Fréttablaðið - 09.01.2018, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.01.2018, Blaðsíða 4
HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is Við hjálpum þér að bæta lífsgæðin Rexton™ heyrnartækin opna nýjar leiðir í samskiptum og auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu. LögregLumáL Rannsókn héraðs- saksóknara á meintum fjárdrætti úr Afli sparisjóði, sparisjóði Siglu- fjarðar, ætti að ljúka í næsta mán- uði. Þetta segir Ólafur Þór Hauks- son héraðssaksóknari og staðfestir að tekist hafi að yfirheyra Magnús Jónasson, fyrrverandi skrifstofu- stjóra sparisjóðsins, í desember. Ólafur Þór vill ekki svara því hvort aðrir liggi undir grun í mál- inu. Tveir menn voru  handtekn- ir og þar á meðal Magnús í septem- ber 2015 vegna gruns um fjárdrátt en skrifstofustjórinn fyrrverandi lét af störfum í sparisjóðnum í júní það ár við yfirtöku Arion banka á fyrirtækinu. Kom þá fram að rök- studdur grunur hefði komið upp vegna fyrirspurnar Embættis sér- staks saksóknara í alls óskyldu máli. Rúmum mánuði síðar var greint frá því að Magnús væri grunaður um að hafa dregið sér rúmar 100 milljónir króna í starfi og baðst hann lausnar sem forseti bæjar- stjórnar Fjallabyggðar. Ráðist var í húsleitir á Siglufirði í desember 2016 og aðrir tveir menn handteknir. Annar þeirra var Ólaf- ur Jónsson, fyrrverandi sparisjóðs- stjóri Afls. Rannsóknin hafði legið á ís vegna alvarlegra veikinda Magnúsar þegar Fréttablaðið fjallaði síðast um málið eða  í mars í fyrra. Í sama mánuði felldi Hæstiréttur úr gildi úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra um að fresta skaðabótamáli þar til rannsókn á meintum brot- um Magnúsar, sem talið er að hafi staðið yfir á nokkurra ára tímabili, væri lokið. Var þeirri niðurstöðu mótmælt bæði af lögmanni hans og Arion banka sem rekur nú útibú á Siglufirði undir sínum merkjum. – hg Rannsókn á meintum fjárdrætti á Siglufirði er nú á lokametrunum Afl varð til við samruna tveggja sparisjóða. FréttAblAðið/SteFán StjórnmáL Áhugi er fyrir því bæði innan Viðreisnar og Bjartrar fram- tíðar að vinna saman að því markmiði að halda íhaldsöflunum frá völdum í þeim sveitarfélögum þar sem það er mögulegt. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Þannig hafa forystumenn innan Viðreisnar og Bjartrar framtíðar átt óformleg samtöl um samstarf í borg- inni og í öðrum stærstu sveitarfélög- um landsins; Hafnarfirði, Kópavogi, Akureyri og mögulega í Reykjanesbæ. Fátt er þó um fína drætti þegar kemur að frambjóðendum fyrir flokkana tvo, þótt mörgum nöfnum hafi verið haldið á lofti í umræðunni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gefa sitjandi borgarfulltrúar Bjartrar framtíðar ekki kost á sér í forystusæti fyrir flokkinn í Reykjavík. Nichole Leigh Mosty er hins vegar sögð mjög líkleg. „Ég er að hugsa um það en ekki endanlega búin að gefa það út,“ segir Nichole, aðspurð um framboð. Nichole býr í Breiðholti og hefur nýverið tekið við stöðu verkefnastjóra samfélags- þróunar í hverfinu. „Mér finnst mjög spennandi hlutir hafa verið að gerast hér í Breiðholti. Það hefur verið svo jákvæð þróun hér og gerjun sem ég myndi vilja að héldi áfram í borginni,“ segir Nich ole og bætir við um framboð: „Ég viðurkenni að ég er enn að sleikja sárin eftir reynsluna af þinginu. Ég mætti miklu mótlæti fyrir að vera með, en Björt framtíð skiptir mig mjög miklu máli og ef kallið kemur þaðan, þá er ég til,“ segir Nichole. Nafni Pawels Bartoszek hefur verið haldið á lofti síðan hann datt út af þingi í haust. Að eigin sögn er Pawel að leita sér að starfi og hefur ekki gert upp hug sinn um framboð. Heimildir blaðsins herma að hann muni þó ekki sækjast eftir fyrsta sæti á lista. Hins vegar þykir ekki ólíklegt að María Rut Kristinsdóttir, aðstoðar- maður Þorgerðar Katrínar Gunnars- dóttur, muni sækjast eftir forystu í borginni fyrir Viðreisn. Áður en María hóf að aðstoða Þor- gerði Katrínu starfaði hún sem sérfræðingur í dóms- málaráðuneytinu og leiddi meðal annars samráðshóp um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu. Ekki er að vænta mikillar endur- nýjunar hjá Samfylkingunni í Reykja- vík en enginn sitjandi borgarfulltrúa flokksins hefur gefið út að hann hygg- ist hætta. Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri og Hjálmar Sveinsson hafa setið tvö kjörtímabil en hinir borgarfull- trúarnir, Skúli Helgason, Kristín Soffía Jónsdóttir og Heiða Björg Hilmisdótt- ir, hafa setið eitt kjörtímabil. Kristín segist þó enn vera að hugsa málið. „Það er bara pínu erfitt að fara í fæðingarorlof í pólitík og koma til baka,“ segir Kristín og tekur dæmi úr borgarpólitíkinni um Sveinbjörgu Birnu, Þorbjörgu Helgu og Oddnýju Sturludóttur. „Ætli maður sé ekki bara svo hræddur við að það hafi áhrif á gengið að hafa farið í fæðingarorlof að maður þorir varla að taka slaginn,“ segir Kristín sem hugsar nú málið í ljósi #metoo-byltingarinnar. Þórlaug Ágústsdóttir hefur form- lega gefið kost á sér til forystu fyrir Pírata í borginni en Halldór Auðar Svansson, eini borgarfulltrúi flokks- ins, hefur gefið út að hann ætli ekki aftur í framboð. Þórlaug hefur verið virk í flokknum lengi og skipaði þriðja sæti á lista flokksins í síðustu borgar- stjórnarkosningum. Enn liggur ekki fyrir hverjir gefa kost á sér í leiðtogakjöri Sjálfstæðis- flokksins aðrir en Áslaug Friðriks- dóttir og Kjartan Magnússon, sitjandi borgarfulltrúar, en framboðsfrestur rennur út á morgun. Eyþór Arnalds liggur enn undir feldi en margir lík- legir frambjóðendur hafa helst úr lestinni undanfarna daga. Þannig hafa Unnur Brá Konráðsdóttir og Jón Karl Ólafsson bæði lýst því yfir að þau fari ekki fram, þrátt fyrir fjölda áskorana. adalheidur@frettabladid.is Viðreisn og Björt framtíð ræða samvinnu á sveitarstjórnarstigi Frjálslyndu miðjuflokkarnir ræða sín á milli um komandi kosningar. Engin endurnýjun er í kortunum hjá Samfylkingunni í borginni. Nichole Mosty íhugar alvarlega framboð í Reykjavík. María Rut Kristinsdóttir er orðuð við oddvitasæti Viðreisnar en Pawel hugsar enn málið. Þórlaug vill leiða lista Pírata í Reykjavík. Pawel bartoszek, fyrrverandi þing- maður Viðreisnar. nichole leigh Mosty, fyrrverandi þingmaður bjartrar fram- tíðar. Ætli maður sé ekki bara svo hræddur við að það hafi áhrif á gengið að hafa farið í fæðingarorlof að maður þorir varla að taka slaginn. Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar LögregLumáL Grunur leikur á að kveikt hafi verið í húsunum í Stardal við Þingvallaveg aðfaranótt eða að morgni þrettánda dags jóla sem bar upp á síðastliðinn laugardag. Óskar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu eftir vitnum að mannaferðum við Stardal vegna rannsóknar á brun- anum sem varð bæði í íbúðarhúsi og útihúsum. Fram kemur í frétt frá lögreglunni að tilkynnt hafi verið um eldinn klukkan 9.59 á laugardagsmorg- uninn. Húsin á staðnum eru afar illa farin. Samanlagt brunabóta- mat húsanna er um 167 milljónir króna. – gar Grunar íkveikju í Stardalsbruna Stardalur eru illa leikinn. Mynd/böddi veður Gert er ráð fyrir að mikið hvassviðri gangi yfir landið sunnanvert og vestanvert í dag og miðhálendið sömuleiðis. Veður- stofan hefur gefið úr svokallaða appelsínugula viðvörun sem gildir fyrir höfuðborgarsvæðið á mesta umferðartímanum fyrir hádegi, eða frá klukkan sex til tíu. Spáð er að vindhraðinn verði 18 til 25 metrar á sekúndu. Veðurstof- an segir að mjög hvasst og hviðótt verði í efri byggðum þegar umferð fer af stað  og börn  haldi í skóla. Einnig verði mjög hvasst á leiðum til borgarinnar, til dæmis á Kjalarnesi, Hellisheiði og á Reykjanesbraut. – gar Illviðri skellur á höfuðborginni 9 . j a n ú a r 2 0 1 8 Þ r I ð j u D a g u r4 f r é t t I r ∙ f r é t t a B L a ð I ð 0 9 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 4 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E B 0 -D E 8 4 1 E B 0 -D D 4 8 1 E B 0 -D C 0 C 1 E B 0 -D A D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 8 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.