Morgunblaðið - 08.07.2017, Síða 26
26 MESSURá morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2017
Aðventkirkjan í Reykjavík | Í dag,
laugardag: Biblíufræðsla kl. 11.
Guðsþjónusta kl. 12. Ræðumaður:
Björgvin Snorrason. Barnastarf.
Aðventkirkjan í Vestmanna-
eyjum | Í dag, laugardag: Biblíurann-
sókn fyrir fullorðna og biblíuskóli fyr-
ir börn kl. 11.30. Samkoma kl. 12.
Ræðumaður: Gavin Anthony.
Aðventsöfnuðurinn í Árnesi | Í
dag, laugardag: Biblíufræðsla kl. 10.
Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður:
Jan Danielsen.
Aðventsöfnuðurinn í Hafnarfirði |
Í dag, guðsþjónusta kl. 11. Ræðu-
maður: Stefán Rafn Stefánsson.
Biblíufræðsla kl. 11.50. Skemmti-
legt barna- og unglingastarf. Um-
ræðuhópur á ensku.
ÁRBÆJARKIRKJA | Sumarguðs-
þjónusta kl. 11. Sr. Þór Hauksson
flytur hugleiðingu og þjónar fyrir alt-
ari sem komið verður fyrir á suð-
urgafli kirkjunnar. Kórfélagar syngja.
Organistinn Krisztina Kalló Szklenár
og Sverrir Sveinsson leika á blokk-
flautu og kornett. Kaffisopi og sam-
félag eftir stundina.
ÁSKIRKJA | Sumarferð safn-
aðarfélags Ásprestakalls verður farin
sunnudaginn 9. júlí. Ekið verður með
hópferðabifreið úr Reykjavík að
Landeyjahöfn og siglt til Vest-
mannaeyja. Samkirkjuleg göngu-
guðsþjónusta, tengd goslokahátíð,
hefst í Landakirkju kl. 11, þaðan
berst hún úr kirkju upp í hlíðar Eld-
fells og áfram niður í stafkirkjuna á
Skansinum. Sumarleyfi starfsfólks
og sóknarprests Áskirkju stendur yfir
frá 10. júlí til 22. ágúst og fellur
helgihald niður í kirkjunni á meðan.
BÚSTAÐAKIRKJA | Messa kl. 11.
Létt og sumarleg samvera með nýj-
um lögum og óhefðbundnu messu-
formi. Kantor Jónas Þórir og félagar
úr Kór Bústaðakirkju. Messuþjónar
aðstoða. Prestur er Pálmi Matthías-
son. Heitt á könnunni eftir messu.
DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11.
Prestur Gunnar Sigurjónsson. Org-
anisti Sólveig Sigríður Einarsdóttir.
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11, séra
Örn Bárður Jónsson prédikar og
þjónar fyrir altari. Fermd verður Ást-
rós Ynja Þorsteinsdóttir frá Lúx-
emborg. Félagar úr Dómkórnum
syngja og organisti er Kári Þormar.
Minnt er á bílastæðin gegnt Þórs-
hamri.
EGILSSTAÐAKIRKJA | Árleg guðs-
þjónusta í útileikhúsinu í Selskógi á
Egilsstöðum (göngustígur frá bíla-
stæði) kl. 10.30. Sr. Þorgeir Arason
leiðir stundina og prédikar. Torvald
Gjerde leikur á harmoniku. Jóhanna
Hlynsdóttir, sem fermdist í Egils-
staðakirkju í vor, syngur einsöng.
Meðhjálpari Ásta Sigfúsdóttir. Grill-
aðar pylsur og gos eftir stundina. Ef
ekki viðrar til útimessu verðum við í
Egilsstaðakirkju.
GARÐAKIRKJA | Messa kl. 11.
Jóna Hrönn Bolladóttir flytur hug-
vekju og þjónar fyrir altari. Jóhann
Baldvinsson organisti leikur á org-
elið og stýrir almennum safn-
aðarsöng.
GRAFARVOGSKIRKJA | Messa kl.
11. Séra Þorvaldur Víðisson prédikar
og þjónar fyrir altari. Forsöngvari
leiðir söng og organisti er Hákon
Leifsson.
GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður
kl. 10 og bænastund kl. 10.15.
Messa kl. 11. Altarisganga. Sam-
skot til SÍK. Messuhópur þjónar. Fé-
lagar úr kirkjukór Grensáskirkju
syngja. Organisti Ásta Haraldsdóttir.
Prestur er Kristín Pálsdóttir. Mola-
sopi eftir messu.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Helgi-
stund kl. 11. Orgelleikur, ritning-
arlestur, bænagjörð, altarisganga.
Prestur er Jón Helgi Þórarinsson.
Douglas A. Brotchie leikur á orgelið.
Kaffisopi á eftir.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl.
11. Sr. Kristján Valur Ingólfsson pré-
dikar og þjónar fyrir altari ásamt
hópi messuþjóna. Félagar úr Mót-
ettukór Hallgrímskirkju syngja. Org-
anisti er Steinar Logi Helgason. Al-
þjóðlegt orgelsumar, tónleikar
laugard. kl. 12 og sunnud. kl. 17.
Arno Hartmann organisti frá Þýska-
landi leikur. Fyrirbænaguðsþjónusta
þriðjud. kl. 10.30. Árdegismessa
miðvikud. kl. 8. Tónleikar Schola
cantorum miðvikud. kl. 12. Org-
eltónleikar fimmtud. kl. 12. Ágúst
Ingi Ágústsson leikur.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11.
Prestur er Eiríkur Jóhannsson, org-
anisti er Sólveig Anna Aradóttir.
HRAUNGERÐISKIRKJA í Flóa |
Messa kl. 11. Sr. Ninna Sif Svavars-
dóttir þjónar. Kór Selfosskirkju syng-
ur, organisti Ingi Heiðmar Jónsson.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Píla-
grímaganga. Gengið verður frá Út-
skálakirkju og Keflavíkurkirkju kl. 12
að steinhellunni sem sr. Sigurður B.
Sívertsen áði á í óveðri forðum tíð.
Gönguhóparnir mætast við Golfskál-
ann í Garði og fá hressingu. Gengið
frá Golfskálanum kl. 13.30 að stein-
hellunni (1 km), þar er hægt að
koma inn í gönguna. Göngustjórar
verða sr. Bára Friðriksdóttir og sr.
Eva Björk Valdimarsdóttir. Kristjana
Kjartansdóttir segir frá sr. Sigurði og
svaðilförum hans.
LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjón-
usta kl. 11. Æskulýðshópur frá Dan-
mörku tekur þátt í athöfninni sem
verður með dönsku ívafi. Hreiðar Örn
Zoëga prédikar. Sr. Arndís G. Bern-
hardsdóttir Linn þjónar fyrir altari.
Organisti er Kjartan Jósefsson Ogni-
bene og Bryndís Eva Erlingsdóttir
leiðir safnaðarsöng.
NESKIRKJA | Messa kl. 11. Ef veð-
ur leyfir verður hún haldin í garði
kirkjunnar. Félagar úr Kór Neskirkju
leiða safnaðarsöng. Prestur er Skúli
S. Ólafsson. Samfélag, kaffi og
spjótmyntute að hætti hússins eftir
messu.
SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl.
11, prestur er Ása Laufey Sæ-
mundsdóttir. Kór Seljakirkju syngur
og Tómas Guðni Eggertsson leikur á
orgel. Kaffi að guðsþjónustu lokinni.
SELTJARNARNESKIRKJA | Allt
helgihald fellur niður í Seltjarnar-
neskirkju í júlímánuði og fram til 8.
ágúst vegna viðgerða á kirkjunni.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa
sunnudag 9. júlí kl. 11. Egill Hall-
grímsson annast prestsþjónustuna.
Organisti er Jón Bjarnason. Hljóm-
eyki syngur. Fluttir verðar kaflar úr
Ljósbroti eftir John Speight.
ÚTSKÁLAKIRKJA | Pílagrímaganga.
Lagt af stað frá Útskálakirkju og
Keflavíkurkirkju kl. 12 að steinhell-
unni sem sr. Sigurður B. Sívertsen
áði á í óveðri forðum tíð. Gönguhóp-
arnir mætast við Golfskálann í Garði
og fá hressingu. Kl. 13.30 verður
gengið frá Golfskálanum að stein-
hellunni (1 km), þar er hægt að
koma inn í gönguna. Göngustjórar
verða sr. Bára Friðriksdóttir og sr.
