Morgunblaðið - 24.06.2017, Blaðsíða 1
!"# " " #
!"
$ % &
&#
L A U G A R D A G U R 2 4. J Ú N Í 2 0 1 7
Stofnað 1913 151. tölublað 105. árgangur
ÍSLAND Í
STERKUM
RIÐLI Á EM
FAGNAR LOK-
UM RAMADAN
MEÐ VEISLU
ÍSLENSKAR SUMARNÆTUR 12ÍÞRÓTTIR
Gröfumenn unnu að því í gærkvöldi, í
kappi við tímann, að grafa upp úr
Hlíðarendaá á Eskifirði til að bjarga
nýlegri brú sem vatnsflóð hamaðist
á. Útlit var fyrir það í gærkvöldi að
brúin myndi halda.
Hlíðarendaá liggur í gegnum
byggðina í Eskifirði. Vegna rigninga
og leysinga kom hlaup í ána.
Vatnið var kolmórautt og bar með
sér mikinn aur. Menn á stórum gröf-
um unnu hörðum höndum að því að
grafa upp úr ánni og veita henni til
sjávar. Fljótlega fylltist op brúarinn-
ar og vatn flæddi yfir brúargólfið.
Páll Björgvin Guðmundsson, bæjar-
stjóri Fjarðabyggðar, vonaðist til að
ekki yrðu skemmdir á öðrum mann-
virkjum en hús standa við farveg ár-
innar.
Fjarðará á Seyðisfirði flæddi yfir
bakka sína og slökkvilið staðarins
aðstoðaði húseigendur við að dæla úr
kjöllurum húsa. elinm@mbl.is
Brúin virðist halda
Ár á Austurlandi flæða yfir bakka sína og valda tjóni
Ljósmynd/Visit Eskifjordur
Vatnsflóð Gröfumenn reyna að
opna leið fyrir vatnið við brúna.
Sex herskip og einn kafbátur sigldu saman frá Faxaflóa og inn
Hvalfjörðinn í gær. Varðskipið Týr fór fyrir lestinni. Tilefnið var
að minnast þess að 75 ár eru liðin frá því að skipalest bandamanna
Sovétríkjanna, PQ17, var grandað af kafbátum og herskipum
þýskra nasista í seinni heimsstyrjöldinni. Skipin eru við æfingar við
Íslandsstrendur um þessar mundir. »6
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Herskipalest sigldi inn Hvalfjörðinn í gær
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Það hefur verið mikil offjárfesting í þessum geira.
Menn munu súpa seyðið af því í haust. Það er mik-
ið offramboð af bílaleigubílum,“ sagði Garðar K.
Vilhjálmsson, eigandi Bílaleigunnar Geysis. „Menn
eru að keyra niður verð.
Ég sé ekki annað en að ein-
hverjar leigur týni tölunni
þegar kemur fram á vetur.
Ég tala ekki um ef gengið
þróast áfram eins og það
hefur gert.“
Styrking krónunnar ger-
ir tangarsókn að bílaleig-
unum. Óbreyttar verðskrár
í erlendri mynt skila tals-
vert færri krónum í kass-
ann en áður vegna styrk-
ingar krónunnar. Þá hefur
innkaupsverð bíla lækkað
vegna styrkingar krón-
unnar og það leiðir til
lækkunar á verði notaðra
bíla. Viðbúið er að lækkun á markaðsverði bílanna
við endursölu muni rýra efnahag bílaleiganna.
„Við hjá Bílaleigu Akureyrar ákváðum að fjölga
ekki bílum í sumar,“ sagði Bergþór Karlsson, fram-
kvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar, sem situr í bíla-
leigunefnd Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF).
Hann sagði sterka stöðu krónunnar hafa ráðið
mestu um að þeir héldu að sér höndum í bíla-
kaupum. Bergþór sagði bílaleigunefnd SAF hafa
áhyggjur af stöðunni og ætla að funda um hana í
næstu viku.
Sigurður Smári Gylfason, framkvæmdastjóri
SADcars, sagði að þeir hafi lítið keypt af nýjum bíl-
um á lánum. Þeir finna því lítið fyrir því þótt inn-
kaupsverð nýrra bíla lækki.
„Við fáum ekki það högg í efnahagsreikning okk-
ar sem ég reikna með að margir aðrir séu að fá.
Þetta hlýtur að vera vandamál fyrir þá sem eru
með flota sem var keyptur á allt öðru gengi krónu
en gildir nú. Það þarf einhvern veginn að afskrifa
það.“
Krónan
sligar
bílaleigur
Offjárfestingar og sterkt
gengi ógna rekstri margra
Bílaleigubílar
» Í byrjun júní
2017 voru
24.388 bíla-
leigubílar á skrá.
» Í byrjun júní
2013 voru þeir
11.038 talsins.
» 8.372 bíla-
leigubílar voru
nýskráðir í jan.-
júní 2016.
MBlikur eru á lofti... »16
Katrín Benedikt hafði komið sér vel
fyrir í spennandi starfi innan fjár-
málageirans í Bandaríkjunum þeg-
ar hún ákvað að söðla um og gerast
handritshöfundur í Hollywood
ásamt eiginmanni sínum. Það liðu
þó tíu ár áður en draumurinn rætt-
ist og raunar fóru þau næstum á
hausinn við að elta hann. Áður en
þau seldu fyrsta handritið sitt lifðu
þau mjög spart og fengu meðal
annars að búa frítt hjá leikkonunni
Kirstie Alley gegn því að sinna
ýmsum heimilisstörfum. Um helgar
þurftu þau að sjá um 28 dýr í henn-
ar eigu, þ.á m. madagaskar- lem-
úra, hunda, ketti, köngulær, flug-
íkorna og silkikanínur. Katrín er
fædd á Íslandi en hefur búið í
Bandaríkjunum frá því hún var lítil.
Hún á þrjár stórmyndir að baki sem
handritshöfundur og mun fleiri í bí-
gerð. Rætt er við hana í Sunnudags-
blaði Morgunblaðsins.
Elti drauminn alla
leið til Hollywood