Morgunblaðið - 08.07.2017, Síða 47

Morgunblaðið - 08.07.2017, Síða 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2017 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Meðlimir ADHD eru þeirMagnús TrygvasonEliassen (trommur), Dav- íð Þór Jónsson (hljómborð, píanó og hljóðgervlar) og bræðurnir Óskar Guðjónsson (saxófónn) og Ómar Guð- jónsson (gítar, bassi). Þeir Davíð og Ómar tilheyra ákveð- inni kynslóð djasstón- listarmanna sem hóf að láta að sér kveða stuttu eftir 2000. Þessi kynslóð spilara, sem tengjast allir missterkum böndum (þetta er Ísland) er með rætur í djassnámi en hugmyndirnar um sköpun voru gjörsamlega gal- opnar og óhætt að segja að þetta fólk hafi gert skurk í þess tíma djasslífi. Mér verður t.d. hugsað til fyrstu plötu Davíðs Þórs, Rask og verka Helmus og Dalla (Helgi Svavar trymbill og Davíð Þór) sem dæmi um þá maurasýru sem var blessunarlega hellt yfir okk- ur. Óskar er eldri, en hefur sömu- leiðis lagt sig eftir tilrauna- kenndum hlutum alla tíð á meðan Magnús er yngri, en er í dag með fjölsnærðustu trymblum landsins, getur spilað hvað sem er með Slegið í klárinn Ljósmynd/Spessi Hrossakaup? Tónlist djasskvartettsins ADHD ríður sjaldnast við skáldlegan einteyming. hverjum sem er. Eins og sést er ekki beint um eitthvert slor að ræða í manna- skipun ADHD og mikill galdur hefur átt sér stað forðum daga á Höfn. Fjórir einstaklingar sem hafa smollið saman sem einn og það má vel nema á þeim plötum sem út hafa komið. Sköpunar- þörfin rík, enda merkilegt að jafn uppteknir hljóðfæraleikarar og meðlimir ADHD eru hafi náð að finna tíma til að rúlla frumsömdu efni inn á band og það sex sinn- um. Óskar ræddi við Morgun- blaðið um sveitina í ársbyrjun 2014 og hafði þá þetta að segja: „Ég fann það á fyrsta gigginu okkar á Höfn í Hornafirði árið 2008 að ég vildi vinna með þessu bandi það sem eftir væri ævinnar. Við vinirnir erum eins og fjöl- skylda, því það eru mjög djúpar tengingar á milli okkar. Og þegar svona sterk vinabönd myndast þá er hægt að gera allt uppi á sviði.“ Hann orðar þá mjög fallega um hvað tónlistarsköpun snýst í grunninn: „Músík snýst um traust, vináttu og vinsemd, en ekki um það hvort þú getir spilað þetta eða hitt. Sé traustið til staðar þannig að maður þori að vera maður sjálfur er allt hægt.“ Til fyrirmyndar. Hugrekkið til að fara þangað sem hugurinn býður hefur enda borgað sig og ADHD fer reglulega í hljómleika- ferðir erlendis. Hestshausinn sem Davíð ber á nýjustu kynningar- myndinni af sveitinni undirstrikar auk þess að hlustendur geti búist við hvaða flippi sem er í raun. Á ADHD6 heldur sveitin sem fyrr (hests)haus. Tónlistin er and- ríkt, djassað flæði og unnið er með spuna, tilraunakennd raf- hljóð og jaðarrokk. Sjá t.d „Alli Krilli“ sem hefst temmilega „venjulega“ en er svo stöðvað um miðbikið, við taka drungaleg píanóslög sem eru bökkuð með draugalegri hljóðmynd. „Tvöfald- ur Víkingur“ og „Rebroff“ minna á Chicago-síðrokkssenuna (Tor- toise, Gastr Del Sol) og naum- hyggjuleg keyrsla að hætti súr- kálsrokkara á borð við NEU! og Can gerir einnig vart við sig. En hvað sem líður skilgreininga- orgíum, í gegnum allt heyrir mað- ur að menn eru að tala sama og hlusta hver á annan, búa til eitt- hvað sem er algerlega þeirra eig- ið og engra annarra. Áfram veg- inn og megi þeir bræður allir, fjórir að tölu, slá í klárinn lengi vel. »Eins og sést erekki beint um eitt- hvert slor að ræða í mannaskipun ADHD og mikill galdur hefur átt sér stað forðum daga á Höfn. Tilraunadjasskvartettinn ADHD hefur nú gefið út sína sjöttu plötu. Hann kom fyrst saman fyrir níu árum á blúshátíð á Höfn í Hornafirði og mektar- mennirnir sem hann skipa hafa ekki litið til baka síðan. Guðlaugur Bjarnason opnar málverkasýninguna Ástar- landslag í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5, í dag kl. 15. Þetta er fjórða sýning Guðlaugs í listhúsinu. Í verk- um sínum á sýningunni fléttar Guðlaugur ástleitnar til- finningar sem gerðu vart við sig á síðasta ári inn í raunverulegt landslag sem hann málar gjarnan og dá- ist að, eins og því er lýst í tilkynningu. „Flest mótífin eru við Kleifarvatn