Eva Björk Valdimarsdóttir. Kristjana
Kjartansdóttir segir frá sr. Sigurði og
svaðilförum hans.
ÞINGVALLAKIRKJA | Messa kl.
14. Egill Hallgrímsson sóknarprestur
annast prestsþjónustuna. Organisti
er Guðmundur Vilhjálmsson.
Kirkjan í Hruna í Hrunamannahreppi.
ORÐ DAGSINS:
Hinn týndi sauður.
(Lúk. 15)
Elsku Mæja mín.
Þótt ég viti að þú
ert komin heim og
átt núna ljúfa daga,
þá sakna ég þín
mjög mikið, elsku systir mín. Þú
varst litla systir mín og mér
fannst ég bera mikla ábyrgð á
þér. Ég átti að gæta þín og ég
hélt því áfram þótt þú værir
komin af unglingsárunum. Ég
man þegar ég sótti þig á stefnu-
mót þegar þú varst að hitta Þór-
ólf og þú hlýddir mér og fylgdir
mér heim. Ég veit ekki hvað
Þórólfi fannst um þessa freku
systur þína. Við systurnar vor-
um mjög samrýndar og studd-
um alltaf hvor aðra hvað sem á
bjátaði og það var alveg sér-
stakt samband á milli okkar.
Við vorum Hafnfirðingar og
ég var ekki beint hrifin af því
þegar Mæja og Þórólfur ákváðu
að setjast að í Kópavoginum.
Mér fannst það ekkert skemmti-
legt þegar ég óð drullugar göt-
urnar á háhælaskónum mínum
þegar ég var að heimsækja þig,
því þá ferðuðumst við með
strætó. En þú elskaðir að eiga
heima í Kópavoginum og sást
ekkert nema gott við hann. Þú
sagðir að það gerði nú minnst til
með göturnar, það væri vel
hugsað um fólkið í Kópavogin-
um. Og það merkilega var að við
Siggi fluttum í Kópavoginn líka
og höfum búið þar síðan og allt-
af líkað vel þar eins og þér,
Mæja mín. Þú varst alltaf til
staðar og það var gott að leita
til þín og fá góð ráð. Við stóðum
alltaf saman, í stórum systkina-
hópi. Það var okkar hlutverk að
axla ábyrgð þegar eitthvað var
að innan stórfjölskyldunnar. Ég
sé okkur í anda þramma inn á
skrifstofur til að berjast fyrir
málum sem okkur fannst vera
réttlætismál og þá gáfum við
ekkert eftir.
Ég man þegar mamma og
pabbi gátu ekki lengur búið
heima, þá fannst okkur ekki
hægt að láta þau fara á elliheim-
ili. Og það hefði ekki öllum
fundist það í lagi að taka þau
inn á heimilið. En Mæja mín,
þið Þórólfur voruð engum lík,
þið tókuð svo fallega á móti
þeim og sýnduð þeim svo ynd-
islegt viðmót og hlýju. Mamma
og pabbi áttu mjög góðar stund-
ir hjá ykkur og það var svo
notalegt að heimsækja fjölskyld-
una til þín og minningarnar sem
ég á þaðan eru bara gleði og
geislandi kátína. Við nutum þess
að heyra sögurnar frá því í
gamla daga sem pabbi og
mamma þreyttust aldrei á að
segja okkur.
Elsku Mæja mín, ég var svo
stolt af þér, þú hafðir svo fallega
söngrödd og ég gleymi því aldr-
ei þegar þú söngst dúett með
skólabróður þínum á skemmtun
í skólanum. Þið sunguð svo fal-
lega þannig að allir dáðust að
ykkur. Já, þið Þórólfur áttuð
eftir að syngja mikið saman og
ferðast með kórum út um heim.
Ég man líka hvað þú, tveggja,
þriggja ára gömul, heillaðir sér-
staklega hermennina á stríðs-
árunum, með fallega rauða hárið
þitt. Eitt sinn komu þeir með
blómakrans og settu á hárið á
þér, sem þeir kunnu svo vel að
meta.
