Morgunblaðið - 08.07.2017, Qupperneq 29
að sofnað var undir lestri sögunn-
ar í öruggu skjóli Hjördísar.
Svona mætti lengi telja stundir
reynslu og gleði frá Svanavatni,
en þannig stóð myndin af Öllu
frænku kyrr í huga mér alla ævi,
hún 37 ára, ég 8 ára. Sama hvað
tímanum leið. Er nokkur furða
þótt maður undrist að svona ung
manneskja deyi úr elli?
Blessuð sé minning hennar.
Anna Ragnhildur
Ingólfsdóttir.
Hún Alla á Svanavatni tók upp
á því um daginn að deyja. Henni
hefði þótt sniðugt þegar ég segi að
hún hafi látist langt fyrir aldur
fram. Hún var ekki nema 99 ára
en í mínum huga þá var það þann-
ig að hún yrði eilíf. Ég var þeirrar
gæfu aðnjótandi að fá að vera í
sveit hjá henni og Mara og Viðari
og Bóel á sínum tíma og ekki
spillti fyrir að Ingibjörg frænka
var þar oft og tíðum. Þvílík for-
réttindi að fá tækifæri til að vera
hjá þessu yndislega fólki þar sem
Alla lék aðalhlutverkið í mínum
huga. Yndislegri manneskju er
varla hægt að hugsa sér og í dvöl
minni hjá þeim lærði ég margt og
mikið sem ég bý að enn þann dag í
dag. Oft minnist ég veru minnar á
Svanavatni, ekki síst þegar Alla
var að horfa á fréttir og veður-
fréttir. Þá átti hún það til að
skamma fréttamennina rækilega
fyrir fréttir sem ekki hentuðu,
hvað þá veðurfréttir sem ekki
voru í hennar anda. Mikið óskap-
lega var gaman að fylgjast með
því þegar hún meira að segja
steytti hnefann framan í frétta-
mennina til að láta þá heyra það.
Enn þann dag í dag tala ég um
þetta og segi stundum við Sóley
mína þegar hún er að tala við
fréttamennina; Nú – bara Alla á
Svanavatni mætt.
Alla var þannig manneskja að
hún vildi að hlutirnir gengju eitt-
hvað. Hún vildi að við gerðum það
sem um var beðið og að það yrði
rösklega gert. Það var því ekki í
hennar anda þegar einhver vinu-
mannanna var óeðlilega lengi á
salerninu þegar verið var að
stinga út úr fjárhúsunum eða
hænsnakofanum. Það gekk ekki.
Hún var fylgin sér en óskaplega
sanngjörn. Hún bar alltaf mikla
umhyggju fyrir dýrum og mönn-
um og mátti ekkert aumt sjá.
Hundurinn Sámur gamli var í sér-
stöku uppáhaldi hjá henni og öll-
um sem voru á Svanavatni eða
komu þangað í heimsókn. Hann
fékk alltaf að liggja undir eldhús-
borðinu og þurfti aldrei að líða
skort frekar en aðrar skepnur eða
mannfólk sem dvöldu á Svana-
vatni.
Ég skil ekki hvernig hún fór að
því að galdra fram veislur í hvert
skipti sem gestir komu að Svana-
vatni.
Flatkökurnar hennar Öllu voru
náttúrulega engu líkar og í hvert
skipti sem einhver kom þá varð til
hlaðborð, tertur, flatkökur og alls
konar góðgæti því enginn skyldi
fara frá henni öðruvísi en pakk-
saddur. Alla gerði engan manna-
mun, hún tók jafn-vel á móti öllum
sem til hennar komu.
Eins og alltaf þá sér maður
mikið eftir því að hafa ekki rækt-
að sambandið við hana meira en
raun bar vitni. En svona er lífið,
það hafa allir einhver verkefni og
því miður gerist það þá að maður
sinnir ekki mörgum þeim sem
manni þykir svo yndislega vænt
um. Ég held samt og trúi, að
þrátt fyrir fáar heimsóknir þá
hafi hún skynjað hlýjar hugsanir
frá mér og öllu mínu fólki til
hennar.
Elsku Alla mín – takk fyrir allt
sem þú kenndir mér og gerðir fyr-
ir mig. Þú átt sérstakan stað í
hjarta mínu um alla eilífð. Ég
sendi þér og þínu fólki öllu hlýjar
kveðjur frá okkur mömmu og Sól-
ey, systrum mínum og fjölskyld-
um þeirra og honum bróður þín-
um Ingólfi sem við vitum að biður
um kveðju til þín, enda þótti hon-
um svo mikið vænt um þig.
Þinn vinur og frændi,
Björgvin Njáll.
