Morgunblaðið - 24.06.2017, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2017
EITT
ER VÍST:
ALNO
Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700
Opið 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga. www.alno.is
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Fjöldi bílaleigubíla hefur meira en
tvöfaldast á fimm árum. Í byrjun
júní voru 24.388 bílaleiguökutæki á
skrá en þau voru 11.038 í byrjun
júní 2013, samkvæmt Samgöngu-
stofu. Nýskráningar bílaleigu-
ökutækja hafa aukist hratt á sama
tímabili.
Breiður bílaleigubíla hafa blasað
við vegfarendum vestast í Keflavík.
Það kann að skýrast af því að mesti
annatíminn í ferðaþjónustu sé geng-
inn í garð. Sú spurning er líka áleit-
in hvort bílaleigur séu að lenda í því
sama og sum gistihús, það er að
bókunum sé að fækka.
75 milljarða bílafloti
Sé meðalverð hvers bílaleigubíls
áætlað um þrjár milljónir króna er
verðmæti alls flotans ekki langt frá
75 milljörðum. Til samanburðar var
áætlað í byrjun árs 2014 að nýr
Landspítali með tækjum kostaði um
65 milljarða.
Styrking krónunnar gerir tang-
arsókn að bílaleigunum. Óbreyttar
verðskrár í erlendri mynt skila tals-
vert færri krónum í kassann en áður
vegna styrkingar krónunnar. Marg-
ir hafa auk þess þurft að lækka verð
vegna harðnandi samkeppni.
Innkaupsverð bíla hefur lækkað
vegna styrkingar krónunnar og það
leiðir til lækkunar á verði notaðra
bíla. Varlega má ætla að 75% af
bílaleigubílum séu fjármögnuð með
lánsfé sem er þá a.m.k. 56 milljarðar
króna. Lán í íslenskum krónum
lækka hins vegar ekki. Því er viðbú-
ið að lækkun á markaðsverði
bílanna við endursölu muni rýra
efnahag bílaleiganna svo um munar.
Mikil offjárfesting í greininni
„Það hefur verið mikil offjárfest-
ing í þessum geira. Menn munu
súpa seyðið af því í haust. Það er
mikið offramboð af bílaleigubílum,“
sagði Garðar K. Vilhjálmsson, eig-
andi Bílaleigunnar Geysis. „Menn
eru að keyra niður verð. Ég sé ekki
annað en að einhverjar leigur týni
tölunni þegar kemur fram á vetur.
Ég tala ekki um ef gengið þróast
áfram eins og það hefur gert.“
Garðar sagði útlit fyrir að bíla-
leigur muni standa frammi fyrir því
að notaðir bílar standi ekki undir
lánum sem á þeim hvíla. Einstakar
bílaleigur eru nú þegar í vandræð-
um með að endurnýja bílana. Offjár-
festing er að koma mörgum í koll og
Garðar sagði að menn reyni í ör-
væntingu að koma bílunum í leigu
og lækki verðið. Hinir verði að
fylgja á eftir.
Algengt meðalverð fyrir vikuleigu
á smábíl hjá Geysi er nú 10-20%
lægra í evrum en í fyrra. Auk þess
skilar evran 15-20% færri krónum
en þá. Garðar kvaðst sjá tilboð frá
öðrum leigum um vikuleigu upp á
300-350 evrur á háannatíma. Fyrir
nokkrum árum heyrði til tíðinda ef
það fannst vikuverð undir 500 evr-
um á háannatíma. Garðar sagði að
algengt vikuverð á ódýrasta bíl hafi
verið 450-550 evrur. Framlegðin
hefur minnkað mikið en kostnaður
aukist. „Tryggingar hafa hækkað
um 50% og laun um 40-50% á þrem-
ur árum,“ sagði Garðar.
Fjölguðu ekki bílum í sumar
„Við hjá Bílaleigu Akureyrar
ákváðum að fjölga ekki bílum í sum-
ar,“ sagði Bergþór Karlsson, fram-
kvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar
sem situr í bílaleigunefnd Samtaka
ferðaþjónustunnar (SAF). Hann
sagði sterka stöðu krónunnar hafa
ráðið mestu um að þeir héldu að sér
höndum í bílakaupum. Bílaleiga Ak-
ureyrar er stærsta bílaleiga lands-
ins með nálægt því 4.500 bíla.
Bergþór kvaðst hafa á tilfinning-
unni að leiga á bílaleigubílum sé að
dragast saman frekar en að aukast.
„Það kæmi mér ekki á óvart ef
einhverjir eru komnir með of-
framboð af bílum,“ sagði Bergþór.
