Fréttablaðið - 09.01.2018, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.01.2018, Blaðsíða 2
Veður Suðaustan hvassviðri eða stormur um morguninn, hvassast suðvestan- lands til hádegis. Talsverð eða mikil rigning suðaustanlands en lengst af úrkomulítið norðanlands. Lægir mikið vestanlands síðdegis, en víða hvassviðri um landið austanvert. sjá síðu 16 Jólatré þessa lands hafa nú flest þjónað tilgangi sínum sem stofustáss yfir hátíðarnar. Stór hluti landsmanna hafði þegar losað sig við trén áður en þrettándi dagur jóla rann sitt skeið en líklegt má telja að enn séu einhver tré eftir standandi. Ljósmyndari Fréttablaðsins leit við í Sorpu í gær þar sem tekið var á móti notuðu greni. För trjánna endar þó ekki þar enda munu einhver þeirra síðar verða trjákurl, spænir eða sag. Fréttablaðið/Vilhelm Samtök um sorg og sorgarviðbrögð NÝ DÖGUN www.nydogun. is • www.sorg. is • nydogun@nydogun. is Barnsmissir Upplifun og reynsla foreldra af stuðningi og þjónustu foreldra og forráðamanna barna og ungmenna sem látist hafa fyrirvaralaust Ókeypis og allir velkomnir. Þann 10. janúar kl 20:00 í Safnaðarsal Háteigskirkju, flytur Hrönn Ásgeirsdóttir erindi sem hún byggir á rannsókn sinni og upplifun af stuðningi og þjónustu vegna barnsmissis. Einnig er kynnt stuðningshópastarf vegna barnsmissis og tekið við skráningum. Viðskipti Rannsókn Embættis hér- aðssaksóknara á meintum brotum yfirmanns hjá Icelandair á lögum um verðbréfaviðskipti er lokið. Þetta staðfesti Ólafur Þór Hauksson hér- aðssaksóknari við Fréttablaðið í gær. Ólafur segir málið nú fara í ákæru- meðferð þar sem tekin verður ákvörðun um hugsanlega saksókn. Fréttablaðið greindi fyrst frá mál- inu í júlí síðastliðnum og síðan var greint frá því að yfirmaðurinn hefði verið í slagtogi við að minnsta kosti þrjá aðra menn, sem einnig eru grun- aðir. Mennirnir eru grunaðir um að hafa nýtt sér í nokkur skipti inn- herjaupplýsingar sem þeir fengu hjá yfirmanni hjá Icelandair til að gera framvirka samninga með hlutabréf í Icelandair Group, aðeins fáeinum dögum áður en félagið sendi frá sér kolsvarta afkomutilkynningu til Kauphallarinnar í febrúar. Icelandair sendi yfirmanninn strax í leyfi frá störfum þegar félagið fékk upplýsingar um að viðkomandi væri til rannsóknar. Héraðssaksókn- ari hefur kyrrsett tugi milljóna króna í tengslum við rannsókn málsins sem eru ætlaður hagnaður mannanna af viðskiptunum. – smj Rannsókn lokið í Icelandair-máli meint innherjasvik fyrrverandi yfir- manns icelandair í ákærumeðferð. Fréttablaðið/anton brink Stefnan tekin á kurl, spæni og sag fólk Ólafur Dýrmundsson verður 74 ára á þessu ári og varð ekki heitur Iggy Pop aðdáandi fyrr en hann var kominn á sjötugsaldurinn. Iggy vann hann endanlega á sitt band á tón- leikum sem hann hélt í Listasafni Reykjavíkur 2006. „Ég var þá farinn að hlusta aðeins á hann og átti eina eða tvær plötur. Þetta voru hörku hljómleikar þar sem hann hafði það sem eftir var af The Stooges með sér.“ Ólafur segir flesta í kringum sig hafa talið Iggy vera „einhvern brjálæðing“ en ráðunautur líf- ræns búskapar og landnýtingar hjá Bændasamtökunum sá annað og meira í tónlistarmanninum. „Hann mætti í sjónvarpsviðtal dag- inn fyrir tónleika, virðulegur mjög, fullklæddur í frakka og virtist bara vera ágætis kall. Hann er vel lesinn, talar vandaða ensku og er vel að sér um ýmislegt. Fortíð hans er skraut- leg og kannski merkilegt að hann skuli enn vera lifandi. En ég er löngu sannfærður um að hann er maður með viti.