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2017
✝ Regína Mar-grét fæddist
20. ágúst 1923 að
Stóra-Sandfelli í
Skriðdal. Hún lést
13. maí 2017.
Faðir hennar var
Jörgen, fæddur 15.
júní 1876, dáinn 27.
maí 1961, sonur Ei-
ríks Kjerúlfs,
hreppstjóra á Orm-
arsstöðum í Fell-
um, og Sigríðar Sigfúsdóttur.
Móðir hennar var Guðrún
Björg Elísabet Jónsdóttir, fædd
5. mars 1882, dáin 22. apríl
1972. Hún var dóttir Jóns Þor-
steinssonar, bónda í Brekku-
gerði, og Margrétar Sveins-
dóttur. Börn Jörgens og Elísa-
betar voru tólf talsins og var
Regína þeirra yngst: 1) Eiríkur,
f. 15. mars 1903 á Arnheiðar-
stöðum í Fljótsdal, d. 19. júní
1995. Maki Anna Andrea Andr-
ésdóttir, f. 21. júní 1911 í
Bræðraborg, Seyðisfirði, d. 31.
júlí 1987. Þau eignuðust fjögur
börn. 2) Margrét, f. 20. febrúar
1905 í Fljótsdal, d. 30. septem-
ber 1981. Maki Ragnar Magnús-
son frá Dal v/ Múlaveg, f. í
Reykjavík 13. nóvember 1912, d.
25. mars 2004. Þau eignuðust
tvö börn. 3) Jón, f. 8. september
1906 í Brekkugerði, Fljótsdal, d.
15. maí 2002. Maki Þorbjörg
Metúsalemsdóttir Kjerúlf, f. 27.
október 1908 á Hrafnkels-
dór Johannesen, f. 19. septem-
ber 1922 í Funingi, Færeyjum,
d. 7. maí 2007. Þau eignuðust
fjögur börn. 11) Una, f. 10. maí
1921, d. 25. maí 1991. Maki
Gunnlaugur M. Kjerúlf, f. 9. des-
ember 1919 á Hrafnkelsstöðum í
Fljótsdal, d. 6. ágúst 2012. Þau
eignuðust tvö börn. 12) Regina
Margrét sem hér er kvödd.
Átta af systkinunum fluttu til
Reykjavíkur og staðfestust þar
á árunum fyrir stríð og á stríðs-
árunum. Af þeim voru þrjú sem
ekki giftust og áttu afkomend-
ur. Þau voru: Sigurður, Guðrún
og Herdís. Þau fjögur sem voru
áfram fyrir austan voru: Jón á
Húsum, Jóhanna í Brekkugerði,
Una á Buðlungavöllum og Drop-
laug í Vallholti.
Eiginmaður Regínu Margrét-
ar var Jóhann Guðnason, f. 23.
september 1925. Hann lést 28.
desember 2000. Börn Regínu og
Jóhanns eru: 1) Alda Kjerúlf Jó-
hannsdóttir sjúkraliði, f. 11.
nóvember 1945 á Arnhólsstöð-
um í Skriðdal. Maki Sveinn
Kristjánsson húsasmiður, f. 23.
júní 1945 á Seyðisfirði. 2)
Drengur, f. 16. desember 1952,
d. 7. febrúar 1953. Börn Öldu og
Sveins: 1) Sif Sveinsdóttir, f. 17.
ágúst 1969. Músikþerapisti frá
Háskólanum í Álaborg. 2) Jó-
hann Þór, rafeindavirki og kerf-
isfræðingur, f. 22. desember
1972. Maki Kristjana Einars-
dóttir hárgreiðslukona og sölu-
maður hjá MS, f. 18. júní 1974.
Börn þeirra eru Adam Birkir, f.
6. október 2000, Sveinn Andri, f.
16. september 2004, og Kristján
Þór, f. 9. september 2011.
Útför Regínu Margrétar fór
fram í kyrrþey 18. maí 2017.
stöðum í Fljótsdal,
d. 13. nóvember
1975. Þau eign-
uðust fjögur börn.
4) Sigurður, f. í
Fljótsdal 10. októ-
ber 1907, d. 23. jan-
úar 1972. Ókvænt-
ur og barnlaus. 5)
Sigríður, f. í Fljóts-
dal 2. september
1909, d. 8. febrúar
1991. Maki Ásbjörn
Guðmundsson, f. 23. nóvember
1894, d. 10. júlí 1988. Þau eign-
uðust eitt barn. 6) Jóhanna Sig-
ríður, f. 14. september 1911 í
Brekkugerði í Fljótsdal, d. 31.
