Morgunblaðið - 08.07.2017, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 08.07.2017, Qupperneq 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2017 ✝ Jón Sveinssonfæddist á Reyni í Mýrdal 2. apríl 1927. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Sel- fossi, 1. júlí 2017. Foreldar hans voru hjónin Sveinn Einarsson, bóndi og kennari, f. 11. mars 1895, d. 31. júlí 1974, og Þórný Jónsdóttir, húsfreyja á Reyni, f. 21. desember 1893, d. 13. júní 1976. Systkini Jóns eru Guðrún, f. 7. september 1928, d. 2. ágúst 2015, Sigríður Einars, f. 28. nóv- ember 1932, d. 12. apríl 2016, og Guðbjörg, f. 16. maí 1931. Jón kvæntist 17. júní 1953 Erlu Pálsdóttur, f. 9. september Maki Valgerður Guðjónsdóttir. Þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn. 7) Guðrún, f. 25. júlí 1963. Hún á þrjú börn og eitt barnabarn. Maki Jón E. Ein- arsson. 8) Einar, f. 28. mars 1965. Maki Ágústa Bárðar- dóttir. Þau eiga tvö börn. 9) Guðbjörg, f. 18. febrúar 1968. Maki Gauti Gunnarsson, f. 1.12. 1969, d. 15. nóvember, 2013. Þau eiga fjögur börn og eitt barnabarn. Jón ólst upp í foreldrahúsum á Reyni í Mýrdal. Hann varð bú- fræðingur frá Hvanneyri 1948 og vann í fyrstu ýmis tilfallandi störf, á Keflavíkurflugvelli, í símavinnuflokki o.fl. Bóndi á Reyni frá 1953 til 1995. Jón var alla tíð virkur í félagsstarfi í sinni heimabyggð og í félags- kerfi landbúnaðarins. Útför Jóns fer fram frá Reyn- iskirkju í Mýrdal í dag, 8. júlí 2017, og hefst athöfnin kl. 14. 1929. Börn þeirra eru 1) Páll, f. 12. apríl 1953. Hann á þrjá syni og sex barnabörn. Maki M. Sigríður Jakobs- dóttir. 2) Þórný Jónsdóttir, f. 7. september 1954, d. 28. júní 2016. 3) Margrét, f. 17. febrúar 1956. Maki Sigurjón Árnason. Þau eiga þrjá syni og sex barna- börn. 4) Sigurlaug, f. 17. júní 1957. Maki Ólafur Helgason. Þau eiga þrjú börn og sex barnabörn. 5) Sveinn, f. 1. nóv- ember 1959. Maki Jóna Svava Karlsdóttir. Þau eiga fjögur börn og fjögur barnabörn. 6) Jónatan Guðni, f. 27. júlí 1962. Í dag kveðjum við hann pabba minn, en hann var mér einstak- lega góður faðir, traustur, hlýr og alltaf til staðar og fyrir það er ég þakklát. Ég segi stundum að hann hafi fæðst sem bóndi, en hann fór snemma að vinna við bú- skapinn hjá foreldrum sínum og síðar tóku hann og mamma við búinu og voru bændur í fjörutíu og tvö ár. Hann var af þeirri kyn- slóð sem lifði miklar breytingar í búskap með tilkomu bíla, véla og tækja við heyskapinn. Eftir að þau hefja búskap fæðast níu börn á 15 árum og hefur það því verið mikið átak að koma öllum þess- um hópi upp. Allt hafðist þetta með samheldni og dugnaði for- eldra minna og allir hjálpuðust að. Það að alast upp í stórum systkinahópi eru forréttindi og kenndi manni margt sem ég hef tekið sem veganesti út í lífið. Þeg- ar eitthvað bjátaði á sagði pabbi að verkefni væru til að leysa þau og benti manni gjarnan á það já- kvæða í lífinu. Þrátt fyrir stórt heimili var alltaf pláss fyrir gesti og börn í sveit á sumrin og oft og tíðum voru notaðir stórir pottar við matseldina. Pabbi var mikill nátt- úru- og dýravinur og það var hans líf og yndi að smala upp um fjöll og firnindi og rækta jörðina. Þær voru líka ófáar