Já Mæja mín, þú varst ein-
stök og engum lík. Guð blessi
minningu þína. Mig langar líka
til að þakka ykkur börnunum
hennar, tengdabörnum og
barnabörnum fyrir hvað þið
María
Einarsdóttir
✝ María Einars-dóttir fæddist
13. nóvember 1938.
Hún lést 2. júlí
2017.
Útför Maríu fór
fram 7. júlí 2017.
hugsuðuð vel um
hana og gáfuð
henni ástúð og
kærleika í veikind-
um hennar. Guð
blessi ykkur.
Þín systir,
Sigríður.
Mín kæra nafna
og samstarfskona
til margra ára hef-
ur nú gengið lífsins leið á enda,
síðustu árin heldur á brattann.
Við unnum saman í Drangey á
Laugaveginum í mörg ógleym-
anleg ár, allt til haustsins 1995.
Í versluninni störfuðu yndisleg-
ar konur sem náðu vel saman og
andinn var alveg einstakur. Í
mörg ár var kaffistofan í Drang-
ey mitt annað heimili og uppeld-
isstöð og þegar við hjónin flutt-
um á efstu hæðina urðu
samskiptin jafnvel enn nánari.
Mæja var sönn perla og
sterkur persónuleiki. Afskaplega
dugleg og sterk í mótlæti, eig-
inlega alger nagli. Samtímis því
að vera töffari var hún glæsileg
kona og mikil pæja í besta skiln-
ingi þess orðs. Hún var næm,
umburðarlynd og trygg og hafði
hjartað á réttum stað. Hún hafði
góða og hlýja nærveru og gaf
mikið af sér, reyndi að gera gott
úr öllu og létta manni lund ef
eitthvað bjátaði á. Og það gerði
hún þó að hún væri sjálf slæm
til heilsu á köflum og jafnvel
sárþjáð.
Nafna var ein skemmtilegasta
kona sem ég hef kynnst, lífsglöð,
sannur húmoristi og fundvís á
spaugilegu hliðar tilverunnar.
Hlátrinum hennar og brosinu
gleymi ég aldrei né spriklandi
fjörinu sem fylgdi henni. Hún
var hrókur alls fagnaðar á
mannamótum, söngelsk og létt í
lund. Sannkallaður gleðigjafi.
Þegar Drangeyjar-hópurinn
kom saman brást ekki að tárin
runnu af hlátri þegar rifjaðar
voru upp góðar minningar og
kostuleg atvik sem upp komu í
búðinni, en þar var Mæja oftar
en ekki í aðalhlutverkinu.
Mæja hafði upplifað svo ótal
margt á lífsleiðinni og var vel
heima í öllu milli himins og jarð-
ar. Það var alltaf gott og gefandi
að spjalla við hana og við rædd-
um margt, um praktíska hvers-
daglega hluti eins og matargerð
og geymsluþol matvæla, um
uppeldi, bókmenntir, pólitík,
trúmál og ýmis heimspekileg
málefni. Hún var víðsýn og opin
og aldeilis ekki föst í kreddum
eða fordómum. Hún gat skrifað
spegilskrift og hafði kannski þá
sérstöku gáfu að sjá hluti frá
ýmsum sjónarhornum.
Ég er þakklát fyrir að hafa
kynnst Mæju, þakklát fyrir vin-
áttu hennar og fyrir að hlusta
jafn þolinmóð og gefandi á ung-
lingsstúlkuna með örsmáu
áhyggjuefnin og ungu konuna
með fyrsta barnið. Þakklát fyrir
fjársjóð dýrmætra minninga þar
sem hún er í einu aðalhlutverk-
anna. Blessuð sé minning Maríu
Einarsdóttur. Börnum hennar
og fjölskyldum þeirra sendum
við Óli innilegar samúðarkveðj-
ur.
María Ammendrup.
Með minningargreinum um
Maríu Einarsdóttur í Morg-
unblaðinu í gær var fyrir mis-
tök sett inn grein um annan
einstakling.
Morgunblaðið biður alla hlut-
aðeigandi velvirðingar á mis-
tökunum.
LEIÐRÉTT
Grein birt
fyrir mistök
Minningar