Morgunblaðið - 24.06.2017, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2017
H
a
u
ku
r
0
1
.1
6
Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is
• Hótelfasteignin Skúlagarður í Kelduhverfi. Um er að ræða 17
herbergja hótel á stórri lóð búið nýlegum herbergjum. Nálægt nýja
Dettifossveginum.
• Mjög vinsæll og þekktur pizzastaður sem auðvelt væri að efla
verulega með fjölgun útsölustaða þar sem núverandi staður gæti
orðið fyrsti hlekkurinn í keðjunni.
• Fyrirtæki sem er sérhæft á sviði jarðefna sem notuð eru í garða og
kringum hús. Öflugur eigin vélakostur. Velta 45 mkr. og stöðugildi
þrjú.
• Glæsilegt nýtt 30 herbergja hótel í virðulegu húsi í miðbæ
Reykjavíkur. Hótelið er í útleigu með langan og góðan leigusamning
við traustan og öflugan hótelaðila.
• Ungt og vaxandi þjónustu- og verslunarfyrirtæki í tæknigeiranum.
Fjögur stöðugildi. Velta er um 85 mkr. á ári og góður hagnaður.
• Tíu ára gamalt fyrirtæki sem þróað hefur og selur í áskrift tölvukerfi
sem þjóna skólakerfinu. Ríflega eitt stöðugildi og 30 mkr. velta.
Hentar vel sem viðbót við fyrirtæki sem starfa á svipuðu sviði.
• Nýtt, lítið og sérlega fallegt hótel í Reykjanesbæ. Fær mjög góða
dóma á bókunarsíðum. Yfir 90% nýting.
• Lítið útgáfufyrirtæki á sviði ferðamála. Velta um 50 milljónir.
Hagstæðir samningar við birgja. Gæti verið heppileg viðbót við
fyrirtæki á svipuðu sviði.
• Heildsala með vörur fyrir ferðamenn. Hér er um að ræða lítið en
arðbært fyrirtæki sem hannar og lætur framleiða fyrir sig vörur
ætlaðar ferðamönnum. Ársvelta 45 mkr. og ársverk um tvö.
Guðni Halldórsson
lögfræðingur,
gudni@kontakt.is
Þórarinn Arnar Sævarsson
fasteignaráðgjafi,
thorarinn@kontakt.is
Gunnar Svavarsson
viðskiptafræðingur,
gunnar@kontakt.is
Brynhildur Bergþórsdóttir
rekstrarhagfræðingur,
brynhildur@kontakt.is
Sigurður A. Þóroddsson
hæstaréttarlögmaður,
sigurdur@kontakt.is
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Á
Íslandi er ómögulegt
fyrir okkur sem erum
múslimatrúar að fylgja
sólarlagsreglu föstu-
mánaðarins Ramadan,
þá gætum við ekkert borðað allan
sólarhringinn. Allan mánuðinn sem
Ramadan stendur yfir fasta þeir sem
eru múslimatrúar frá því sólin rís að
morgni þar til hún sest að kveldi.
Þeir borða því að kveldi eftir sólar-
lag. En múslimar hér á landi fá að
laga sólargangsreglu föstunnar að
þeim sérstöku aðstæðum að hér rís
sólin á þessum árstíma upp rétt eftir
að hún hefur sest,“ segir Serigne
Modou Fall sem þekkir þetta af eigin
raun, verandi múslimi og hafa búið á
Íslandi undanfarin tæp tvö ár.
Finnst ekki erfitt að fasta
Hann segir ekkert mál að fasta
yfir daginn í heilan mánuð.
„Ég er ungur og heilsuhraustur
en þeir sem eru veikir þurfa ekki að
fasta, og sama er að segja um þá sem
eru á ferðalögum þegar Ramadan
stendur yfir, þeir geta frestað föst-
unni þar til ferðalagi lýkur.“
Serigne segir að Ramadan sé ní-
undi mánuðurinn í íslamska dagatal-
inu. „Íslamska dagatalið tekur mið
sitt af tunglinu og því er breytilegt
frá hvaða degi til hvaða dags Ramad-
an-mánuðurinn stendur. Að fasta í
mánuð er ein af fimm stoðum ísl-
amstrúar, ætlað til að fólk efli aga
sinn og trúfestu. Það væri erfitt að
fasta ef einhver manneskja segði mér
að gera það, en það er ekki erfitt þeg-
ar ég geri það til að efla mig í trúnni.