ferðirnar sem hann fór með sveitungum sínum til að taka fé úr svelti, en hann þótti einkar laginn við það. Hann hafði mikla ánægju af veiðiskap og kom það sér vel þeg- ar það þurfti að metta marga munna. Lífið er langhlaup, þessi orð brenndi hann á fjöl fyrir stuttu síðan. Mér finnst þessi setning eiga vel við hans líf, en hans ævi var löng og farsæl. Pabbi og mamma eiga mikil auð- æfi eins og hann sagði sjálfur, en auðurinn felst í stórum hópi af- komenda. Hann var ákaflega stoltur af sínum stóra hópi, en pabbi og mamma eiga 60 beina afkomend- ur og þá er eftir að telja alla maka þeirra. Hann var mikill mannvin- ur og naut þess að eiga samskipti við fólk, glettinn, stundum smá stríðinn. Hann var líka góður eig- inmaður og umvafði mömmu alla tíð með ást sinni og hlýju. Ég kveð elsku pabba minn hinstu kveðju með þökk fyrir allt og allt. Blessuð sé minning hans. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Margrét. Þá er hann elsku afi minn, Jón á Reyni, genginn á vit feðra sinna og formæðra. Honum hefur vafa- laust verið tekið fagnandi hinu megin. Hinsta kveðjan, eins erfið og hún er, markast fyrst og fremst af djúpu þakklæti fyrir allt sem hann afi minn kenndi mér, viljandi eða óviljandi. Ljúft geðslag hans og viðmót, atorku- semi, auðmýkt og virðing, hvort sem var fyrir náunganum eða náttúruöflunum, er allt til eftir- breytni – og miklu meira til. Hann var áhrifamaður langt út fyrir ríki sitt, þó ekki væri nema fyrir afkomendaskarann sem hann lét sér mjög annt um og naut þess ávallt að eiga samvistir við hann. Afi var hamingjusamur og þakklátur fyrir lífið og allt sem það bauð honum, jafnvel þótt stundum hafi á móti blásið. Himneskt er að vera með vorið vistað í sálinni, sólina og eilíft sumar í hjarta. Því hamingjan felst í því að vera með himininn í hjartanu. Lifi lífið! (Sigurbjörn Þorkelsson) Afi Jón var sannarlega með vorið vistað í sálinni, sólina og ei- líft sumar í hjarta. Megi góður Guð varðveita þennan einstaka mann. Minning hans mun lifa. Árni Sigurjónsson. Jón Sveinsson ✝ Rúnar GústafJensen (áður Rúnar Gústafsson) fæddist í Borgar- nesi 13. maí 1962. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu í Memphis, Tennessee 27. júní 2017. Foreldrar Rún- ars: Gústaf Óskars- son, f. 3.7. 1933, og Kristbjörg Ósk Árný Markús- dóttir, f. 30.8. 1935, búsett í Hveragerði. Foreldrar Gústafs voru Óskar Gústaf Ingjaldur Jensen og Hansína Einhildur Hannibalsdóttir. Foreldrar Kristbjargar voru Markús Þórðarson og Auður Ólafsdóttir. Fósturforeldrar Kristbjargar voru Jón Guðmundsson og Ragnheiður Ólafsdóttir, Borg- arnesi. Rúnar var fimmta barn Kristbjargar og Gústafs af sjö. Systkini hans eru: Ólafur Jón, f. 18.3. 1955, Ragnheiður Helga, f. 7.4. 1956, Ósk, f. 11.11. 1957, Hans, f. 9.6. 1960, Áróra, f. 27.12. 1966, og Óðinn, f. 4.3. 