Fréttablaðið - 09.01.2018, Side 20

Fréttablaðið - 09.01.2018, Side 20
Reynsluakstur Finnur Thorlacius finnurth@365.is Kostir og gallar Porsche Panamera turbo s e-hybrid sPort turismo l 4,0 lítRa bensínvél og RafmótoRaR l 680 hestöfl eyðsla frá: 3,0 l/100 km í bl. akstri mengun: 66 g/km CO2 hröðun: 3,4 sek. í 100 km hraða hámarkshraði: 310 km/klst. verð frá: 23.900.000 kr. Umboð: Bílabúð Benna Það er ekki á hverjum degi sem ökumönnum stendur til boða að aka 680 hestafla tryllitækj- um, hvað þá af nýjustu og fáguðustu gerð frá Porsche. Þessi draumur var þó uppfylltur á dögunum á ekki verri stað en í nágrenni Malaga á Suður-Spáni og Porsche Panamera Turbo S E-Hybrid Sport Turismo tekinn þar til kostanna. Þar voru samankomnir bíla- blaðamenn víða að úr heiminum og á andlitum þeirra mátti greina tilhlökkun, ekki síst í ljósi þess að einnig var í boði brautarakstur á 718 Cayman og Boxster GTS bílum á Ascari-brautinni, en hún er ekki svo langt frá Malaga. Það telst lík- lega ekki slæmt plan að aka Porsche Pan amera Turbo S E-Hybrid á annað hundrað kílómetra að Ascari- brautinni og setjast svo upp í 365 hestafla Cayman- eða Boxster-bíla og glíma við brautina og taka svo Panameruna aftur til baka. langt nafn á löngum bíl Porsche Panamera Turbo S E-Hybrid Sport Turismo er með eitt lengsta nafn bílasögunnar, en kannski þarf bara svo langt nafn fyrir lengd hans og öll þau hestöfl sem hann skartar. Svo mikið er af þeim að bíllinn telst öflugasti framleiðslubíll Porsche. Aflið kemur frá 550 V8 bensínvél og 136 hestafla rafmótorum og saman henda þau þessum risastóra fjölskyldubíl í 100 km hraða á 3,4 nær fullkomnun varla komist Með nýrri kynslóð Porsche Panamera er fædd fegurðar- dís, hvað þá í þessari Sport Turismo útfærslu. Er öflugasti framleiðslubíll Porsche með 680 hestafla tvinnaflrás, enda aðeins 3,4 sekúndur í hundraðið. ekki bara öruggt start líka gæði Er snjósleðinn tilbúinn fyrir frost og fjöll? Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta. BÍLDSHÖFÐA 12 • 110 RVK • 577 1515 • WWW.SKORRI.IS 88% af lesendum dagblaða* á höfuðborgarsvæðinu á aldursbilinu 18–49 ára lesa Fréttablaðið daglega. Lesa bara FBL 65% Lesa bæði FBL OG MBL 23% Lesa bara MBL 12% Allt sem þú þarft ... *Fréttablaðið og Morgunblaðið. Heimild: Prentmiðlamæling Gallup júl.-sept. 2017. 9 . j a n ú a R 2 0 1 8 Þ R I Ð j U D a g U R6 b í l a R ∙ f R é t t a b l a Ð I Ð Bílar 0 9 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 4 F B 0 4 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E B 0 -E 3 7 4 1 E B 0 -E 2 3 8 1 E B 0 -E 0 F C 1 E B 0 -D F C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 0 s _ 8 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.