Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.07.2017, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.07.2017, Blaðsíða 8
Idris Elba er mikill hjartaknúsari. Í PRÓFÍL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.7. 2017 KVIKMYNDIR Elba er einn þeirra leikara sem orðaðir eru við hlutverk eins goðsagna- kenndasta spæjara kvikmyndasögunnar, James Bond. Hinn góðkunni Daniel Craig hefur gefið í skyn að tíma hans sem njósn- arinn vinsæli muni brátt ljúka og hefur leit að arftaka hans staðið yfir í nokkurn tíma. Nafn Elba hefur stöðugt verið í umræðunni, enda hefur hann margsýnt að hann sé í góðu líkamlegu formi ásamt því að búa yfir per- sónutöfrunum sem eru nauðsynlegir til að leika Bond. Elba hefur sjálfur tjáð sig um málið og segir sig of gamlan fyrir bíla, konur og martíní, en aðdáendur hans telja að hann henti vel í hlutverkið. Þrátt fyrir umræðuna um nýjan Bond hef- ur Daniel Craig ekki útilokað að hann muni snúa aftur sem spæjarinn í síðasta skipti, en ef svo fer munu líkurnar á að sjá Idris Elba sem James Bond líklegast fjara út. Margir aðdáendur vilja sjá Elba leika James Bond. Næsti núll, núll, sjö? IDRIS ELBA er meira en bara leikari. Þrátt fyrir að vera þekktastur fyrir hlut- verk sín í þáttum á borð við Luther og The Wire hefur þessi 44 ára gamli Eng- lendingur einnig gert garðinn frægan sem plötusnúður og leikstjóri ásamt því að hafa reynt fyrir sér sem rallýökumaður og bardagakappi. Idrissa Akuna Elba fæddist í úthverfi Lundúna árið 1972, faðir hans er frá Síerra Leóne og móðir frá Ghana. Elba sýndi fljótt hæfileika í leiklist, tók þátt í leiklistarfélögum í skóla og fékk ungur styrk frá góðgerðarfélagi Karls Breta- prins til að ganga í hina virtu National Youth Music Theatre stofnun, en þar fékk hann sína fyrstu reynslu á leiksviðinu. Atvinnuferill hans hófst þó ekki á sviði, heldur fékk hann sín fyrstu hlutverk á sjónvarpsskjánum í þáttum á borð við Family Affairs og Absolutely Fabulous en eftir lítið hlutverk í glæpaþáttunum Law & Order fékk hann tækifæri til að leika eiturlyfjakónginn Stringer Bell í glæpaþættinum The Wire. Elba þótti standa sig með prýði í hlutverki glæpamannsins og þætt- irnir urðu fljótt afar vinsælir og þykja með þeim betri í sjónvarpi. Árið 2009 var Elba fenginn til að leika titilhlutverk bresku glæpaþáttana Luth- er, þar sem hann naut mikilla vinsælda sem rannsóknarlögreglumaðurinn skapstyggi John Luther, sem er þekktur fyrir að fara óhefðbundnar leiðir til að koma glæpamönnum á bak við lás og slá. Fyrir leik sinn í þáttunum hefur Elba hreppt fjölda verðlauna, meðal annars Gullhnöttinn sem besti leikari í sjónvarpsþætti. Elba hefur ekki aðeins notið velgengni í sjónvarpi heldur hefur hann einnig unnið verðlaun fyrir leik sinn á stóra skjánum. Hann vann til Screen Actors Guild-verðlauna fyrir leik sinn í myndinni Beasts Of No Nation og hefur vakið athygli fyrir myndirnar Thor, Prometheus og Mandela: Long Walk to Freedom, ásamt fleirum. Þegar Elba var ungur fékk hann starf sem plötusnúður í brúðkaups- plötusnúðafyrirtæki frænda síns og tónlistin virðist hafa heillað hann því þegar hann var 19 ára gamall var hann byrjaður að þeyta skífum á nætur- klúbbum Lundúnaborgar. Hann kemur fram undir listamannanafninu DJ Big Driis þegar hann túrar um Bretland og víðar og hefur hann fest sig í sessi sem einn vinsælasti plötusnúður Englands. Hann gefur auk þess út frumsamin lög, allt frá dans og raftónlist til rapptónlistar. petur@mbl.is SJÓNVARP Elba er reyndur öku- maður og hefur ávallt verið mikill bílaunnandi. Í þættinum Idris Elba: No Limits lét hann draum sinn rætast og lagði fyrir sig hinar ýmsu hraðatengdu heljarþrautir, svo sem að keppa í ralli, fljúga í flugfimisýningu og keppa í spyrnu, en þáttaröðin endaði á því að hann bætti 88 ára gamalt met í hraðaakstri. Í framhaldinu framleiddi hann þáttinn Idris Elba – Fighter, en þar lagði hann á sig gríðarlegar æfing- ar að hætti atvinnubardagakappa og keppti sem atvinnumaður í sparkboxi í kjölfarið. Sportbílar og sparkbox Elba tók þátt í Irish Tarmac Rally Championship. ÁSTIN Ástarlíf Elba hefur verið stormasamt enda hefur leikar- inn hávaxni vermt ófáa lista yfir fallegasta og kynþokkafyllsta fólk í heimi. Hann giftist förðunarfræðingnum Hanne Norgaard árið 1999 en þau skildu skömmu eftir fæðingu dóttur þeirra árið 2003. Á með- an upptökur á þáttunum The Wire stóðu yfir kynntist hann fasteignasalanum Sonyu Hamlin og giftist henni árið 2006, en hjónabandið entist aðeins í rúmar sex vikur. Árið 2013 tók Elba saman við Naiyönu Garth og eignaðist parið son rúmlega ári síðar. Sex vikna hjónaband Fjölhæfur leikari og plötusnúður Elba í hlutverki rannsóknar- lögreglumannsins skapstygga Johns Luther. ’ Elba þeytir skífumundir nafninu DJ BigDriis og hefur fest sig ísessi sem einn vinsælasti plötusnúður Englands. Elba sló 88 ára gamalt met í hraðaakstri. Idris Elba er leikari og plötusnúður. Rafhitun Ryðfríir neysluvatnshitarar, hitöld (element), hitastillar, hitastýringar, rafhitarar til húshitunar og flest annað til rafhitunar. Við hjá Rafhitun erum sérfræðingar í öllu sem við kemur rafhitun. Við bjóðum einungis úrvals tæki sem hafa sannað sig með áralangri reynslu. Rafhitarar fyrir heita potta Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði • Sími: 565 3265 • ww.rafhitun.is íslensk framleiðsla í 25 ár Hiti í bústaðinn

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.