Morgunblaðið - 08.07.2017, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 08.07.2017, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2017 Það liðu tíu dagar frá því aðskolpdælustöð við Faxaskjól bilaði og fór að dæla úrgangi í fjör- una þangað til sagt var frá ástand- inu.    Og það var ekkivegna þess að borgarstjóri eða fjölmenn „upplýs- ingadeild“ borgar- innar hefðu varað borgarbúa við, heldur vegna þess að fréttamenn komust á snoðir um málið.    Þegar saurgerlamagn var mælt íjúní kom í ljós að sýnin voru yf- ir viðmiðunarmörkum. En þau voru innan skekkjumarka og þess vegna var víst ekkert gert.    Borgarbúar héldu því áfram aðleika sér í fjörunni og synda í sjónum eins og ekkert hefði í skor- ist.    En svo gerðist það, sem þurftikannski ekki að koma á óvart miðað við að 750 lítrar af skólpi dældust út um neyðarlúgu á hverri sekúndu, að sýnin fóru vel yfir mörkin. Frá því var loks greint í gær.    Starfsmaður borgarinnar sagðistekki myndu fara með börnin sín í fjöru þar sem eru saurgerlar, en hvernig stendur þá á því að borgarbúar voru ekki varaðir við hættunni af þessari stærstu bilun sem komið hefur upp í dælustöðv- um borgarinnar?!    Taldi borgin betra að fela hætt-una fyrir borgarbúum?    Hefur borgin engum skyldum aðgegna gagnvart borgarbúum þegar svona kemur upp á? Dagur B. Eggertsson. Átti borgin ekki að vara við hættunni? STAKSTEINAR Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Sala á áfengi gegnum ÁTVR var meiri fyrri hluta ársins en á sama tímabili í fyrra þótt þá hafi verið um metár að ræða. Sala á sígarettum heldur hins vegar áfram að dragast saman og nam samdrátturinn á fyrri hluta ársins nærri 9,6% borið saman við fyrri hluta ársins 2016. Áfengissala meiri en í fyrra Uppsöfnuð áfengissala frá jan- úar til júní í ár er tæplega 600 þús- und lítrum meiri en á sama tíma í fyrra og er um 6,3% aukningu að ræða. „Skýringin er kaupmáttar- aukning, en aðrir þættir eins og gott veður og fjölgun ferðamanna geta líka haft áhrif til aukningar,“ segir Sveinn Víkingur Árnason, framkvæmdastjóri hjá ÁTVR. Hann telur þó að landsmenn eigi sjálfir mestan þátt í þeirri sölu- aukningu sem orðið hefur á áfengi. Sterk fylgni sé á milli kaupmáttar og áfengissölu en verð á áfengi hef- ur ekki hækkað í samræmi við kaupmáttaraukninguna sem orðið hefur á undanförnum misserum. Áfengisgjaldið hafi verið hækkað í fyrra, en sé þó ekki komið upp í það hlutfall sem lagt var upp með 1995 þegar það var sett á. Samdráttur í tóbakssölu Sala á sígarettum hefur minnkað um um það bil 46.500 karton miðað við júní í fyrra. Er það allmikill samdráttur í sölu sem þó hefur far- ið minnkandi ár frá ári, en tóbaks- gjald var hækkað um sl. áramót. Sala á sígarettum hefur farið minnkandi undanfarin ár en minnkunin nú er meiri en árin á undan. Sala á neftóbaki er heldur minni það sem af er árinu en á sama tímabili í fyrra. „Talsverð hækkun varð á tóbaks- gjaldi á neftóbak um áramótin og virðist það hafa haft áhrif til minnkunar á söluna á þessu ári,“ segir Sveinn Víkingur. „Við gætum því dregið þá ályktun að verð- hækkanir á neftóbaki hafi haft áhrif til minnkunar á sölu.“ Fram kemur í ársskýrslu ÁTVR fyrir árið 2016, að reksturinn hafi aldrei gengið jafn-vel í 95 ára sögu fyrirtækisins. Var hagnaður ársins rúmlega 1,6 milljarðar króna. Tóbakssala dregst saman Sala ÁTVR á áfengi og sígarettum 2013-17 Áfengissala, jan.-júní (milljónir lítra) Sígarettur, jan.-júní (þúsundir kartona) 10 8 6 4 2 0 2013 2014 2015 2016 2017 8,5 8,8 8,9 9,5 10 501 534 517 492 445  Sala á áfengi heldur áfram að aukast Borgarráð hefur samþykkt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs um breytingar á skilmálum deiliskipu- lags Njálsgötureits. Breytingin felst í því að heimilað verði að hafa gististarfsemi við Barónsstíg en borgarráði bárust 22 athugsemdir varðandi málið. Tillagan var sam- þykkt með fjórum atkvæðum borg- arráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata. Benóný Ægisson, formaður Íbúa- samtaka Miðborgar Reykjavíkur, segist harma ákvörðun borgarráðs og samtökin muni mótmæla þessari ákvörðun. ,,Of mikið af íbúðar- húsnæði er nú þegar nýtt fyrir ferðamannagistingu,“ segir Benóný og bætir við að mikil þörf sé á íbúð- um fyrir ungar fjölskyldur. ,,Íbúasamtökin kröfðust þess að borgarráð myndi framfylgja stefnu borgarinnar um að ekki rísi fleiri hótel í miðborginni. Þetta er hið versta mál að þeir skuli fara framhjá þeirri stefnu, fólk þarf að geta treyst því að ákvarðanir stjórnvalds standi.“ Í bókun sem borgarráðsfulltrúar sem greiddu atkvæði með tillögunni sendu frá sér kemur fram að í gildandi aðalskipulagi sé Baróns- stígur skilgreindur sem aðalgata og því sé erfitt að finna málefnaleg rök fyrir því að hafna því að deili- skipulagi á Njálsgötureit verði breytt í samræmi við það. „Almenn stefnumörkun borgarinnar er samt sem áður skýr og miðar að því að vernda íbúðabyggð í miðborginni,“ segir í bókuninni. urdur@mbl.is Ekki tekið tillit til athugasemda Framtak-Blossi er umboðsaðili fyrirVOLVO PENTA á Íslandi Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is Framtak-Blossi kappkostar að bjóða góða þjónustu og sanngjarnt verð á varahlutum. Hafið samband við Hafþór í síma 895-3144 eða hafthor@blossi.is Veður víða um heim 7.7., kl. 18.00 Reykjavík 11 skýjað Bolungarvík 10 súld Akureyri 16 skýjað Nuuk 6 skýjað Þórshöfn 11 léttskýjað Ósló 19 léttskýjað Kaupmannahöfn 18 rigning Stokkhólmur 21 heiðskírt Helsinki 18 heiðskírt Lúxemborg 29 léttskýjað Brussel 27 heiðskírt Dublin 17 skýjað Glasgow 15 alskýjað London 26 léttskýjað París 33 heiðskírt Amsterdam 22 léttskýjað Hamborg 24 skúrir Berlín 25 þrumuveður Vín 30 léttskýjað Moskva 11 skúrir Algarve 23 léttskýjað Madríd 16 þrumuveður Barcelona 29 heiðskírt Mallorca 33 heiðskírt Róm 32 heiðskírt Aþena 32 heiðskírt Winnipeg 20 léttskýjað Montreal 24 skýjað New York 20 rigning Chicago 27 skýjað Orlando 31 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 8. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:23 23:44 ÍSAFJÖRÐUR 2:35 24:41 SIGLUFJÖRÐUR 2:15 24:27 DJÚPIVOGUR 2:42 23:24

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.