Hann sagði alveg ljóst að sterk
staða krónunnar fari verst með bíla-
leigurnar. Bílaleiga Akureyrar hef-
ur mætt styrkingu krónunnar með
því að lækka verð í erlendri mynt.
Bergþór sagði ljóst að fjár-
mögnun bílakaupa á næsta ári muni
kalla á aukið eigið fé hjá bílaleig-
unum og að erfitt geti orðið að fjár-
magna bílakaup. „Ég held að það sé
komið að endastöð í fjölgun bíla-
leigubíla, í bili að minnsta kosti,“
sagði Bergþór. Afsláttur af vöru-
gjöldum á bílaleigubíla á að falla
niður um áramótin. Það mun þyngja
enn róðurinn hjá bílaleigunum.
Bergþór sagði að bílaleigunefnd
SAF hafi miklar áhyggjur af stöðu
greinarinnar. Í næstu viku verður
fundur þar sem farið verður yfir
þessi mál. „Þetta er verulegt
áhyggjuefni. Ég held að þessi rekst-
ur verði miklu erfiðari en hann hef-
ur verið hingað til,“ sagði Bergþór.
Hann sagði að sér kæmi ekki á
óvart ef bílaleigum myndi fækka í
haust.
Leigja út ódýra, notaða bíla
Bílaleigan SADcars leigir eldri
notaða bíla. Hún gefur sig út fyrir
að vera ódýrasta bílaleigan á Ís-
landi. Sigurður Smári Gylfason
framkvæmdastjóri sagði að þeir
væru með 350 - 400 bíla í útleigu.
„Það var meiri lægð en við höfum
átt að venjast eftir páska og út maí.
En frá byrjun júní hefur ástandið
verið nokkuð eðlilegt. Það sem við
sjáum fram á í sumar er nokkuð í
takti við það sem við eigum að venj-
ast,“ sagði Sigurður.
Hann sagði að verðskrá SADcars
hafi hækkað fyrstu fimm mánuði
ársins um 5-6% miðað við sama tíma
í fyrra. Evran hefur hins vegar
veikst um nærri 20% gagnvart
krónu á sama tíma. Sigurður sagði
að fyrirtækið fái því umtalsvert
minna í krónum út úr hverri leigu.
Það sé aðalvandinn og ekkert svig-
rúm til að lækka leiguverðið. SAD-
cars hefur mætt þessu með stækk-
un flotans og fleiri útleigum.
Sigurður sagði að þeir hafi lítið
keypt af nýjum bílum á lánum. Þeir
finna því lítið fyrir því þótt inn-
kaupsverð nýrra bíla lækki með
styrkingu krónunnar.
„Við fáum ekki það högg í efna-
hagsreikning okkar sem ég reikna
með að margir aðrir séu að fá. Þetta
hlýtur að vera vandamál fyrir þá
sem eru með flota sem voru keyptir
á allt öðru gengi krónu en gildir nú.
Það þarf einhvern veginn að af-
skrifa það,“ sagði Sigurður. Styrkist
krónan meir þurfi að afskrifa enn
meira.
„Bókunarstaðan er þokkaleg hjá
okkur en framlegðin hefur minnkað
og það kemur ofan í kostnaðaraukn-
ingu vegna launahækkana og trygg-
inga,“ sagði Sigurður.
Blikur eru á lofti hjá bílaleigunum
Offjárfesting sögð munu koma mönnum í koll Sterkari króna gerir tangarsókn að bílaleigunum
Minna fæst í krónum fyrir hverja leigu en áður Verðlækkun á bílum lækkar endursöluverðið
Ljósmynd/Víkurfréttir
Keflavík Vestast í Keflavík hafa staðið stórir flotar bílaleigubíla í vetur. Talsvert var eftir af bílum þegar myndin var tekin um miðjan maí.
Miðgengi gjaldmiðla
í íslenskum krónum
Heimild: Seðlabanki Íslands
Banda-
ríkjadalur
Sterlings-
pund Evra
23. júní
2017 103,89 132,28 116,00
23. júní
2016 120,72 180,13 137,85
Styrking
krónunnar 16% 36% 19%
Fjöldi og nýskráningar bílaleiguökutækja
Þúsundir ökutækja 2013–2017
25
20
15
10
5
0
11,0
13,2
16,4
22,0
24,4
*Nýskráningar 1.1.2017-21.6.2017. Búast má við að nýskráningum
í maí og júní 2017 fjölgi, þar sem þær tölur eru bráðabirgðatölur.
Fjöldi ökutækja á skrá í byrjun júní
Nýskráningar í janúar–júní
Heimild: Samgöngustofa
2013 2014 2015 2016 2017
*