Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.07.2017, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.07.2017, Blaðsíða 22
MATUR Sítrónukrem, sem uppskrift er að finna að hér að neðan,bragðast guðdómlega með marengs. Hægt er að baka litlar pavlovur til að hafa með í lautarferð og smyrja kreminu ofan á. Á litlar pavlovur 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.7. 2017 MJÚKT BANANABRAUÐ MEÐ JARÐARBERJUM 225 g mjúkt smjör 1 1/3 bolli sykur 3 stór egg 4 stórir eða 5 meðalstórir og vel þroskaðir bananar 4 bollar hveiti 1 ½ tsk. matarsódi 1 tsk. kanill ½ tsk. fínt raspaður sítrónubörkur ½ tsk. vanilludropar 1 ½ bolli 18% sýrður rjómi 1 bolli jarðarber, smátt skorin Þetta er stór uppskrift og má leika sér með hvernig form er notað undir deigið. Hér er það sett í nokkur minni hringlagaform með gati í miðjunni. Hægt er að setja það í staðinn í eitt slíkt stórt, brauðform eða hvaða form sem vill, þá þarf bara að passa upp á að aðlaga bökunar- tímann. Hitið ofninn í 175 °C. Smyrjið formin vel með smjöri og stráið ör- litlu hveiti yfir. Blandið smjöri og sykri saman. Hrærið eggjunum saman við, stappið bananana og blandið þeim því næst saman við. Blandið hveiti, matarsóda, kanil og sítrónuberki saman við og hrærið loks sýrða rjómann, jarðarberin og vanilludropana varlega saman við. Hellið blöndunni í bökunarformin. Bökunartími, miðað við þessi litlu form er um 20 mínútur. Stærri form taka um 40-50 mínútur. Fylgist vel með og stingið prjóni eða tann- stöngli í brauðið til að komast að því hvort það er bakað. Ef hann kemur hreinn til baka er það tilbúið. Ljúffengt í lautarferðina Lautarferðir eru valkostur smá hluta ársins á Íslandi en þess virði að leggja í því hvergi er matarlystin betri en utandyra. Þótt það kunni að blása og rigna er í versta falli alltaf hægt að taka matinn inn í bíl og maula góðgætið þar. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is 1½ bolli hvítt brauð, rifið niður ½ bolli mjólk 100 g beikon, fínt skorið 1 ½ laukur, fínt skorinn 3 hvítlauksrif, kramin 2 msk. jómfrúarolía 2 egg 500 g kjúklingabringur eða -lundir 1½ msk. tómatþykkni 4 msk. ferskar kryddjurtir að eigin vali salt og pipar eftir smekk Hitið ofninn í 200°C. Látið brauðið liggja í mjólkinni í skál í nokkrar mínútur. Steikið beik- onið á meðan á pönnu og setjið til hliðar. Mýkið svo laukinn og hvítlaukinn í beikonfeitinni og kælið að lokum allt saman í skál. Kreistið mjólkina úr brauð- inu eins og hægt er og blandið brauðinu saman við. Skerið kjúklingabringurnar eða -lundirnar í bita og maukið þá niður í matvinnsluvél þannig að úr verður hakk. Blandið því saman við laukblönduna ásamt 1 msk. tómatþykkni og krydd- jurtum. Mótið 16 bollur og raðið á bök- unarpappír. Blandið saman ½ msk. tómatþykkni og olíu og penslið bollurnar með því. Bakið í 20 mínútur. Kjúklingabollur Hægt er að breyta einfaldasta snittu- brauði í veislumáltíð sé meðferðis sítrónukrem í stíl við hið klassíska enska „lemon curd“. Hægt er að smyrja því ofan á brauð og kökur og bæta við jógúrt. Gott er að gera kremið með fyrirvara og geyma í krukku en til að hreinsa krukk- una áður en kremið er sett í þær til að geyma til lengri tíma þarf að þvo þær vel upp úr heitu sápuvatni eða setja í upp- þvottavél. Að því loknu skal setja þær á bökunargrind og inn í ofn á 160°C í 10-15 mínútur. Þá eru þær tilbúnar. 2 egg og 2 eggjarauður til viðbótar 170 g strásykur 80 g ósaltað smjör 2 sítrónur, börkurinn og safinn (passa að þær séu ekki vaxbornar) 1-2 tsk. maísmjöl (má sleppa) Hrærið vel saman sykri, eggjum og eggja- rauðum þar til blandan er mjúk. Hellið sítrónusafanum og fínt rifnum sítrónu- berkinum saman við og hrærið áfram. Setjið í lítinn pott og hitið við vægan hita, hrærið stanslaust meðan blandan þykknar og látið alls ekki sjóða. Til að þykkja blönduna má nota maísmjöl. Þegar bland- an hefur þykknað skal sigta hana í gegnum fíngert sigti. Leysið smjörið varlega upp í heitri blöndunni. Sítrónukremið geymist í ísskáp í tvær vikur og þrjá mánuði í frysti. Hafðu sítrónukrem með

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.