ágúst 2001. Maki Stefán Sveins-
son, f. 1. nóvember 1911 á
Glúmsstöðum í Fljótsdal, d. 15.
maí 1943. Þau eignuðust fjögur
börn. Seinni maki Jóhönnu Sig-
ríðar var Andrés Hjörtur M.
Kjerúlf, f. á Hrafnkelsstöðum
21. janúar 1921, d. 21. janúar
1979. Þau eignuðust eitt barn. 7)
Guðrún Sólveig, f. 3. maí 1913 í
Fljótsdal, d. 29. nóvember 1968.
Ógift og barnlaus. 8) Herdís, f.
22. janúar 1916 í Fljótsdal, d. 3.
ágúst 1998. Ógift og barnlaus. 9)
Droplaug, f. 29. júlí 1917, d. 23.
nóvember 2011 í Brekkugerði.
Maki Eiríkur M. Kjerúlf, f. 30.
október 1915 á Hrafnkels-
stöðum, d. 11. maí 1991. Þau
eignuðust fimm börn. 10) Hulda,
f. 21. mars 1919 í Fljótsdal, d.
11.desember 2006. Maki Theo-
Jörgen Kjerúlf og Elísabet
Jónsdóttir áttu tólf börn, yngst
þeirra var Regína Margrét fædd
1923 á Stóra-Sandfelli í Skriðdal-
.Foreldrar hennar reistu bú og
byggðu steinhús að Húsum í
Fljótsdal en höfðu stuttan stans í
Sandfelli, þannig að bernska
hennar og unglingsár voru í
Fljótsdal með hennar stóra systk-
inahópi, þar sem Regína var nú
síðast orðin ein eftirlifandi.
Á stríðsárunum lá leiðin úr
sveitunum til Reykjavíkur. Reg-
ína hóf þá störf á Kleppsspítalan-
um en komin austur aftur, til
heimilis á Arnhólsstöðum í Skrið-
dal hjá Unu systur sinni og Gunn-
laugi Kjerúlf hennar manni, eign-
aðist hún dóttur, Öldu, síðla árs
1945. Regína varð fyrir því að fá
Akureyrarveikina á sínum tíma en
náði með elju og seiglu bærilegri
heilsu. Leið hennar lá síðan aftur
til Reykjavíkur og 1951 kynnist
hún svo Jóhanni Guðnasyni er
seinna varð eiginmaður hennar.
Þau hjónin urðu fyrir þeirri sáru
raun í byrjun hjúskapar að dreng-
ur sem þau eignuðust lést í vöggu.
Jóhann gekk Öldu í föðurstað og
naut hún mannkosta hans á með-
an líf entist. Regína var hress og
ákveðin kona, dugnaðarforkur og
vel metin hjá þeim sem hún starf-
aði fyrir og því eftirsóttur starf-
kraftur. Aldrei skorti neitt á höfð-
ingsskapinn hjá þeim
Kjerúlfssystrum og þar var hún
að mér fannst, fremst á meðal
jafningja, alltaf hrein og bein og
var ekkert að skafa utan af hlut-
unum. Regína og Jóhann ferðuð-
ust víða, nutu lífsins og bjuggu vel.
Hjá þeim var alltaf opið hús þegar
ættingjar að austan voru í bænum
og var margur snúningurinn tek-
inn, til að létta gestum lífið í höf-
uðborginni. Austur á Seyðisfirði
voru svo börn Öldu, Sif og Jóhann.
Sif er nú búsett í Danmörku en Jó-
hann í Mosfellsbæ en eiginkona
hans og börn voru vissulega þeir
tilfinningalegu punktar sem stóðu
hjarta Regínu næst. Kynni mín af
Regínu hófust árið 1950 og stóðu
óslitið síðan, en þegar hugsað er til
baka virðist þetta ekki langur
tími. Þegar við hjónin litum við hjá
henni í Seljahlíð fyrir nokkrum
dögum var greinlegt að hverju
stefndi, en það gladdi okkur mikið
að hún þekkti okkur strax, höfuðið
var í lagi þótt líkaminn væri raun-
ar fyrir löngu búinn að gefast upp.
Ég var orðinn fullorðinn maður
þegar ég gerði mér fyrst almenni-
lega grein fyrir því, hvað þessar
níu föðursystur mínar höfðu leikið
stórt hlutverk í mínu lífi, verið allt-
af góðar við mig, og hvað mér
hafði þótt vænt um þær allar. Ég
var nefnilega baldinn strákur í
stórri ætt og þær miðluðu mér því
sem mætti kalla móðurlega um-
hyggju og móðurlegt uppeldi,
nokkuð sem ég hafði komist hjá að
taka eftir í foreldrahúsum. Hafi
Regína frænka mín, allar hinar og
mágkona þeirra á Húsum í Fljóts-
dal, Þorbjörg M. Kjerúlf, ástar-
þakkir fyrir sína móðurlegu um-
hyggju, sem eflaust hefur stuðlað
að því að mitt líf varð þó ekki brö-
suglegra en raun varð á.
