Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.07.2017, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.07.2017, Blaðsíða 16
Mynd/Thinkstock Þ etta frumvarp er einn liður í því að tryggja réttindi barns sem missir annað foreldri eða báða, í þeim að- stæðum þar sem vilji er til að ætt- leiða barnið. Eins og staðan er í dag er hægt að ættleiða barn án þess að fjöl- skylda fráfallins foreldris viti einu sinni af því,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálf- stæðisflokks og fyrsti flutningsmaður að frum- varpi um breytingu á lögum til ættleiðingar sem kynnt var á síðustu dögum þingsins og stendur til að endurflytja í haust. Með frumvarpinu yrðu þær breytingar að þegar sótt er um ættleiðingu barns sem misst hefur annað foreldri eða bæði skuli leita um- sagnar nánustu fjölskyldu látna foreldrisins. Einnig skuli leita umsagnar nánustu fjölskyldu þar sem barn hefur verið í fóstri hjá umsækj- endum eftir lát foreldris og hagir þess mæla eindregið með ættleiðingunni. Talið er að ár- lega missi 40-50 börn hérlendis, undir 18 ára aldri, foreldri. Það þarf einnig að skoða í framhaldinu hver önnur réttarstaða barns er við fráfall foreldris þar sem geta verið fleiri grá svæði,“ segir Vil- hjálmur og bætir við að innan þingsins sé þver- pólitískur vilji til að skoða málið. „Markmiðið er fyrst og fremst að tryggja að ekki sé hægt að rjúfa varanleg tengsl barns við fjölskyldu látins foreldris eða foreldra, án nokkurrar aðkomu nánustu ættingja þess for- eldris eða þeirra foreldra,“ segir Dögg Páls- dóttir, aðjúnkt við Há- skólann í Reykjavík. Jón Bjarnason, fyrr- verandi þingmaður og ráðherra, leitaði til Dagg- ar þegar hann fór að eigin frumkvæði að grafast fyr- ir í réttindamálum þeirra barna sem missa foreldri og hefur Dögg unnið með Jóni að undirbúningi frumvarpsins síðustu misseri. Hún segir þau lög er snúa að forsjá barna öll mjög skýr en ættleiðingarlögum sé ábótavant. Hérlendis hafa komið upp mál þar sem börn sem misst hafa foreldri sitt eru ættleidd af mökum eftirlif- andi foreldra og fjölskylda látna foreldrisins frétt af því eftir á. „Við ættleiðingu rofna öll lagaleg tengsl milli barns og frumfjölskyldunnar og það getur orð- ið tengslarof milli barnsins og fjölskyldu skammlífara foreldrisins. Vissulega geta kring- umstæður verið þannig að barnið hafi verið í litlu eða engu sambandi við fjölskyldu þess for- eldris en þetta geta líka verið börn sem hafa verið í miklu sambandi. Slíkt er í algjörri andstöðu við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem leggur mikla áherslu á að viðhalda fjöl- skyldutengslum og þekkja uppruna sinn,“ segir Dögg. „Þegar barnið á afa, ömmu eða hvorutveggja sem hafa viðhaldið tengslum, oft með mikilli umgengni, geta allir speglað sig í þeim aðstæðum að það sé óbærileg tilhugsun að barnið sé ættleitt frá þeim og manni finnst það hreinlega ljótt að gera það. Ég hef sjálf unnið fyrir afa þar sem barnabörnin voru hjá honum í 1-2 ár áður en móðirin lést. Börnin fóru í fósturs til vanda- lausra og þegar afinn sótti um umgengni bárust engin svör fyrr en búið var að ættleiða börnin og þá var ekkert hægt að gera. Það er samt víða lítill skilningur á því að þeg- ar barn missir foreldri þá skipti miklu máli að viðhalda tengslum við fjölskyldu þess foreldris þótt tengslin hafi verið sterk. Maður hefur meira að segja heyrt um það að börn fái ekki að hafa mynd af látnu foreldri sínu, það er oft til- hneiging til að reyna að stroka út einhverja sögu og það er mjög sérkennilegt því að flestar rannsóknir sýna að það er ekki börnunum fyrir bestu.“ Jón Bjarnason fékk einnig Sigrúnu Júlíus- dóttur, prófessor við félagsráðgjafardeild Há- skóla Íslands, og Vigfús Bjarna Albertsson sjúkrahúsprest í lið með sér, en í ársbyrjun 2015 gengu þau á fund Ólafar Nordal, þáver- andi innanríkisráðherra, og fengu stuðning til að hrinda í framkvæmd rannsókn og út- tekt á stöðu barna sem missa foreldri sitt. Sú vinna fór þá á fulla ferð og hafa komið út skýrslur og úttektir á afmörk- uðum þáttum þess. Frum- varpið sem nú er lagt fram er liður í þessari vinnu. „Með þessu frumvarpi er að minnsta kosti orðið skylda að leita umsagnar nánustu fjöl- skyldu látins foreldris sé sótt um ættleiðingu. Afi og amma geta þá komið því á framfæri að tengslin milli þeirra og barnabarns séu mikil og góð og yrði þá að skoða hvort rétt væri að ætt- leiða barnið frá þeim tengslum. Það á alls ekki að vera útilokað að ættleiða börn sem missa foreldri, slíkt getur stundum verið það besta í stöðunni séu lítil tengsl við upprunafjölskyldu. En það þarf að skoða hag og stöðu barnanna betur í hverju tilviki fyrir sig.