Morgunblaðið - 08.07.2017, Side 21

Morgunblaðið - 08.07.2017, Side 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2017 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti hittust í fyrsta sinn augliti til auglitis á fundi 20 helstu iðnríkja heims, G20, í gær. Loftslagsmál voru í fyrirrúmi á fyrsta degi G20-fundarins, en óeirðir vörpuðu nokkrum skugga á daginn. Beðið hafði verið eftir fundi þeirra Trumps og Pútíns með nokkurri eftirvæntingu, en nokkur spenna hefur ríkt á milli Bandaríkjanna og Rússlands síðustu mánuði. Bæði Trump og Pútín óskuðu þess engu að síður að samræður þeirra gætu leitt til árangurs á ýmsum svið- um og dregið úr spennu milli ríkjanna, en þá hefur til dæmis greint á um það hvernig leysa eigi ástandið í Sýrlandi, sem og það hvernig taka eigi á Norður-Kóreu. Lögreglan óskar eftir liðsauka Hamborg hefur verið undirlögð af mótmælendum mestalla vikuna vegna fundarins, og meinuðu þeir meðal annars Melaniu Trump, for- setafrú Bandaríkjanna, að komast á fundinn. Þá ollu þeir nokkrum eigna- spjöllum í nágrenni fundarstaðarins. Lögreglan í Hamborg óskaði í gær eftir enn frekari liðsauka, en nú þeg- ar hafa um 20.000 lögreglumenn víðs vegar að frá Þýskalandi og Austur- ríki verið kallaðir til starfa. Angela Merkel Þýskalandskanslari for- dæmdi í gær þá mótmælendur sem beitt hefðu ofbeldi. Skiljanlegt væri ef fólk vildi koma skoðun sinni á framfæri með friðsamlegum hætti, en það væri engin afsökun fyrir of- beldi. Einangraður í loftslagsmálum Í pallborðsumræðum allra þátt- takenda á fundinum kom fram nokk- uð skýr vilji hinna leiðtoganna 19 að staðið yrði áfram við skilmála Par- ísarsáttmálans, þrátt fyrir að Trump hefði ákveðið að Bandaríkin myndu ekki taka þátt í því. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC fyrir fundinn að þrýst yrði á Trump um helgina að draga ákvörðun sína til baka. Upp- kast að ályktun fundarins, sem AFP- fréttastofan hafði undir höndum, benti hins vegar til að Trump hefði setið við sinn keip. Trump og Pútín hittast í skugga mótmæla AFP Leiðtogafundur Pútín og Trump takast í hendur á þeirra fyrsta fundi.  Loftslagsmálin voru fyrirferðarmikil á fyrri degi G20-fundarins  Lögreglan í Hamborg óskar eftir liðsauka vegna mótmælanna  Merkel fordæmir ofbeldið Mótmæli hafa sett sterkan svip á fund G20- ríkjanna í Hamborg. Um 20.000 lögregluþjónar eru nú á vaktinni í Hamborg, en óeirðir brutust út aðfaranótt föstudags. 45 mótmælendur voru handteknir í róstunum, en þeir höfðu meðal ann- ars kveikt í bílum, brotið glugga og skotið hand- blysum að lögreglunni. Mótmæli héldu áfram í gær og beitti lögreglan meðal annars vatns- byssum til þess að halda aftur af fjöldanum. AFP Haldið aftur af mótmælendum með vatni Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, óttast ekki skemmdarverk á fyrirhugaðri styttu af Járn- frúnni, Margraret Thatcher, sem var forsætisráð- herra Bretlands á árunum 1979-1990 og leiðtogi breska íhaldsflokksins. „Hætta við skemmdarverk á styttunni á ekki að koma í veg fyrir að hún verði reist,“ sagði May í sam- tali við BBC í gær. Ætlunin er að reisa bronsstyttu af forsætisráð- herranum fyrrverandi fyrir framan breska þing- húsið. Kostnaðurinn er áætlaður um 300 þúsund pund eða rétt rúmar 40 milljónir íslenskra króna. Styttan mun standa nærri styttunni af samflokks- manni Thatcher og May, sjálfum Winston Churchill. Stytta af járnfrúnni reist við breska þinghúsið Margaret Thatcher Bílaframleiðand- inn Tesla hefur samið við ástr- alska orkufyrir- tækið Neoen um smíði stærstu liþíum-rafhlöðu í heimi. Um er að ræða 100 mega- vatta rafhlöðu en til samanburðar verður ný Hvammsvirkjun um 90 megavatta virkjun. „Þessu fylgir vissulega ákveðin áhætta, því þetta verður stærsta rafhlaða í heimi sem við smíðum,“ sagði Elon Musk, stofnandi og stjórnandi Tesla. Bætti hann við að töluverður stærðarmunur yrði á nýju rafhlöðunni og þeirri sem er stærst í dag, en hún er 30 megavött. Hugmyndin með rafhlöðunni er að lágmarka rafmagnsleysi í Suð- ur-Ástralíu en rafhlaðan verður tengd vindmyllugarði Neoen. ÁSTRALÍA Tesla byggir stærstu rafhlöðu heims „Við vorum svo nálægt því,“ er haft eftir einum af samninga- mönnum um sameiningu gríska og tyrkneska hluta Kýpur í kjölfar þess að slitnaði upp úr viðræðum. Samkvæmt heimild Reuters var ekki langt á milli deiluaðila en skortur á trausti felldi viðræð- urnar. Ekki liggur ljóst fyrir hvert framhaldið verður en samkvæmt heimildum Reuters er ekki líklegt að samningaviðræður verði teknar upp að nýju á næstunni. KÝPUR Slitnaði upp úr samningaviðræðum Flóttamönn- um, sem koma á bátum frá Afríku til Spánar, hefur fjölgað tvöfalt frá því á sama tíma í fyrra. Alls komu 360 þúsund flótta- menn yfir Miðjarðar- hafið í fyrra og sækja flestir til Ítalíu eða 85 þús- und. Það sem af er þessu ári hafa 59 þúsund flóttamenn komið yfir Mið- jarðarhafið til Ítalíu og tæp 7 þús- und til Spánar, sem er 75 prósent aukning frá sama tíma og í fyrra á Spáni. Dæmi eru um að flóttamenn komi matar- og vatnslausir og hafi verið beittir ofbeldi á leiðinni. SPÁNN Flóttamönnum fjölgar á Spáni Spenna ríkir milli leiðtoga Kína og Indlands á fundi G-20 í Hamburg í Þýskalandi en Kínverjar hafa sakað Indverja um að senda hermenn inn á kínverskt yfirráðasvæði í Himalaya- fjöllum. Meint atvik á að hafa átt sér stað þegar forsætisráðherra Indlands, Narendra Modi, heimsótti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, rétt fyrir fund G-20-ríkjanna. Kína og Indland hafa deilt um landamæri og svæði í Himalaya- fjöllunum, bæði austan og vestan Nepal og hefur komið til átaka vegna þess, m.a. í Kína-Indlands-stríðinu árið 1962 og Nathu La og Cho La- átökunum árið 1967. Ashok Kantha, fyrrverandi sendi- herra Indlands í Kína, segir Kín- verja leggja það í vana sinn að halda til streitu kröfum sínum sem oft séu byggðar á ímyndunaraflinu einu saman. Spenna milli leiðtoga Indlands og Kína AFP Leiðtogar Forseti Kína hittir for- sætisráðherra Indlands á G-20.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.