Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.07.2017, Blaðsíða 15
að fljúga bjóða þeir upp á jeppaferðir með
ferðamenn.
Dave segir að sér leiðist aldrei. „Það er allt-
af eitthvað að gera hérna, kjafta við fólkið,
drekka bjór og spila frisbígolf. Svo eltist ég við
sætu þjónustustúlkurnar hér. Þær segja mér
að hypja mig í burtu,“ segir hann í gríni.
Ertu eitthvað að fara á stefnumót með ís-
lenskum konum?
„Nei, en ég er á Tinder ef einhver hefur
áhuga!“ segir hann og brosir.
Að komast lifandi heim
Daginn eftir á blaðamaður aftur leið um Vík
og nú svífa litríkir vængir um himininn í
rjómablíðu. Þá er ekkert annað að gera en að
sjá hvað er svona stórkostlegt við þetta. Aft-
ur keyra þeir Gísli og Dave upp á fjall, en í
þetta sinn fer í gegnum huga blaðamanns
hvort hann komist lifandi frá þessu. Gísli lof-
ar því. „Annars máttu berja mig,“ segir hann
og hlær. Við göngum saman út á brún og áð-
ur en hægt er að depla auga er búið að festa
blaðamann við svifvæng, og Gísla. Grampa
Dave fullvissar mig um að allt verði í lagi. Við
hlaupum nokkra metra út á brún. „Þetta
mun breyta lífi þínu...,“ heyrist í Grampa
Dave þegar jörðin er ekki lengur undir fót-
um okkar. Reynisfjara blasir við beint fyrir
neðan. Við fljúgum hljóðlega um og útsýnið
er stórkostlegt. Gísli tekur nokkrar skarpar
beygjur og blaðamaður fær í magann og
skríkir eins og barn í rússibana. Eftir lend-
ingu horfum við upp í fjallið. Þar má sjá
Grampa Dave svífa vel og lengi. Frjáls eins
og fuglinn.
Grampa Dave nýtur lífsins í Vík í Mýrdal og vill hvergi annars staðar vera á sumrin. Hér sést hann
svífa yfir kirkjunni og er engu líkara en hann ætli sér að lenda á kirkjuturninum.
Morgunblaðið/Ásdís
Grampa Dave býr í afturhluta
trukks í Vík í Mýrdal yfir sumartím-
ann og er alsæll með vistarver-
urnar. Hann losaði sig við allar ver-
aldlegar eigur fyrir nokkrum árum
og finnst hann frjálsari fyrir vikið.
Gísli Steinar Jóhannesson, svifvængjamaður og stofnandi True Adventure, segir Grampa Dave mikla
hjálparhellu og góðan vin. Þeir félagar sjá um að svífa með ferðamenn yfir Vík og nágrenni.
2.7. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15