1969. Þegar Rúnar var níu ára flutt- ist fjölskyldan til Ísafjarðar sem Fljótlega eftir að Rúnar sett- ist að í Memphis fór hann í há- skóla og útskrifaðist með BA í sálfræðiráðgjöf og árið 2011 út- skrifaðist hann með MS-gráðu í endurhæfingarráðgjöf. Hann vann sem ráðgjafi með skóla- náminu hjá Memphis Recovery Centers, sem þjónustar fatlaða. Eftir útskrift frá University of Memphis vann hann sem hand- verksráðgjafi fyrir Tennessee- ríki og síðar hjá Arkansas-ríki sem yfirmaður vettvangs- ráðgjafa fyrir fatlaða í Austur- Arkansans. Árið 2014 fékk Rún- ar réttindi frá Tennessee til að veita samfélagsþjónustu og í framhaldi stofnaði hann fyrir- tæki sem hann kallaði National Economy Employment Develop- ment (NEED) og fólst starfið í að finna störf fyrir fullorðið fólk með fötlun. Núna í vor hafði Rúnar tryggt styrk frá Tennes- see-ríki til að þróa prógramm til að undirbúa fatlaða fyrir vinnu- markaðinn. Í samvinnu við tvo aðra stofnaði hann fyrirtækið Transition Workforce Partner- ship. Átti þessi vinna hug hans allan og hann var mjög spenntur fyrir að hafa möguleika á að breyta lífi nemenda með fötlun. Minningarathöfn um Rúnar fer fram laugardaginn 8. júlí 2017 í Memphis. hann leit alltaf á sem sinn heimabæ. Sumarið sem hann var 14 ára fór hann í fyrsta skipti á sjó- inn. Síðar átti hann eftir að starfa sem sjómaður og yfir 20 ára tímabil fór hann til sjós á Ís- landi og í Banda- ríkjunum, bæði í Alaska og Kali- forníu. Snemma beindist áhugi Rúnars að veitingahúsageir- anum og hann útskrifaðist frá Matsveina- og veitingaþjóna- skólanum 1987. Næstu tíu ár þar á eftir starfaði hann á veitinga- húsum í Reykjavík, Osló, La Jolla og San Diego. Við upphaf síðustu aldar breytti Rúnar enn um starfsvettvang og gerðist sölumaður, fyrst með húsgögn og síðar seldi hann bíla. Það var bílasölustarfið sem dró hann til Memphis þar sem hann kynntist Mary Ellen Warren sem hann giftist árið 2005, og saman eign- uðust þau soninn Óskar William. Rúnar og Mary Ellen skildu. Rúnar lætur eftir sig unnustu, Rhondu Basham Clarke, og einkasoninn Óskar William. Andlát Rúnars bar brátt að og í dag kveðjum við góðan vin og fé- laga alltof skjótt. Leiðir okkar lágu saman í gegnum barnaskóla- árin og eins í grunnskóla. Þegar við hittumst bekkjarsystkinin og rifjuðum upp minningar var okkur minnisstæðast hve músíkalskur Rúnar var. Hann hafði mikinn áhuga á tónlist og rifjar Heimir Már upp þegar þeir Rúnar tróðu upp á unglingaskemmtunum og „mæmuðu“ undir hljómplötum. Þeir reyndu einnig að komst að með skemmtiatriði í Stundinni okkar hjá Ríkissjónvarpinu, án ár- angurs þrátt fyrir mikla trú á sjálfum sér eins og þeirra var háttur. Valdimar Birgis, alltaf kallaður Valli Bigga Vald, rifjar líka upp tónlistarferil sinn með Rúnari en þeir voru með „gigg“ í 12 ára bekk og var það hugmynd Rúnars tek- ur Valli fram. Rúnar hafði áður verið að syngja með Heimi Má, en þeir Valli tóku lagið Yakety Yak- Smakety Smack af plötu Magnús- ar og Jóhanns, Change, og slógu þeir rækilega í gegn að eigin mati – og okkar bekkjarsystkinanna. Rúnar meira að segja lygndi aftur augum eins og Jóhann gerði við gríðarleg fagnaðarlæti bekkjar- félaganna. Eftir að Rúnar flutti til Banda- ríkjanna hittum við hann helst þegar hann kom til landsins í frí- um og það var alltaf gaman því hann hafði frá svo mörgu að segja. Hann flutti um tíma heim og tók þátt í að breyta AA-starfi á Ís- landi, hafði hætt að drekka úti og kynntist því hvernig AA-starf væri ytra. Hann flutti þá þekkingu með sér heim og stofnaði nýja