“ Dögg Pálsdóttir Valtur réttur barna í sorg Að missa foreldri er mikið áfall, en hérlendis missa um 40-50 börn foreldri árlega. Ofan á slíkt áfall geta þó ýmis hliðaráföll bæst þar sem börn sem missa foreldri eru oft í veikri stöðu og réttur þeirra illa varinn. Einn liður til að breyta því er frumvarp um breytingar á ættleiðingarlögum sem lagt verður fram á Alþingi í haust. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is ’ Það er oft tilhneigingtil að reyna að strokaút einhverja sögu og þaðer mjög sérkennilegt því að flestar rannsóknir sýna að það er ekki börn- unum fyrir bestu. ÚTTEKT 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.7. 2017 Þegar börn missa foreldri er það mik-ið áfall sem hefur í för með sér aðsterk tengsl rofna. Það er því mik- ilvægt fyrir úrvinnslu barnanna á sorginni að fá að vinna með þau tengsl og hefur mikið að segja fyrir bata barnanna,“ segir Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahús- prestur á Landspítalanum, sem starfs síns vegna er á kafi í málum er snúa að börn- um, missi og sorg. „Það er sérstaklega sárt þegar maður horfir upp á það að börn hafa ekki aðeins misst foreldri heldur lenda þau svo einnig í því að missa tengsl við upprunafjölskyld- una. Í þeim aðstæðum reynir maður að benda fólki á mikilvægi þess að börn séu áfram í samskiptum við fjölskyldu látins foreldris, þar sem það er hluti af batanum. Annars er í rauninni oft verið að búa til ákveðin hliðaráföll,“ segir Vigfús Bjarni. Í eftirfylgni við börn sem upplifa foreldramissi finnur Vigfús Bjarni að börn vilji vita mikið um foreldrið og fólkið sitt. Ef upprunatengslin vanti inn sé stór hola í bataferlinu, þar sem allur bati gangi út á að tengjast og treysta. „Að tengsl rofni snýst alltaf um full- orðna fólkið og hefur ekkert með börnin sjálf að gera. Þetta getur verið ágreiningur, fólk upplifir ákveðna vangetu út af sorginni og áfallinu og eftirlifandi maki vill kannski hefja al- gjörlega nýtt líf. Þegar foreldrar skilja er mikil meðvitund í samfélaginu um að varðveita börn í gegnum slíkt áfall, halda þeim upplýstum og leyfa þeim að tjá sig. Það er talið milda áfallið sem skilnaður foreldra er. Til að milda sorg barna sem missa foreldri sitt skiptir að sama skapi miklu máli að barninu sé búið umhverfi þar sem það upplifir sterk tengsl og ör- yggi.“ Vigfús Bjarni segir að í umræðunni um nýtt líf með nýjum maka gleymist það oft að börn- in séu ekki að eignast nýjan maka heldur að fara að lifa með fólki sem þau völdu ekki. Sýna þurfi tilfinningum barnanna virðingu og stjúpforeldri þurfi að vera manneskja sem bæt- ist við fjölskyldu barnanna og gömlu tengslin eigi að fá að vera áfram óröskuð. Börnin eignist eitthvað nýtt en þurfi ekki að upplifa að það nýja útiloki það gamla. „Mér finnst allur gangur á því hvort fagfólk, eða bara einstaklingar, hefur skilning á því að börn þurfi að rækta upp- runatengsl sín og það sé hluti af bata. Í kringum þetta vantar meiri verkferla, þverfaglega, þar sem unnið er markvisst með fjölskyldum þar sem barn hefur misst foreldri.“ Vigfús Bjarni segir að í kringum sorg- arferli, erfið veikindi foreldra og dauða sé það algengur misskiln- ingur að verið sé að gera börnum greiða með því að tala ekki opinskátt við þau um hlutina og setja þau allt of seint og illa inn í það sem er að gerast. „Barn sem missir foreldri er þar með búið að læra að fólk getur horfið. Áfalla- kerfi barna er sjálflægt og eftir að barn missir foreldri setur það þann missi í or- sakasamband og það á ekki von á því besta. Eftir því sem fullorðna fólkið er duglegra að tala við börnin eru þau von- betri um að allt muni ganga vel. Maður er alltaf að reyna að eyða hugsanalestri barna, þau eiga ekki að reyna að lesa inn í vilja og hugsanir fólks heldur heyra upp- hátt að fólk vilji verða til staðar og verði til staðar. Án samtalsins um framtíðina upplifa börnin sig oft í lausu lofti.“ Verið að búa til hliðaráföll Vigfús Bjarni Albertsson ’Til að milda sorg barnasem missa foreldri sittskiptir að sama skapi máliað barninu sé búið um- hverfi þar sem það upplifir sterk tengsl og öryggi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.