Fréttablaðið - 06.01.2018, Qupperneq 107
skemmta. Kakó og vöfflur á vægu
verði. Stjörnuljós seld í afgreiðslu.
Hvað? Þrettándaannáll Ástu Sido
Hvenær? 17.00
Hvar? Mengi, Óðinsgötu
Ásta Fanney Sigurðardóttir
heldur þrettándaannál kl. 17.00
til 18.00 þar sem hún fremur ýmsa
ljóða- og myndlistargjörninga sem
hún hefur sýnt á árinu 2017. Hún
hefur tileinkað sér tilraunakennda
stemningu í list sinni, hljóðlist og
ljóðum sem hún hefur meðal annars
flutt í Nóbelsafninu í Stokkhólmi,
Slóvakíu, Frakklandi, Skotlandi og
Danmörku. Á gjörningadagskránni
mun Ásta flytja sum þessara verka í
öðrum búningi eða bæta við nýjum.
Um er að ræða upplestur, hljóðlist,
vídeólist, gjörninga og tónlist. Frítt
er inn á viðburðinn og öll velkomin.
Hvað? Þrettándasund
Hvenær? 12.00
Hvar? Sauðárkrókur
Frísklegt sjávarbað á þrettándanum
við nýja hafnargarðinn í smá-
bátahöfninni. Benedikt S. Lafleur
leiðbeinir sjávarbaðagestum og
þeir sem baða sig að Benedikt við-
stöddum fá 25% afslátt af grilli á
Kaffi Krók.
Hvað? Guðrún Benedikta Elíasdóttir
sýnir málverk í Spönginni
Hvenær? 14.00
Hvar? Borgarbókasafnið Spönginni
Í verkunum skipa náttúran og
náttúruöflin stóran sess, ekki síst
jöklarnir og átök elds og íss.
Sunnudagur
7. janúar 2018
Tónlist
Hvað? Tónaljóð
Hvenær? 14.00
Hvar? Hannesarholt, Grundarstíg
Í dag ætla Úlfhildur Þorsteinsdóttir,
víóluleikari, og Jane Ade Sutarjo,
píanóleikari, að halda saman tón-
leika í Hannesarholti. Á efnisskránni
eru verk eftir R. Schumann, B. Brit-
ten og R. Clarke.
Hvað? SunnuDjass - Rögnvaldur
Borgþórsson og áhöfnin
Hvenær? 20.00
Hvar? Bryggjan brugghús, Granda-
garði
Í kvöld mun gítarleikarinn og lífs-
kúnstnerinn Rögnvaldur Borgþórs-
son hræra í hvíldardagstríó ásamt
bryggjumublunum Magnúsi Trygva-
syni Eliassen trymbli og Andra
Ólafssyni bassaleikara. Leiknir
verða djassstandardar með útúr-
snúningum.
Viðburðir
Hvað? Staðsetningar | Listamanna-
spjall á síðasta sýningardegi
Hvenær? 15.00
Hvar? Gerðarsafn, Hamraborg
Í dag fer fram listamannaspjall í
tengslum við sýninguna Staðsetn-
ingar sem stendur yfir í Gerðarsafni.
Litið verður til verka og aðferða
listamannanna Einars Garibalda
Eiríkssonar og Kristjáns Steingríms
Jónssonar. Viðburðurinn markar
síðasta sýningardag Staðsetninga.
Kvikmyndin Wild at Heart eftir meistara David Lynch verður sýnd á Svörtum sunnudegi í
Paradís að þessu sinni. Myndin
fjallar um þau Lulu og Sailor sem
eiga í ástarsambandi – en móðir
Lulu er ekki sátt við þetta samband
þeirra og sendir morðingja til að
ganga frá Sailor, sem endar með
að Sailor verður morðingjanum að
bana og endar í steininum. Þegar
Sailor og Lulu sameinast aftur eftir
fangavistina byrjar tryllt atburðarás
sem aðeins David Lynch gæti látið
sér detta í hug. Snákaskinnsjakki,
ógeðslegur tanngarður, varalitur
dreifður yfir heilt andlit og margt
fleira einkennir þennan költ smell.
Þeir Hugleikur, Sjón og Sigur-
jón Kjartansson halda utan um
Svarta sunnudaga en áherslan þar
er á költmyndir. Sýningin á Wild
at Heart er hluti Meistaraveturs
Svartra sunnudaga þar sem áhersl-
an er á bestu leikstjóra kvikmynda-
sögunnar.
David Lynch sendi frá sér í fyrra
framhald af Twin Peaks þáttunum
og þótti það gríðarlega vel heppn-
að hjá honum. Fyrri serían átti til
að mynda miklum vinsældum að
fagna hér á landi og á enn, til að
mynda er haldið úti áhugamanna-
félagi um þættina.
Lynch kom til landsins árið 2009
til að kynna innhverfa íhugun fyrir
Íslendingum enda sá hann fyrir
sér að það gæti bjargað landinu frá
kreppunni til dæmis. Það virðist
hafa virkað hjá honum, enda blúss-
andi góðæri núna.
Sýningin hefst klukkan 20.
„Allur heimurinn er trylltur í hjartanu og skrítinn að auki“
Móðir Lulu gjörsamlega tryllist yfir sambandi dóttur sinnar og Sailors.
m e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 55L A U g A R D A g U R 6 . j A n ú A R 2 0 1 8
0
6
-0
1
-2
0
1
8
0
4
:1
7
F
B
1
2
0
s
_
P
1
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
A
C
-A
A
2
4
1
E
A
C
-A
8
E
8
1
E
A
C
-A
7
A
C
1
E
A
C
-A
6
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
1
2
0
s
_
5
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K