Morgunblaðið - 08.07.2017, Síða 20

Morgunblaðið - 08.07.2017, Síða 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2017 Ný glæsileg heimasíða acredo.is Hátúni 6a Sími 577 7740 carat.is acredo.is Trúlofunarhringir fh Giftingarhringir fh Demantsskartgripir STUTT ● Brimgarðar juku við hlut sinn í tveimur fasteignafélögum sem skráð eru í Kauphöll í vikunni, samkvæmt ný- birtum hluthafalista. Fasteignafélögin þrjú sem skráð eru á markað hafa lækk- að um 9-12% undanfarinn mánuð. Fjárfestingafélagið á 5,7% hlut í Eik eftir að hafa keypt fyrir tæplega 150 milljónir króna í vikunni. Markaðsvirði hlutarins er 2,1 milljarður króna. Brim- garðar keyptu sömuleiðis fyrir 47 millj- ónir í Reitum fasteignafélagi og jókst hlutafjáreignin í 9%. Markaðsvirði hlut- arins er 1,3 milljarðar króna. Brimgarðar eiga 1,7% hlut í þriðja fasteignafélaginu sem skráð er á mark- að, en það er Reginn. Sá hlutur er met- inn á 712 milljónir króna. Brimgarðar eru í eigu Guðnýjar, Eggerts, Halldórs og Gunnars Gíslabarna. Bættu við sig í tveimur fasteignafélögum Herbergjanýting Icelandair Hotels í júní dróst saman um 4,5 prósentu- stig miðað við sama mánuð á síðasta ári, en nýtingin var 80%. „Þessi her- bergjanýting er mjög góð í alþjóð- legum samanburði. Síðasta ár var óvenjugott og herbergjanýting í borginni var ótrúlega góð. Það er því alls ekki hægt að kvarta yfir þessari nýtingu,“ segir Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins, í samtali við Morgunblað- ið. Seldum gistinóttum fjölgaði á sama tíma um 5%, en í júní voru seld- ar gistinætur 32.162 samanborið við 30.669 á síðasta ári. Magnea Þórey segir að sterkt gengi krónunnar hafi mikil áhrif. „Það er miklu dýrara fyrir ferða- menn að koma til okkar núna en á sama tíma í fyrra. Við erum alveg farin að finna fyrir því að áfanga- staðurinn þykir dýr í samkeppni við marga aðra áfangastaði.“ Þynnist úr hópum Hún segir að mestu máli skipti að í fyrra hafi allir hópar verið að skila sér en núna sé að þynnast úr hópum. „Gestirnir dvelja skemur en þar að auki er mun minna um bókanir með skömmum fyrirvara.“ Í júní voru framboðnar gistinætur Icelandair Hotels rúmlega 40 þús- und samanborið við rúmlega 36 þús- und í júní á síðasta ári. Aukningin á milli ára nemur því alls 11%. Þessa aukningu má rekja til opnunar Ca- nopy by Hilton-hótelsins við Smiðju- stíg í miðbæ Reykjavíkur á síðasta ári og fleiri opnunardaga Eddu hót- elanna víðs vegar um landið. gislirun- ar@mbl.is Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gisting Seldar gistinætur Icelandair Hotels í júní voru rúmlega 32 þúsund. Herbergjanýting dróst saman  Framboðnar gistinætur aukast um 11% á milli ára hjá Icelandair Hotels VIÐTAL Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Woody Tasch, upphafsmaður Slow Food-hreyfingarinnar, talar fyrir því að fjármagnseigendur leggi að minnsta 1% af auðlegð sinni í að styðja við bakið á litlum, umhverfis- vænum matvælafyrirtækjum sem starfrækt eru í nágrenni hvers og eins. Með því sé jafnframt hlúð að menningararfleifð, heilsu neytenda og uppbyggingu nærsamfélaga. Hreyfingin er rekin án hagnaðar- sjónarmiða og tengir saman fjár- festa og matarfrumkvöðla. „Það er ekki hagnaðarvon sem rekur mig áfram heldur langar mig til að skapa langtímavirði fyrir samfélagið,“ seg- ir hann í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að hlýnun jarðar sé al- varlegt vandamál sem leysa þurfi með róttækum aðgerðum. „Ein af þeim lausnum er að hægja á ferð fjármagns,“ segir hann og hvetur því til þess að færa hluta af auðlegð fjár- festa úr alþjóðlega hagkerfinu í smærri vistvæn matvælafyrirtæki. „Við erum ekki á móti alþjóðavæð- ingu heldur á móti því að allt sé al- þjóðavætt á kostnað samfélagsins,“ segir Tasch. Að hans sögn tengja samtökin saman einstaklinga sem hafa fé á milli handanna, matvælafrumkvöðla og bændur og reyni að fræða þá og hvetja áfram í að sinna vistvænum verkefnum. Sex milljarða fjárfesting Slow Food-hreyfingin starfar einkum í Bandaríkjunum en teygir anga sína til Kanada, Sviss, Belgíu og Frakklands. Frá árinu 2010 hefur hreyfingin fjárfest fyrir að jafnvirði um sex milljarða króna í rúmlega 600 fyrirtækjum. Meðalfjárhæð sem rennur í hvert og eitt er tæplega tíu milljónir króna. Hann segir ekki ljóst hver arðsemi fjárfestinganna sé því þeim sé ekki stýrt miðlægt held- ur ráða meðlimir hvernig þeir haga sínum málum. Megnið af fjárfesting- unum séu lán sem veitt séu á lágum vöxtum. „Við munum aldrei hagnast verulega á þessu. Annaðhvort mun- um við tapa litlu eða græða lítið,“ segir