og í Krýsuvík, máluð á þessu og síð- asta ári. Stundum fara þessar fléttur yfir í hugarheima, enda oft stutt á milli segir listamaðurinn,“ segir þar. Guðlaugur Bjarnason lauk námi við myndhöggvara- deild Myndlistar- og handíðaskóla Íslands árið 1988 og fór á steinhöggvaranámskeið í Gotlandi í Svíþjóð sama ár. Hann tók þátt í sumarakademíunni í Salzburg í Austurríki 1989 og um haustið hélt hann til Edinborgar í Sculptur School og hlaut þar Diploma of Fine Art árið 1990. Sama ár lá leiðin til Þýskalands í Kunstakademie Düsseldorf og 1993 útskrifaðist hann sem Meister- schuler hjá Magdalenu Jetelova 1994. Frá Möncheng- ladbach lá leiðin svo til Berlínar 1995 og bjó hann þar til 2012 er hann flutti aftur til Íslands. Guðlaugur hélt fjölda einkasýninga í Berlín og hefur tekið þátt í sam- sýningum í Skotlandi, Póllandi, Svíþjóð og Þýskalandi auk þess að hafa sýnt hér á landi. Ástarlandslag í Listhúsi Ófeigs Ástarlandslag Hluti af einu verka Guðlaugs á sýningunni. Sólarhringslöngu plötuupptöku- maraþoni tónlistarmannsins Ásgeirs Trausta og samstarfsmanna hans lauk í fyrradag kl. 17 í hljóðverinu Hljóðrita í Hafnarfirði og var af- raksturinn einkar glæsilegur, 30 sjö tomma plötur með tveimur lögum hver, þ.e. einu á hvorri hlið. Ásgeir fær þó ekki langa hvíld eftir þessa miklu törn því í dag heldur hann tvenna tónleika í félagsheimilinu á Hvammstanga, kl. 17 og 21. Plötuverkefnið í Hljóðrita nefnd- ist Beint á vínyl og voru upptök- urnar sendar út í beinni útsendingu á RÚV 2 og RÚV.is í sk. hægvarpi. Ásgeir lék og söng bæði einfaldar og öðruvísi útgáfur af eigin lögum og lögum annarra og var þar komið víða við, m.a. leitað í sarp ABBA og Bob Dylan. Vinir og samstarfsmenn Ásgeirs lögðu honum lið og þá m.a. Guðmundur Óskar Guðmundsson bassaleikari og söngvarinn Sigurður Guðmundsson. Lögin voru tekin upp beint á vínyl með vínylskurðarvél og verða aðeins til á því formi þannig að hvert lag eða hver útgáfa af lagi verður aðeins til í einu eintaki, þ.e. á vínylplötu. ABBA, Nirvana og Dylan María Rut Reynisdóttir, umboðs- maður Ásgeirs, segir Ásgeir hafa unnið „mjög stíft“ þennan sólar- hring sem upptökurnar stóðu yfir með örstuttum hléum. „Það þurfti alltaf að ákveða hvaða lög ætti að taka næst og æfa aðeins þannig að þetta var vel af sér vikið,“ segir hún. Ásgeir lék að mestu eigin lög en nokkur tökulög fengu þó að flakka með. Má af þeim nefna „Tvær stjörnur“ Megasar, „There’s No Leaving Now“ eftir The Tallest Man on Earth, „Heaven’s Key“ eftir bróður Ásgeirs, Þorstein Einarsson, „Sound of Silence“ eftir Simon og Garfunkel, „Make You Feel My Love“ eftir Bob Dylan, „Heart- Shaped Box“ eftir Nirvana, „The Winner Takes It All“ með ABBA og „Love$ick“, lag Mura Masa. Fjársjóður í Ástralíu María segir gaman frá því að segja að síðastnefnda lagið hafi Ás- geir flutt á útvarpsstöðinni Triple J. í Ástralíu fyrir nokkrum vikum og að platan sem tekin var upp með því lagi verði send útvarpsstöðinni. Út- varpsstöðin eigi í samstarfi við tón- listarhátíð í Ástralíu, Splendor in the Grass, sem haldin verður seinna í þessum mánuði og á henni verður gerð sérstök fjársjóðsleit og er fyrr- nefnd plata fjársjóðurinn. Staðið verður fyrir fleiri slíkum viðburðum þar sem leitað verður að plötu eftir Ásgeir. „Við ætlum að senda plötur á alla okkar samstarfs- aðila, útgáfufyrirtæki Ásgeirs úti um allan heim, og verðum sjálf með a.m.k. tvær plötur hérna heima. Á ákveðnum degi verður búið að fela þessar plötur úti um allan heim og við tökum myndir af stöðunum þar sem þær er að finna, póstum vís- bendingum á Instagram-reikning Ásgeirs og þá getur fólk byrjað að leita,“ útskýrir María kímin. helgisnaer@mbl.is 60 lög á einum sólarhring  30 sjö tomma plötur urðu afrakstur upptökumaraþons Ásgeirs Trausta Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Upptökutörn Ásgeir Trausti og Guðmundur Óskar í Hljóðrita í fyrradag. SÝND KL. 2.10, 5, 8, 10. 40 SÝND KL. 10.20 SÝND KL. 8 Miðasala og nánari upplýsingar 5% ÍSL. TAL SÝND KL. 12 ÍSL. 2D KL. 12, 2, 4, 6 ÍSL. 3D 12, 2 ENSK. 2D KL. 4, 6, 8, 10

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.