Morgunblaðið - 24.06.2017, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2017
Nú er hann Jói
Svavars, kær vinur
okkar, farinn á vit
feðra sinna og margs
að minnast.
Þegar okkur fjölskyldunni leist
ekki á að tjalda á unglingalands-
móti á Sauðárkróki og spurðum
heimamanninn Jóa hvar væri best
að fá gistingu svaraði hann strax:
húsið mitt er tómt og eins gott að
það nýtist einhverjum meðan við
Sigríður erum hérna á Patreks-
Jóhann Sigurður
Svavarsson
✝ Jóhann Sigurð-ur Svavarsson
fæddist 4. mars
1946. Hann and-
aðist 2. júní 2017.
Útför Jóhanns
fór fram 23. júní
2017.
firði. Það hefðu ekki
allir boðist til að lána
húsið sitt undir níu
manna fjölskyldu
heila verslunar-
mannahelgi og er
þetta aðeins eitt
dæmi um greiðasemi
Jóa.
Látrabjarg og
eggjataka var mikil
ástríða Jóa. Seig
hann niður eða klifr-
aði upp frá sjó á nærri alla þá staði
sem þekktir voru að menn hefðu
komist á í gegnum aldirnar. Ég
hitti Jóa í fyrsta skipti á Hvallátr-
um þegar ég var að koma úr eggja-
ferð úr Látrabjargi, en hann var þá
að fara undir bjargið á bát í ljós-
myndaferð með Guðmundi Páli
Ólafssyni heitnum. Hann hafði allt-
af mikinn áhuga á hvar væri verið
að fara í bjargið þó svo að hann
væri hættur sjálfur. Síðasta skiptið
sem Jói hringdi í mig var ég uppi í
Látrabjargi í svokallaðri Vondu-
kleif. Hann sagði að nú hefði verið
gaman að vera með mér en hann
fengi egg í staðinn. Þremur dögum
síðar vorum við að fara aftur í egg
og Margrét hringdi í mig og til-
kynnti mér andlát Jóa. Þá stóð ég
nánast á sama stað á Hvallátrum
og ég hitti hann fyrst fyrir 18 árum.
Í þessari ferð í bjargið vék Jói ekki
úr undirmeðvitund minni. Horfði á
einn af uppáhaldsstöðum hans upp
í Miðlandahilluna, svarta syllu af
fugli með um 200 m af þverhníptu
bergi bæði fyrir ofan og neðan, þar
hlyti Jói að vera kominn að kanna
gömlu tökin sín.
Við hjónin viljum minnast vinar
okkar og styðja aðstandendur í
sorginni.
Margrét og Eyjólfur.
Kveðja frá Rótarýklúbbi
Sauðárkróks
Árið 1981 kom ungur Vestfirð-
ingur til starfa hjá RARIK á Sauð-
árkróki, glaðbeittur náungi og
starfsamur, og ætlaði að verða þar
svo sem hálft ár. Þau urðu hins
vegar 34 þegar upp var staðið.
Hann var áhugasamur um um-
hverfi sitt, skipaði sér í sveit
vinstrimanna og gerðist virkur í fé-
lagsmálastarfi.
Jóhann Svavarsson varð félagi í
Rótarýklúbbi Sauðárkróks árið
1996. Þar gegndi hann forsetaemb-
ætti starfsárið 2001-2002, reyndist
ávallt nýtur félagi og áhugasamur,
ræðinn og gamansamur. Þegar
hann fluttist alfarinn frá Sauðár-
króki vestur á Patreksfjörð árið
2015 sagði hann ekki skilið við fé-
lagsskapinn, heldur var áfram í
klúbbnum með frjálsa mætingu.
Hann kom til okkar á fund 17. nóv-
ember sl. og þar var lagt á ráðin
um heimsókn klúbbfélaga með
mökum í lok maí 2017. Margir voru
áhugasamir um þessa ferð, ekki
síst Jóhann sjálfur, sem skipulagði
heimsóknina frá föstudegi til
sunnudags með skoðunarferð um
nágrenni Patreksfjarðar þar sem
hann ætlaði sjálfur að aka okkur og
leiðsegja, enda sjóðfróður um sögu
og umhverfi svæðisins.
Þegar nær dró kom í ljós að Jó-
hann var orðinn veikur og kominn
undir læknishendi í Reykjavík svo
að honum varð ógerlegt að taka á
móti okkur félögum sínum. Allt að
einu fórum við vestur á Patreks-
fjörð og þótt við söknuðum vinar í
stað var ferðin að öðru leyti vel
heppnuð, enda hafði Jóhann und-
irbúið hana svo sem kostur var og
mágur hans tók að sér leiðsögn á
laugardeginum fyrir hópinn. Þarna
komumst við að raun um hvílíkt
starf þau Sigga höfðu leyst af hendi
við uppbyggingu Hótel West í
gamla kaupfélagshúsinu.
Heim kominn sunnudags-
kvöldið 28. maí talaði ég við Jó-
hann í síma og þá tjáði hann mér
að hann hefði um tíma hugleitt að
skrifa eitthvað af minningum sín-
um og úr því sem komið væri tala
þær a.m.k. inn á upptökutæki.
