Morgunblaðið - 08.07.2017, Síða 6

Morgunblaðið - 08.07.2017, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2017 Bilbao&Baskaland sp ör eh f. Sumar 19 Í þessari glæsilegu ferð um Baskahéruð Spánar upplifum við í senn dásamlega náttúrufegurð, heillandi menningu og iðandi mannlíf. Frá Madrid höldum við um Baskahéraðið og njótum nærveru Cantabria fjallana. Í hafnarborginni Bilbao skoðum við hið fræga Guggenheimsafn og heimsækjum litríka sjávarbæinn San Sebastian við Biscaya flóann. 9. - 16. september Fararstjóri: Aðalheiður Jónsdóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 194.600 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! BAKSVIÐ Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is 130 einstaklingar sóttu um alþjóð- lega vernd á Íslandi í júní og heildarfjöldi umsókna á fyrstu sex mánuðum ársins er 500 en það eru um 80% fleiri umsóknir en bárust á fyrri helmingi síðasta árs (275). Fjölgunin sam- anborið við árið 2016, bendir því til þess að um- sóknir um al- þjóðlega vernd á árinu geti orðið allt að 2000 tals- ins, jafnvel fleiri, að mati Útlendingastofnunar. Það mat Útlendingastofnunar byggist m.a. á þeirri miklu fjölgun umsækjenda sem varð á fjögurra mánaða tímabili á seinnihluta síð- asta árs, ens og sjá má á meðfylgj- andi grafi. Fram kemur í upplýsingum Út- lendingastofnunar að flestir um- sækjendur um vernd í júní voru frá Albaníu, eða 44 og 40 voru frá Georgíu. Munum þurfa nýtt húsnæði Þórhildur Hagalín, upplýsinga- fulltrúi Útlendingastofnunar, segir að þeim hælisleitendum sem dvöldu í Víðisnesi til síðustu mán- aðamóta hafi verið fundinn sama- staður á öðrum stöðum, en stofn- unin sagði upp leigunni á Víðisnesi fyrir nokkru. „Það er ekki skortur á húsnæði hjá okkur eins og er, en miðað við okkar eigin áætlanir sjáum við fram á að þurfa að taka í gagnið nýtt húsnæði í stað Víðisness,“ sagði Þórhildur. Hún segir að stofnunin hafi ekki þurft að grípa til þess ráðs sem gert var í fyrra, að leigja hótelherbergi fyrir hæl- isleitendur.Þórhildur bendir á að ekki sé hægt að áætla með neinni nákvæmni hver fjöldi hælisleit- enda verði á þessu ári, en miðað við þann kúf sem varð á nokkurra mánaða tímabili á seinnihluta árs- ins í fyrra, megi allt eins gera ráð fyrir því að fjöldinn verði um eða yfir 2000, verði þróunin á þessu ári svipuð og í fyrra. „Þetta eru ónákvæm vísindi, en við verðum að vera undir það búin að fjöldinn geti orðið svona mikill,“ segir Þór- hildur. 25 fóru sjálfviljugir Í júnímánuði voru samtals 80 hælisleitendur fluttir úr landi. Stoðdeild Ríkislögreglustjóri flutti 42 einstaklinga úr landi, 25 yf- irgáfu landið sjálfviljugir með stuðningi Útlendingastofnunar og 13 með stuðningi Alþjóðafólks- flutningastofnunarinnar (IOM). Í júní drógu 44 umsækjendur til baka umsóknir sínar. Þórhildur segir að meirihluti þeirra sem drógu umsóknir sínar til baka, hafi farið aftur til síns heimalands, þ.e. landanna sem skilgreind eru sem örugg lönd, Albanía, Makedónía og Georgía. „Við teljum að flestir þeirra sem draga umsóknir sínar til baka og hverfa úr landi, geri sér grein fyr- ir því að þeir muni að öllum lík- indum fá synjun. Þegar umsókn um vernd er synjað þá getur það haft í för með sér, ef einstaklingar fara ekki sjálfviljugir úr landi, brottvísun og endurkomubann. Því er það heldur hvati fyrir þessa ein- staklinga að draga umsóknina til baka, því ef umsókninni er haldið til streitu geta þeir átt á hættu að fá á sig endurkomubann sem gildir þá inn á allt Schengen-svæðið,“ sagði Þórhildur. 80 hælisleitendur fóru í júní  Flestir umsækjendur um vernd í júní voru frá Albaníu, eða 44 og 40 voru frá Georgíu  Útlendingatofnun telur að hælisleitendur gætu orðið allt að 2000 á árinu Þórhildur Hagalín Fjöldi hælisleitenda 2015-2017 Heimild: Útlendingastofnun 250 200 150 100 50 0 2015 2016 2017 jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. 255 61 130 85 Bjarni Bene- diktsson, for- sætisráðherra, hefur ákveðið að skipa Salvöru Nordal, heim- speking, í emb- ætti umboðs- manns barna til næstu fimm ára. Tekur skipunin gildi frá 1. júlí 2017. Hún tekur við embættinu af Margréti Maríu Sigurðardóttur, sem gegnt hefur því frá árinu 2007. Salvör er með BA próf í heim- speki frá Háskóla Íslands, M.Phil í samfélagslegu réttlæti frá Stirling- háskóla í Skotlandi og doktorspróf í heimspeki frá Calgary-háskóla í Kanada. Hún hefur verið forstöðu- maður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands og lektor í heimspeki við sama skóla. Þá var hún formaður stjórnlagaráðs. 