Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.07.2017, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.07.2017, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.7. 2017 Kína: 3.747,0 m. tonn Bandaríkin: 821,8 m. tonn Indland: 677,5 m. tonn Ástralía: 484,5 m. tonn Indónesía: 392,0 m. tonn Rússland: 373,3 m. tonn Suður-Afríka: 252,1 m. tonn Þýskaland: 184,3 m. tonn Pólland: 135,5 m. tonn Kasakstan: 106,5 m. tonn Heimild: Statistical Review of World Energy 2016 Stærsta kolanámavinnslufyrir-tæki heims, Coal India, munloka 37 kolanámum á næstu níu mánuðum, en lokanirnar koma í kjölfar áætlana um umbyltingu í orkuframleiðslu Indlands. Sam- kvæmt rafmagnsáætlun indverska ríkisins stefnir Indland að því að 60% af heildarorkugetu landsins komi frá öðrum orkugjöfum en jarð- efnaeldsneyti, til dæmis sólar- eða vindorku, fyrir árið 2027. Í sömu áætlun hyggst ríkisstjórnin ekki grafa fleiri kolanámur á næstu tíu árum ásamt því að orkumálaráð- herra Indlands tilkynnti að ríkið vildi hætta alfarið innflutningi á kol- um. Þessi róttæka breyting í orku- stefnu ríkisins kemur á óvart, þar sem Indland er einn allra um- svifamesti kolaframleiðandi í heim- inum og kolaeldsneyti sér landinu fyrir rúmlega 60% af uppsettri raf- magnsgetu sinni. Loftmengun hefur lengi verið mikið vandamál í ind- verskum borgum, en stóran hluta vandamálsins má rekja til kola- brennslu. Með þessari áætlun er Indland á góðri leið með að standa við og jafnvel gera betur en mark- miðin sem sett voru við undirskrift Parísarsamkomulagsins árið 2015, en þá hétu indversk stjórnvöld því að 40% af heildarorkugetu landsins myndi koma frá endurnýjanlegum orkugjöfum árið 2030. Sólarorkan ódýrari Vegna mikillar tækniframþróunar á sviði orkuframleiðslu hefur verð á sólarorku lækkað um 80% á síðustu fimm árum og í fyrsta skipti er framleiðsla sólarorku í Indlandi hagkvæmari en framleiðsla á kola- eldsneyti. Í kjölfarið hafa fjárfest- ingar í indverskri sólarorku stór- aukist en jarðeldsneytisfyrirtæki eins og Coal India, sem sér fyrir meira en 80% af kolaframleiðslu Indlands, neyðast til að minnka við sig og loka fjölda náma. Reglugerðir hækka verð á kolum Á sama tíma og verð á sólarorku hefur lækkað hefur verðið á kolum hækkað töluvert, meðal annars vegna reglugerða í kringum jarð- efnaeldsneyti og útblástur gróður- húsalofttegunda. Á síðasta ári settu kínversk stjórnvöld takmarkanir á hversu margar klukkustundir kolanámu- menn landsins mega starfa á viku, en reglugerðin varð til þess að fram- leiðsla á málmvinnslukolum dróst saman svo að verð málmvinnslukola, sem notuð eru til að framleiða stál, hækkaði á heimsvísu. Sú hækkun kom sér vel fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseta og ríkisstjórn hans, sem hafa nýtt sér minnkandi framboð á málm- vinnslukolum til að skapa hátt í 1.400 ný störf við kolaframleiðslu á árinu samkvæmt Hagstofu atvinnu- mála, en kolaframleiðsla í Banda- ríkjunum jókst um 14% á fyrsta árs- fjórðungi ársins 2017. Bandaríkin í gagnstæða átt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hitti Donald Trump fyrr í vikunni, en Trump hefur lengi talað fyrir því að auka kolaframleiðslu í Bandaríkjunum. Trump undirritaði forsetatilskipun í mars síðastliðnum sem gerði sex tilskipanir ógildar, sem miðuðu m.a. að því að draga úr kolefnislosun. Auk þess dró Trump Bandaríkin úr Parísarsamkomulag- inu í byrjun júnímánaðar. Þrátt fyrir ólíka stefnu ríkjanna tveggja í orkumálum var málefnið ekki áberandi á fundi þjóðhöfðingj- anna, sem ræddu m.a. um fríversl- unarsamninga og baráttuna gegn öfgahópum í Afganistan. Margir hafa sett sig upp á móti þeirri ákvörðun Trumps að draga Bandaríkin úr Parísarsamkomu- laginu, en í vikunni hétu borgar- stjórar 7.400 borga víðs vegar um heiminn því að halda áfram að vinna að þeim markmiðum sem sett voru á loftslagsráðstefnunni í París árið 2015. Indverjar kveðja kolin Framleiðsla sólarorku í Indlandi er ódýrari en framleiðsla kolaeldsneytis. Indland stefnir að því að eftir tíu ár komi 60% af heildarorkugetu landsins frá öðrum orku- gjöfum en jarðefnaeldsneyti. AFP Indland er þriðji umsvifamesti kolaframleiðandi heims á eftir Kína og Bandaríkjunum. Tíu mestu kolafram- leiðendurnir ’ París eða ekki París, skuldbinding okkar til að varðveita loftslagið er í þágu komandi kynslóða. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands ERLENT PÉTUR MAGNÚSSON petur@mbl.is ÞÝSKALAND BERLÍN Sambandsþing Þýskalands samþykkti að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra á föstudaginn. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var 393 atkvæði með og 226 á móti. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, biðlaði til þingmanna að kjósa eftir eigin sannfæringu fremur en stefnu flokksins. Merkel greiddi atkvæði á móti frumvarpinu, en hún sækist eftir endurkjöri sem kanslari 24. september. ALSÍR ALGEIRSBORG Maður í höfuðborg Alsír var dæmdur í tveggja ára fangelsi eftir að hafa haldið barni fyrir utan glugga á 15. hæð og birt myndir af gjörningnum á Facebook með yf- irskriftinni “1.000 like eða ég sleppi honum”. Maðurinn, sem er ættingi barnsins, var fundinn sekur um barnaníð þrátt fyrir að faðir barnsins sárbæði dómsal að fyrirgefa manninum. JAPAN TÓKÍÓ Japanar ætla að senda mann til tunglsins árið 2030. Geimferðastofnun Japans (JAXA) kynnti áætlunina um tunglförina á miðvikudag. Leiðangurinn verður þó að öllum líkindum fjölþjóðlegur, þar sem Japan hyggst deila kostn- aðinum með öðrum ríkjum. Jap- anar eru ekki eina Asíuþjóðin með metnaðarfull áform í geimferðum. Kínverjar tilkynntu í desember 2016 að þeir hygðust senda könnunarflaug til Mars árið 2020. BANDARÍKIN FLÓRÍDATennisstjarnanVenus Williams lenti í bílslysi sem leiddi til dauða 78 ára gamals manns. Lögreglan í Palm Beach Gardens í Flórída telur að tenniskonan eigi sök á slysinu. Maðurinn sem dó, Jerome Barson, sat í bíl sem kona hans keyrði þegarWilliams keyrði yfir á rauðu ljósi, að sögn vitna, og olli bílslysinu. Hún segist ekki hafa séð bíl hjónanna.Williams á að spila á Wimbledon-mótinu í næstu viku, enVenus og systir hennar, SerenaWilliams, hafa verið tvær af bestu tenniskonum heims síðustu tvo áratugi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.