Ég geri það fyrir mig, engan annan.
Mér líður eins og ég sé frjáls í hjarta
mínu meðan á föstunni stendur, auk
þess er það gott fyrir heilsu mína,
hreinsandi,“ segir Serigne og bætir
við að einnig sé öllum múslimum
skylt að gefa fátækum peninga með-
an á föstumánuði stendur.
Vissi ekkert um Ísland
Serigne er 23 ára, fæddur og
uppalinn í Senegal í Afríku, en hann
fluttist til Ítalíu þegar hann var 12
ára, þar sem faðir hans býr, en
móðir hans býr á Spáni.
„Ég spilaði fótbolta á Ítalíu í
átta ár og eftir það fór ég til Spánar
þar sem ég spilaði í eitt tímabil.
Þaðan flutti ég svo til Noregs þar
sem ég spilaði undir stjórn Teits
Þórðarsonar. Teitur var mín fyrsta
tenging við Ísland, því ég vissi ekk-
ert um þetta land fram að því. Eftir
eitt og hálft tímabil í Noregi sagði
Teitur að kannski gæfust mér betri
tækifæri í fótboltanum á Íslandi, og
ég ákvað að slá til. Ég fór á reynslu
hjá Víkingi, þar sem bróðir hans,
Ólafur Þórðarson, var að þjálfa, en
síðan flutti ég til Ísafjarðar þar sem
ég lék með BÍ/Bolungarvík, sem
varð að Vestra. Ég bjó á Ísafirði í
tvö sumur og æfði þar fótbolta, en
núna er ég fluttur til Reykjavíkur,
því mér var boðinn samningur hjá
ÍR og þar æfi ég fótbolta. Ég sé líka
um knattspyrnuskóla ÍR.“
Kristjana hefur hjálpað mér
Serigne segir ekki hafa verið
auðvelt að finna íbúð í höfuðborginni
þegar hann flutti suður, en Daouda,
vinur hans frá Senegal sem hefur
Ramadan og björtu
sumarnæturnar
Serigne Modou Fall ætlar að fagna lokum föstumánaðarins Ramadan með
vinafjölskyldu sinni á Íslandi á morgun með mikilli matarveislu, en hann býr
hér á landi þar sem hann æfir fótbolta með ÍR. Hann hefur aldrei mætt fordóm-
um á Íslandi vegna trúar sinnar, hvorki þegar hann bjó á Ísafirði né í Reykjavík.
Hann segir Íslendinga einstaklega vinsamlega og unir hag sínum vel.
Morgunblaðið/Hanna
Birtan Sergine Modou Fall kann vel við sig í íslenska sumrinu og segir Íslendinga taka honum eins og hann er.
Fótboltinn Serigne í leik í vor þar sem ÍR mætti Gróttu, lið hans ÍR sigraði
2:1. Að baki honum er Dagur Guðjónsson, liðsmaður Gróttu.
Bubba Morthens þekkir nánast hvert
mannsbarn á Íslandi, en hann sendi
frá sér nýja plötu á afmælisdaginn
sinn fyrr í þessum mánuði, þann
06.06.17. Platan heitir Túngumál (já
með ú-i) og sama nafn er á tónleika-
túr Bubba sem nú stendur yfir í til-
efni útkomu nýju plötunnar. Hann
verður með kassagítarinn í Hlégarði í
Mosfellsbæ á morgun, sunnudag 25.
júní, og ætlar að flytja lög af nýju
plötunni sinni, auk eldra efnis í
bland. Í tilkynningu kemur fram að á
plötunni leggi Bubbi áherslu á að
hafa hljóðfæraskipan og flutning eins
lífrænan og völ er á. Allir gítarar sem
voru hljóðritaðir voru spilaðir af
Bubba sjálfum. Hljóðheimurinn hefur
sterkar vísanir í þjóðlagahefðir Mið-
og Suður-Ameríku en er fyrst og
fremst sköpunarverk Bubba og upp-
tökustjórans Arnþórs Örlygssonar, en
þeir unnu náið saman í öllu upptöku-
ferlinu.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og
miðar fást á tix.is.
Tónleikar í tilefni nýju plötunnar
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Með gítarinn Bubbi Morthens og gítarinn eru nánast sem eitt í hugum margra.
Bubbi í Hlégarði á morgun
Fögnuður Marie dóttir Kristjönu og
Daouda fagnar sigri hjá Serigne.