deild sem umbylti AA-starfi á Ís- landi og hjálpaði fjölda fólks að ná valdi á lífi sínu. Rúnar var frum- kvöðull á þessu sviði og fyrirmynd margra. Hann flutti aftur út og lauk prófi í sálfræði og starfaði meðal annars við að aðstoða heimilis- lausa og fatlaða einstaklinga við að fóta sig í lífinu. Rúnar hafði góða nærveru og gott skopskyn, var mjög hugmyndaríkur og fékk mann oft til að hlæja og það er minnisstæðasta fólkið sem vekur upp hjá manni hlátur. Eftir að hann flutti til útlanda urðu endur- fundir kannski stopulli, en það eru minningarnar um traustan og góðan félaga sem lifa áfram og safn þeirra er það besta sem hver og einn á. Rúnar eignaðist son, sem hann sá ekki sólina fyrir, hann Óskar, og sendum við Óskari litla og fjöl- skyldu þeirra Rúnars okkar inni- legustu samúðarkveðjur og von- um að þeim gefist styrkur á þessum erfiðu stundum. Hvíl í friði Rúnar. Fyrir hönd árgangs 1962 á Ísa- firði og skólafélaga, Ingibjörg Snorra Hagalín. Rúnar Gústaf Jensen Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HÖRÐUR SIGFÚSSON, Goðabraut 16, Dalvík, lést á sjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 28. júní. Útför hans verður frá Dalvíkurkirkju þriðjudaginn 11. júlí klukkan 13.30. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskulega eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, HALLGRÍMS VIÐARS ÁRNASONAR húsasmíðameistara, Þjóðbraut 1, Akranesi. Guð blessi ykkur öll. Sigurbjörg Halldórsdóttir Halldór B. Hallgrímsson Guðrún Hróðmarsdóttir Harpa Hallgrímsdóttir Kristinn Ólason Steinunn Hallgrímsdóttir Árni Þór Hallgrímsson Ingibjörg Ásgeirsdóttir og afabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts elskulegrar móður okkar, JÓNU SIGURSTEINSDÓTTUR, Lækjargötu 30, Hafnarfirði. Ásbjörg Magnúsdóttir Sigursteinn Magnússon Ásberg Magnússon Hildur Magnúsdóttir og fjölskyldur Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA VIGDÍS JÓNSDÓTTIR, Hallgeirsey, lést föstudaginn 23. júní á Heilbrigðisstofnun Suðurlands Selfossi. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug. Jón Elías Guðjónsson Guðjón Jónsson Bryndís Bára Bragadóttir Sigurður Jónsson Ástdís Guðbjörnsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og tengdabörn Elskulegi faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRIR G. ÍSFELD, frá Neskaupstað, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ sunnudaginn 25. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýju. Sérstakar þakkir til starfsfólks Skógarbæjar fyrir góða umönnun og vinarhug. Ásgerður Ísfeld og fjölskylda Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, HULDA MALMQUIST KRISTINSDÓTTIR kjólameistari og klæðskeri, lést föstudaginn 7. júlí. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 12. júlí klukkan 15. Við þökkum fjölskyldu og vinum hlýhug og stuðning á þessum erfiðu tímum. Sérstakar þakkir öllum þeim sem önnuðust hana af alúð og virðingu í veikindum hennar. Kristinn Már Gunnarsson Kirsten Gunnarsson Gissur Örn Gunnarsson Florentina Fundateanu Anna Lilja Gunnarsdóttir Halldór Óskarsson Eva Björk Gunnarsdóttir Styrmir Örn Snorrason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.