Hvatti ég hann til þessa, enda lífs-
hlaup Jóhanns með þeim hætti að
hann hafði frá ýmsu að segja.
Tæpri viku síðar komu boð um að
hann væri dáinn.
Í ljósi samtals okkar þótti mér
næsta sérkennilegt að sem ég var
að skrifa þessa grein dreymdi mig
Jóhann næstu nótt. Hann sat and-
spænis mér við borð og var að
blaða í pappírum. Ég virti hann
fyrir mér og hugsaði hvað hann
liti vel út. Orðaskipti voru engin
svo að ég muni. Kannski var hann
með á blöðum sínum æviminning-
arnar sem aldrei verða skrifaðar.
Rótarýfélagar á Sauðárkróki
minnast Jóhanns sem góðs vinar
og félaga og þakka honum góða
kynningu. Aðstandendum hans
vottum við samúð og biðjum allrar
blessunar.
Hjalti Pálsson.
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og útför
KOLBRÚNAR ÓLAFSDÓTTUR,
Grandavegi 47,
Reykjavík,
sem lést mánudaginn 29. maí og var
jarðsungin 14. júní.
Áslaug Stefánsdóttir Einar Örn Kristinsson
Ingibjörg Þórðardóttir
Einar Baldvin Stefánsson Ragnhildur Steinbach
barnabörn og langömmubörn
Innilegar þakkir fyrir samúð, hlýhug og
vináttu vegna andláts ástkærrar móður
okkar, tengdamóður, ömmu og
langmömmu,
ELÍNAR FRIÐRIKSDÓTTUR
hússtjórnarkennara frá Laugum
í Suður-Þingeyjarsýslu.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sunnuhlíðar.
Ágúst Óskarsson Helga Sigurðardóttir
Hermann Óskarsson Karín M. Sveinbjörnsdóttir
Knútur Óskarsson Guðný Jónsdóttir
Una María Óskarsdóttir Helgi Birgisson
barnabörn og barnabarnabörn
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og
útför fósturföður okkar, tengdaföður, afa
og langafa,
JÓNS SIGURVINS PÉTURSSONAR
Bröttugötu 2,
Borgarnesi.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jakobína S. Stefánsdóttir Sverrir Hjaltason
Pétur Valgarð Hannesson María Erla Guðmundsdóttir
Friðþjófur Th. Ruiz Birna Rúna Ingimarsdóttir
Öllum þeim sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför
ELÍASAR ARASONAR
frá Valstrýtu,
til heimilis á Hrafnistu Hafnarfirði,
áður Hellisgötu 19,
færum við okkar bestu þakkir.
Sérstakar þakkir til starfsfólks og vistmanna Hrafnistu og
starfsfólks lungnadeildar Landspítala fyrir frábæra hjúkrun og
aðhlynningu.
Guð blessi ykkur öll.
Guðný, Sigurður, Erna og fjölskyldur
Við færum vinum og ættingjum innilegar
þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og
útför okkar elskulegu móður, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
DÓRU OTTESEN JÓSAFATSDÓTTUR,
áður til heimilis að Ljósheimum 6,
Reykjavík.
Kærar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Mörk
fyrir elskulegheit og umhyggju.
Erla Haraldsdóttir Sigurður Einarsson
Jóna Haraldsdóttir
Thelma Sigurðardóttir Jón Otti Jónsson
Hrönn Sigurðardóttir Haraldur V. Haraldsson
Margrét Gunnlaugsdóttir Sigurhans Vignir
Halldór Gunnlaugsson Hildur Sveinsdóttir
og barnabarnabörn
Innilegar þakkir til allra fyrir auðsýnda
samúð og hlýhug vegna fráfalls og útfarar
ástkærrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
JÓNU MARGRÉTAR JÚLÍUSDÓTTUR,
Hraunbúðum, Vestmannaeyjum.
Sérstaklega þökkum við starfsfólki Hraunbúða fyrir góða
umönnun á liðnum árum.
Júlía Tryggvadóttir Ólafur Tryggvason
Karen Tryggvadóttir Sigurlás Þorleifsson
barnabörn og langömmubörn
Kæru ættingjar og vinir. Þökkum auðsýnda
samúð, kveðjur og hlýhug við andlát og
útför bróður okkar, mágs og frænda,
EIÐS B. GUÐVINSSONAR,
Dvalarheimilinu á Sauðárkróki,
á Sauðárhæðum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
Dvalarheimilisins fyrir alúð og umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Margrét Guðvinsdóttir Haukur Björnsson
Stella Guðvinsdóttir
systurbörn og fjölskyldur
Bróðir okkar og frændi,
AÐALSTEINN BJÖRGVIN
JÓHANNSSON,
Hrísalundi 8f, Akureyri,
lést 19. júní.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 30. júní klukkan 13.30.
Blóm og kransar afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er
bent á Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri,
reikn. 0565-26-10321, kt. 640216-0500.
