Morgunblaðið - 08.07.2017, Page 22

Morgunblaðið - 08.07.2017, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Innanríkis-ráðherrarEvrópusam- bandsins hittust í Tallinn, höfuðborg Eistlands, á fimmtudag og ræddu þar við- brögð við hinum brýna flótta- mannavanda sem Ítalir glíma við. Áætlað er að um 85.000 flóttamenn hafi komið til Ítalíu á þessu ári, af um 100.000 sem lagt hafa í hættuför yfir Mið- jarðarhafið til landa Evrópu- sambandsins á þessu ári. Þó að tölurnar sem um ræðir séu mun lægri en þær sem sáust þegar flóttamanna- straumurinn var í hámarki árið 2015, hefur straumurinn sett mikið álag á þær stofnanir Ítal- íu sem fara með þessi mál. Þá krefst vandinn þess að haldið sé úti mikilli öryggisgæslu á Mið- jarðarhafinu. Hafa nú þegar um 2.200 manns látist á þessu ári við það eitt að reyna að komast yfir, svo vitað sé, og í hverri viku berast nú fregnir þess efnis að bjarga hafi þurft fjölda fólks úr bráðum sjávar- háska. Þær lausnir sem lagðar hafa verið til í þessum efnum eru tví- þættar. Þær snúa annars vegar að því hvernig Evrópusam- bandið geti aðstoðað Ítalíu við að bera þær byrðar, sem koma flóttamannanna hefur sett á landið, og hins vegar hvernig draga megi úr fjöldanum sem leggur sig í hættu við að reyna að komast yfir Miðjarðarhafið. Þessi umræða um vandann á Ítalíu er umhugs- unarverð, ekki að- eins vegna vandans þar, heldur einnig stöðunnar hér á landi. Á Ítalíu er kerfið komið að þolmörkum að sögn stjórnvalda þar í landi, jafnvel þó að fjöldinn sem þeir hafi tekið við á þessu ári sé ein- ungis um 0,1% af fólksfjölda Ítalíu. Hér á landi hefur sömuleiðis orðið sprenging í komu fólks, sem sækist eftir alþjóðlegri vernd eða hæli, þó að orsök hennar sé að verulegu leyti af öðrum rótum runnin. Greint var frá því hér í blaðinu í gær, að um 80% fleiri umsóknir hefðu borist til Útlendinga- stofnunar á fyrri hluta þessa árs en á sama tíma í fyrra. Fari fram sem horfir, gæti stefnt í að heildarfjöldinn á þessu ári verði um 2.000 manns sam- kvæmt upplýsingum Útlend- ingastofnunar. Verði sú raunin gæti það hæglega farið svo að koma flóttafólks hingað til lands yrði hlutfallslega langt umfram það, sem Ítalir telja vera við ystu þolmörk. Augljóst er að stjórn- málamenn geta ekki látið eins og þessi mál séu aukaatriði fyr- ir Íslendinga eða að þau muni leysast af sjálfu sér án aðgerða. Vandinn er þegar orðinn stór en því miður er umræðan lítil og sú sem þó fer fram byggist iðulega meira á hleypidómum og upphrópunum en stað- reyndum og leit að lausnum. Hinn mikli fjöldi flóttamanna gengur ekki upp til lengdar} Þungur straumur Í gær bárust þautíðindi að slitn- að hefði upp úr við- ræðum Kýpur- Grikkja og Kýpur- Tyrkja, en mark- miðið með þeim var að leita leiða til þess að eyjan gæti sameinast á ný, rúmlega 40 árum eftir að innrás Tyrkja skipti henni í tvennt. Mikil bjartsýni ríkti í að- draganda viðræðnanna í Genf og var almennt talið að nú væri besta tækifæri sem sést hefði í mörg ár til þess að binda enda á þessa langvinnu deilu. Það fór hins vegar ekki betur en svo, að heimildir af fundinum hermdu, að fulltrúum beggja fylkinga hefði orðið heitt í hamsi, og var orðið ljóst að til- gangslítið yrði að halda við- ræðunum til streitu. Það sem varð til þess að steytti á skeri mun hafa verið krafa tyrkneskra stjórnvalda um að þau fengju áfram að hafa herlið á eyjunni, í það minnsta næstu 15 árin, en Kýpur- Grikkir líta á hersetu Tyrkja sem ólöglega íhlutun þeirra í fullvalda ríki. Gátu þeir því með engu móti samþykkt slíkt skilyrði fyrir friði. Tyrkir hins vegar fordæmdu Kýpur-Grikki, en þeir segja veru hersveitanna nauðsynlega til þess að tryggja réttindi tyrkneska minnihlut- ans á eyjunni. Og þar við sat. Eftir tveggja ára þrotlausa vinnu, sem Sam- einuðu þjóðirnar hafa stuðlað að, virðist sem málið sé allt á byrjunarreit. Fyrir Kýpur- Grikki er vera