Fréttablaðið - 09.01.2018, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 09.01.2018, Blaðsíða 26
Bílar Volkswagen eru framleiddir í 50 verksmiðjum í 14 lönd- um heim allan Þó svo að sumir fólksbílar Ford af stærri gerðinni seljist illa og miklar líkur séu á að Ford muni hætta framleiðslu Mondeo, að minnsta kosti fyrir Bandaríkja- markað, þá hefur fyrirtækið vart undan að framleiða hinn talsvert minni Fiesta. Hann er framleiddur í verksmiðju Ford í Köln í Þýska- landi og þar þarf að slá undir nára til að anna eftirspurn. Ford Fiesta er til að mynda mest selda bíl- gerðin í Bretlandi og í nóvember seldust 6.434 eintök af bílnum og ef svo ágæt sala heldur áfram þar í landi er árssala bílsins þar ríflega 77.000 eintök. Fiesta selst líka vel í Þýskalandi og í nóvember tryggðu 4.660 nýir eigendur sér þar eintak af bílnum. Þessi góða eftirspurn hefur orðið til þess að í verksmiðjunni í Köln hefur þurft að auka framleiðsluna um 100 bíla á dag og þurft hefur að setja á aukavaktir til að sinna allri þessari framleiðslu. Ekki slæmt vandamál þar á ferð. Ford eykur framleiðslu á Fiesta Elon Musk, forstjóri og stærsti eigandi rafbílaframleiðandans Tesla, segir að næsti framleiðslu- bíll á eftir Model Y jepplingnum verði pallbíllinn Model U. Hann á sannarlega ekki að verða nein písl því fullyrt er að hann verði stærri en söluhæsti bíll Bandaríkjanna síðustu áratugi, Ford F-150. Model Y á að koma árið 2019 og því má allt eins búast við að Model U pallbíllinn líti ekki dagsins ljós fyrr en árið 2021. Bandaríkjamenn eru einkar hungraðir í pallbíla um þessar mundir og bara Ford F-150 pallbíllinn seldist í 820.799 eintökum í fyrra. Það er því ekki skrítið að Elon Musk hafi hug á að krækja í sneið af þeirri stóru köku. Miðað við hversu illa gengur að framleiða allra nýjustu bílgerð Tesla, Model 3, gæti biðin eftir pall- bíl fyrirtækisins orðið löng. Pallbíll Tesla stærri en Ford F-150 Volkswagen Group bílasam-stæðan framleiðir yfir 10 milljónir bíla á ári og þar af er Volkswagen merkið eitt með yfir 6 milljónir af þeim en það tak- mark náðist rétt fyrir áramótin. Til að átta sig á hve Volkswagen er stórt fyrirtæki þá eru bílar þess framleiddir í 50 verk- smiðjum í 14 löndum um heim allan og hjá fyrir tækinu störfuðu 626.715 manns við lok síðasta árs. Volkswagen hefur frá upphafi framleitt 150 milljónir bíla og eiga Bjallan og Golf þar stóran skerf í, en á seinni árum hefur Polo aukið hlutdeild sína í sölu Volkswagen- bíla. Á næsta ári má búast við að sjá nýjar gerðir Volkswagen-bíla eiga vænan skerf í heildarsölunni, bíla eins og T-Roc, Arteon og Atlas. Áherslur í framleiðslu Volkswagen bíla breyttust mjög við uppgötvun dísilvélasvindls Volkswagen fyrir ríflega tveimur árum og hafa þær breyst í átt til rafmagns- og tengil- tvinnbíla og ætlar Volks wagen að selja eina milljón bíla á ári án hefðbundinnar brunavélar um miðjan næsta áratug. Volkswagen yfir 6 milljóna bíla markið Ford Fiesta grimmselst. Svona gæti pallbíll Tesla litið út. VAKA HF | Skútuvogi 8 | 104 Reykjavík | Sími: 567 6700 | vakahf.is VIÐGERÐAÞJÓNUSTA VARAHLUTAÞJÓNUSTA DEKKJAÞJÓNUSTA BIFREIÐAFLUTNINGAR VIÐ ERUM KLÁR FYRIR ÞIG! 9 . j a n ú a r 2 0 1 8 Þ r I Ð j U D a G U r12 B í l a r ∙ F r É T T a B l a Ð I Ð Bílar 0 9 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 4 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E B 0 -F 7 3 4 1 E B 0 -F 5 F 8 1 E B 0 -F 4 B C 1 E B 0 -F 3 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 8 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.