“ Iggy óx enn meira í áliti hjá Ólafi þegar hann las ævisögu hans. „Þetta var enginn sérstakur lofsöngur en ég held að hann geti skrifað undir flest sem þar kemur fram, bæði gott og illt.“ Eftir að hafa sé Iggy á sviði byrjaði Ólafur að safna plötum hans fyrir alvöru. „Ég fór út um allt. Í Geisla- diskabúð Valda og víðar og er kom- inn með þetta mest allt núna. Fyrir utan það nýjasta en ég hef verið að hlusta á það á YouTube. Annars hlusta ég mest á hann í bílnum til þess að vera ekkert að kvelja aðra með þessu.“ Ólafur var við nám í Wales á ára- bilinu 1966-1972 og fékk þá allt það helsta sem var að gerast beint í æð með sjónvarpsþættinum Top of the Pops. „Þarna sá maður Jimi Hendrix, Stones, Bowie, Lou Reed og Bítlana á sínum tíma. Allt þetta gullaldarlið.“ Ólafur lét sig að vonum ekki vanta þegar Iggy kom aftur til Íslands og hélt tónleika á Ásbrú 2015. Hann hafði þá nýlátið af störfum og Bænda- blaðið gaf honum tvo tónleikamiða. „Konan mín hafði aldrei komið á svona og leist ekki alveg á þetta enda var hassreykur í loftinu og ýmislegt í gangi. Þarna var hann 68 ára og ég 71 árs en ég hoppaði og skoppaði þarna eins og fleiri. Þetta var alveg stórkost- legt. Ógleymanlegt.“ Ólafur segist hafa miklu meira gaman af pönki en þungarokki og Iggy Pop sé guðfaðir pönksins. „Þetta var bara komið hjá honum strax á fyrstu plötum The Stooges. Alveg í það minnsta áratug á undan öllum hinum. Ég hef líka gaman af því að skella The Sex Pistols á fóninn af og til en ég heyrði fyrst í þeim þegar ég var á ráðstefnu í Skotlandi 1978,“ segir fálkaorðuhafinn sem telur The Sex Pistols eiga Iggy Pop margt að þakka. thorarinn@frettabladid.is Fálkaorðuhafinn sem fílar pönk og Iggy Pop Dr. Ólafur Dýrmundsson, fyrrverandi ráðunautur hjá Bændasamtökunum, var sæmdur fálkaorðu á nýársdag. Eldri borgarinn ber það ef til vill ekki með sér en í honum bærist pönkari. Dr. Ólafur hefur villinginn Iggy Pop í miklum hávegum. Þeir verða ekki öllu pönkaðri, fálkaorðuhafarnir, en Dr. Ólafur Dýrmundsson sem hefur krækt sér í nánast allar plötur iggy Pop. Fréttablaðið/anton brink DóMsMál Sjómaður var í Héraðs- dómi Suðurlands dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að ganga í skrokk á barnsmóður sinni á tjaldstæði á Suðurlandi. Árásin átti sér stað í maí árið 2016 þegar maðurinn var í landi eftir sex vikna túr úti á sjó. Maðurinn hafði setið að sumbli í hjólhýsi á svæðinu en að því loknu sinnaðist honum og konu hans. Þeim samskiptum lauk með því að hann sló hana ítrekað í höfuðið með þeim afleiðingum að hún hlaut mar og bólgur á and- liti. Þá reif hann í hár hennar með þeim afleiðingum að flygsur úr því rifnuðu af höfði hennar. Parið var eitt til frásagnar en bæði voru ölvuð. Konan var þó talsvert minna ölvuð og þótti framburður hennar eiga sér stoð í ljósmyndum sem teknar voru á bráðamóttöku. – jóe Lagði hendur á barnsmóðurina 9 . j a n ú a r 2 0 1 8 Þ r i ð j u D a G u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 0 9 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 4 F B 0 4 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E B 0 -C A C 4 1 E B 0 -C 9 8 8 1 E B 0 -C 8 4 C 1 E B 0 -C 7 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 0 s _ 8 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.