Morgunblaðið - 08.07.2017, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 08.07.2017, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2017 Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Ég er bara svona hobbí-kall. Þetta byrjaði þegarég var í Ármúlaskólafyrir margt löngu. Þar komst ég fyrst í kynni við renni- bekk hjá smíðakennara. Í mörg ár lá þetta niðri þar til ég fór að kenna smíði,“ segir Kolbeinn Kon- ráðsson. Hann segist hafa byrjað á því að kaupa sér lítinn rennibekk og móta sér sérstöðu í smíðinni. „Ég ákvað strax að gera hlutina öðru- vísi en almennt gerist. Ég vinn mest úr birki, það er fallegasti og skemmtilegasti viðurinn. Með því að fara beint ofan í viðinn í stað þess að fara þvert á bolinn næ ég að halda berkinum. Þannig fær hver hlutur sitt einkenni, fær að halda sér og njóta sín,“ segir Kol- beinn, sem rennir mest skálar og glös. „Vanalega eru munir úr tré ol- íubornir. Þá hluti sem ég renni með berkinum lakka ég með vatns- lakki. Það er engin olía sem heldur berkinum. Af því að ég nota vatnslakk er hægt að nýta skálarnar undir matvæli. Glös- in og könnurnar eru olíubornar en ég nota olíu sem er við- urkennd til nota á matarílátum,“ segir Kolbeinn. Konan kom öllu af stað Fyrstu árin notaði Kolbeinn nánast ein- göngu efnivið úr garð- inum heima hjá sér. „En svo fékk ég boð um tré úr öðrum görðum og skógum. Ég er núna að smíða úr elsta birkiskógi í Skagafirði sem er við þjóðveg eitt í Akrahreppi.“ Kolbeinn vill ekki kaupa efni og líma saman. „Ég vil helst kom- ast beint í skóginn eða höggva tréð sjálfur. Það eru tvennar svalir á húsinu hjá mér og þar undir er fínasta þurk- og geymslupláss fyr- ir birkið og annan við sem mér áskotnast. Linda Gunnarsdóttir, eigin- kona mín, tekur þessu vel; hún er vön því að hafa þetta svona. Það er eiginlega hún sem kom framleiðslunni minni á fram- færi. Þetta vatt upp á sig þegar Linda fór að setja myndir á fésbókina. Hug- myndin í upphafi var að renna muni fyr- ir fjölskylduna. Linda tekur þátt í þessu með mér og sér um að mála Rennir listaverk úr viði og birkiberki Kolbeinn Konráðsson, smiður í Varmahlíð í Skagafirði, býr á 4.000 fermetra skógivaxinni eignarlóð. Hann hefur undanfarin ár unnið alls kyns handverk úr efniviði úr eigin garði. Kolbeinn vinnur að mestu úr birki og selur afurðir sínar, skálar og glös, á handverkssýningum víða um land. Fyrir hver jól rennir hann jólasveina og snjókalla sem eiginkona hans, Linda Gunnarsdóttir, málar. Hjónakrúsir Renndar kaffikrúsir með nöfnum hjónanna. Kolbeinn fer með krúsirnar á allar handverkssýningar. Það er birkibragð af kaffinu í byrjun. Listamaður Kolbeinn Konráðsson er með margar hugmyndir í kollinum. Gestum á safni einu í London gefst nú tækifæri til þess að setja saman beinagrind af átta metra löngum hval sem tveir sjómenn fengu í netið fyrir 157 árum. Þetta kemur fram á vef breska blaðsins Guardian. Hvalurinn þótti mikill fengur og vakti víða athygli. Árið 1948 var beinum hvalsins komið fyrir á safninu í London en aldrei fyrr hefur fundist pláss fyrir þau öðruvísi en að geyma þau í sér- merktum sýningarskápum. Þangað til núna. Framkvæmdastjóri safns- ins, Jack Ashby, fullyrti að hvalurinn væri stærsta dýr safnsins en sagði þó að starfsmenn safnsins væru ekki vissir um að öll beinin væru til staðar, þar sem þeim hefði aldrei verið raðað upp á réttan hátt. Því var ákveðið að bjóða fólki að koma og taka þátt í því að púsla bein- unum saman til að reyna að fá heildstæða mynd á dýrið. Um afar fágætan hval er að ræða þar sem þessi tegund heldur sig að mestu djúpt neðansjávar. Árið 2006 komst þó hvalur af þessari tegund í fréttirnar þegar til hans sást synda upp Thames ána í hjarta Lundúna. Ekki tókst að koma dýrinu lifandi aftur til sjávar. London Museum leggur í óvanalegt verkefni REUTERS Hvalur Gaman er að fá að setja saman beinagrind af stórum hval. Gestir fá að púsla beinum Breska rokkhljómsveitin Coldplay hefur gefið út lag í samstarfi við tónlistar- goðsögnina Brian Eno en sá er þekktur fyrir að hafa starfað með tónlistarmanninum David Bowie. Þetta kemur fram á vef The Guardian. Markmiðið með útgáfu lagsins er að styðja flóttamenn sem leggja í lífs- hættulega för yfir Miðjarðar- hafið til þess að komast til Evr- ópu í leit að betra lífi heldur en heima fyrir. Lagið Aliens er fyrsta lagið sem birt er af væntanlegri smá- skífu Coldplay, Kaleidoscope. Í tilkynningu frá hljómsveitinni kemur fram að allur ágóði af laginu muni renna til hjálp- arstöðvar á Möltu sem aðstoðar flóttamenn sem þangað koma, auk þess sem hjálparsveitir eru sendar út reglulega til þess að aðstoða flóttamenn á hafi úti. Coldplay var stofnuð árið 1996 og hefur átt góðu gengi að fagna allar götur síðan. Hljómsveitin hefur gefið út fjórar breiðskífur sem allar hafa slegið í gegn og sömuleiðis hefur sveitin gefið út fjölda smáskífa. Ein þeirra, Clocks, vann til Grammy-verðlauna árið 2004. Kaleidoscope, platan sem skartar lag- inu Aliens, mun koma út í fullri lengd síðar í þessum mánuði, hinn 14. júlí næstkomandi. Hljómsveitin Coldplay lætur ekki sitt eftir liggja Sömdu lag fyrir fólk á flótta Coldplay Hljómsveitarmeðlimir í rokksveit- inni reynast vera með hjarta úr gulli. Ljósmynd/Tom Sheehan Starfsmannafatnaðu fyrir hótel og veitingahú Höfðabakka 9, 110 Reykjavík Sími 525 8210 eddaehf@eddaehf.is www.eddaehf.is Allt lín fyrir: Hótelið • Gistiheimilið • Bændagistinguna • Airbnb Veitingasalinn • Heilsulindina • Þvottahúsið • Sérverslunina Rúmföt og handklæð fyrir ferðaþjónustuna Eigum allt fyrir: • Þjóninn • Kokkinn • Gestamóttökuna • Þernuna • Vikapiltinn • Hótelstjór r s i nandann 85 ÁRA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.