Tasch. Hann er á eftirlaunum en er í fullu starfi að sinna Slow Money. Á ní- unda áratugnum starfaði hann sem áhættufjárfestir í New York. Fyrir tíu árum skrifaði hann bók um mál- efnið sem ber nafnið Inquiries into the Nature of Slow Money: Invest- ing as if Food, Farms, and Fertility Mattered. „Ég var ekki að reyna að hrinda af stað byltingu en þetta varð að hreyfingu,“ segir hann og nefnir að 50-100 þúsund manns teljist til meðlima í Bandaríkjunum. „Tugir þúsunda mæta á fundi,“ segir hann. Tasch flutti erindi fyrir skömmu í Sjávarklasanum og var hann á veg- um frumkvöðlafyrirtækisins Spor í sandinn. Fjárfesta í umhverfisvænni matvælaframleiðslu  Woody Tasch segir að það sé viðleitni til að draga úr hlýnun jarðar Umhverfismál Woody Tasch, stofnandi Slow Food, segir að hagnaðar- sjónarmið reki hann ekki áfram í umhverfisvænum fjárfestingum. Morgublaðið/Hanna Fjárfest fyrir sex milljarða » Meðlimir Slow Food hafa fjárfest fyrir að jafnvirði sex milljarða króna í rúmlega 600 fyrirtækjum. » Meðalfjárhæð sem rennur í hvert og eitt er tæplega tíu milljónir króna. » Fjárfestingarnar eru eink- um lán á lágum vöxtum. » Woody Tasch skrifaði bók fyrir tíu árum um fjárfestingastefnuna Slow Food. Í dreifibréfi til lífeyrissjóða, sem fjármálaeftirlitið birti í frétt á heimasíðu sinni í gær, ítrekar eftir- litið að sjóðfélagar sem ráðstafa hluta í séreignasjóð ráði sjálfir í hvaða séreignasjóð það verður. Bréfið er sent út í tilefni breyt- inga sem urðu á lífeyriskerfinu frá og með síðustu mánaðamótum þeg- ar framlag atvinnurekenda hækk- aði um 1,5% upp í 10% af launum og launþegum bauðst að setja allt að 2% af launum í svokallaða til- greinda séreign. „Vegna villandi fréttaflutnings og upplýsinga á heimasíðum lífeyrissjóða ákvað Fjármálaeftirlitið að senda lífeyris- sjóðum dreifibréf þar sem ítrekað er að þeir sjóðfélagar sem ráðstafa hluta í séreignasjóð ráði sjálfir í hvaða séreignasjóð það verður,“ segir á heimasíðu FME. Árni Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Gildis-lífeyrissjóðs, sagði í frétt Morgunblaðsins um málið á sínum tíma að skýrt kæmi fram að viðbótariðgjaldið skyldi greiðast í þann sjóð sem skyldu- aðildin byggðist á. Í sama streng tók Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, en breytingin er grundvölluð á samkomulagi ASÍ og SA frá því í janúar 2016. Í dreifibréfinu fer Fjármálaeft- irlitið fram á að lífeyrissjóðir upp- lýsi sjóðfélaga sína um rétt sinn til að ráðstafa séreignarhluta iðgjalds vegna lágmarkstryggingaverndar til annars aðila. Þá fer Fjármálaeft- irlitið fram á að lífeyrissjóðir yfir- fari heimasíður sínar og fjarlægi villandi upplýsingar um framan- greint og leiðrétti fréttaflutning sinn ef tilefni er til. FME segir sjóð- félaga ráða séreign  Lífeyrissjóðir fjarlægi villandi upplýsingar Frjálsi lífeyrissjóðurinn innleysti nýverið um 10 milljarða króna úr sjóðum í rekstri Stefnis, að sögn Arnaldar Loftssonar, fram- kvæmdastjóra lífeyrissjóðsins. Á móti innlausn fékk lífeyrissjóðurinn reiðufé og undirliggjandi verðbréf. Fyrir vikið rataði Frjálsi á hlut- hafalista ýmissa skráðra félaga. Arnaldur Loftsson, fram- kvæmdastjóri Frjálsa lífeyris- sjóðsins, segir í samtali við Morgun- blaðið að þetta sé gert í tengslum við breytingar á fjárfestingarheim- ildum lífeyrissjóða við gildistöku nýrra laga 1. júlí sl. „Hluti af sér- eign sjóðfélaga í Frjálsa lífeyris- sjóðnum er bundin séreign sem er hluti af lágmarkstryggingarvernd. Með breyttum lögum gilda mismun- andi fjárfestingarheimildir um lág- markstryggingarvernd og viðbót- artryggingarvernd en áður giltu mismunandi fjárfestingarheimildir um samtryggingu og séreign,“ seg- ir Arnaldur. Með lagabreytingunni fellur bundin séreign nú undir fjár- festingarheimildir lífeyrissjóða sem veita lágmarkstryggingarvernd en þar eru þrengri skorður á há- markshlutdeild í sjóðum sem fjár- fest er í heldur en í fjárfestingar- heimildum sem gilda um viðbótar- tryggingarvernd. Innleysti 10 milljarða 8. júlí 2017 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 104.44 104.94 104.69 Sterlingspund 135.43 136.09 135.76 Kanadadalur 80.69 81.17 80.93 Dönsk króna 15.958 16.052 16.005 Norsk króna 12.473 12.547 12.51 Sænsk króna 12.331 12.403 12.367 Svissn. franki 108.19 108.79 108.49 Japanskt jen 0.9212 0.9266 0.9239 SDR 144.91 145.77 145.34 Evra 118.7 119.36 119.03 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 142.8688 Hrávöruverð Gull 1220.4 ($/únsa) Ál 1925.0 ($/tonn) LME Hráolía 48.28 ($/fatið) Brent

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.