikkinn og ákveður að þyrma lífi hennar. Metacritic 35/100 IMDb 5,5/10 Smárabíó 20.10, 22.30 Borgarbíó Akureyri 20.00 How to Be a Latin Lover 12 Karli er dömpað og cið þessi kaflaskil byrjar hann að skilja mikilvægi fjölskyldunnar Metacritic 54/100 IMDb 5,7/10 Laugarásbíó 17.00 Háskólabíó 18.10, 20.50 Borgarbíó Akureyri 20.00 The Mummy 16 Forn drottning, sem var svipt örlögum sínum á órétt- látan hátt vaknar upp í nú- tímanum. Metacritic 34/100 IMDb 5,8/10 Laugarásbíó 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 22.30 Borgarbíó Akureyri 22.00 Rough Night 12 Fimm vinkonur úr háskól- anum koma saman eftir 10 ára aðskilnað í tilefni af gæs- un einnar þeirra í Miami. Metacritic 52/100 IMDb 5,5/10 Smárabíó 17.40, 20.00, 22.20 Háskólabíó 18.10, 21.10 Borgarbíó Akureyri 22.10 Ég man þig 16 Ungt fólk sem er að gera upp hús á Hesteyri um miðj- an vetur fer að gruna að þau séu ekki einu gestirnir í þessu eyðiþorpi. Morgunblaðið bbbbn IMDb 8,0/10 Laugarásbíó 17.40, 20.00, 22.20 Smárabíó 17.50 Háskólabíó 15.30, 17.50, 20.30 Borgarbíó Akureyri 17.50 Bíó Paradís 20.00 Guardians of the Galaxy Vol. 2 12 Morgunblaðið bbbmn Metacritic 67/100 IMDb 8,1/10 Sambíóin Álfabakka 22.20 Pirates of the Caribbean: Salazar’s Revenge 12 Jack Sparrow skipstjóri á á brattann að sækja enn á ný þegar illvígir draugar. Metacritic 39/100 IMDb 7,0/10 Sambíóin Álfabakka 17.15 Sambíóin Egilshöll 14.00, 19.50 Sambíóin Kringlunni 19.30 Sambíóin Akureyri 22.30 Snatched 12 Þegar kærastinn Emily sparkar henni ákveður hún að fá varkára móður sína með sér í frí til Ekvador. Morgunblaðið mnnnn Metacritic 45/100 IMDb 3,6/10 Háskólabíó 21.00 Spólað yfir hafið Morgunblaðið bbbbn Borgarbíó Akureyri 17.50 Bílar 3 Leiftur McQueen þarf að víkja fyrir nýrri kynslóð hrað- skreiðra kappakstursbíla. Metacritic 59/100 IMDb 7,4/10 Sambíóin Álfabakka 13.00, 14.00, 15.00, 15.20, 17.40, 20.00 Sambíóin Egilshöll 13.00, 15.15, 17.30 Sambíóin Kringlunni 13.00, 14.00, 15.20, 17.40, 20.00 Sambíóin Akureyri 13.00, 14.00, 15.20, 17.40 Sambíóin Keflavík 13.00, 14.00, 15.20, 17.40 Smárabíó 12.50, 13.30, 15.00, 15.40, 17.10 Stubbur stjóri Sjö ára drengur verður af- brýðisamur út í ofvitann, litla bróður sinn. Metacritic 50/100 IMDb 6,4/10 Smárabíó 13.00, 15.20 Háskólabíó 15.30, 17.50 Heiða Hjartnæm kvikmynd um Heiðu, sem býr hjá afa sín- um í Svissnesku Ölpunum. IMDb 7,4/10 Laugarásbíó 14.00 Háskólabíó 15.10 Spark: A Space Tail Metacritic 22/100 IMDb 4,4/10 Sambíóin Álfabakka 13.30, 15.30 Strumparnir: Gleymda þorpið Strympa og félagar hennar finna dularfullt landakort sem leiðir þau í gegnum drungalega skóginn. Á leið- arenda er stærsta leynd- armál Strumpasögunnar að finna. Metacritic 45/100 IMDb 5,9/10 Háskólabíó 15.30 Optimus Prime finnur heimaplánetu sína sem nú er dauð, og hann kemst að því að hann ber ábyrgð á ástandinu. Hann finnur leið til að lífga plánetuna við en þarf að finna helgigrip, sem er á Jörðinni. Metacritic 30/100 IMDb 5,6/10 Laugarásbíó 15.00, 18.00, 21.00 Sambíóin Álfab. 14.00, 15.30, 17.00, 18.30, 20.00, 21.30, 23.00 Sambíóin Egilshöll 13.00, 16.30, 19.30, 22.30 Sambíóin Kringlunni 14.00, 17.00, 20.00, 22.20, 23.00 Sambíóin Akureyri 17.00, 20.00, 23.00 Sambíóin Keflavík 17.00, 20.00, 23.00 Smárabíó 13.00, 15.30, 16.30, 18.50, 19.15, 19.50, 22.00, 22.30, 22.55 Transformers: The Last Knight 12 Baywatch 12 Mitch Buchannon, sem lendir upp á kant við nýliðann Matt Brody. Þeir neyðast þó til að starfa saman. Morgunblaðið bbnnn Metacritic 37/100 IMDb 5,7/10 Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 17.00 Sambíóin Akureyri 20.00 Sambíóin Keflavík 20.00 Kvikmyndir bíóhúsannambl.is/bio Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna Wonder Woman 12 Herkonan Diana, prinsessa Amazonanna, yfirgefur heimili sitt í leit að örlögunum. Morgunblaðið bbbmn Metacritic 76/100 IMDb 8,1/10 Sambíóin Álfabakka 17.00, 20.00, 23.00 Sambíóin Egilshöll 14.00, 17.00, 19.50, 22.40 Sambíóin Kringlunni 22.10 Sambíóin Keflavík 22.30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.