Morgunblaðið - 08.07.2017, Qupperneq 40
40 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2017
Gísli Gíslason ólst upp í Vesturbænum í Reykjavík, æfði ogkeppti í knattspyrnu og körfubolta með KR, lauk lögfræði-prófi 1981, var bæjarstjóri á Akranesi 1987-2005 og hefur síð-
an verið hafnarstjóri Faxaflóahafna. Hann hlær þegar hann er spurð-
ur hvort þetta sé ekki rólegt embætti: „Ó, nei! Þetta er nú bara
hörkudjobb og aðalembættið, karlinn minn, og maður kemur þar víð-
ar við en marga grunar. Faxaflóahafnir eiga t.d. 23% í Speli sem rek-
ur Hvalfjarðargöngin en þar hef ég setið lengi í stjórn og verið
stjórnarformaður frá 1995.“
Á maður að þurfa að borga endalaust í þessi Hvalfjarðargöng?
„Það má nú kannski hafa það í huga að verðið hefur lækkað frá
upphafi, bæði að verðgildi og raungildi. Á næsta ári hafa vegfarendur
borgað göngin upp sem nú eru eign upp á 10-12 milljarða. Þá tekur
ríkið við göngunum, samkvæmt samningum. Hitt er þó aðalatriðið að
göngin hafa gjörbreytt aðstæðum á Vesturlandi, hvað varðar atvinnu-
svæði, ferðaþjónustu og sumarbústaði.“
Verða göngin tvöfölduð á næstunni?
„Það verður ríkið að segja til um. Við teljum óhjákvæmilegt að tvö-
falda þau innan tíðar en ný göng munu kosta 14-15 milljarða.“
Hvort ertu nú meiri Skagamaður eða KR-ingur?
„Nú er ég Skagamaður en afar þakklátur fyrir og stoltur af uppeld-
inu í KR. Þetta er samt aukaatriði því þó KR og ÍA hafi oft háð harða
baráttu sín á milli hafa þessir klúbbar alltaf verið nánir vinaklúbbar.“
Morgunblaðið/Ásdís
Afmælisbarnið Gísli hefur verið hafnarstjóri Faxaflóahafna frá 2005.
Skagamaður úr KR
Gísli hafnarstjóri er 62 ára
Þ
órunn fæddist í Reykja-
vík 9.7. 1957 og ólst þar
upp, í Hassaleitinu: „Ég
var tveggja ára er fjöl-
skyldan flutti úr Vog-
unum og vestur á Marargötu til afa
og ömmu. Þar man ég fyrst eftir mér
og 1961 fluttum við í nýbyggt hús í
Hvassaleitinu þar sem ég ólst upp.“
Það svæði hefur víst breyst síðan?
„Já. Það umhverfið var ævintýri
líkast þegar ég mætti á svæðið: Allt
hverfið og Háaleitið í byggingu með
opnum húsgrunnum, hálfbyggðum
húsum og vinnupöllum, nægu bygg-
ingarefni í skúra og pramma sem við
krakkarnir fleyttum á tjörnunum
þar sem Kringlan kom síðar. Þar var
enn opið svæði með kartöfluskúrum
og görðum, mýri, skurðum, njóla,
fuglalífi og gamla golfvellinum.
Þarna var nóg að stússa fyrir táp-
mikla krakka og þarna var ég þar til
ég fór að heiman.“
Þórunn Guðmundsdóttir lögmaður – 60 ára
Systkinin Þórunn með bræðrum sínum, Sigurði, prófessor og fyrrv. landlækni, og Þórði Ingva sendiráðsfulltrúa.
Lífsglöð og áreiðanleg
Rómantískur kvöldverður Þórunn og Guðlaugur á notarlegum veitingastað.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða
mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í
einn mánuð.
Hægt er að senda mynd
og texta af slóðinnimbl.
is/islendingar eða á
islendingar@mbl.is
Á „Íslendinga“ síðum
Morgunblaðsins er
meðal annars sagt frá
merkum viðburðum
í lífi fólks, svo sem
hjónavígslum,
barnsfæðingum
eða öðrum
tímamótum.
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
MOVIE STAR
hvíldarstóll
Verð 398.000,-
Skoðaðu úrvalið
á nýju heimasíðunni
okkar
casa.is