tyrknesku her- sveitanna óásættanleg, og er líklegt að þeir myndu aldrei samþykkja nokkurt sam- komulag sem fæli í sér áfram- haldandi veru Tyrkjahers. Kýpur-Tyrkir myndu sömu- leiðis fella í atkvæðagreiðslu alla samninga þar sem herlið- inu yrði vísað úr landi, í það minnsta ef það yrði í of hröðum skrefum. Það lítur því ekki út fyrir að nein málamiðlun sé í augsýn og Kýpverjar verða að una því enn um sinn að búa í tvískiptu landi. Eftir langar samn- ingaviðræður er eyjan Kýpur jafn klofin og fyrr} Tækifærinu glutrað niður Þ að á enginn að geta gengið að því vísu að verða fyrirgefið. Fyrirgefn- ingin er eitthvað sem menn ávinna sér með því að iðrast og gera yfirbót og jafnvel þá er ekki á vísan að róa. Það getur enginn fyrirgefið nema sá sem brotið var gegn og ákvörðunin um að fyrirgefa er hans og einskis annars. Í kjölfar bankahrunsins höfum við Íslendingar spurt okkur að því í hvernig samfélagi við viljum búa. Við höfum leitast við að fálma okkur áfram á því gráa svæði sem skilur að lögbrot og siðferð- isbrot. Álitamálin hafa verið efnahagslegs eðlis; snúist um efnahagslegt jafnræði og jöfnuð. Nú stöndum við enn frammi fyrir sömu spurningu; enn leitumst við við að skilgreina hvað er réttlátt en umfjöllunarefnið er ekki peningar, heldur mannslífið. Á vogarskálunum eru annars vegar réttindi og velferð þess sem brotið var gegn og hins vegar þess sem braut af sér. Eigum við yfirhöfuð að reyna að finna jafnvægi þarna á milli? Hvort, ef annað, á að vega þyngra? Maður sem braut gróflega gegn börnum og olli þeim og fjölskyldum þeirra ómældum sársauka fékk þriggja ára dóm og uppreist æru. Fólk er skiljanlega ósátt. Reitt. Dómurinn þótti þungur á sínum tíma en það er eitthvað allt annað en réttlæti þegar einstaklingar, og í verstu tilvikunum börn, eru enn að takast á við afleiðingar ofbeldis og geta á sama tíma átt það á hættu að mæta þeim sem braut gegn þeim á förn- um vegi; í næstu matvöruverslun eða almenningslaug. Í samfélaginu okkar er almennt gengið út frá því að allir eigi rétt á öðru tækifæri en á það að vera algilt? Og hversu langt á slík end- urgjöf að ganga? Viðbrögð nokkurra ráða- manna við gagnrýni á hina umdeildu endur- heimt æru felur í sér uppgjöf. Svona sé þetta bara; menn brjóta af sér, fá málamyndadóm, taka hann út og fá svo annan séns. Óháð iðrun, óháð einbeittum brotavilja, óháð þeim skaða sem þeir hafa valdið, óháð þeim sálum sem brotið var gegn. Lögum má breyta. Kannski viljum við sem samfélag segja: þeir sem níðast á börnum fá ekki annað tækifæri. Við ætlum að minnsta kosti ekki að stokka þannig að þeir fái tromp- in. Geymum þau fyrir þá sem brotið var gegn; leggjum allt í að gefa þeim tækifæri til að byrja upp á nýtt. Kannski viljum við ekki senda öllum þau skilaboð að þeirra bíði annar séns. Kannski viljum við segja: ef þú brýtur gegn barni, ein- beitt og ítrekað, þá greiðir þú það dýru verði. Þriggja ára fangelsi? Nei. Hvernig hljómar að sitja inni þar til barnið sem þú braust gegn hefur að minnsta kosti náð fullorðins- aldri. Þar til sérfræðingur getur vottað að viðkomandi er í stakk búinn til að mæta þér úti á götu. Og nei, lífið verður enginn dans á rósum. Þú framdir hryllilegan glæp og skalt lifa með því að eilífu, líkt og þeir sem þú braust gegn þurfa að lifa með því sem þú gerðir þeim. Kannski viljum við þess konar samfélag. holmfridur@mbl.is Hólmfríður Gísladóttir Pistill Eiga allir að fá annan séns? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Mjög ríkar kröfur verðagerðar til fyrirtækja ogstofnana um allt landþegar nýjar tímamóta- breytingar á reglum um persónu- vernd verða innleiddar hér á landi. Þær taka gildi á Evrópska efnahags- svæðinu 25. maí á næsta ári. Undir- búningur er víða að hefjast eða er þegar hafinn vegna þessara róttæku breytinga sem nýja evrópska per- sónuverndarlöggjöfin felur í sér, sem greint hefur verið frá hér í Morgunblaðinu. Reglurnar munu m.a. veita ein- staklingum mun meiri réttindi og vernd en núgildandi lög. Sveitar- félög landsins þurfa að leggja í um- fangsmikla undirbúningsvinnu vegna áhrifa breytinganna á alla söfnun og vinnslu persónuupplýs- inga sem á sér stað hjá sviðum og stofnunum á vegum þeirra. Þá þurfa a.m.k. öll stærri sveitarfélög að ráða sérstakan persónuverndarfulltrúa. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist þó ekki hafa neina trú á að minnstu sveitarfélögin þurfi hvert fyrir sig að vera með persónuvernd- arfulltrúa í starfi. Á stjórnarfundi Sambands ís- lenskra sveitarfélaga í síðustu viku var lagt fram ítarlegt minnisblað með leiðbeiningum og upplýsingum um væntanleg áhrif reglnanna á rekstur sveitarfélaga og stofnana þeirra til að aðstoða þau við undir- búning nýrra laga. Hjá Reykjavíkur- borg er undirbúningurinn þegar haf- inn skv. upplýsingum Sonju Wiium, lögfræðings á skrifstofu borgar- stjóra. „Þetta er stórt verkefni og við höfum stofnað starfshóp um ör- yggi persónuupplýsinga í stjórn- sýslu Reykjavíkurborgar, sem kem- ur til með að hafa yfirumsjón með þessum breytingum,“ segir Sonja. Í hópnum sitja fulltrúar frá flestum sviðum borgarinnar og má búast við að ráðast þurfi í mikla vinnu við að kortleggja öll gögn sem borgin safnar. „Í kjölfarið á því þurfum við að setja okkur verklagsreglur,“ segir hún. Einnig er núna til skoðunar hvaða breytingar þurfi að gera á upplýsingakerfum en mögulega nægir að gera þær við endurnýjun tölvukerfa. „Við erum á byrjunar- stigi en þetta fer allt á fulla ferð í haust hjá okkur. Eitt af fyrstu skref- unum er að láta alla vita innan borg- arkerfisins hvað er í vændum og biðja fólk um að undirbúa sig og lesa sér til,“ segir hún. ,,Þetta leggst þungt á velferðarsvið og skóla- og frístundasvið þar sem um er að ræða mikið magn af viðkvæmum persónu- upplýsingum.“ Samband ísl. sveitarfélaga hvet- ur sveitarfélög landsins til að hefja sem fyrst skoðun á því hvaða per- sónuupplýsingum er verið að safna og fara að huga að skipun persónu- verndarfulltrúa. Þau takast á hend- ur nýjar og mun strangari skuld- bindingar, þau þurfa að setja sér persónuverndarstefnu og verklags- reglur um hvernig fara skuli með persónuverndarupplýsingar. Meðal róttækra breytinga sem óljóst er hvaða áhrif munu hafa er að einstaklingum er veittur mun meiri réttur til aðgangs að eigin persónu- upplýsingum en þeir hafa í dag, sem skylt verður að veita og fram kemur í kynningarefni Persónuverndar að einstaklingar fá rétt til að fara fram á að upplýsingar sem þeir láta af hendi, á grundvelli samþykkis eða samnings, til fyrirtækja eða annarra sem veita þjónustu á netinu, verði fluttar til annarra aðila á borð við samfélagsmiðla, netþjónustur eða streymiþjónustur. Búa sig undir aukin réttindi einstaklinga Morgunblaðið/Golli Ráðhúsið Viðamikill undirbúningur fyrir tímamótabreytingar á lögum um persónuvernd er þegar hafinn hjá Reykjavíkurborg. Í væntanlegum lögum fær Per- sónuvernd rúmar sektarheim- ildir í formi stjórnsýslusekta vegna brota á nýju löggjöfinni. Sektirnar eiga að vera í réttu hlutfalli við brot og hafa varn- aðaráhrif. Á minnisblaði sveit- arfélaganna segir að því sé ,,af- ar mikilvægt að sveitarfélög vinni heimavinnu sína á grund- velli nýrra laga og kanni hvernig vinnslu þeirra er háttað [...],“ segir þar. Passa þarf m.a. upp á að eingöngu sé unnið með nauðsynlegar upplýsingar og skýrt samþykki liggi fyrir þar sem það á við. Stjórnvaldssektirnar geta numið allt að 4% af árlegri veltu eða allt að 20 milljónum evra (tæplega 2,4 milljörðum ísl. króna). Bent er á að Per- sónuvernd þarf ekki að sýna fram á ásetning eða sanna tjón, heldur einungis að líta til þeirra viðmiða sem nýju lögin kveða á um. Sektir allt að 2,4 milljarðar STRÖNG VIÐURLÖG

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.