Sigrún Jóhannsdóttir
Snjólaug Jóhannsdóttir
Áslaug Jóhannsdóttir
Bryndís Jóhannsdóttir
og frændsystkini
Aðeins 18 dagar liðu frá því að
Jónína lést þar til að Ágúst fylgdi
henni, slíkt er fjarri því að vera
óþekkt á meðal hjóna sem fylgj-
ast að sína ævi. Pétur eiginmaður
minn var náinn afa og ömmu,
hann bjó fyrsta æviárið á heimili
þeirra og voru þau miklir þátt-
takendur í uppvexti hans. Oft
rifjar hann upp þessa dýrmætu
tíma úr æsku sinni. Stríðni og
✝ Ágúst Krist-manns
(Kristján Ágúst
Kristmanns)
fæddist 17. febr-
úar 1931. Hann
lést 7. júní 2017.
Útför Ágústs
Kristmanns fór
fram 15. júní
2017.
Jónína Erna
Guðlaugsdóttir
fæddist 15. nóvember 1933. Hún
lést 20. maí 2017.
Útför Jónínu Ernu fór fram
29. maí 2017
fyrirferð afa, og nýbakaðar vöffl-
ur og ljúfar kvöldstundir hjá
ömmu kunni hann að meta. Á
heimili þeirra voru fleiri val-
möguleikar um sjónvarpsefni í
boði en almennt var á þeim tíma,
þau fengu reglulega sendar sjón-
varpsupptökur frá Bassa, þetta
þótti litlum pjakk merkilegt. Afi
sinnti Pétri alla tíð vel, smitaði
hann ungan að árum af „veiði-
bakteríunni“ – þær voru ófáar
veiðiferðirnar þar sem rennt var
fyrir lax. Minnisstæðustu veiði-
ferðirnar voru í Sandá í Þistils-
firði. Ferðalögin sjálf voru ekki
síður minnisstæð í huga Péturs
en dvölin við ána. Hjónin voru
gestrisin, alþýðleg í samskiptum
og buðu af sér góðan þokka.
Ágúst, framámaður í viðskiptalíf-
inu til margra ára, var þrjóskur,
skapríkur og hlýr, og Jónína
hefðarfrú af gamla skólanum,
prúð, smekkleg og listfeng. Sam-
ræðuhefðin var órjúfanlegur
hluti af hjónabandinu og fór því
fjarri að hjónin væru steypt í
sama mót, beittu þau kaldhæðni
og kímni í bland. Seint verða of-
metin þau áhrif sem orðsnjöll og
kjarnyrt afi og amma hafa, þau
veittu oft heilræði, og kunnum við
þeim þakkir fyrir. Heimili þeirra
var óvenju nútímavætt enda
Ágúst mjög áhugasamur um
tækniframfarir. Mér er minnis-
stætt fallegt heimili þeirra og
mikið af óvenjulegum og falleg-
um munum sem þau höfðu m.a.
keypt á ferðalögum á framandi
slóðum. Starfsvettvangur Ágústs
sem heildsala kallaði á ferðir er-
lendis, jafnframt gerðu öll systk-
ini hans sér heimili á erlendri
grund, tvíburasystur hans í
Bandaríkjunum og bróðir hans í
Skotlandi. Þau ferðuðust því
meira en margir jafnaldrar
þeirra. Mér var einstaklega vel
tekið af þeim hjónum og ekki leið
á löngu þar til við vorum orðin
fjögur í heimsókn til ömmu og
afa. Úr Eskiholtinu er þrennt
sterkast í huga sona okkar, upp-
stoppaði fálkinn í sólstofunni,
formkakan hjá ömmu og garður-
inn að sumarlagi með árstraumn-
um. Þeir upplifðu sig á heimavelli
hjá ömmu og afa. Oft var Pétur
gáttaður yfir því sem Guðlaugi og
Ríkharði var leyft umfram hann
sjálfan úr æsku, en það er vel
þekkt að fólk mildast með árun-
um gagnvart barnaskaranum sín-
um. Ágúst og Jónína áttu fjögur
börn, eignuðust fjölda afkomenda
og nutu góðs af, þeim var vel
sinnt. Jónína sinnti gjafakaupum
til áttræðisafmælisins, afmælis-
gjafir, jólagjafir, páskaegg og
tækifærisgjafir keypti hún handa
barnaskaranum öllum. Hjónin
glöddust við hvern gullmolann
sem bættist í fjölskylduna og
fylgdust vel með þeim. Ágúst og
Jónína hafa kvatt þennan heim
eftir langa og innihaldsríka ævi.
Þau skilja eftir sig sterkan legg
sem lætur til sín taka og þau geta
verið stolt af. Sumarsólstöður eru
handan við hornið og hafa þær
vakið athygli og lotningu í sögu
mannkyns frá örófi alda, þetta er
kveðjustund sem sæmir ykkur,
kæru hjón. Við Pétur trúum að
þið skiljið við jarðvistina sátt og
til þess er gott að hugsa við leið-
arlok og ylja sér við allar góðu og
litríku minningarnar.
Blessuð sé minning Ágústs og
Jónínu, með þökk fyrir allt og
allt.
Áslaug og Pétur.
Ágúst Kristmanns
og Jónína Erna
Guðlaugsdóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar