Morgunblaðið - 08.07.2017, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2017
Alexander Gunnar Kristjánsson
agunnar@mbl.is
Ekki er nema tæpur mánuður í
stærstu ferðahelgi sumarsins, versl-
unarmannahelgina. Að venju er nóg
um að vera um allt land og því ekki
seinna vænna að taka saman hátíða-
höld helgarinnar. Margar rótgrónar
hátíðir fara fram um þessa helgi og á
því verða litlar breytingar í ár.
Evrópukeppnin í mýrarbolta sem
haldin hefur verið á Ísafirði síðustu
ár færir sig um set en þetta árið
verður keppt á nýjum keppnis-
völlum í Bolungarvík. Að sögn móts-
haldara er það gert til að bæta þjón-
ustu við keppendur en nýja svæðið
er minna og tónleikastaður, sund-
laug, tjaldsvæði og keppnisvellir allt
á sama blettinum. Þetta sé einnig
gert til að bregðast við fækkun
keppenda undanfarin ár.
Nýjungar í Neskaupstað
Vatnaskil verða í Neskaupstað
þar sem fjölskylduhátíðin Neistaflug
er haldin því í fyrsta sinn í tæpa tvo
áratugi munu skemmtikraftarnir
Gunni og Felix ekki kynna hátíðina.
Þeirra í stað munu leikararnir Rún-
ar Freyr og Hallgrímur Ólafsson
stýra fjöldasöng á föstudegi auk
þess sem hljómsveitin Amabadama
leikur fyrir dansi. Árlegt Barðsnes-
hlaup verður ræst á laugardags-
morgni og Golfklúbbur Norðfjarðar
stendur fyrir Neistaflugsmótinu.
Stærsta samkoma verslunar-
mannahelgarinnar undanfarna ára-
tugi hefur verið þjóðhátíð í Vest-
mannaeyjum en jafnan leggja um
15.000 manns leið sína til Eyja til að
berja listamennina augum, skemmta
sér og öðrum. Meðal þeirra sem
fram koma eru Páll Óskar, Hildur og
rapparinn Herra Hnetusmjör að
ógleymdum Aroni Can.
Tvöföld hátíð fyrir norðan
Á Akureyri verða tvær hátíðir
haldnar samhliða, Íslensku sumar-
leikarnir og Ein með öllu. Ein með
öllu er hefðbundin bæjarhátíð með
útimarkaði, hoppuköstulum og hinu
árlega kirkjutröppuhlaupi. Helstu
tónlistarmenn láta sig að sjálfsögðu
ekki vanta en Gréta Salóme, Aron
Can og Páll Óskar koma fram auk
þess sem norðlenska rokk-
hljómsveitin 200.000 naglbítar snýr
aftur á heimaslóðir með Vilhelm
Anton Jónsson heimspeking í broddi
fylkingar. Íslensku sumarleikarnir
eru haldnir í samstarfi við Hjólreiða-
félag Akureyrar en keppt verður í
ýmiss konar hjólreiðagreinum svo
sem fjallabruni í Hlíðarfjalli og
kirkjutröppuhjólreiðum.
Innipúkum fjölgar
Þeim sem vilja njóta kyrrðarinnar
í borginni um verslunarmannahelg-
ina er bent á Innipúkann, tónlistar-
hátíð sem fram fer á skemmtistöð-
unum Húrra og Gauknum í miðborg
Reykjavíkur. Hátíðin hefur notið
vaxandi vinsælda undanfarin ár.
Gatan á milli Hafnarstrætis og
Tryggvagötu, Naustin, verður tyrfð
og lokuð fyrir bílaumferð meðan á
hátíðinni stendur. Þar verður boðið
upp á götuhátíð samhliða tónleika-
haldinu sem fer mestmegnis fram
innandyra, eins og nafn hátíðarinnar
ber með sér. Fram koma Alvia Is-
landia, Daði Freyr, FM Belfast, Vök
og fleiri.
Undanfarin 65 ár hefur Hvíta-
sunnukirkjan haldið kristilegt fjöl-
skyldumót undir nafninu Kotmót. Á
því verður engin breyting í ár en
bindindismótið verður haldið í
Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð. Bæna-
stundir og samverustundir eru á
dagskrá og auk þess gefst gestum
kostur á að skírast í söfnuðinn.
Úti er ævintýri
Allt er í heiminum hverfult og þar
eru bæjarhátíðir engin undantekn-
ing. Ekkert síldarævintýri verður á
Siglufirði þessa verslunarmanna-
helgina en hátíðin hefur verið haldin
síðustu 26 ár. Í samtali við Morgun-
blaðið í síðasta mánuði sagði Gunnar
I. Birgisson, bæjarstjóri í Fjalla-
byggð, lítinn áhuga hafa verið fyrir
Síldarævintýrinu síðustu ár og því
hefði verið ákveðið að leggja hátíð-
ina niður en halda aðra bæjarhátíð
vikuna fyrir verslunarmannahelgi.
Baráttan um verslunarmanna-
helgargestina er enda hörð.
Hátíðarhöld um allt land
Rótgrónar bæjarhátíðir um verslunarmannahelgi Mýrarboltinn fluttur til
Bolungarvíkur Gunni & Felix fjarri góðu gamni á Neistaflugi að þessu sinni
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Umferð Verslunarmannahelgin er stærsta ferðahelgi ársins. Langar um-
ferðarteppur geta myndast inn og út úr borginni og á helstu vegum.
Orkustofnun og Orkudeild banda-
ríska utanríkisráðuneytisins und-
irrituðu í síðasta mánuði sam-
komulag um samstarf á sviði
alþjóðlegrar þróunar jarðhita sín
á milli. Baldur Pétursson, verkefn-
isstjóri alþjóðlegra verkefna og
kynningar hjá Orkustofnun, og
Paul Hueper, framkvæmdastjóri
orkuáætlana hjá bandaríska
utanríkisráðuneytinu, undirrituðu
samkomulagið.
Helsta markmið samkomulags-
ins er að styðja og efla þróun
jarðhita í þriðju löndum með sam-
starfi um þjálfun og aðstoð á sviði
tækni, auðlindanýtingar og reglu-
verks.
Samstarf við Orku-
deild Bandaríkjanna
Matsfyrirtækið Fitch Ratings til-
kynnti í gær að það hefði hækk-
að lánshæfiseinkunn íslenska rík-
isins á langtímaskuldbindingum í
innlendri og erlendri mynd í
„A-“ úr „BBB+“. Þá eru horfur
fyrir einkunnina sagðar jákvæð-
ar. Drifkraftar hækkunarinnar
eru einkum batnandi ytri staða
þjóðarbúsins og skuldalækkun
hins opinbera ásamt sterkum
hagvexti.
Segir í tilkynningu fyrirtækis-
ins að þættir sem leitt gætu til
frekari hækkunar lánshæfis-
einkunnarinnar séu geta þjóðar-
búsins til að mæta ytri áföllum
eftir afnám fjármagnshafta,
áframhaldandi hagvöxtur án of
mikils þjóðhagslegs ójafnvægis
og áframhaldandi lækkun
skuldahlutfalla hins opinbera,
studd af ábyrgri ríkisfjármála-
stefnu.
Fitch hækkar
einkunn ríkissjóðs
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
„Með tilkomu lyfjagagnagrunns er
betur hægt að fylgjast með því hvaða
lyfjum hefur verið ávísað á sjúkling,“
segir Ólafur B. Einarsson, sérfræð-
ingur hjá embætti landlæknis, en á
fyrri helmingi þessa árs fengu 75
þúsund einstaklingar ávísað ávana-
bindandi lyfjum.
„Notkun lækna á lyfjagagna-
grunni kemur í veg fyrir svokallað
læknaráp þar sem einstaklingar
verða sér út um aukið magn ávana-
bindandi lyfja með því að fara á milli
lækna. Það getur engu að síður átt
sér stað í dag sökum þess að ekki all-
ir læknar nýta sér lyfjagagnagrunn-
inn.“
Í samantekt sem Ólafur kom að
fyrir hönd embættis landlæknis
kemur fram að á síðustu árum hefur
þeim fækkað sem eru á of stórum
skömmtum af svefn- og róandi lyfj-
um og einnig fækkar þeim sem fá
stóra skammta af örvandi lyfjum.
„Það eru jákvæðar fréttir í þessu
en einnig neikvæðar. Það er fækkun
í einhverjum flokkum og fjölgun í
öðrum því miður,“ segir Ólafur en
það er áhyggjuefni að hans mati að
enn fjölgar í hópi þeirra sem fá ávís-
að sterkum verkjalyfjum í of miklum
mæli. Þannig eru 43 einstaklingar
sem fá lyfin oxýkódon og 168 sem fá
parkodin forte í stórum skömmtum.
Í leiðbeiningum embættis land-
læknis segir að almennt gildir um
ávanabindandi lyf, eins og öll önnur
lyf, að ekki ætti að ávísa þeim nema
undirliggjandi vandi hafi verið
greindur að fullu og að fyrir liggi
skýr meðferðaráætlun.
Morgunblaðið/Arnaldur
Lyf Lyfjagagnagrunnur hjálpar læknum að takmarka svokallað læknaráp
sjúklinga sem sækjast eftir stærri skömmtum ávanabindandi lyfjum.
Stórir skammtar
enn vandamál
Mikilvægt að takmarka læknaráp