Sölvi Kjerúlf.
Regína M. J.
Kjerúlf
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GUÐBRANDUR ORRI VIGFÚSSON,
Grænuhlíð 11,
Reykjavík,
andaðist á Landspítalanum háskóla-
sjúkrahúsi laugardaginn 1. júlí.
Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju mánudaginn 10. júlí
klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á
Krabbameinsfélagið.
Unnur Kristinsdóttir
Vigfús Orrason Guðrún Ósk Óskarsdóttir
Hulda Orradóttir
Unnur Álfrún Huldudóttir
Margrét Álfdís Huldudóttir
Álfhildur Iða Huldudóttir
FALLEGIR LEGSTEINAR
Verið velkomin
Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is
Á GÓÐU
VERÐI
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar míns
elskulega eiginmanns, föður, tengdaföður,
afa og langafa,
GUÐMUNDAR EINARSSONAR
prentara,
Rjúpnasölum 10, Kópavogi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Lóulundi Hrafnistu í Boðaþingi
og Bjarneyjar Sigurðardóttur.
Elínborg Steinunn Pálsdóttir
K. Fjóla Guðmundsdóttir Sævar Jóhann Sigursteinsson
Þorsteinn S. Guðmundsson Þórunn H. Gylfadóttir
Ólafur Þór Guðmundsson Lilja Margrét Bergmann
Páll Þórir Rúnarsson Mekkín Árnadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðursystir okkar,
MÁLFRÍÐUR ÁRNADÓTTIR
frá Ísafirði, síðast til heimilis að
Kleppsvegi 118, Reykjavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli
þriðjudaginn 4. júlí.
Útför hennar fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn
11. júlí klukkan 15.
Fyrir hönd vandamanna,
börn Þórunnar, Mörthu og Arndísar Árnadætra
Innilegar þakkir til allra sem sýndu samúð,
hlýhug og vináttu við andlát og útför
elskulegrar móður, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
STEINUNNAR RAGNHEIÐAR
ÁRNADÓTTUR,
Ránargötu 25,
Akureyri.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Grenihlíðar á
dvalarheimilinu Hlíð fyrir hlýja og góða umönnun.
Jóhanna M. Antonsdóttir
Ingibjörg Antonsdóttir Þórarinn Arinbjarnarson
Ragnheiður Antonsdóttir
Árni Freyr Antonsson Dóra Margrét Ólafsdóttir
ömmubörn og langömmubörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ELÍSABET EGGERTSDÓTTIR,
Garðavegi 19, Hvammstanga,
áður húsfreyja á Ytri-Ánastöðum,
lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga
þriðjudaginn 4. júlí. Útförin fer fram
frá Hvammstangakirkju föstudaginn 14. júlí klukkan 15.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hollvinasamtök HVE á
Hvammstanga.
Þóra Jónsdóttir Eðvald Magnússon
Helga Auður Jónsdóttir Hólmgeir Jónsson
Sigurósk Edda Jónsdóttir Karl Otto Karlsson
Eggert Jónsson
Guðmundur Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
ÓSK ÓLAFSDÓTTIR,
andaðist á Sjúkrahúsinu á Akranesi 3. júlí.
Útförin fer fram í kyrrþey. Þeim sem vilja
minnast hennar er bent á minningarsjóð
St. Franciskusspítala, sjá heimasíðu: www.hve.is.
Hildur Hallkelsdóttir Guðmundur Smári Valsson
Þ. Heidi Johannsen Sigþór Kr. Skúlason
Hrönn Johannsen Gunnar Andrésson
Guðbjörg Ásmundsdóttir Birgir Andrésson
og barnabörn
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi,
langafi, bróðir og vinur,
JÓN TORFASON ÁGÚSTSSON
(Gusturinn),
bílstjóri,
Lækjarbrún 5, Hveragerði,
lést á gjörgæslu LSH 5. júlí. Útförin fer fram
frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 13. júlí
klukkan 13.
Ágúst J. Jónsson Laufey K. Berndsen
Bára Jónsdóttir Gunnar R. Hafsteinsson
María Jónsdóttir
Marta Jónsdóttir Ragnar Magnússon
Dóróthea Jónsdóttir Helgi H. Schiöth
barnabörn og barnabarnabörn
systkini
Guðlaug Bjarnadóttir, börn og barnabörn