46 umsóknir bárust um embætti umboðsmanns barna, en tveir um- sækjendur drógu umsókn sína til baka. Salvör skipuð um- boðsmaður barna Salvör Nordal Breytt bráðalyf- lækningadeild Landspítalans hefur stytt bið- tíma sjúklinga töluvert á stutt- um tíma. Breyt- ingin felst aðal- lega í verklagi sem búið er að þróa erlendis en unnið er eftir er- lendri fyrirmynd sem nefnist greiningardeild eða Medical Assessment Unit (MAU). Deildin var opnuð með nýju sniði 1. júní og Ragnar Freyr Ingvarsson, sér- fræðingur á lyflækningadeild spít- alans, segir breytt verklag hafa stytt biðtíma úr 16,6 stundum nið- ur í 8 stundir á fyrstu þremur vik- um júnímánaðar. Verklagið bygg- ist á þverfaglegri samvinnu og segir Ragnar að vegna þessa sé það ekki háð því hvaða sérfræð- ingur sé á vakt hverju sinni hvaða meðferð sjúklingur fær. olofr@mbl.is Stytta biðtíma á Landspítalanum Ragnar Freyr Ingvarsson Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Í gær greindi Morgunblaðið frá því að áform séu um opnun 30 nýrra veitingahúa í miðborg Reykjavíkur á næstu miss- erum. Þessi nýju veitingahús munu eðli málsins sam- kvæmt þarfnast faglærðra mat- reiðslu- og fram- reiðslumanna. Níels Sigurður Olgeirsson, for- maður Matvæla- og veitingafélags Íslands, segir að- sókn í nám í þessum greinum hafa tekið við sér síðustu ár. „Það hefur orðið fjölgun í mat- reiðslu- og framreiðslunámi sér- staklega. Ég held að það séu núna um 300 nemendur í matreiðslu og um 100 nemar í framreiðslu. Fyrir nokkrum árum var verið að fella nið- ur kennslu vegna þess að það vant- aði nemendur, en það er liðin tíð. Þetta hefði mátt fara hraðar og fyrr af stað, en ég held að þetta sé á réttri leið.“ segir Níels í samtali við Morgunblaðið. Faglærðir skili meiru í kassann Þó þurfi enn að notast við aðflutt vinnuafl og ófaglært fólk. „Við þurf- um að flytja inn fólk og við þurfum að nota ófaglært fólk í sal. Eftir að prósentukerfið var lagt af var fram- reiðslufagið eiginlega þurrkað út, en það er að lifna við aftur,“ segir Níels. Hann segir veitingamenn loksins vera að vakna og átta sig á því að þeir þéni mun meira með því að hafa faglærða framreiðslumenn í vinnu. „Þetta eru veitingamenn farnir að sjá, sem betur fer. En það hefði mátt byrja fyrr. Fjölgunin hefði mátt byrja fyrr svo að við hefðum verið betur í stakk búin að taka við þessum erlendu gestum okkar. Það sem þeir kvarta hvað sárast undan er léleg þjónusta.“ Níels segir veitingamenn hafa verið of gráðuga í lengri tíma og sparað við sig þar sem síst skyldi, í starfsmannamálum. „Ég er búinn að berjast fyrir því í þrjátíu ár að auka nýliðun í framreiðslu og matreiðslu. Það hefur ekki verið hlustað á það. Veitingamenn hafa verið of gráð- ugir. Þeir vildu fá ódýrara vinnuafl, en áttuðu sig ekki á því að þeir þén- uðu mikið minna fyrir vikið.“ Varðandi þann fjölda veitinga- staða sem fyrirhugað er að opna í Reykjavík á næstunni segir Níels að nauðsynlegt sé að flóran verði fjöl- breytt. „Sumir ferðamenn vilja borga lítið fyrir matinn en svo eru aðrir sem vilja borga vel og fá fína þjónustu. Maður heyrir allt of mikið um það að fólk kíki inn, líti á mat- seðil og labbi svo bara út og hristi hausinn.“ Stórkaupmenn of gírugir Hann telur styrkingu krónunnar ekki hafa skilað sér að fullu til veit- ingamanna í formi lægra innkaups- verðs á innfluttum hráefnum. „Kannski voru stórkaupmenn og kaupmenn of gírugir og lækkuðu ekki verðið til veitingahúsanna.“ Það hafi mögulega gert veitinga- mönnum ókleift að lækka verðið og það hafi valdið því að verðið sé svim- andi hátt fyrir erlenda ferðamenn. „Þegar hamborgarinn er kominn vel á fjórða þúsund er ekki alveg rétt gefið,“ segir Níels. Segir veitingamenn vera að vakna af græðginni  Aukin aðsókn í matreiðslu- og framreiðslunám Níels Sigurður Olgeirsson Fram kemur í upplýsingum Út- lendingastofnunar að um 550 einstaklingar njóti þjónustu í verndarkerfinu á Íslandi um þessar mundir, þar af séu um 250 manns í þjónustu hjá fé- lagsþjónustu Reykjavíkur- borgar, Hafnarfjarðarbæjar og Reykjanesbæjar á grundvelli þjónustu- samninga við Útlendingastofnun. Meðalmálsmeðferðartími 116 dagar Móttöku- og þjónustuteymi Útlendingastofnunar veitir um 300 ein- staklingum þjónustu í búsetuúrræðum stofnunarinnar. Meðalmálsmeðferðartími allra afgreiddra umsókna um vernd á öðrum ársfjórðungi 2017 hafi verið 116 dagar (162 mál). Að meðaltali hafi tekið 179 daga að afgreiða umsókn um vernd í hefðbundinni efnismeðferð (61 mál), 63 daga í forgangsmeðferð (22 mál) og 82 daga tók afgreiðslan á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar (79 mál). Um 550 njóta þjónustunnar UM 80% FLEIRI UMSÓKNIR UM ALÞJÓÐLEGA VERND Morgunblaðið/ Kristinn Magnússon Hælisleitendur Ahmadi fjölskyldan.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.