Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.07.2017, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.07.2017, Blaðsíða 40
SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 2017 Um helgina stendur yfir hátíð tileinkuð tísku og tækni í París. Tilgangurinn með hátíðinni er að sýna allt það nýj- asta sem er að gerast á mörkum tísku og tækni en hún er haldin í samvinnu borgaryfirvalda og Institut Français de la Mode. Á meðal þess sem tekið er fyrir á hátíðinni í ár er hvaða áhrif gervigreind, þrívíddarprentun og leysigeisla- skurður hefur á tískuiðnaðinn. Ennfremur verða veitt ýmis verðlaun á hátíðinni en á meðal þeirra verkefna sem eru tilnefnd eru nærföt fyrir karlmenn sem vernda frjósemi þeirra með því að skýla þeim gegn rafsegulbylgjum, skanni sem hannar þægilegan hæl á skó sem tekur tillit til hæðar konunnar og lögunar fótarins og vél sem prentar hvaða mynd sem er úr símanum þínum á neglur. AFP Mörk tísku og tækni Verk pólska listamannsins Kasia Mola heitir „Mannlegur mælir“ en fatnaðurinn mælir mengun. AFP Hátíð tileinkuð tísku fer fram í París um helgina en þar er tekið fyrir hvaða áhrif nýjasta tækni hefur á framtíð iðnaðarins. Hátíðin fer fram í París og lýkur sunnudaginn 2. júlí. Greint er frá komu ísbjörns í Sædýrasafnið í Hafnarfirði í frétt frá apríl 1970 en í fyrstu var ekki ljóst hvers kyns hann væri. „Þegar verið var að reyna að komast að því hvort þetta væri herra eða dama veitti húnninn svo harða mótstöðu að „sér- fræðingurinn“ slapp allur risp- aður á handleggjunum. En niðurstaðan varð sú að þetta væri dama. Litla birnan, sem er ekki meira en nokkurra mánaða gömul, var flutt um borð í flug- vélina í trékassa og þótt hún væri prúð á meðan á ferðalag- inu stóð leikur grunur á að hún hafi verið flugveik, því ekki leið henni vel fyrst eftir komuna til Íslands,“ segir í fréttinni. Birnan hresstist eftir að hún fékk mjólk, lýsi og svolítið af nýju kjöti og fiski að borða. „Sædýrasafnsmenn hafa leitað upplýsinga um bjarndýrafæði hjá dýragarðinum í Kaup- mannahöfn,“ segir í fréttinni, sem lýkur á þessum orðum: „Er því næst að athuga hvort ekki reynist unnt að útvega henni félagsskap – jafnaldra börn.“ GAMLA FRÉTTIN Flugveik birna Eftir að hafa fengið sér að borða og drekka og tekið sundsprett fór litla birnan að kanna umhverfið. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon ÞRÍFARAR VIKUNNAR Jennifer Lopez tónlistarkona Kolbrún Pálína Helgadóttir blaðakona Jessica Alba leikkonaSkeif | |u . Hægt að fá í mismunandi stærðum og viðartegundum. Viður/Corian Toppur GM 7700 Hnota 220x92 stækkun 1 x 100 cm. Plank GM3200 Gegnheil eik L270 D100 H74 stækkanlegt um 2x50cm Hægt að fá í fleiri stærðum og viðartegundum. Hægt að fá í mismunandi stærðum og viðartegundum. Glæsileg borðstof uborð frá naver collection í Danmörku Þar sem hefðir og h andverk fara saman Oval GM 9900 L200 D100 H74 Stækkanlegt, hver stækkun 50cm

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.