Morgunblaðið - 24.06.2017, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2017
Á fimmtudag kynnti fjár-málaráðherra tillögur um að
taka 10.000 og 5.000 króna seðlana
úr umferð, að banna reiðufé í versl-
unum, að setja hámark á viðskipti
með reiðufé og fleira
ámóta, allt í nafni bar-
áttu gegn skattsvikum.
Fjármálaráðherrafór mikinn og
sagði að tillögur
nefndarinnar yrðu ekki
settar ofan í skúffu og
að hann væri sann-
færður um að dagurinn
sem tillögurnar væru
kynntar markaði tíma-
mót í baráttunni við
skattsvik.
Og til að leggjaáherslu á hve brýnt væri að
losna við seðlana sagði hann að það
væri „ekki eftir neinu að bíða, við
höfum sagt að við ætlum að koma
fram með lagafrumvarp strax í
haust“.
Þessum ótrúlegu ofríkistilburðumvar illa tekið, sem betur fer
meðal annars innan ríkisstjórn-
arinnar. Í gær lýsti svo forsætisráð-
herra þeirri skoðun sinni að þetta
væru ekki góðar hugmyndir og ekki
raunhæfar tillögur.
Og fjármálaráðherra, sem hafðiekki ætlað að setja tillögurnar
ofan í skúffu, sagði þá að þær yrðu
settar á ís. En hvað verður sett á ís
og hve lengi? Og ætli fjármálaráð-
herra hafi áttað sig á því hvers
vegna hugmyndirnar voru afleitar?
Loks hljóta menn að spyrja: Hvernig í ósköpunum stend-
ur á því að svona hugmyndir eru
kynntar með látum einn daginn til
þess eins að afkynna þær næsta dag?
Hvað er um að vera í fjármálaráðu-
neytinu?
Benedikt
Jóhannesson
Skúffa, tímamót,
ís og ráðherra
STAKSTEINAR
Bjarni
Benediktsson
Veður víða um heim 23.6., kl. 18.00
Reykjavík 9 rigning
Bolungarvík 7 rigning
Akureyri 8 rigning
Nuuk 5 léttskýjað
Þórshöfn 10 léttskýjað
Ósló 13 rigning
Kaupmannahöfn 16 súld
Stokkhólmur 17 skýjað
Helsinki 14 léttskýjað
Lúxemborg 23 heiðskírt
Brussel 23 heiðskírt
Dublin 17 súld
Glasgow 16 skýjað
London 20 skýjað
París 23 heiðskírt
Amsterdam 20 súld
Hamborg 19 skýjað
Berlín 22 skýjað
Vín 30 heiðskírt
Moskva 14 heiðskírt
Algarve 28 heiðskírt
Madríd 35 heiðskírt
Barcelona 30 léttskýjað
Mallorca 29 heiðskírt
Róm 30 heiðskírt
Aþena 32 heiðskírt
Winnipeg 13 skúrir
Montreal 20 rigning
New York 26 rigning
Chicago 21 alskýjað
Orlando 29 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
24. júní Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 2:57 24:05
ÍSAFJÖRÐUR 1:36 25:36
SIGLUFJÖRÐUR 1:19 25:19
DJÚPIVOGUR 2:12 23:49
Flaska með 0,75 l af sjómanna-
bjórnum Zoëga seldist á 555.000
krónur á uppboði á sjómannaballinu
í Vestmannaeyjum nýlega. Kaup-
andinn var áhöfnin á Hugin VE og
rann upphæðin til Krabbavarnar, að
ósk Ríkharði Zoëga Stefánssyni,
kokki á Bergey VE 544, sem er sjó-
maður ársins í Eyjum.
Þetta var annað annað árið í röð
sem brugghúsið The Brothers Bre-
wery í Vestmannaeyjum framleiddi
sérstakan sjómannabjór til heiðurs
sjómönnum og fékk hann fékk nafn-
ið Zoëga í höfuðiðá sjómanni ársins.
Jóhann Guðmundsson, annar
stofnenda The Brothers Brewery,
segir að hann og Ríkharður hafi
hjálpast að við framleiðslu á bjórn-
um. „Við hittumst og ákváðum að
bjórinn í ár ætti að vera léttur, ljúf-
ur og þægilegur. Rikki bruggaði
síðan bjórinn undir minni hand-
leiðslu.“
Jóhann segir Ríkharð verðskulda
þessa nafnbót og þar sem hann er 57
ára gamall í ár var áfengisprósenta
bjórsins ákveðin 5,7%. „Rikki er góð-
ur karl og hefur staðið sig gríðarlega
vel, við teljum mikilvægt að heiðra
sjómenn sem standa sig vel. Bjórinn
var síðan með prósentu sem passaði
við 57 ára afmæli Rikka í ár.“
aronthordur@mbl.is
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Afhending Sjómannabjórinn afhentur sjómanni ársins Ríkharði Zoëga.
Bjórflaska seld
á 555 þúsund kr.
Bjórinn Zoëga er léttur og ljúfur
Útskrifað verður úr Háskóla Ís-
lands í Laugardalshöll í dag. Tvær
athafnir fara fram. Klukkan 10:30
útskrifast 809 kandídatar í fram-
haldsnámi, meðal annarra fyrstu
nemendurnir sem ljúka meist-
araprófi í fjölmiðla- og boð-
skiptafræði úr stjórnmálafræði-
deild. Klukkan tvö hefst svo
brautskráning grunnnema en alls
ljúka 1.278 námi á grunnstigi.
Flestir útskriftarnemar eru á fé-
lagsvísindasviði eða 634 en undir
það heyra meðal annars viðskipta-
fræði og lögfræði, tvær af vinsæl-
ustu greinum Háskólans. Þá út-
skrifast 510 af heilbrigðisvísinda-
sviði. Fyrsti nemandinn í hagnýtri
stærðfræði verður einnig útskrif-
aður frá raunvísindadeild, en fyrst
var boðið upp á námsleiðina fyrir
tveimur árum.
Tvær útskriftir úr Háskóla Íslands í dag
Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70
hitataekni@hitataekni.is
hitataekni.is
Bjóðum m.a. upp á loftræstisamstæður með varmanýtingu sem
henta vel fyrir heimili eða smærri rými, stærð frá 200-700 m3.
Samstæður koma tilbúnar með stjórnbúnaði.
Þarf ekki að hreinsa andrúmsloftið
heima hjá þér?
200m3 samstæða
með eldhúsháf, varmahjóli
og öllum stjórnbúnaði, tilbúin
í eldhúsinnréttinguna.
450m3 samstæða með
varmahjóli og öllum
tjó bú ðis rn n .
www.danco.is
Heildsöludreifing
Danco hefur allt til að auðvelda veitingarnar hvort sem er í
veisluna, mötuneytið, kokteilboðið, skólaeldhúsið, alls staðar.
Forréttir, pizzur, smáréttir, forskornar tertur og fleira.
Ljúffengt...
...hagkvæmt og fljótlegt
Veisluþjónustur
Veitingahús - Mötuneyti
Fjölbreytt úrval af matvöru og veisluréttum
Allt um sjávarútveg